Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 ✝ Gísli Kristjáns-son fæddist í Eyrarsveit 21. jan- úar 1928. Hann lést á Jaðri, Ólafs- vík, 28. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, bóndi í Móubúð, f. 1.11. 1874, d. 16.2. 1967, og Kristín Gísla- dóttir, húsfreyja í Móubúð, f. 6.7. 1890, d. 25.1. 1962. Systkini hanns voru: Kristín, f. 1905, d. 1908, Kristín Guð- ríður, f. 1908, d. 1993, Guð- ríður, f. 1911, d. 1992, Gísli, f. 1913, d. 1928, Guðrún Líndal, f. 1916, d. 2010, Jósefína, f. 1917, d. 2004, Una, f. 1920, d. 1981, Jón Kristjánsson, f. 1920, d. 1997, Hallgrímur Kristjánsson, f. 1923, d. 1998, Kristján Krist- jánsson, f. 1925, d. 2001, Ragn- ar, f. 1929, d. 2014, Guðbjörg, f. 1930, d. 2003, Arndís, f. 1937. Gísli kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Finn- bogadóttur húsmóður, f. 5.5. 1930 á Seyðisfirði, í Reykjavík 28.2. 1953. Foreldrar Lilju voru Finnbogi Laxdal Sigurðsson, Seyðisfirði, f. 1901, d. 1988, og Kapitóla Sveinsdóttir, Seyð- isfirði, f. 1907, d. 1976. Gísli og Lilja eignuðust 5 börn: Kristín, f. 1952, maki Ómar Unnari Leifssyni, f. 1956. Dætur þeirra Halldóra Kristín, f. 1982. Rebekka, f. 1986 sam- býlism. Patrick Roloff, f. 1984. Börn þeirra Elisabeth Hall- dóra, f. 2013, Leifur Hans, f. 2016. Fyrir átti Guðrún dótt- urina Sigrún Kapitolu Guðrún- ardóttur, f. 1977. Maður Sig- rúnar Hugi Einarsson, f. 1965, d. 2015, Börn þeirra Unnar Freyr, f. 2003, Vigdís Dröfn, f. 2006, Kristján Darri, f. 2014. Hafdís, f. 29. jan. 1959, gift Einari Sveini Ólafssyni, f. 1957. Börn þeirra: Sigurhanna Ágústa, f. 1988, sambýlism. Guðmundur Njáll Þórarsson, f. 1980. Synir þeirra Hallberg Helgi, f. 2016, Einar Sveinn, f. 2019. Guðmudur Grétar, f. 1990. Katrín, f. 11. nóv. 1963, gift Jóhanni Rúnari Kristinssyni, f. 1957. Börn þeirra: Arnar Lax- dal, f. 1981 giftur Bryndísi Ástu Ágústdóttur, f. 1978. Börn þeirra Jóhann Ágúst, f. 2005, Evíta Eik, f. 2010. Ester Soffía, f. 1982. Synir hennar: Dagur Máni Daníelsson, f. 2003. Rún- ar Ernir Daníelsson, f. 2005. Friðþjófur Orri, f. 1987 sam- býliskona Rakel Magnúsdóttir, f. 1987. Börn þeirra Inga Dís, f. 2011, Steinar Orri, f. 2016. Lilja Hrund, f. 1994 sambýlism. Benedikt Gunnar Jensson, f. 1996. Fyrir átti Gísli Gylfa Þór, f. 23.3. 1951. Gísli fæddist í Móabúð, Grundarfirði, sem þá var torf- bær, þar sem hann ólst upp og fór ungur að vinna heima við með bræðrum sínum. Hann var 8 ára gamall þegar hann hóf sjómennsku með föður sínum á handfærum. Sautján ára gam- all réðst hann á síldarbátinn Olivette SH 3 sem gerður var út frá Stykkishólmi. Hann flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hann bjó hjá systur sinni og starfaði við byggingarvinnu. Á lífsleiðinni kynntist Gísli öllum tegundum fiskifleyja, allt frá árabátum til skuttogara. Hann var um langt árabil, eða frá 1947 ýmist á bátum, síðu- togurum eða snurvoðarbátum, lengst af sem skipstjóri og m.a. í útgerð með Jóni bróður sínum og fleirum um tíma. Létu þeir m.a. smíða eikarbátinn Kristján SH 6 í Stykkishólmi 1961 sem þeir gerðu út til ársins 1965 þegar báturinn var seldur norður í land. Árið 1950 kynntist Gísli eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Finnbogadóttur frá Seyð- isfirði, og gengu þau í hjóna- band 1953 þar sem dóttir þeirra, Kristín, var skírð við sama tilefni. Gísli og Lilja fluttu ásamt Kristínu og Stur- laugi, sem þá var fæddur, til Grundarfjarðar 1955. Gísli og Lilja ferðuðust mikið innanland og erlendis. Hann var bridge- spilari og golfbakteríuna fékk hann eftir að hann hætti að vinna. Í kjölfar heilsumissis flutti Gísli ásamt eiginkonu sinni á Dvalarheimilið Jaðar, þar sem hann lést. Gísli verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 7. