Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Borið hefur á umræðu um að fólk sé í auknum mæli að láta bólusetja sig gegn lungnabólgu. Forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins getur ekki staðfest aukningu en telur að vel geti verið að fólk sé að nota tæki- færið núna, í umræðunni um kórónu- veiruna, til að verja sig enda gerist það stundum að þegar fólk fær veirusýkingu þá fylgir bakteríu- sýking í kjölfarið. Óskar S. Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur fram að ekki sé hægt að bólu- setja sig gegn kórónuveirunni. Hins vegar geti verið gott að vera með bólusetningu ef fólk fái fylgikvilla með henni í formi síðbúinna bakt- ería. Sama gildi um inflúensubólu- setningu, hún geti hjálpað til. „Það gildir alltaf, ekki frekar núna, að það borgar sig að vera bólusettur gegn lungnabólgu,“ segir Óskar en tekur fram að hann viti ekki til þess að öðr- um sé ráðlagt að fara í bólusetningu en þeim hópum sem eru skilgreindir sem forgangshópar. Telur hann þó ekkert að því ef nóg sé til af bóluefni. Yfirvöld ráðleggja fólki 65 ára og eldri sem er með einhvern undir- liggjandi sjúkdóm, til dæmis sykur- sýki, hjartasjúkdóma eða lungna- sjúkdóma, að fá sér bólusetningu gegn lungnabólgu. Bólusetning gegn lungnabólgu er gerð á heilsugæslustöðvum. Auk komugjalds þarf að greiða 4.600 kr. fyrir fjölsykrubóluefni eða 8.900 kr. fyrir próteintengt bóluefni. Flensan aftur á uppleið Inflúensan jókst aftur í síðustu viku. Samkvæm upplýsingum Land- læknis fjölgaði staðfestum greining- um og fleiri greindust með inflúensu- lík einkenni í heilsugæslu og á bráðamóttökum. Á sama tíma jókst mikið fjöldi sýna sem barst í önd- unarfæragreiningar á sýkla-og veirufræðideild, sem sennilega út- skýrir aukinn fjölda á staðfestri inflúensugreiningu. helgi@mbl.is Verja sig gegn lungnabólgu  Umræða um kórónuveiru ýtir við fólki Morgunblaðið/Hari Bólusetning Margir láta bólusetja sig á haustin vegna inflúensu. KARLAKÓRINN HEIMIR heldur tónleika í Langholtskirkju föstudaginn 13. mars kl. 20:00 Fjölbreytt efnisskrá, meðal annars verða fluttir valdir kaflar úr dagskrá kórsins tileinkuð Stefáni Íslandi Einsöngur: Þorgeir J. Andrésson og Birgir Björnsson Lesarar: Agnar H. Gunnarsson og Björn Björnsson Stjórnandi: Stefán R. Gíslason Undirleikari: Thomas R. Higgerson Forsala aðgöngumiða á tix.is Þór Steinarsson thor@mbl.is Ráðist hefur verið í ýmsar aðgerðir hjá Slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu undanfarið til þess að lág- marka hættuna á dreifingu kórónu- veirusmita þegar farið er í útköll vegna grunaðra eða staðfestra smita. Fjárfest hefur verið í sér- stökum búnaði sem sótthreinsar sjúkra- og lögreglubíla að innan eftir að útkalli er lokið, sett hefur verið upp sótthreinsunaraðstaða og að- staða til að einangra möguleg smit í húsakynnum slökkviliðsins í Skógar- hlíð og þá er búið að framleiða myndband sem kennir viðbragðs- aðilum að nota og umgangast nauð- synlegan hlífðarfatnað og búnað. „Það eru ekki teknir neinir sénsar. Hvorki á því að við smitumst né að við smitum aðra,“ segir Krist- ján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu, í samtali við Morgunblaðið, sem í gær fékk að heimsækja slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og skoða nýja sótthreinsibúnaðinn og aðstöðuna. „Þessar vélar eru meðal annars notaðar á spítölum til þess að sótt- hreinsa rými. Vélarnar búa til mist- ur sem leggst á alla fleti og drepur allar veirur og bakteríur sem mistrið lendir á,“ útskýrir Brynjar Þór Frið- riksson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins. Ákveðið var að fjár- festa í sótthreinsivélunum sérstak- lega vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir en þær munu einnig nýtast í framtíðinni og verða þá notaðar í reglubundnum þrifum. „Þetta er framtíðarfjárfesting,“ bætir Brynjar við. Í húsakynnum slökkviliðsins í Skógarhlíð er svo aðstaða til að þrífa bíla og tæki en sömuleiðis aðstaða þar sem lögreglumenn, sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsmenn og björg- unarsveitarfólk geta þrifið sig, klætt sig í og úr hlífðarbúnaði bæði fyrir og eftir útköll og jafnvel einangrað sig ef grunur um smit vaknar eftir útkall. Brynjar tekur þó fram að sjúkraflutningamenn séu almennt vel í stakk búnir til þess að takast á við smitsjúkdóma enda vanir því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Teymi Brynjar Þór Friðriksson deildarstjóri, Borgar Valgeirsson, slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður, og Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. „Það eru ekki tekn- ir neinir sénsar“ Hreinsibúnaður Það tekur um klukkustund að sótthreinsa rýmið. