Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 48
Myndlistarkonan Gíslína Dögg Bjarkadóttir opnar í dag, laugardag, kl. 14 sýninguna „Segðu mér …“ í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17. Gísl- ína sýnir bæði ný og eldri grafík- verk sem öll tengjast í gegnum við- fangsefni fortíðarinnar, það er torfhleðslur gömlu torfbæjanna og mynstur sem byggjast á mynstrum Sigurðar Guðmundssonar málara. Tengjast torfhleðslum og gömlum mynstrum LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Eftir fjörutíu daga er komið að loka- slagnum um sæti í lokakeppni Evr- ópumóts karla í fótbolta þegar Rúmenar mæta á Laugardalsvöllinn fimmtudagskvöldið 26. mars. Hvernig verður ástandið á íslensku landsliðsmönnunum? Hvernig er þeirra undirbúningur fyrir þennan mikilvæga leik? Morgunblaðið skoðar stöðuna hjá þeim. »40 Hver er staðan þegar 40 dagar eru til leiks? Anna Sóley Ásmundsdóttir söng- kona kemur fram á tónleikum í Björtuloftum Hörpu á sunnudags- kvöld kl. 20 en þeir eru í tónleika- röðinni Velkomin heim. Með henni leika Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Efnisskráin verður byggð upp á nýlegum verk- um eftir söngkonuna í bland við lög eftir listamenn sem hafa verið henni innblástur. Anna Sóley er í framhaldsnámi í söng í Amst- erdam jafn- framt því að sinna lagasmíð- um. Anna Sóley flytur eigin lög og annarra í Hörpu ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dansskólinn Bíldshöfða tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn í sérhönnuðu húsnæði fyrir dansskóla á Bíldshöfða 10. Dansfélagið Bíldshöfði, sem er keppnisfélag skólans, fylgdi áfang- anum eftir með því að eiga sigurveg- ara í þremur af fimm Íslandsmeist- aratitlum í suðuramerískum dönskum á Íslandsmeistaramóti DSÍ um helgina. Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir urðu Íslandsmeist- arar í flokki unglinga 1 í meistara- flokki 12-13 ára, Aldas Zgirskis og Demi van den Berg unnu flokk ung- linga 2 meistaraflokk 14-15 ára og Ragnar Sverrisson og Anna Björk Bergmann Jónsdóttir urðu Íslands- meistarar í flokki eldri dansara 2 meistaraflokki 45-55 ára. Ragnar og Sverrir Þór eru feðgar. Ragnar hefur verið viðloðandi dans í 37 ár, fyrst sem dansari og síð- ar kennari, en hann og Anna Björk dönsuðu saman á yngri árum og urðu margfaldir Íslandsmeistarar. Þau eiga og reka skólann, en fyrir um ári ákváðu þau að dusta rykið af keppnisskónum með fyrrnefndum árangri. „Við erum ekki fjölmennasta félagið og með það í huga er árang- urinn í mótinu mjög góður,“ segir hann. Sigurður Hákonarson danskennari kom Ragnari á bragðið. Hann ákvað að byrja að dansa aftur, fyrst og fremst til þess að halda sér í æfingu, en þau Anna Björk hafi smollið sam- an á gólfinu. „Þetta er í raun miklu skemmtilegra en ég hafði búist við.“ Blackpool næst á dagskrá Dansskólinn Bíldshöfða byggir á grunni Dansskóla Reykjavíkur sem Ragnar átti og rak í áratug. Hann segir að Íslandsmeistaratitlarnir skipti miklu máli og til dæmis hafi Aldas Zgirskis og Demi van den Berg unnið sér þátttökurétt á heims- meistaramótinu með sigrinum. Ár- angurinn sé líka hvetjandi fyrir alla og fram undan sé fjölmennasta barna- og unglingamótið, árlega mót- ið í Blackpool í Englandi um páskana. „Við förum með sex pör í tveggja vikna ferð, fyrst æfingabúðir í Lundúnum í viku og síðan er keppn- in,“ segir hann. Í flokki 11 ára og yngri keppa um 120 pör en um 200 pör í flokki 12-15 ára. Íslenskir dansarar hafa oft náð góðum árangri í alþjóðlegri keppni. Ragnar bendir á að Sverrir og Ágústa hafi verið í fjórða sæti í sínum aldursflokki í mótinu í Blackpool fyr- ir tæplega tveimur árum og í þriðja sæti árið þar á undan. „Í gegnum tíð- ina höfum við náð upp góðum pörum sem hafa metnað og ástríðu fyrir dansinum,“ segir hann og þakkar ekki síst góðum og metnaðarfullum danskennurum. „Þegar ég leiðbeini krökkunum hugsa ég oft til Sigurðar, sem smitaði mig af þessari ástríðu.“ Meistarar Dansarar í Dansfélaginu Bíldshöfða. Frá vinstri: Ágústa Rut Andradóttir, Sverrir Þór Ragnarsson, Demi van den Berg, Aldas Zgirskis, Anna Björk Bergmann Jónsdóttir og Ragnar Sverrisson. Ástríðan erfist frá kynslóð til kynslóðar  Feðgar Íslandsmeistarar í suðuramerískum dönsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.