Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Skafið Bílaeigendur þurfa margir hverjir að hefja daginn á að skafa snjó af framrúðunni um þessar mundir. Kristinn Magnússon Í Morgunblaðinu birtist opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum um rekstur á fjárhættu- spilakössum. Bréfið undirrita þrír ein- staklingar fyrir hönd stjórnar Samtaka áhugafólks um spila- fíkn. Þetta opna bréf er ekki mikið að vöxtum en þeim mun innihaldsríkara og áhrifaríkt eftir því. Fjallað er um milljarðana sem renna í gegnum spilakassa til Há- skóla Íslands og Íslandsspila, sem veita fénu viðtöku fyrir hönd Rauða kross Íslands, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, alls tæpa tvo milljarða króna á ári í hreinar tekjur. Bréfritarar fræða lesendur um milljarða sem fara úr landi til þeirra sem selja Íslend- ingum eða leigja þeim þessar vítisvélar. Það voru 675 milljónir króna á árinu 2018. Og síðast en ekki síst er okkur sagt hvaðan þessir fjármunir komi: „Á bak við þessar tölur er raunverulegt fólk. Fólk eins og við og þú, fólk sem á fjölskyldur, börn, vini og vinnufélaga sem verða fyrir skaða þegar ástvinur missir stjórn á „frjálsum framlögum“ sín- um til góðgerðarmála.“ Til að friða eigin samvisku halda rekstraraðilar því stundum fram að fólk spili sér til skemmtunar eða til að styðja gott málefni. Þess vegna er við hæfi að spyrja dómsmálaráðherr- ann, eins og ritarar hins opna bréfs gera, hversu langt sé síðan ráð- herrann hafi síðast farið í spilakassa til þess „að styrkja gott málefni“. Engin svör munu fást við þessari síðustu spurningu enda svarið ekki til. Hinum spurningunum verður ráðherrann hins vegar að svara. Í þessu sambandi vil ég láta þess getið að nýlega átti ég, að eigin frum- kvæði, fund með dómsmálaráðherra þar sem ég færði ráðherranum í hendur frumvarp sem ég, forveri hennar í ráðuneytinu, hafði lagt fram á Alþingi sem fyrsta markvissa skrefið til að ná utan um þessi mál. Ekki verður sagt að þessu stjórn- arfrumvarpi frá árinu 2013 hafi verið vel tekið á Alþingi á sínum tíma. En það eldist vel. Ekki má það þó verða aldri og svo gleymsku að bráð. Þetta frumvarp kvað á um stofnun Happdrættisstofu. Henni var ætlað að sinna aðhalds- og eftirlits- hlutverki og auk þess ráðstafa fé til faglegra meðferðaraðila fórnar- lamba þessarar starfsemi. Happ- drættisstofa átti einnig að búa í hag- inn fyrir að ná allri þessari starfsemi undir einn hatt að norskri fyrir- mynd, m.a. til að fyrirbyggja að rekstraraðilar keppist sín í milli um að afla sér kassa sem væru sem af- kastamestir að ná peningum upp úr vösum spilafíkla. Það var mitt mat að þannig mætti byrja að ná utan um þessa myrku starfsemi sem gerir viðtakendur spilagróðans að engu minni fíklum en spilarana sjálfa. Það sjáum við á viðbrögðunum þegar þeir óttast að kassarnir verði teknir af þeim eða aðgengi að þeim takmarkað. Brýnt væri að frelsa stofnanir og samtök, sem okkur öllum þykir vænt um, frá þeirri niðurlægingu og skömm sem þessu fylgir. Aðrar leiðir mætti að sjálfsögðu einnig fara en lagt var upp með í þessu frumvarpi. En eftir stendur að á vandanum þarf að taka. Tíminn vinnur ekki með sofandi stjórnvaldi. Ég sé það á hinu opna bréfi og ég sé það einnig á skrifum fólks sem hefur orðið spilafíkn að bráð, að það þegir ekki lengur, held- ur gengur hnarreist fram á völlinn, vitandi að réttlætið er þess megin. Þetta verður ráðherra og ríkis- stjórn að skilja. Nú er beðið eftir svari. Síðan aðgerðum. Eftir Ögmund Jónasson » Brýnt væri að frelsa stofnanir og samtök, sem okkur öllum þykir vænt um, frá þeirri niðurlægingu og skömm sem þessu fylgir. