Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Lariat Sport Litur: Magnetic/ Svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up- phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic, Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél. VERÐ 11.390.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi- tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn- davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Platinumhvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 til gamans og efna m.a. til þorra- blóta hvar árið er gert upp á góðlát- legan hátt með örlitlu grátóna ívafi. Lesendur Húnahornsins (huni.is) gerðu líka upp árið og þökkuðu fyrir sig með því að velja björgunarsveit- arfólk í Björgunarfélaginu Blöndu sem menn ársins í Austur- Húnavatnssýslu árið 2019.    Íslendingar eru stoltir af löndum sínum sem gera það gott í útlandinu eins og nýleg dæmi sanna. Allmargir Blönduósingar eiga sér eina hetju, grágæsina Jón sem nú dvelur á Douglas-ánni (Svartá) í Skotlandi. Í haust var hér á þessum vett- vangi greint frá fjórum grágæsum á Blönduósi sem báru gervi- hnattasendi. Þessir sendar gera mönnum kleift að fylgjast með ferð- um þeirra og er skemmst frá því að segja að allar hafa þessar gæsir nema gassinn Jón verið skotnar. Tvær voru skotnar hér á landi en Arnór gassi féll fyrir veiðimönnum í Skotlandi og eru þær hér með úr sögunni. Jón gassi yfirgaf landið 7. nóvember í fyrra kl. 18 og var kom- inn til Skotlands 30 klst. síðar. Ekkert hefur hann sent af upplýs- ingum síðan 19. nóvember en fugla- vinir ytra hafa komið auga á hann þrisvar og núna síðast þann 8. febr- úar. Jón er á lífi og kemur vonandi með hið eftirsótta vor á heimaslóðir í byrjun apríl.    Þegar þessi skrif birtast á síð- um Morgunblaðsins hefur óveður gengið yfir landið og eru afleiðingar þess óljósar en smiðir á Blönduósi gerðu hvað þeir gátu til að fyrir- byggja tjón á parhúsi sem verið er að byggja við Sunnubraut.    Nú eru að hefjast á ný við- ræður um mögulega sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu og Blönduósbær stefnir að því að verða heilsueflandi samfélag. Af þessu má sjá að allt brosir lífið við oss hér um slóðir þrátt fyrir misdjúpar lægðir sem áreita okkur nánast annan hvern dag. Veðrið mikill áhrifavaldur Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Parhús rís um þessar mundir við Sunnubraut. Verktakar gerðu hvað þeir gátu til að fyrirbyggja tjón á húsinu í óveðrinu sem gekk yfir. ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi „Blönduós er helsta þjónustu- miðstöð landbúnaðar og ferða- mennsku á Norðurlandi vestra. Staðsett á einu stórbrotnasta bæjar- stæði landsins, umvafin fallegri nátt- úru. Blönduós er kraftmikið vaxt- arsvæði með öflugri uppbyggingu iðnaðar, íbúðarhúsnæðis og þjón- ustu við barnafjölskyldur. Staðsetn- ing Blönduóss í einstakri náttúru mitt á milli höfuðborgarinnar og Ak- ureyrar býður upp á mikla mögu- leika, jafnt í afþreyingu sem og ferðamennsku og iðnaði. Fáir staðir á Íslandi vaxa nú jafnt hratt og því er framtíðin björt við Blönduós.“ Þetta bar fyrir augu lesenda Morgunblaðsins á fimmtudaginn og því gæti þessum pistli alveg eins lok- ið hér og nú en vindar blása, þorra er blótað og skepnur af öllu tagi eru á ferli og því er haldið áfram.    Tíðarfarið sl. tvo mánuði hefur verið mikill áhrifavaldur á leik og starf allra sem búa við botn Húna- fjarðar. Mikill snjór hefur verið í bænum frá 10. desember og mikil svell á götum og göngustígum bæj- arins. Þetta hefur ásamt hressileg- um vindi óþarflega oft gert mönnum erfiðara fyrir með einfalda útivist. Fella hefur þurft niður skólahald, samgöngur hafa raskast, alvarleg slys hafa orðið í umdæmi lögregl- unnar á Blönduósi og mikið mætt á björgunarsveitarfólki. Eigi er ör- grannt um að þessi leiðinda tíð sé farin að taka frá nokkurt rými í sál- inni en þá sjaldan sem sólin sést og vindurinn hefur hægt um sig hýrnar yfir öllum og menn líta upp frá því að telja dagana til vors í almanaki há- skólans. En svona til þess að minna okkur á fallvaltleika lífsins var opn- um fundi um eftirmál óveðursins í desember sem halda átti í Víðihlíð á fimmtudagskvöld frestað vegna slæmrar veðurspár.    En þótt válynd veður, jarð- skjálftar og vinnudeilur raski sálar- rónni finna menn sér ætíð eitthvað Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi verk eru valin á grundvelli ástandsmats. Það er farið þangað sem við teljum mestu þörfina fyrir hendi,“ segir Ámundi V. Brynjólfs- son, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg. Á fundi borgarráðs í vikunni var lögð fram ósk umhverfis- og skipu- lagssviðs að bjóða út framkvæmdir við endurgerð leik- og grunnskóla- lóða í sumar. Alls er um að ræða end- urgerð og ýmsar lagfæringar, til að mynda endurnýjun leiktækja, á sex- tán lóðum. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 500 milljónir króna og segir Ámundi að það sé svipað og í fyrra. Ráðist verður í endurgerð lóða á þremur leikskólum; Furuskógi (1. áfangi af tveimur), Garðaborg (1. áfangi af tveimur) og Ægisborg (2. áfangi af tveimur). Þrjár grunn- skólalóðir verða sömuleiðis endur- gerðar; við Ártúnsskóla (2. áfangi af tveimur), Brúarskóla (2. áfangi af þremur) og við Rimaskóla (2. áfangi af tveimur). Þá er einnig gert ráð fyrir að farið verði í ýmis smærri verkefni á eft- irfarandi tíu leikskólalóðum: Engjaborg, Fífuborg, Geisla- baugi, Hólaborg, Klettaborg, Lang- holti-Sunnuborg, Litla Holti, Lyng- heimum, Nesi-Hömrum og Sólborg. Morgunblaðið/Ernir Endurbætur Lóð Fellaskóla var tekin í gegn fyrir nokkrum árum. Sextán skólalóðir endurgerðar í sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.