Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0 Villi tekur á móti gestum á Eignaborg eins og hann hefur gert síðastliðin 40 ár. Hringdu eða kíktu við í kaffi. Við erum alltaf á sama stað í Hamraborg 12. Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali, sími 893 2499 og oskar@eignaborg.is Bestu kveðjur, Villi sími 864 1190, villi@eignaborg.is Guðmundur Kjartanssonog Dagur Ragnarssoneru jafnir í efsta sætiþegar ein umferð er eftir í A-flokki Skákhátíðar MótX sem staðið hefur yfir frá janúarbyrjun en teflt hefur verið einu sinni í viku í Stúkunni á Kópavogsvelli. Þeir hafa báðir hlotið 5 vinninga af sex mögulegum og eru vinningi á und- an næstu mönnum sem eru Hjörv- ar Steinn Grétarsson, Ingvar Þ. Jó- hannesson, Halldór G. Einarsson og Davíð Kjartansson sem eru allir með 4 vinninga. Í síðustu umferð sem fer fram næsta þriðjudagskvöld hefur Dag- ur svart gegn Ingvari Þ. Jóhann- essyni en Guðmundur teflir við Halldór G. Einarsson einnig með svart. Báðir efstu menn eru þessa dagana að keppa að ákveðnu marki, Guðmund vantar lítið upp á til að verða stórmeistari og Dagur stefn- ir að titli alþjóðlegs meistara. Í B-riðli komust Pétur Pálmi Harðarson og Guðni Pétursson í efsta sætið með sigri sl. þriðjudag og eru báðir með 5 vinninga af sex mögulegum. Arnar Milutin og Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir koma næst með 4½ vinning. Hannes Hlífar byrjar í Prag Hannes Hlífar Stefánsson vann skák sína í fyrstu umferð í áskor- endaflokki Skákhátíðarinnar í Prag sem hófst á miðvikudaginn. Í flokknum tefla tíu skákmenn allir við alla og þar sem Hannes var sá eini sem náði að vinna í fyrstu um- ferð er hann einn í efsta sæti. Sigurvegarinn í áskorendaflokkn- um öðlast rétt til að tefla í efsta flokki að ári. Þar hófu leikinn á miðvikudag kappar á borð við Ír- anann Firouzja, Tékkann Navara, Indverjann Vidit, Svíann Grande- lius og Bandaríkjamanninn Shank- land svo nokkrir séu nefndir. Sigur Hannesar Hlífars í fyrstu umferð var sannfærandi en skemmtilegir biskupsleikir hans í miðtaflinu virtust slá andstæðing- inn út af laginu. Úrvinnsla Hann- esar eftir að hann vann peð var fumlaus: Skákhátíðin í Prag; 1. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson – Ta- deas Kriebel (Tékkland) Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 Rf6 7. 0-0 Be7 8. Be3 0-0 9. f4 d6 10. Kh1 Rxd4 11. Dxd4 e5 12. Dd3 b6 13. Had1 Bb7 14. Bf3 Had8 15. f5 Hfe8 16. Bf2 Dc8 Svartur hefur lagt mikið upp úr því að sleppa „skylduleiknum“ a7- a6 og þarna er ástæðan komin fram. Hann vill skjóta biskupnum til a6 en það er raunar ekki merki- lega hótun. 17. Hfe1 Ba6 18. Dd2 d5! Best. Svartur væri mjög að- þrengdur án þessa leiks. 19. Rxd5 Rxd5 20. exd5 Dxf5 21. He4 Bd6 22. Bh4 Hc8 23. Hde1 Dd7 24. Bh5?! Þessi leikur er í raun fremur vafasamur ef svartur bregst rétt við. 24. … Hf8? Hann gat leikið 24. … g6! og möguleikar svarts eru betri því að hvorki 25. Dh6 eða 25. Bf6 er hættulegir leikir. 25. Bf6! Bráðsnjallt og byggist á einfaldri hugmynd: 25. … gxf6 26. Hg4+ Kh8 27. Dh6 og vinnur. 25. … Df5 26. Bxe5 Hcd8? Eftir þennan leik er eftirleik- urinn auðveldur. Hann varð að leika 26. … Bxe5 27. Hxe5 Dxc2 og svartur getur varist. Nú er hann peði undir og hefur engar bætur. 27. Bf3 Bxe5 28. Hxe5 Df6 29. b3 Dd6 30. He7 Bc8 31. Hxa7 Bd7 32. Df2 f5 33. Hb7 Hf6 34. c4 Hh6 35. h3 Hf8 36. De3 Hhf6 37. He2 Bc8 38. He7 Dg3 39. Df2 Dd6 40. Dh4 Bd7 41. H2e5 h6 42. b4 Ba4 43. a3 Bc2 44. H5e6 Dd8 45. Dg3 H6f7 46. De5 Be4 47. hxf7 Kxf7 48. Bh5+ – og svartur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Sigsteinn Pálsson fæddist í Tungu í Fáskrúðsfirði 16. febr- úar 1905. Hann var sonur hjónanna Elínborgar Stefáns- dóttur og Páls Þorsteinssonar, bónda og hreppstjóra í Tungu. Eiginkona Sigsteins var Helga Magnúsdóttir, f. 1906, d. 1999. Þau eignuðust tvö börn. Sigsteinn og Helga hófu bú- skap á Melavöllum í Reykjavík árið 1940. Tveimur árum síðar tóku þau við búskap á stórbýl- inu Blikastöðum í Mosfellssveit þegar faðir Helgu lést. Þar ráku þau eitt stærsta og glæsi- legasta kúabú landsins í þrjá áratugi. Árið 1973 hættu þau kúabúskap en bjuggu áfram á Blikastöðum til ársins 1992, en fluttu þá til Reykjavíkur. Sigsteinn var alla tíð sjálf- stæðismaður. Hann tók virkan þátt í félagsmálum, bæði