Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skýrsla Borg-arskjala-safns Reykjavíkur um skjalavörslu í tengslum við Braggann í Naut- hólsvík var birt í fyrradag. Athygli vekur að skýrslan er dagsett 20. desember og var þá send borgarstjóra. Þetta þýðir að nær tveir mánuðir liðu frá því að borgarstjóri tók við skýrslunni og þar til að hún var birt. Sá seinagangur rímar vel við annað í Bragga- málinu, meðal annars allt ut- anumhald um upplýsingar því tengdar. Viðbrögð formanns borg- arráðs, Þórdísar Lóu Þór- hallsdóttur, oddvita Við- reisnar, við skýrslunni eru sérkennileg. Í samtali við mbl.is sagði hún: „Það er ekk- ert nýtt í þessari skýrslu.“ Þá nefnir hún að búnar séu að „fara fram gríðarlega miklar skipulagsbreytingar og breyt- ingar á verklagi síðan í janúar í fyrra“. Nú má vera að búið sé að ráðast í breytingar, en í ljósi þess að ýmis skjöl voru „ekki aðgengileg þegar innri endurskoðun framkvæmdi rannsókn sína og áhugi al- mennings, borgarfulltrúa og fjölmiðla á málefnum tengd- um framkvæmdunum var sem mestur,“ eins og segir í skýrslu Borgarskjalasafns, verður afstaða formanns borgarráðs að teljast í meira lagi vafasöm. Við lestur skýrslu Borgar- skjalasafns má sjá að brota- lamirnar eru slík- ar að næst á dagskrá hlýtur að vera að láta fara fram rannsókn á því hvort einungis hafi verið um slæ- leg vinnubrögð að ræða, sem væri með miklum ólíkindum, eða hvort vísvitandi var verið að leyna upplýsingum sem væri ekki síður alvarlegt. Vís- vitandi brot af því tagi væru mikið alvörumál, enda kunna brot gegn lögum um opinber skjalasöfn að varða sektum eða allt að þriggja ára fang- elsi. Þetta sýnir vel hve alvar- legum augum löggjafinn lítur þessi mál þó að borgaryfir- völd telji þau léttvæg, eins og sést af því að borgarstjóri liggur á málinu í tæpa tvo mánuði og formaður borgar- ráðs segir ekkert nýtt í því. Bragginn kostaði skatt- greiðendur í Reykjavík hundruð milljóna króna um- fram það sem eðlilegt gat tal- ist og áætlað hafði verið. Og Bragginn er ekki eina málið sem þannig hefur farið úr böndum hjá borginni, þau mál eru mýmörg og hafa kostað borgarbúa mikið fé. Það sem þó hlýtur að valda borgar- búum mestum áhyggjum, ekki síst þegar haft er í huga að borgaryfirvöld hyggjast ráð- ast í tuga- eða hundraða millj- arða framkvæmdir vegna borgarlínu, er að þau virðast ekkert hafa lært af mistök- unum enda viðurkenna þau ekki mistökin nema í besta falli að hluta til. Borgaryfirvöld reyna að gera lítið úr nýrri skýrslu um Braggamálið} „Ekkert nýtt“ Í frétt í Morg-unblaðinu í dag eru sögð þau vá- legu tíðindi að at- vinnuleysi nálgist nú 10.000 manns og að það hafi ekki náð slíkum hæðum frá því árið 2012. Þá bætir ekki úr skák að aukningin er mjög hröð, sem sést af því að fjölgun atvinnulausra í janúar var um eitt þúsund. Þessi tíðindi koma í kjölfar frétta í vikunni af því að ál- verinu í Straumsvík kunni að verða lokað á árinu verði eng- ar breytingar á aðstæðum þess. Eins og fram kom í sam- tölum Morgunblaðsins við tvo hagfræðinga í gær yrðu áhrif- in af lokun álversins veruleg. „Lokun álversins í Straums- vík myndi hafa víðtæk efna- hagsáhrif á Íslandi. Bæði mun það draga úr hagvexti og auka atvinnuleysi, sem þegar er mikið,“ segir Ingólfur Bender, aðal- hagfræðingur Samtaka iðnaðar- ins. Hann benti á að álverið skapaði um 60 milljarða króna í gjaldeyris- tekjur og að um 22 milljarðar færu í laun og kaup á raforku. Yngvi Harðarson, hagfræð- ingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir að áhrifin af lokun kæmu fyrst fram í töp- uðum störfum og tekjutapi Landsvirkjunar, sem þyrfti að finna nýja kaupendur, sem gæti tekið töluverðan tíma. Þegar horft er til þess að Hagfræðistofnun hefur áætl- að að álverið í Straumsvík skapi um 1.250 bein og óbein störf sést hve alvarleg staða getur komið upp við núver- andi aðstæður ákveði stjórn- endur álversins að ekki sé að óbreyttu grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri þess. Mögulega lokun álversins í Straums- vík verður