Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 30

Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Norður-Atlantshafið sunnan Íslands og Norður-Íshafið norðan Íslands hafa kólnað síð- ustu 16 árin. Á vef Haf- rannsóknastofnunar eru sýndar mælingar sjávarhita við strönd3). Við Vestmannaeyjar varð sumarhitahá- markið einni gráðu lægra 2019 en 2003 og við strönd Grímseyjar einni og hálfri gráðu lægra. Sjá meðfylgjandi línurit af sjávarhita við strönd. Tvö hlýindatímabil Sjórinn tók að hlýna eftir 1920 og hlýindin orðin veruleg milli 1930 og 1940 og entust fram til 1965. Aftur kom hlýskeið eftir 1995. Hitamæling- ar Hafrannsóknastofnunar á dýpi sunnan Íslands og norðan, á Selvogs- banka og út af Siglunesi, sýna hlýnun- ina (sjá myndir 4 og 5 í tilvísun1), myndirnar sýna hitastig niður í sjóinn að vori). Á seinna hlýskeiðinu, eftir 1995, náðu hlýindin hámarki á árun- um 2003-2006 á Selvogsbanka, fyrir norðan varð stutt hlýindaskot 2003. Eftir þessi hitahámörk hefur að mestu ríkt kólnun á báðum svæðum, skörp eftir 2014 fyrir sunnan, og síð- ustu árin hefur hitafarið í sjónum á bæði Selvogsbanka og út af Siglunesi verið svipað og á kuldaskeiðinu 1965- 19951)2). Meiri hlýindi fyrir 1965 Á mynd 5 í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar1) eru sýndir hitaferlar á dýpi út af Siglunesi aftur til áranna um 1950. Þar sést að hlýindin voru meiri og varanlegri milli 1950 og 1965, á fyrra hlýskeiðinu, en komið hafa á því síðara eftir 1995. Botnhitinn lækkar Í ársfjórðungslegum mælingum á botnhita sjávar á vorin, sem sýndar eru á mynd 6 í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar1), má greina hlýnun eftir 1995. Á Selvogsbanka og út af Siglu- nesi og Látrabjargi hættir að hlýna á árunum 2003-2008 og hefst þá kóln- unartilhneiging sem var- ir eins lengi og myndin sýnir (fram til 2016). Hafstraumar jafna hitann Rennsli Golfstraums- ins er meira en allra áa jarðar til samans, yfir 100 milljón tonn á sek- úndu. Með honum kemur hlýr sjór norður í efri lögum en kaldur sjór rennur úr íshafinu í neðri lögum til suðurs. Hitamismunur leit- ast við að jafnast út um N-Atlants- hafið með blöndun. Hitinn í hafinu sunnan Íslands gefur vísbendingu um þróun hitafars í meginsvæði N- Atlantshafsins. Sama þróun loftslags Hitinn í hafinu er einn helsti áhrifa- valdur lofthita kringliggjandi land- svæða. Lofthitamælingar4) á Stór- höfða, sjá meðfylgjandi línurit yfir ársmeðalhitastig, sýna svipaða þróun og í hafinu: Hlýnun 1920-1940 og aft- ur 1980-2003. Fleiri mælistaðir loft- hita nærri meginsvæði N-Atlants- hafsins, s.s. við Keflavíkurflugvöll og Kirkjubæjarklaustur, sýna svipaða kólnunartilhneigingu og hafið síðasta einn og hálfan áratug. Þekktar afleiðingar kólnunar Samdráttur í fiskafla og vandamál í landbúnaði eru þekktar afleiðingar kólnunar hér á landi. Tilvísanir: 1) Ástand sjávar 2016 (skýrsla): Sólveig R. Ólafsdóttir, Héðinn Valdimarsson, Maria Dolores Perez- Hernandez, Kristinn Guðmundsson, Ástþór Gíslason, Hildur Pét- ursdóttir, Hafsteinn G. Guðfinnson, Kristín J. Valsdóttir, Agnes Eydal og Karl Gunn- arsson. Hafrannsóknastofnun 2018. 2) Ástand sjávar, tímaraðir. Hafrannsókna- stofnun. 3) Sjávarhiti við strönd. Hafrannsókna- stofnun. 4) Ársgildi. Stórhöfði 63°23.974’, 20°17.295’ (63,3996, 20,2882). Veðurstofa Íslands. Eftir Friðrik Daníelsson »Hafsvæði við Ísland hafa kólnað í einn og hálfan áratug. Friðrik Daníelsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Kólnun sjávar Tillaga mín byggist á þeim forsendum að vandinn stafi tvíþætt af sandi og ösku sem berst með Markar- fljóti niður til sjávar þar sem annars vegar sjávarföll og hins vegar hegðun sjávar bera þessi efni inn í höfnina. Þar mun þá flóð vera aðalástæða vandans því það ber með sér sand og ösku inn að innstu kimum hafnarinnar. Lausnin byggist á því að nýta sér sömu öfl til að beina sandinum og öskunni aftur út til sjávar. Að loknu hverju aðflæði hefst útflæði sem í tilfelli Landeyjahafnar felur í sér nánast sömu krafta og inn- flæðið bar með sér en ástæða þess að sjórinn ber ekki með sér sand- inn aftur út er einfaldlega sú að sandurinn og askan ná að setjast á þeim tíma