Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 stjóri Hafnarness Vers í Þorláks- höfn, segir að kallað sé eftir hlut- deildarsetningu í sæbjúgum eins og við stjórnun veiða á nánast öllum öðrum tegundum hér við land. Með því verði hægt að dreifa afla yfir ár- ið, en eðli málsins samkvæmt sé best að veiða sæbjúgu yfir sumartímann þegar veður sé með skásta móti. Að lokinni hrygningu séu sæbjúg- un mjög góð afurð frá því í lok júlí og fram eftir hausti. Ekkert verður veitt í sumar þar sem kvótinn er fyr- ir löngu búinn. Spurning er hvað gerist með nýju fiskveiðiári 1. sept- ember. „Úr því sem komið er er kvóta- setning ill nauðsyn ef takmarka á veiðarnar eins og Hafrannsókna- stofnun leggur til. Eins og þetta er núna er kerfið vont fyrir fólkið í landi, sem við getum ekki haft í vinnu allt árið, sjómennina og mark- aðinn,“ segir Ólafur. Hann segir að hjá Hafnarnesi Veri hafi fólki í vinnslu í landi verið fækkað eftir sæ- bjúgnavertíðina úr 30 í 18 sem séu tímabundin störf. Vöktun á sæbjúgum Guðmundur Þórðarson, sviðs- stjóri á botnsjávarsviði Hafrann- sóknastofnunar, segir ljóst að núver- andi stjórnkerfi virki ekki til þess að halda afla nálægt ráðgjöf vísinda- manna og vilja stjórnvalda. Finna þurfi stjórnkerfi sem hafi fyrirsjáan- leika og leiði ekki til þess kapps sem hafi verið á veiðunum. Guðmundur segir að sæbjúgu séu hægvaxta og langlíf tegund, sem sé 8-10 ára þegar hún nái veiðanlegri stærð og hafi náð yfir 20 ára aldri í eldi í fiskabúrum. Margt sé óljóst um stofninn við Ísland og rann- sóknir og vöktun hafi hingað til verið takmarkaðar. Það er þó gert ráð fyr- ir að hefja vöktun á sæbjúgum í ár sem hluta af grunnslóðarleiðangri. Aflinn á fiskveiðiárinu er sam- bærilegur við aflann fiskveiðiárin 2015/16 og 2016/17, en aflinn þá var veiddur á lengri tíma. Fiskveiðiárið 2017/18 var aflinn 5.418 tonn, sem var rúmlega þreföld ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar. Á síðasta fisk- veiðiári var aflinn 4.624 tonn en ráð- gjöfin var 1.731 tonn. Sporin hræða Þrátt fyrir afla umfram ráðgjöf árin á undan var ráðgjöfin hækkuð um 500 tonn á þessu fiskveiðiári, en ný veiðisvæði höfðu fundist árin á undan. Áður skilgreind svæði voru stækkuð og þeim var fjölgað úr þremur í átta. Fyrir austan land hafði t.d. fengist góður afli á Hvít- ingasvæðinu, sem þá var ekki skil- greint sem veiðisvæði. Guðmundur bendir á að þar hafi veiðst yfir tvö þúsund tonn og svæðið hafi strax byrjað að gefa eftir. Guðmundur segir að saga sæ- bjúgnaveiða og rannsókna við Ísland telji ekki mörg ár. „Annars staðar í heiminum hafa þessar veiðar hins vegar byrjað mjög skart og síðan hrapað hratt. Það er nánast hægt að rekja þetta ferli frá Suðaustur-Asíu og hvernig það dreifðist þaðan. Við höfum varað við þeirri miklu og vax- andi sókn sem verið hefur í sæbjúgu hér við land og ráðgjöfin tekur mið af því,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að fylgjast þurfi vel með áhrifum veiða á önnur botn- dýr, en þungir sæbjúgnaplógar geti hæglega valdið tjóni. Þannig hafi Hafrannsóknastofnun lagst gegn því að veita tilraunaveiðileyfi á við- kvæmum búsvæðum eða uppeldis- svæði eins og flatfiska í Faxaflóa og á Selvogsbanka þar sem eru helstu hrygningarstöðvar þorsks. Allt morandi í sæbjúgum Ólafur segir að ráðgjöf um veiðar þessa árs spegli ekki raunverulega stöðu sæbjúgnastofnsins. Með fjölg- un hólfa og stækkun