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Farsóttanefnd Landspítalans ákvað í gær að loka öllum legudeildum spít- alans fyrir gestum, nema í sérstökum undantekningartilfellum. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, skrifaði í forstjórapistli að spítalinn tæki nú þátt í „gríðarlegu viðbragði vegna COVID-19 veirunn- ar“. Búast má við miklum áhrifum á starfsemi spítalans og eru þau þegar farin að koma fram. Dæmi eru um að starfsfólk spítalans sé bæði í sóttkví og einangrun vegna staðfests smits. Páll segir að engan megi missa úr röðum starfsfólks á óvissutímum sem þessum. Spítalinn hefur því ákveðið að aflýsa náms- og ráðstefnuferðum og landlæknir hefur hvatt starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar til að fresta ferðalögum. Spítalinn hvatti samn- ingsaðila í fyrradag til að ganga strax til samninga svo koma mætti í veg fyrir boðuð verkföll eftir helgina. Páll ritaði undanþágunefnd í gær og óskaði eftir undanþágu fyrir alla þá starfsmenn Landspítala sem ætlað er að fari í boðað verkfall 9.-10. mars „vegna þeirrar fordæmalausu stöðu sem yfirvofandi er“. Í bréfinu skrifar Páll að það sé ljóst að félagsmenn í Sameyki og Sjúkraliðafélagi Íslands hafi ekki getað séð fyrir þessa graf- alvarlegu stöðu þegar þeir greiddu atkvæði um verkfall. Undanþágu- nefndir Sameykis og Sjúkraliðafélags Íslands féllust í gær á undanþágu- beiðnir frá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins og Landspítalanum vegna allra starfsmanna sem áttu að fara í verkfall 9. og 10. mars. Þetta var gert vegna fordæmalausra aðstæðna sem nú eru uppi vegna COVID-19 og neyðarstigs almannavarna. Hjúkrunar- og dvalarheimili hafa tekið upp almennt heimsóknabann til að vernda íbúa heimilanna fyrir smiti. Það á t.d. við um öll Hrafnistuheim- ilin, Droplaugarstaði og Grund. Af- staða, félag fanga, upplýsti í gær að neyðarstigi almannavarna fylgdi að heimsóknir í fangelsi yrðu ekki leyfð- ar, engir flutningar yrðu á milli fang- elsa og leyfi úr fangelsi yrði ekki veitt að svo stöddu. Þá er fundum Afstöðu og AA-samtakanna frestað. Samkomubann til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði spurður um mögulegt samkomubann að það væri „ekki al- veg komið á teikniborðið“. Hann benti á að mörg fyrirtæki hefðu nú þegar sett á samkomubann að ein- hverju leyti og sömuleiðis samgöngu- bann þegar ferðalög væru takmörk- uð. Eins væri viðbúið að fólk hætti sjálft við að sækja fjölmennar sam- komur að svo stöddu. „Við erum ekki búin að ákveða neitt en höfum skoðað hvernig fram- kvæmdin gæti orðið. Þetta er ekkert mjög auðvelt í sjálfu sér,“ sagði Þór- ólfur. Hann sagði að sóttvarnarlög segðu fyrir um hvernig grípa ætti til opinberra sóttvarnaráðstafana eins og t.d. samkomubanns eða sam- göngubanns. Heilbrigðisráðherra ákveður það endanlega, að viðhöfðu samráði. Neyðarstig í Reykjavík Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar virkjaði í gær viðbragðsáætlun borgarinnar fyrir neyðarstig. Þjón- usta borgarinnar og stjórnskipulag mun þó að flestu leyti haldast óbreytt. „Helsta breytingin snýr að velferðarsviði sem mun loka þeim starfsstöðum og starfseiningum sem viðkvæmir einstaklingar sækja. Staðan er metin daglega og hugsan- lega verða nýjar ákvarðanir um breytta þjónustu teknar á næstu dögum.“ Meðal annars fellur fé- lagsstarf velferðarsviðs niður, dag- dvalir fyrir aldrað fólk, vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk og skammtímavistun fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstak- linga. Borgin bendir á að ekki hafi verið gefið út samkomubann og ekki mælt með því a fella niður íþrótta- viðburði eða mannamót að svo komnu máli. Gripið til varna gegn kórónuveirusmitinu  Lokað fyrir gestakomur á Landspítala og hjúkrunarheimili Morgunblaðið/Eggert Blaðamannafundur í gær F.v: Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá RLS, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir. KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.