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Tekið undir með áhugafólki um spilafíkn Á fróðlegum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mið- vikudaginn um um- hverfismál í sjávar- útvegi kom fram í máli rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar að Ísland þyrfti að vera ein háværasta rödd heimsins þegar súrnun sjávar ætti í hlut. Full- yrðingin stendur ekki ein og sér því spyrja þarf; af hverju? Segja má að svarið sé að stórum hluta að finna í tölum Hagstofu Ís- lands um útflutningsverðmæti frá Íslandi, en þær voru birtar á vef hennar í vikunni. Fyrstu tvo mánuði ársins voru fluttar út vörur frá Ís- landi fyrir rétt rúma 100 milljarða króna. Þar af voru sjávarafurðir um 45 milljarðar króna, eða sem nemur 45% af öllum útflutningi frá Íslandi fyrstu tvo mánuði ársins. Þetta er afar hátt hlutfall. Svarið við spurn- ingunni blasir því við; fáar þjóðir eiga eins mikið undir því sem þær draga úr sjónum. Andri Snær benti einnig á að Ísland, og það sem því til- heyrir, er 88% haf en 12% land. Titill þessa greinarstúfs er einmitt feng- inn af einni glæru Andra Snæs. Hvað er svo að gerast á þessum frjósömu lendum sem tilheyra Íslandi? Jú, þær eru að súrna og til hvers það mun leiða er ekki að fullu ljóst, en eitt er víst; skilyrði til lífs í sjónum versna. Þá fer gamanið að kárna, ekki bara fyrir Ísland og Íslendinga, heldur alla, alls staðar. Það sem gerir málið verra fyrir okkur er að súrn- un sjávar er einna mest á norðlægum slóðum. Súrnun sjávar er það stórt vandamál að ofan af því verður ekki undið nema brennsla á jarð- efnaeldsneyti dragist saman á heimsvísu. Land eins og Ísland, sem á svo mikið undir hafinu, ætti að gera aðgerðir gegn súrnun sjávar að forgangsmáli á alþjóðlegum vett- vangi, þannig að eftir verði tekið. Verðmætasta auðlind þjóðarinnar er undir, efnahagsleg framtíð okkar og hagsæld er undir og þar með fram- tíðarhorfur komandi kynslóða. Við þetta bætist svo hin siðferðilega skylda gagnvart náttúrunni. Þeir sem ætla að vera marktækir í umræðunni þurfa að leggja fram hlutlæg vísindaleg gögn til stuðn- ings málflutningi sínum. Íslendingar byggja sjálfbæra nýtingu á fiski- stofnum á vísindalegum grunni. Um- hverfisþættir hafa áhrif á viðkomu fiskistofna, eins og til dæmis hita- stig. Súrnun sjávar mun einnig hafa áhrif og það þarf að fylgjast með henni á sambærilegan hátt og með öðrum umhverfisþáttum hafsins og breytingum á þeim. Öflugar haf- rannsóknir eru grundvöllur þessa og þær verður að tryggja og efla. Betur má ef duga skal. Næsti fundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í fundaröðinni Samtal um sjávarútveg verður í Messanum á Granda miðvikudaginn 11. mars. Þar ætlum við að ræða auðlindina sem við eigum svo mikið undir og við spyrjum: Hvernig skilar sjávar- útvegur mestum ábata til samfélags- ins? Fundurinn er öllum opinn, boð- ið er upp á morgunmat frá klukkan 8.30, fundur hefst klukkan 9.00 og verður lokið fyrir klukkan 11.00. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Land eins og Ísland, sem á svo mikið und- ir hafinu, ætti að gera aðgerðir gegn súrnun sjávar að forgangsmáli á alþjóðlegum vett- vangi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Er Ísland land eða haf? Í ár eru liðin 25 ár frá því að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komu sér saman um Peking-yfirlýsinguna og framkvæmdaáætl- unina um jafnrétti, þróun og frið. Þessa er minnst á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, samhliða því sem verkefni Sameinuðu þjóðanna til næstu fimm ára eru skilgreind undir yfirskriftinni „Kyn- slóð jafnréttis“ (e. Generation equal- ity). Ísland