svæða hefði mátt bæta verulega í heimildir í stað þess að draga saman. Fyrir vestan hafi veiðar til dæmis farið fram á litlum hluta skilgreindra svæða og þar hafi allt verið „morandi í sæ- bjúgum“. Hann segist telja að auknar rann- sóknir muni leiða í ljós mun meira af sæbjúgum heldur en Hafrann- sóknastofnun geri ráð fyrir. Kapphlaupið um sæbjúgun  Ráðlagður afli ársins á þremur mán- uðum  Hafró varar við mikilli sókn  Útgerðin telur óhætt að veiða meira Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Skógur Sæbjúgu veiða agnir úr umhverfinu með gripörmum sem standa eins og rauðir runnar upp úr bjúgunum. Sæ- bjúgu í miklum þéttleika geta einnig verið búsvæði fyrir ungviði fiska eins og fyrir karfann sem kúrir milli bjúgna á myndinni. Sæbjúgu eru einn sex ættbálka innan fylkingar skrápdýra, þar eru einnig krossfiskar og ígulker. Sæbjúgu – ráðgjöf og afli á fiskveiðiárinu Ráðgjöf: 102 t Afli: 339 t (332%) Ráðgjöf: 131 t Afli: 324 t (247%) Ráðgjöf: 50 t Afli: 0 t (0%) Ráðgjöf: 56 t Afli: 52 t (93%) Ráðgjöf: 515 t Afli: 530 t (103%) Ráðgjöf: 245 t Afli: 241 t (95%) Ráðgjöf: 740 t Afli: 1.091 t (147%) Ráðgjöf: 406 t Afli: 392 t (97%) Ráðgjöf alls: 2.254 tonn Afli alls: 2.969 tonn (132%) Heimild: Hafrannsóknastofnun BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það var handagangur í öskjunni þegar veiðimenn sæbjúgna kepptust við að ná sem mestum afla í Aðalvík á Hornströndum í upphafi fiskveiði- ársins. Sæbjúgnaskipin átta byrjuðu öll veiðar á þessu svæði og á aðeins um þremur sólarhringum náðist að veiða það sem Hafrannsóknastofnun hafði ráðlagt að veitt yrði á svæðinu allt fiskveiðiárið. Og reyndar tals- vert meira því áður en Fiskistofa bannaði veiðar á svæðinu var aflinn orðinn meira en þrefalt það sem ráð- lagt var. Sömu sögu var að segja um annað svæði fyrir vestan, aflanum var mok- að upp og veiðar voru ekki stopp- aðar fyrr en hann var kominn veru- lega umfram ráðgjöf. Á innan við þremur mánuðum var búið að veiða ráðlagðan sæbjúgnaafla ársins. Ólympískar veiðar Veiðigetan hefur aukist og gæti hafa verið um 100 tonn á dag þessa haustdaga fyrir vestan. Talsvert er í húfi að ná sem mestum afla og er tal- ið að útflutningsverðmæti um þrjú þúsund tonna af sæbjúgum geti ver- ið um 800 milljónir. Veiðarnar eru leyfisbundnar og hafa átta bátar stundað veiðar á þessu fiskveiðiári í skilgreindum hólfum fyrir vestan land og austan. Þegar tilteknum afla er náð á hverju svæði, oft eftir talsvert kapphlaup, eru veiðar stöðvaðar. Um sóknar- mark eða „ólympískar veiðar“ er því í raun að ræða innan þessa kerfis. Kvótasetning ill nauðsyn Hvorki sérfræðingum Hafrann- sóknastofnunar né fulltrúum út- gerða hugnast það fyrirkomulag, sem verið hefur á veiðunum. Ólafur Hannesson, framkvæmda- HafnarnesVer gerir út bátana Friðrik Sigurðsson ÁR, sem er aflæahæstur sæ- bjúgnaskipa, og Þrist BA. Fyrirtækið á í samstarfi við útgerðir Sæfara ÁR og Ebba AK. Áróra Seafood gerir út Tind ÁR og Klett ÍS og á í samstarfi við Höllu ÍS, áður Hrafnreyði, og hefur keypt sæbjúgu af útgerð Eyja NK. Níunda leyfið er í eigu FISK Seafood. HafnarnesVer er með vinnslu í Þorlákshöfn og Áróra Seafood á Stokkseyri. Níu útgerðir með leyfi VINNSLA Í ÞORLÁKSHÖFN OG STOKKSEYRI Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Naya Carver stóll með snúning Litur: Brandy PU Verð 42.800 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.