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Antonsson, f. 1953. Börn þeirra: Guð- björg, f. 1971, gift Skúla Ingólfssyni, f. 1966, Börn þeirra: Kristján Björn, f. 1991, Kol- brún Lija, gift Kristni Vignissyni, f. 1992, sonur þeirra Haukur, f. 2019. Gísli Sigur- jón, f. 1974, sam- býlisk. Eva Charlotte Ákes- dotter SundQvist 1977. Börn þeirra: Ásta Kristín Lovisa Gísladóttir SundQvist, f. 2010, Lilja Merit Gréta Gísladóttir SundQvist, f. 2014, Leo Karl Anton Gíslason SundQvist, f. 2014, Ómar Ingi, f. 1983. Sturlaugur Laxdal, f. 1954, giftur Helgu Þórný Alberts- dóttur 1955. Börn þeirra: Sig- urður Helgi, f. 1974, giftur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 1974. Börn þeirra Jóhannes Laxdal, f. 1997, Þórný Kristín, f. 2004, Guðmundur Laxdal, f. 2010. Lilja Lind, f. 15. apríl 1977, gift Aðalgeir Jónassyni, f. 1975. Börn þeirra Helgi Lax- dal, f. 1999, Finnbogi Laxdal, f. 2002, Jónas Laxdal, f. 2009. Guðrún, f. 1980, gift Þresti Snæ Eiðssyni, f. 1978. Börn þeirra Albert Laxdal, f. 2003, Helga Þórný, f. 2009, Rúna Björg, f. 2012, Lilja María, f. 2016. Gísli Laxdal, f. 1986 Guðrún, f. 10. nóv. 1957, gift Í dag verður þú kvaddur í hinsta sinn. Það er sagt að maður komi í manns stað en eitt er víst að enginn kemur í þinn stað! Það átti allt að vera í röð og reglu. Ég fékk nýtt hjól og hjólið átti alltaf vera inni í bílskúr þegar ég var ekki að nota það svo að það myndi ekki ryðga, enda notuðu börnin mín það hjólið líka. Alltaf þegar þú hringdir vildir þú tala við Jóa eða strákana okkar til að fá fréttir af fiskiríi því þú vissir að ég vissi ekki hvað hver var að fiska. Þinn áhugi á fiskifréttum var fram á seinasta dag. Við fjölskyldan átt- um góðar stundir með þér og gaman var að setjast niður þegar þú dast í gírinn og sagðir okkur skemmtilegar sögur frá bæði nýj- um og gömlum tímum. Þú hafðir mikinn áhuga á ættfræðum og vildir vita hverra manna allir væru. Áttir auðvelt með að láta okkur og börnin okkar dansa í kringum þig, þú sendir okkur til dæmis margsinnis í Víði að kaupa saltkjöt og hangikjöt, þar sem þú heyrðir í útvarpinu að hagstæð- ustu kjörin væru í Víði og að sjálf- sögðu gerðum við það og slegið var til veislu á Háarifi 7. Allt þurfti að gerast strax og allt í hvelli. Þú og Jói rúntuðuð mikið saman um allt Snæfellsnes, þú fræddir hann um mið og örnefni. Þið fóruð ykkar seinasta rúnt í lok ársins 2019 inn í Móabúð. Þú varst mikil aflakló, Jói minnist þess þegar þið lögðuð saman haukalóð, daginn eftir fara Jói og Friðþjófur saman að vitja lóðarinnar og fá þessa risalúðu að lúðan var það stór að þeir siglduð að næsta bát til að fá aðstoð við að ná lúðunni um borð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Katrín og Jóhann, Rifi. Í dag kveðjum við Gísla tengdaföður minn, mikinn mann sem gat verið stórstígur í sam- skiptum en hjálpsamur og með gott hjarta. Hann var mann- glöggur með