Morgunblaðið - 15.02.2020, Side 32

Morgunblaðið - 15.02.2020, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 ✝ Gerður Guð-björnsdóttir fæddist 29. nóv- ember 1931 að Reykjum í Hrúta- firði. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Fellaskjóli, Grund- arfirði, 2. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörn Benediktsson, f. 29. ágúst 1898, d. 20. maí 1990, og Guð- rún Björnsdóttir, f. 9. apríl 1906, d. 11.október 1997. Systur Gerðar eru: 1) Ingi- björg Þuríður, f. 20. júlí 1928, d. 12. júní 2008, 2) Oddhildur Benedikta, f. 1. október 1937, 3) Ingveldur Gunnars Guð- björnsdóttir, f. 11. júní 1942. Gerður giftist Bjarna Hlíð- kvist Jóhannssyni, f. 14. apríl 1930, d. 20. apríl 2008. Þau skildu. Dætur þeirra eru Guð- rún Hlíðkvist, f. 8. október Höllu Haraldsdóttur, dóttir þeirra er Bylgja 4) Halldóra. f. 18. apríl 1973, gift Eyleifi Ísak Jóhannessyni, börn þeirra eru Jóhannes Jón og Gerður Ósk. Eyleifur á Krist- ófer af fyrra hjónabandi. Fyrstu tvö árin bjó Gerður með foreldrum sínum og elstu systur á Reykjum í Hrútafirði, þar sem foreldrar hennar voru í vinnumennsku. Þegar Gerður er fimm ára flytur fjölskyldan að Felli í Kolla- firði, þar sem hún bjó til 14 ára aldurs. Þá flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Gerð- ur var tvo vetur í farskóla í Broddanesi á Ströndum. Sem unglingur vann Gerður í Kex- verksmiðjunni Frón og síðar á Saumastofu Andrésar. Gerður flutti með elstu dætur sínar tvær til Grundarfjarðar í kringum 1960 þar sem hún vann sem ráðskona á Grund í tvö sumur. Fljótlega kynnist hún Sverri og flytur í Gröf þar sem hún bjó þar til hún flutti á Fellaskjól árið 2014. Gerður vann við fiskvinnslu og umönnunarstörf. Útför Gerðar fer fram frá Grund- arfjarðarkirkju í dag, 15. febr- úar 2020, klukkan 13. 1954, gift Þorgeiri Má Reynissyni, og Hjördís Hlíðkvist, f. 14. mars 1956, gift Inga Þór Guðmundssyni. Dóttir Guðrúnar er Gerður Guð- mundsdóttir og ólst hún upp hjá Gerði og Sverri til fimm ára aldurs. Dætur Guðrúnar og Þorgeirs eru Berglind Hlíð- kvist og Hulda Hlíðkvist. Börn Hjördísar og Inga Þórs eru Ingibjörg Hlíðkvist, Davíð Hlíðkvist og Rebekka Hlíð- kvist. Gerður giftist Sverri Lár- ussyni, f. 14. janúar 1931, d. 5. apríl 2010. Börn þeirra eru 1) Jón, f. 1. júlí 1963. 2)Sjöfn, f. 26.júní 1964, gift Sigurði Ólafi Þorvarðarsyni, börn þeirra eru Hlynur, Hafdís Dröfn og Gréta. 3) Lárus. f. 30. október 1966, í sambúð með Kristínu Nú hefur elsku mamma kvatt okkur og hef ég alltaf kviðið þessari stundu. En mamma var orðin þreytt og tilbúin að kveðja, þakklát og sátt við allt og alla. Mamma var einstök kona, dugnaðarforkur, alltaf brosmild og með einstaklega góða lund. Ég man ekki oft eftir því að hún hafi skipt skapi, við okkur systkinin var hún ætíð góða og þolinmóða mamma, einfaldlega besta mamma í heimi. Hugurinn reikar og margs er að minnast. Heima í Gröf fengum við systkinin að leika okkur um allt húsið, eins og t.d. í stofunni notuðum við fallega brúna tekk- borðið hennar fyrir rennibraut og aldrei sagði mamma neitt. Mamma þoldi aldrei neitt vol né væl, ég minnist þess þegar börnin mín voru búin að vera veik og pabbi þeirra á sjó, þá var hún alltaf mætt með mér á vaktina. Margar andvökunæt- urnar stóðum við saman og allt- af stappaði hún í mig stálinu þegar þolinmæði mín var á þrotum. Fyrir þetta er ég