sem líður milli flóðs og fjöru sem veldur því að útfalls- straumurinn nær ekki að hreyfa við þeim setlögum sem myndast við sérhvert innflæði sjávar. Til þess að notast megi við út- flæði sjávar, þ.e.a.s. þegar fjarar út, þarf þess vegna að koma hreyfingu á þau setlög sem safn- ast hafa upp í höfninni og til þess þarf að nota utanaðkomandi vatnsafl gegnum háþrýstislöngur sem settar eru upp á völdum stöð- um og þeim beint í átt að mynni hafnarinnar. Með því að beina háþrýstivatns- straumi á setlögin þyrlast sá sandur og aska sem safnast hefur upp að nýju og berst með útfall- inu aftur út úr höfninni og er það þá tvennt afgerandi um hvernig tekst til; annars vegar hversu há- an þrýsting er hægt að skapa í hverri háþrýstislöngu fyrir sig eða saman í neti og svo hins vegar hversu langt út fyrir hafnar- mynnið þarf að halda hreyfingu á þeim massa sands og ösku sem nægir til að austanstraumurinn taki við og beri sandinn/öskuna vestur með strönd- inni. Vandi er að finna vatn fyrir utan höfn- ina sem gæti komið að notum nema í Markarfljóti, sem er bófinn í þessu drama og rennur þar hjá í skammri fjarlægð, en eins og menn vita er vatnið gruggugt og því orkar það tvímæl- is hversu áhrifaríkt það væri að notast við það en ég tel að það sé þó vel ger- andi. T.d. væri mögulegt að byggja smá lón ofar í farveginum og leyfa þar gruggugu vatninu að setjast um stund áður en því væri hleypt í hreinsikerfið í höfninni. Hæðarmunurinn sem mætti skapa nálgast 20 metra og gæfi það nægan þrýsting að því er ég tel til langtímahreinsiáforma. Annars má mögulega finna vatn í bergvatnsá sem rennur vestan við veginn niður að höfninni en hún er vatnslítil og leggur og frýs að vetri þegar vatnsins er mest þörf. Einnig er mögulegt að dæla sjó í þessa aðgerð en ég tel það síður aðlaðandi sökum tæringar af völd- um saltsins til lengri tíma auk þess sem það hefur í för með sér kostnað sem auðveldlega er hægt að komast undan fylgi maður þeirri lausn að nota vatn úr Markarfljóti. Aðferðafræðin byggist sem sagt á að nýta sér sjávarföllin til að beina sandi og ösku aftur út um hafnarmynnið og láta sjóinn síðan bera efnin burt. Erfitt er að not- ast einungis við sjó innan hafnar- innar til að nota í hreinsibúnaðinn því það myndi skapa bakflæði sem bæri sand og ösku aftur inn í höfnina, jafnvel á meðan háþrýst- islöngurnar væru í gangi, og því væri best að ná í vatn utan hafnarinnar og með því auka þrýsting á útfallinu með betri hreinsun hverju sinni. Hreinsa þarf höfnina tvisvar sinnum daglega við útflæði og má þá vinna smátt og smátt að tæm- ingu hennar af sandi og ösku og hreinsa hana vel og síðan halda við því ástandi með notkun bún- aðarins. Tel ég að þá megi ætla að höfnin verði nothæf og aðgengileg hvern dag sem sjávargangur hindrar ekki aðgengi að henni. Stór áhrif á hversu vel þetta tekst hefur aðgengi að vatni utan hafn- ar eins og ég nefndi áður. Því meira vatn sem grípa má til í hvert sinn sem á hreinsun stendur því auðveldara er að sinna höfn- inni og hreinsiþörf hennar. Dæmi um þessa lausn má sjá víða þar sem sandur og aska hreinsast úr farvegi áa og skilja þyngri hluti eftir hreina eins og klöpp, steina og möl. Það er því okkar raun að reyna að endurskapa þátt árinnar innan hafnar og nýta okkur þann árang- ur sem áin sýnir í frjálsu flæði sínu. Það þarf varla að taka fram að árlegur kostnaður af notkun þessa kerfis er hverfandi miðað við þau útgjöld sem nú eru í gangi og sjálf fjárfestingin einnig því engar breytingar þarf að gera á hafnar- mannvirkjum aðrar en viðbætur á tækjabúnaði, að frátöldu lóninu sem ég hef áður minnst á. Taka skal fram að hver sá há- þrýstibúnaður sem settur er upp þarf að vera hreyfanlegur að hluta, tel ég bæði til og frá og mega snúast um 70-90° að ég held. Það mun þó betur vera á færi verkfræðinnar að ákveða slíkt sem og margt annað af því sem ég hef bent á. Hugsanleg lausn á vanda sand- söfnunar við og í Landeyjahöfn Eftir Jón Sveinsson » Það þarf varla að taka fram að árlegur kostnaður af notkun þessa kerfis er hverfandi miðað við þau útgjöld sem nú eru í gangi. Jón Sveinsson Höfundur er ellilífeyrisþegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.