hefur sóst eftir að taka að sér leiðtogahlutverk innan þess verkefnis og þá sérstaklega er lýtur að baráttunni gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Skipulag verkefnisins fer þó fram í skugga bakslags gegn réttindum kvenna og reyndar mannréttindum almennt. Afturhaldssöm viðhorf eru að ná fótfestu að nýju, ekki síst þar sem öfgahreyfingum vex fiskur um hrygg í mörgum löndum heims. Inn- an Sameinuðu þjóðanna hefur verið myndað bandalag ríkja og berst það gegn kyn- og frjósemisréttindum kvenna og leitast þannig við að tak- marka rétt kvenna til yfirráða yfir eigin líkama. Þar er því háð varnar- barátta fyrir áunnum réttindum, á tímum þar sem við ættum að sækja fram og styrkja enn frekar mann- réttindi kvenna og stúlkna um allan heim. Ný lög um þungunarrof hér- lendis eru mikilvæg í þessu sam- bandi; að sækja fram þegar aðrir vilja fara aftur á bak. Forsætisráðherrar Norður- landanna birta þessa helgi sameig- inlega grein til varnar réttindum kvenna. Er þar vísað til árangurs Norðurlandanna þegar kemur að jafnrétti kynjanna en þau eru leið- andi í málaflokknum á heimsvísu. Greinin er birt á vefsvæði CNN og áréttar sérstaklega stuðning allra landanna á Norðurlöndum við kyn- og frjósemisréttindi kvenna. Á tím- um sem þessum er mikilvægt að Norðurlöndin haldi því á lofti að kynjajafnrétti hefur gert norræn samfélög sterkari í efnahagslegu og pólitísku tilliti, ásamt því að stuðla að bættum lífsgæðum, bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þessa sögu þarf að segja á alþjóðlegum vettvangi í því skyni að þrýsta á um réttindi kvenna og stúlkna um allan heim og að hvetja önnur ríki til að nálgast kynjajafnréttismál með kerfisbundnum hætti, til að mynda með uppbyggingu fæð- ingarorlofs og leik- skóla. Með því er ekki sagt að björninn sé unninn á Norðurlöndunum, því fer fjarri. Stóru verk- efni næstu ára lúta að meðal annars að því að tryggja samtvinnun (e. intersectionality) innan jafnréttismála og út- færa þannig nánar vernd gegn marg- þættri mismunun. Breikka þarf umræðu um launajafn- rétti og ráðast gegn heildarlauna- mun á tekjum karla og kvenna og taka þá ólaunaða vinnu kvenna með í reikninginn. Síðast en ekki síst þarf að stórefla baráttuna gegn kyn- ferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Það er óþolandi að engu ríki hafi tekist að útrýma slíku ofbeldi, sem er bæði orsök og afleiðing mis- réttis kynjanna. Í gær samþykkti ríkisstjórnin metnaðarfulla áætlun í forvarnamálum sem ég mun leggja fram á Alþingi í formi þingsályktun- artillögu. Með forvörnum er leitast við að koma í veg fyrir ofbeldi en einnig að draga úr þeim skaða sem slík háttsemi hefur á þolendur og að- standendur þeirra. Samhliða vinnum við að því að styrkja löggjöf til að vernda kynferðislega friðhelgi ein- staklinga og tryggja réttarstöðu brotaþola. Allar þessar aðgerðir eru til þess fallnar að sporna gegn kyn- ferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, en það er verkefni sem kall- ar á samhent átak og þátttöku okkar allra. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, sendum við sam- stöðu- og baráttukveðjur til allra þeirra samtaka og einstaklinga sem berjast gegn kynbundnu misrétti í löndum heim. Og við sameinumst um að halda áfram og láta ekki stað- ar numið fyrr en fullu jafnrétti hefur verið náð. Varnarbaráttan fyrir réttindum kvenna Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna, 8. mars, sendum við sam- stöðu- og baráttukveðj- ur til allra þeirra sam- taka og einstaklinga sem berjast gegn kyn- bundnu misrétti í lönd- um heims. Höfundur er forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.