henni æv- inlega þakklát og hef ég tekið þetta sem gott veganesti út í lífið. Börnin mín voru mikið hjá ömmu sinni og gaf hún þeim allan sinn tíma, leyfði þeim bara allt eins og þau hafa alltaf sagt. Mamma elskaði mest af öllu að hafa allan barnahópinn sinn í kringum sig, allt til síðasta dags. Við eldhúsborðið elskaði hún að sitja og spjalla, og oft var mannmargt í Gröf og tók mamma alltaf vel á móti öllum með drekkhlaðið borð af alls- konar kræsingum. Hún var gleðipinni og leið best þegar hún var með fólkinu sínu, og ekki skemmdi fyrir þegar hún gat dansað og tjútt- að. Síðustu árin dvaldi hún á Dvalarheimilinu Fellaskjóli og þar leið henni vel, og fékk hún þar alveg einstaka umönnun, hlýju og umhyggju frá starfs- fólki. Takk, elsku stelpur á Fellaskjóli, þið eruð gullmolar. Ég var einnig svo heppin að fá að hlúa að henni þar síðustu fjögur árin og fyrir það er ég þakklát. Mamma var ekki bara mamma, hún var kletturinn minn og mín besta vinkona. Takk fyrir allt, elsku mamma. Mikið á ég eftir að sakna þín, en mun ylja mér við góðu minningarnar. Þín Sjöfn. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson) Það eru forréttindi að hafa átt góða móður, því það er ekki sjálfgefið og nú er komið að leiðarlokum hjá mömmu. Mér fannst hún hvunndagshetja, þrautseig sama á hverju gekk. Hún lifði sín 88 ár og kvaddi sína jarðvist sátt og þakklát. Ég er líka þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og allt mitt fólk. Hún tók þeim sem hún tók en lét aðra vera, átti góða vini og þeim ber að þakka. Hún var afskaplega góðhjörtuð og lagði ríka áherslu á í uppeld- inu að við ættum að vera góð við minni máttar og einstæð- inga. Man eftir þegar hún sendi mann með kæfu, sultu o.fl. til ýmissa sem komu heim í kaffi- sopa oft og iðulega. Hún hafði ríka réttlætiskennd sem hún reyndi að innprenta hjá okkur en það gekk nú svona og svona. Hún sagði mér margt um lífið í „gamla daga“ alltaf jákvæð en raunsæ. Þoldi enga sjálfsvor- kunn og sagði; það eru svo margir sem hafa haft það það verr en ég. Mér er minnisstætt þegar hún var að rifja upp liðna tíð og sagði síðan; ja, ég hef nú átt svo gott líf. Þetta fundust mér stór orð og ógleymanleg og lýsti hennar sterku persónu. Mamma átti þrjár systur og það var mikill kærleikur og ást milli þeirra systra og það var oft hlátur og dans í Gröfinni þegar þær komu í Grundó í heimsókn, túperingar, málun, tjúttað o.fl. Þetta voru ógleym- anlegar gleðistundir. Í fyrsta sæti hjá mömmu voru afkomendurnir og fjöl- skyldan. Fimm ættliðir í beinan kvenlegg og oft mikið fjör og hávaði hjá ömmu í Gröf, alltaf eitthvað með kaffinu og svo kjöt í karrí eða fiskibuff. Hún var alltumlykjandi hlý amma og mamma alveg einstök sem við syrgjum og söknum. Veit að hún hefur farið inn í himnaríkið dansandi létt á fæti og spilað á gítar. Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði, um landið efra að Edens fögrum lund, og á þinn legstað blóm sín fögur breiði, svo blessi Drottinn þessa hinztu stund. Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir, þú leiddir okkur fyrstu bernsku spor. Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir, að enn þér skíni blessuð sól og vor. Hjartans þakkir, elsku mæta móðir, þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt. Þig verndi og gæti allir englar góðir, ástarþakkir, mamma, góða nótt. (HJ) Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir. Það er stórt skarð höggvið í okkar stóru og samheldnu fjöl- skyldu, elsku mamma og amma í Gröf er farin frá okkur. Mamma stóð svo sannarlega undir nafninu „ættmóðirin“ eins og einn góður vinur minn kall- aði hana eftir að hafa komið í Gröf og kynnst gestrisni henn- ar, glaðværð og góðmennsku. Mamma var mikið fyrir börnin sín og afkomendur og leituðum við öll mikið í hennar fé- lagsskap. Hún var alltaf kát og glöð að sjá okkur og sagði stundum við mig hvað hún skildi nú ekkert í því hvað ég nennti að heimsækja hana. Lét ég hana vita af því að það væri vegna þess að hún væri jákvæð og skemmtileg og það væri mjög gaman að vera í kringum hana. Það væri ekki séns ég myndi nenna því ef hún væri leiðinleg. Þá hló hún bara. Ekki var hún mamma alltaf ekki sátt við sjálfstæðisbröltið í mér hér í denn og fannst henni hún alltaf vera að kveðja mig í síðasta sinn þegar ég var að fara til útlanda. Ég lét það nú ekki stoppa mig og tvíefldist við þessar mótbárur í henni. Svo hringdi Inga frænka á Selfossi og stappaði í mig stálinu og hvatti mig til að skoða heiminn. Mamma skildi aldrei í því hvers vegna ég vildi eitthvað annað en Ísland því það væri best í heimi. Mamma var mér afar kær og þrátt fyrir fjarlægðina hin síð- ari ár þá áttum alltaf gott sam- band. Hún var farin að sjá og skilja að maður gæti líka haft það gott utan Íslands. Ég naut þess að koma heim í fríum með börnin mín og vera hjá henni í Gröf og seinna á Fellaskjóli og náðum við oft mjög góðu spjalli um lífið og til- veruna. Verð ég ævinlega þakk- lát fyrir það og einnig það góða og einlæga samband sem hún átti við bæði börnin mín sem elskuðu ömmu sína afar heitt. Mamma kenndi mér umburð- arlyndi, allir voru velkomnir í Gröf og sérstaklega tók mamma vel á móti þeim sem minna máttu sín. Mamma kenndi mér snemma að taka ábyrgð og einnig að setja mig í spor annarra. Það þýddi ekkert að kvarta en þegar eitthvað bjátaði á var mamma alltaf minn klettur. Á erfiðum tímabilum í minni bernsku kenndi hún mér líka að sjá hlutina í stóra samhenginu, að kannski ég hefði það nú ekki svo slæmt miðað við marga aðra. Góðu gildin sem mamma kenndi mér hafa hjálpað mér í lífinu og hef ég reynt að til- einka mér þau eins vel og ég get og ætla að gera áfram. Elsku mamma mín, takk fyr- ir allt. Þín Halldóra. Elsku besta amma hefur nú kvatt okkur. Minningarnar eru margar og er hver einasta svo dýrmæt. Amma var einstök kona. Hún elskaði að hafa fólkið sitt í kringum sig og þá sérstaklega börnin. Amma hafði gaman af því að hlusta á tónlist, dansa, borða nóg af pulsum og fylgjast með fíflalátunum í okkur fjöl- skyldunni. Það var gott að eiga ömmu sem maður gat spjallað við um allt og ekkert. Maður vissi að minnsta kosti að maður fengi hreinskilnislegt svar. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp með ömmu í næsta húsi. Hoppa inn í hlýjuna til hennar á leiðinni heim eftir langan dag, pissa, kíkja í ís- skápinn og segja ömmu aðeins frá deginum. Hjá ömmu var alltaf opið hús og við máttum allt. Þegar mamma og pabbi fóru að skemmta sér eða til útlanda gisti ég oft hjá ömmu. Aldrei datt mér neitt annað í hug en að sofa við hliðina á henni. Það var svo notalegt og ég fann allt- af fyrir því hvað henni þótti gaman að hafa mig. Þegar ég fór varð unglingur og langaði að gista hjá vinkonum var amma yfirleitt ekki mjög hrifin af því og sagði: „Æi, Gréta mín, viltu ekki bara vera hjá mér?