að ræða með hliðsjón af efnahagsástandi} Atvinnulausum fjölgar ört V ið endurreisn þjóðríkisins var Ís- lendingum afar mikilvægt að land- ið væri stjórnarfarslega sjálfstætt. Árið 1919 tóku Íslendingar æðsta dómsvald þjóðarinnar í sínar hendur og Hæstiréttur Íslands tók til starfa 16. febrúar 1920. Með því voru öll skilyrði þjóðríkis uppfyllt. Laganemar hafa lengi litið á 16. febr- úar sem hátíðisdag, enda markaði hann heim- komu íslenska dómsvaldsins. Á morgun er því dagur laganema, en í þetta sinn er hann sér- lega merkilegur í ljósi aldarafmælis Hæsta- réttar. Hér á landi tók Lagaskólinn til starfa árið 1908 eftir rúmlega hálfrar aldar baráttu Ís- lendinga fyrir því að lagakennsla flyttist frá Danmörku til Íslands. Lagaskólinn starfaði í þrjú ár en enginn brautskráðist þó frá skól- anum þar sem nemendur gengu inn í Lagadeild Háskóla Íslands við stofnun hans árið 1911. Lögfræðimenntun hefur gjörbreyst síðan þá. Fjölbreytni í laganámi hefur aukist með tilkomu nýrra háskóla og sam- keppni skóla á milli sem bjóða upp á framsækið og áhuga- vert laganám. Breytileikinn er jákvæður enda er mikilvægt að nemendur hafi val og jöfn tækifæri til náms. Það er ein af grunnforsendum réttláts samfélags. Réttarkerfið okkar og íslenskt laganám styður einnig við og stuðlar að vexti móðurmálsins. Þegar Lagaskólinn var settur skorti íslenska tungu mörg meginhugtök lög- fræðinnar. Nú rétt fyrir áramót var aftur á móti rafrænu lögfræðiorðasafni hleypt af stokkunum og gert aðgengi- legt á vefsíðu Árnastofnunar. Það mun án efa nýtast komandi kynslóðum. Frumvarp um Menntasjóð námsmanna er nú í höndum þingsins og það felur í sér grund- vallarbreytingu á stuðningi við námsmenn. Frumvarpið miðar að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til námsmanna sem taka námslán. Sérstaklega er hugað að hópum sem búa við krefjandi aðstæður, s.s. ein- stæðum foreldrum, fjölskyldufólki og náms- mönnum utan höfuðborgarsvæðisins. Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur starfað í yfir fimmtíu og átta ár og er sjóðurinn í góðu ásigkomulagi. Sú staða skapar kjör- aðstæður til kerfisbreytinga, sem námsmenn hefur lengi dreymt um. Þeir hafa um áratuga skeið barist fyrir betri kjörum, auknum rétt- indum og jöfnum tækifærum til náms. Með fyrirhugaðri breytingu viljum við auka gagnsæi, fyr- irsjáanleika og skipta gæðum með réttlátari hætti milli námsmanna. Með stofnun Hæstaréttar fyrir hundrað árum voru mörkuð tímamót. Dómsvald fluttist heim og rétturinn hef- ur haldið vel á því í heila öld. Skrefin sem þá voru stigin skildu eftir sig gæfuspor og urðu haldreipi í samfélags- þróun sem er um margt einstök. Aukin velsæld og réttlæti haldast í hendur og okkur ber að skapa aðstæður, þar sem fólk fær jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Í þeirri vegferð er jákvætt hugarfar þjóðarinnar besta veganestið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Öflugt laganám grunnstoð öflugs réttarkerfis Höfundur er menntamálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirliggjandi markmiðdraga frumvarps umfasteignir og fleira, semforsætisráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, er að hindra jarðasöfnun erlendra jafnt sem innlendra einstaklinga og fyrir- tækja. Fleiri markmið eru þó nefnd til sögunnar, eins og til dæmis að vernda land sem hentar til búvöru- framleiðslu. Nubo og Ratcliffe Auðmenn hafa lengi safnað jörðum hér á landi, meðal annars við eftirsóttar laxveiðiár. Áhugi er- lendra manna er nýrri. Kaup kín- verska auðmannsins Huang Nubo á meirihluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum voru mikið rædd fyrir tæp- um áratug. Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra neitaði að veita fé- lagi hans undanþágu til kaupanna, meðal annars með þeim rökum hversu stór jörðin er. Í kjölfarið var sett af stað vinna við að endurskoða lög um eignarrétt og afnotarétt fast- eigna. Næsta umræða snerist um kaup breska auðmannsins Jim Ratcliffe, sem í nafni ýmissa félaga hefur safn- að að sér laxveiðijörðum í Vopnafirði og víðar á Norðausturlandi og fékk meðal annars að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Athugun Kveiks á RÚV á síðasta ári benti til þess að Ratcliffe ætti meirihluta í 30 jörðum og hlut í alls 39 jörðum. Áætlað var að jarðir sem Bretinn á hlut í næðu yfir nærri 1.400-1.500 ferkílómetra lands, eða um 1,4% landsins. Starfshópur sem landbúnaðar- ráðherra skipaði á árinu 2017 til að gera tillögur um úrræði til að við- halda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins skilaði skýrslu 2018. Þótt hvorki vinna innanríkisráðherra né landbúnaðar- ráðherra hafi leitt til lagabreytinga er tekið mið af skýrslum þeirra við samningu þess frumvarps sem nú er áformað að leggja fram. Þá er frum- varpið liður í víðtækri heildarendur- skoðun á lögum og reglum um eignarráð, ráðstöfun og nýtingu fast- eigna, með áherslu á land. Sú stefna stjórnvalda birtist í frumvarpinu að löggjöfin eigi að stuðla að fjölbreyttum og samkeppn- ishæfum landbúnaði, náttúruvernd, viðhaldi byggðar og um leið þjóð- hagslega gagnlegri og sjálfbærri landnýtingu. Jafnframt er lögð áhersla á að tryggja að land sem er vel fallið til búvöruframleiðslu sé varðveitt til slíkra nota og að fæðu- öryggi sé tryggt til framtíðar. Að sama skapi er sagt að ástæða sé til að sporna gegn kaupum eða söfnun á landi í spámennskuskyni. Tekið er fram að það eigi við án tillits til þjóð- ernis eiganda. Veiti upplýsingar árlega Með frumvarpinu eru stjórnvöld að óska eftir tækjum til að ná þessum markmiðum og fá yfirsýn um eignar- ráð lands, meðal annars þegar eignarréttur er á hendi lögaðila. Lagaákvæði um kaup erlendra ríkisborgara, utan EES-svæðisins, verða þrengd, skv. frumvarpinu. Gert verður skylt að láta kaupverð fasteignar og hvernig það er greitt koma fram í afsali. Skapaður verður lagagrundvöllur fyrir landeignaskrá Þjóðskrár. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á jarðalögum sem munu gilda utan þéttbýlis um allt land auk lög- býla og landbúnaðarlands sem kann að vera innan þéttbýlis. Meðal ný- mæla er ákvæði um að erlendum lög- aðilum eða lögaðilum í beinni eða óbeinni eigu erlendra lögaðila eða undir yfirráðum þeirra er gert skylt að veita fyrirtækjaskrá ríkisskatt- stjóra árlega upplýsingar um fast- eignir sínar. Ekki er ólíklegt að fyrirtækjakraðakið í kringum jarð- eignir Ratcliffe eigi þátt í því að þetta ákvæði er í frumvarpinu. Komið í veg fyrir að hægt sé að safna jörðum Land, jarðir og eignarhald Eignarhald lands 2019 Þróun eignarhalds lands 2009 2019 65% 12% 61% 17% Einstaklingar Fyrirtæki Einstaklingar 4.706 61% Fyrirtæki 1.335 17% Ríkið 316 4% Sveitarfélög 324 4% Óljóst eignarhald 36 1% Blandað 903 12% Dánarbú 83 1% Heimild: Greinargerð með drögum að frumvarpi um fasteignir Fjöldi lögbýla: 6.803 Ríflega helming- ur landsins er eignarlönd, þjóð- lendur eru tæplega helmingur Ísland: 103.001 km2 Láglendi (upp í 300 m hæð): 25.750 km2 (25%) Gott ræktarland: 6.150 km2 (6%) Með breytingum á jarðalögum er gert ráð fyrir að afla þurfi samþykkis ráðherra fyrir kaup- um á landi, við tilteknar að- stæður, og getur ráðherra því stöðvað kaupin, hvort sem Ís- lendingar eða aðrir eiga í hlut. Á þetta meðal annars við ef kaup- andi á fyrir lögbýli sem eru samanlagt 50 hektarar að stærð, ef fasteign er 350 hekt- arar eða kaupandi og tengdir aðilar eiga fasteignir sem eru samanlagt 10 þúsund hektarar að meira að stærð. Þess má geta að sá hluti Grímsstaða sem Nubo vildi kaupa og Radc- liff keypti síðar er 30 þúsund hektarar, þrefalt stærri en há- mörkin í væntanlegum lögum. Á sama hátt þarf að leita sam- þykkis ráðherra fyrir breytingu á yfirráðum yfir lögaðila sem á fasteign sem fellur undir gild- issvið jarðalaga. Í það ákvæði vísaði Katrín Jakobsdóttir þeg- ar hún sagði fram frumvarpinu á fundi VG og sagði að ekki yrði hægt að fara í kringum reglu- verkið með „kennitölukrúsídúll- um“. Getur stöðv- að landakaup HEIMILD Í JARÐALÖGUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.