fé- lagsmálum bænda og í Mos- fellssveit. Hann var hreppstjóri Mosfellshrepps í tvo áratugi og um skeið formaður sóknar- nefndar Lágafellssóknar og- formaður Veiðifélags Úlfarsár í mörg ár. Hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Mosfellsbæjar 1965 og var heiðursfélagi karlakórsins Stefnis. Sigsteinn lést 4. febrúar 2010 og vantaði þá 12 daga til að ná 105 ára aldri. Merkir Íslendingar Sigsteinn Pálsson Guðmundur og Dagur efstir fyrir lokaumferð Skákhátíðar MótX Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Teflandi skákdómari Halldór G. Einarsson (t.v.) hefur haft í ýmsu að snúast á Skákhátíð MótX. Hann tefl- ir og er jafnframt skákstjóri. Með honum á myndinni er aldursforseti mótsins, Benedikt Jónasson. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is Landsbanki Íslands, „banki allra lands- manna“ byggir nú veg- legt hús yfir höfuð- stöðvar sínar á dýrusta lóðinni í Reykjavík. Helstu rök forráða- manna bankans eru þau að höfuðstöðvar banka eigi að vera í miðju borgar og mikill sparnaður sé fólginn í því að sameina alla starfsemi bank- ans á einum stað. Þessi röksemda- færsla er í samræmi við það sem al- mennt var talið framundir lok síðustu aldar. Ekki þótti annað hæfa en að virðulegir bankar gætu boðið helstu viðskiptavinum sínum til funda í stórum sölum í glæsilegum húsum þar sem næsta nágrenni ljómaði af virðulegum og gjarnan aldagömlum húsum sem voru tákn fyrir forna frægð viðkomandi lands. Allt þetta heyrir nú sögunni til. Nú vilja viðskiptavinir fá skjóta og góða þjónustu á hóflegu verði, án alls óþarfa íburðar. Bankamenn, og ekki síður viðskiptamenn banka, telja nú litlu skipta hvar höfuðstöðvar banka eru staðsettar, flestar þeirra eru ut- an við miðju borga og bæja þar sem húsnæðiskostnaður er miklu lægri en í miðborgum og aðgengi auðveld- ara fyrir starfsmenn og viðskiptavini (þ.e. þá fáu sem þurfa að mæta í bankann í eigin persónu). Lengi fram eftir 20. öldinni áttu viðskiptavinir banka erindi í bank- ann til þess að sinna erindum sínum. Nú fara fæstir þeirra lengur í bank- ann, heldur sinna þeir nær öllum bankaviðskiptum rafrænt heiman frá sér. Sama máli gildir um samskipti starfsmanna milli deilda í banka, þær fara flestar fram rafrænt. Viður- kenna skal þó að stöku fundi starfs- manna innbyrðis eða starfsmanna og viðskiptavina getur verið heppilegt að halda með beinu sambandi þar sem menn hittast. Það hentar hins vegar alls ekki að stefna fund- argestum niður í miðborg, miklu heppilegra er að fundir fari fram á hentugum stað utan borgarmiðju jafnvel í næsta byggðarlagi þangað sem auðvelt er að kom- ast og finna næg ódýr bílastæði. Alvarlegast varðandi byggingu þessa glæsi- húss er þó að banka- stjórn Landsbanka Ís- lands freistar þess að telja þjóðinni, eigendum bankans, trú um að með þessum hætti sparist stórar fjárhæðir. Það þarf ekki mikla snilli til að sjá að það getur ekki kostað minna að hýsa banka í dýr- asta húsinu á langdýrustu lóðinni í Reykjavík en að nýta mun ódýrara húsnæði á miklu ódýrari lóðum fjær miðborginni. Svo virðist þó sem stjórn Landsbankans haldi enn fram þeirri skoðun að verið sé að gera eig- endum bankans, íslensku þjóðinni, stóran greiða. Ekki aðeins muni þjóðin eignast einn glæsilegasta banka heims, heldur muni kostnaður af rekstri bankans dragast svo mjög saman að hagnaður stóraukist. Um- sjónarmenn bankans, Bankasýsla og ríkisstjórn hafa valið þann kost að trúa fullyrðingum bankastjórn- arinnar og láta málið afskiptalaust. Undirritaður telur fullvíst að allar fullyrðingar stjórnar Landsbankans um hagkvæmni glæsibyggingar við Reykjavíkurhöfn reynist víðs fjarri öllum raunveruleika. Þjóðin muni sitja uppi með umtalsverðan auka- kostnað af ævintýrinu en enginn mun telja sig bera ábyrgðina. Banka- stjórnin mun viðhafa þá afsökun að áætlanir hafi ekki reynst réttar, Bankasýslan og ríkisstjórn treystu bankastjórninni! Sömu menn munu halda áfram á sömu braut og málið gleymist áður en nýr dagur rís. Banki á dýrustu lóðinni – nauðsyn eða bruðl? Eftir Halldór S. Magnússon Halldór S. Magnússon » Alvarlegast er þó að bankastjórn Lands- banka Íslands freistar þess að telja þjóðinni trú um að með þessum hætti sparist stórar fjárhæðir. Höfundur er fv. bankamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.