“ Ég reyndi því að skipta þessu, gisti t.d. tvær nætur hjá vin- konu minni og tvær nætur hjá ömmu o.s.frv. Ég vissi að amma vildi hafa mig og fannst mér ég þurfa að hafa þetta sanngjarnt. Það var alltaf svo gaman að gera eitthvað fyrir ömmu. Ég minnist þess þegar ég rúntaði oft og mörgum sinnum á vesp- unni í búðina fyrir hana. Þegar ég kom til baka lét amma við mann eins og maður væri ein- hver hetja: „Gréta mín, ertu bara komin, þú ert svo snögg og hvernig gastu ferðast með þetta allt saman?“ Amma þakk- aði manni alla tíð svo vel fyrir allt að maður labbaði út frá henni á bleiku skýi. Amma var mikill sælkeri og naut þess að borða góðan mat. Lambalæri og skyndimatur. Þetta elskaði amma mest. Þau voru ófá hamborgaratilboðin sem við borðuðum saman í Gröf á föstudagskvöldum, ég, amma og mamma. Þetta var alveg toppurinn. Þegar amma flutti upp á Dvalarheimili tóku við pulsurúntar og notalegar stundir í fína herberginu henn- ar þar. Amma talaði mikið um hvað hún væri dekruð af starfsfólki dvalarheimilisins. Það var hún svo sannarlega og á starfsfólkið þar mikið hrós skilið fyrir góða umönnum. Síðustu tvö ár hefur það ver- ið nærveran sem skiptir máli. Við í sama herberginu, ég að læra í tölvunni, mála mig eða í símanum. Ég fór til hennar þegar mér fannst ég ekki hafa neinn til þess að fara til. Amma tók alltaf hlýlega á móti mér. Það var svo gott að vita af henni í nágrenninu. Ég hefði aldrei verið í jafn góðu sam- Gerður Guðbjörnsdóttir Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR, Tjörn, Álftanesi, lést á Litlu-Grund mánudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju mánudaginn 17. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á að láta dvalar-og hjúkrunarheimilið Grund njóta þess. Anna Ólafsdóttir Björnsson Ari Sigurðsson Jóhanna Aradóttir Hörður Bragason Ólafur Arason Shui Kay Ma Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 10. febrúar. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 11. Hákon Torfason Hallgrímur Þór Ingólfsson Hákon Hallgrímsson Hrefna Guðmundsdóttir Unnur Hallgrímsdóttir Þór Hallgrímsson Sandra Heimisdóttir og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA ÞÓRÐARDÓTTIR, Njarðarvöllum 2, Njarðvík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 13. Hrafnhildur Jónsdóttir Karl Antonsson Númi Jónsson Ásdís Gunnlaugsdóttir Sigurveig Una Jónsdóttir Jónas Pétursson Sif Jónsdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI RAGNAR SIGURÐSSON, Vallarási 5, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 9. febrúar. Hann verður borinn til grafar frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. febrúar klukkan 13. Guðmundur Stefán Gíslason Elín María Thayer Sigurður Ragnar Gíslason Valgerður Steindórsd. Briem Róbert Örn Diego Halldóra Guðrún Jóhannsd. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR VETURLIÐI GRÍMSSON Núpalind 8, Kópavogi, áður Njarðvíkurbraut 12, Innri Njarðvík, lést þriðjudaginn 12. febrúar. Útför fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 21. febrúar klukkan 15. Margrét Gestsdóttir Atli Már Óskarsson Steinunn Árnadóttir Gestur Pétursson Bjarney María Hallmannsd. Olga Alexandersdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.