eindæmum. Þegar við Habba bjuggum í bænum fórum við Gísli oft niður að bryggju og rúntuðum um höfn- ina í Hafnarfirði og Reykjavík sem voru í þá daga ekki girtar af til að fyrirbyggja almenna um- ferð. Það kom oftar en ekki fyrir er við ókum fram hjá mönnum sem þar voru að hann sagði stopp- aðu! Þessi var með mér á Neptún- usi eða Úranusi eða Röðli. Sam- band hans við þessa menn var sterkt. Þeir höfðu verið með hon- um á síðutogurunum, deildu sam- an káetum allt upp í 20 mans, höfðu barið saman ísinn af skip- unum og stundum upp á líf eða dauða. Gísla þótti vænt um sitt fólk og fylgdist með sínu fólki. Þegar ég kom á vertíð í Grundarfjörð 1977 heyrði ég fljót- lega af kalli sem héti Gísli Móa og að hann ætti fjórar dætur og að þær skyldi ég láta eiga sig. Kall- inn hefði nefnilega komið eitt sinn út með haglabyssu þegar einhver piltanna í þorpinu hafði vogað sér að nálgast þær. Ég hugsaði sam- stundis að ég ætlaði sko ekki að koma mér í slík vandræði. En ein- hvern veginn æxlaðist það samt svo að kvöld eitt hitti ég unga stúlku sem bauð mér með sér heim til að hlusta á plötur. Heim- ilisfólk var allt farið að sofa og þarna hlustuðum við á plötur og spjölluðum. Það næsta sem ég man er að það er hrópað þungri karlmannsrödd: „Lilja, það sefur strákur inni í stofu hjá henni Höbbu!“ Ég hrökk dauðskelkaður upp með andfælum og hugsaði hvort það gæti verið að ég hefði álpast heim til Gísla Móa. Hélt niðri í mér andanum og lokaði augum. Þá heyri ég létt fótatak og blíða röddu segja: „Gísli minn, hann er nú í fötunum svo þér er al- veg óhætt að fara á sjóinn.“ Nú hefði Gísli sagt: „Þú steinþegir yf- ir þessu, Einar Sveinn!“ Nú skilur leiðir og samveru- stundir með Gísla verða ekki fleiri í þessari tilveru. En minningarnar eru margar og þegar ég lít yfir farinn veg fyllist ég þakklæti fyrir tímann með góðum og hlýlegum tengdaföður sem skildi eftir sig gott dagsverk. Einar Sveinn Ólafsson. Elsku afi Gísli er fallinn frá. Hann var mjög skemmtilegur afi. Hann hafði mjög gaman af því að stríða, hann var þekktur sem skrýtni afinn í mínum vinkvenna- hópi. Eitt skipti sem vinkona mín kom og spurði eftir mér var hann hjá okkur í Kópavogi. Hann kom til dyra og horfði á vinkonu mína sem spurði hvort ég væri heima? Hann jánkaði því og lokaði svo á hana. Hún beið í smá stund og bankaði svo aftur. Hann opnaði og hún spyr aftur: „er Ágústa heima?“ Já, sagði hann og lokaði aftur á hana. Hún stóð enn og ekk- ert gerðist. Hún bankaði í þriðja sinn og afi opnaði dyrnar. „Er Ágústa heima? Má ég tala við hana?“ „Já auðvitað, komdu inn vina mín,“ svaraði hann og glotti. Hann var engum líkur og mér hefur alltaf fundist hann skemmti- legur karl. Þegar ég svo kynntist Guðmundi mínum þá var okkar fyrsta umræða um afa, sem er frekar fyndið. Afi var mjög hrifinn af honum, enda sjómaður og tók vel í húmorinn hans. Hann var mikið fyrir börn og gaf sér tíma fyrir þau. Alltaf þegar ég kom að heimsækja hann á Jaðar þá spurði hann um litlu strákana mína ef þeir voru ekki með. Hann átti allt- af gott í boxi á náttborðinu fyrir börnin. Afi var mikill peningakarl og sparaði fram á síðasta dag. Hann hafði mikinn áhuga á því sem mað- ur var að gera í lífinu og hvort maður væri nú ekki örugglega að spara. Ég er búin að eyða miklum tíma með honum síðustu 7 árin. Eftir að hann veiktist þá tók ég hann nokkrum sinnum heim til ömmu í Grundarfjörðinn og þar var eldað saltkjöt að hans ósk og auðvitað borgaði hann fyrir það. En ég átti að athuga með verðið á því í Samkaupum og Bónus. Hvað væri nú hagstæðast fyrir hann. Eftir að hann fór inn í Ólafsvik á dvalarheimilið þá fannst honum mjög dýrt að fara í klippingu svo hann samdi við mig um að ég mundi klippa hann fyrir 1.000 kr. og það áttu að líða 2 mánuðir á milli. En við tókum nú samt alltaf stöðuna þegar ég kom, hversu mikið hreiður væri komið. Þegar ég var að klippa hann þá byrjaði hann að stríða mér eins og hann hafði gaman af. Hann sagði að ég væri svo snögg að þessu. Hann væri að spá í að borga mér tíkall fyrir mínútuna. Ég var alveg sam- mála honum en ég sagðist þá koma með plokkarann. Þá hlakk- aði í honum. Mér líður svo vel að hafa verið til staðar fyrir hann. Ég er svo þakklát fyrir allar þessar stundir með honum og þær eru ómetan- legar. Afi var maður sem var með stóran kjaft en svo pínulítið hjarta. Hann er einn stærsti karakter sem ég hef kynnst. Það fallegasta sem ég veit er hvað hann elskaði ömmu mikið fram á síðasta dag. Ég á eftir að sakna hans svo mikið. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á til að miðla strákunum mínum. Blessuð sé minning afa Gísla. Hann mun alltaf fylgja mér. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir. Gísli Kristjánsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR frá Hömrum, síðast búsett á Sólmundarhöfða 7, Akranesi, lést þriðjudaginn 11. febrúar Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Hafsteinn Hallgrímsson Jakob Sigurðsson Ólöf Bjarney Hauksdóttir Sólveig Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir Helgi Sigurbjörnsson Aðalbjörg Alla Sigurðardóttir Elvar Grétarsson Stefanía G. Sigurðardóttir Pétur Svanbergsson Magnús Jakobsson Katrín Jakobsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT INGIBJÖRG HANSEN, andaðist á Borgarspítalanum í Fossvogi mánudaginn 17. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fyrir yndislega umönnun sem og starfsfólkið á bráðamóttöku Borgarspítalans. Guðmundur Arnarsson Ingibjörg Anna Arnarsdóttir Bjarni Brynjólfsson Ragnhildur Elín Garðarsd. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir Þorbjörg Anna Qing Bjarnadóttir Arnar Þorri Óskarsson Garðar Ernir Óskarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, mágkona og tante, GUÐLAUG HALSÖR SIGVARDSDÓTTIR, Lalla, Vesturgötu 38, Keflavík, andaðist þriðjudaginn 3. mars í faðmi fjölskyldunnar. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á SOS barnaþorpin. Sigurður Ragnarsson Kristín Linda Ragnarsdóttir Sveinbjörn Gizurarson Guðný Ásta Ragnarsdóttir Guðjón Bragason Davíð Örn Sveinbjörnsson Fjóla Dögg Halldórsdóttir Benjamín R. Sveinbjörnsson Guðlaug M. Sveinbjörnsd. Birkir Eyþór Ásgeirsson Sunneva Kristín Guðjónsd. Salómon Blær, Elísa Björt og Annika Bára Davíðsbörn Elsa Halsør og fjölskylda Anbjørg Halsør og fjölskylda Elskulegur bróðir okkar, SKÚLI MAGNÚSSON, Bugðutanga 28, Mosfellsbæ, er látinn. Útför hans fer fram frá Áskirkju, Vesturbrún 30, föstudaginn 20. mars klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Sigrún Valdimarsdóttir Mikael Sigurðsson Valgerður Magnúsdóttir Auður Lekay Erna Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.