Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 47
DÆGRADVÖL 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
www.flugger.is
Mött
Gæðamálning
í öllum litum
Auðveld
í þrifum
„MAMMA SAGÐI AÐ VIÐ MÆTTUM EKKI
KOMA INN FYRR EN HÚSIÐ ER SELT.”
„ÉG SAGÐI ÞÉR ÞAÐ Í GÆR – ÞÚ FÆRÐ
EKKI INNGÖNGU ÁN BINDIS.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ástæða þess að ég
brosi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
OKKUR VANTAR
MEIRA LEIRTAU
VIÐ ERUM
PIPAR-
SVEINAR
LÆKNIR! SÆRÐUR
MAÐUR!
ÁI!
ENDIRINN GÆTI
VERIÐ Í NÁND – ÉG SÉ
ENGLA FLÖGRA YFIR
MÉR!
ÖÖÖ … ÞETTA ERU EKKI ENGLAR.
ÞETTA ERU
FLUGUR!
TIL
SÖLU
voru Ísleifur Einarsson, f. 4.9. 1895,
d. 4.2. 1968, verslunarmaður, og Þor-
gerður Diðriksdóttir, f. 5.7. 1917, d.
13.5. 2007, húsfreyja á Hvolsvelli og
vann hjá Sjálfsbjörg í Reykjavík.
Börn Kristínar og Diðriks eru: 1)
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, f.
22.10. 1967, kennari og formaður
Kennarafélags Íslands, gift Hilmari
Harðarsyni, bifvélavirkja og for-
manni Félags iðn- og tæknigreina,
búa í Reykjavík. Þau eiga saman
Hjört, viðskiptafræðing og vélfræð-
ing, Kristínu Björk félagsfræðing,
Hróbjart Pálmar trésmið og Úlfhildi
Ármey háskólanema; 2) Sigurður
Guðmann Diðriksson, f. 27.3. 1970,
framreiðslumaður og sjúkraliði, gift-
ur Birnu Bjarnadóttur félagsliða, búa
í Reykjavík. Börn hans eru Diðrik
Mason iðnnemi og Erika Dorielle
fimleikaþjálfari. Móðir þeirra er
Gabrielle Cote. Sonur Birnu er Björn
Rúnar og synir Sigurðar og Birnu
eru Viktor Logi og Sigurður Guð-
mann; 3) Diðrik Valur Diðriksson, f.
13.8. 1974, blikksmiður og býr í Berg-
en í Noregi. Barnabarnabörn eru
Una Margrét, f. 29.7. 2018 og Hilmar
Atli, f. 19.12. 2018.
Systkini Kristínar eru Þorgerður
Jóna, f. 30.1. 1946, Kristín Áslaug, f.
9.2. 1947, d. 10.2. 1948, Bára, f. 29.9.
1951, Róbert Bragi, f. 9.8. 1956,
Jóhann Bergmann, f. 9.8. 1956, og
Guðbjörg, f. 10.5. 1959. Uppeldis-
bróðir er Hróbjartur Jón Gunnlaugs-
son, f. 26.10. 1947.
Foreldrar Kristínar: Hjónin Sig-
ríður Karólína Jónsdóttir, f. 25.2.
1925, fyrrverandi bóndi á Mið-Grund
undir Eyjafjöllum, býr nú á hjúkr-
unarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols-
velli, og Guðmundur Jón Árnason, f.
8.10. 1924, 6.8. 1962, símvirki og bóndi
á Mið-Grund.
Kristín Áslaug
Guðmundsdóttir
Gunnlaugur Gunnlaugsson
bátasmiður í Ólafsvík
Guðrún Ólína Árnadóttir
húsfreyja í Ólafsvík
Árni Bergmann Gunnlaugsson
sjómaður og handverksmaður,
síðast í Hnífsdal
Kristín Þórdís Jónsdóttir
húsfreyja, síðast í Hnífsdal
Guðmundur Jón Árnason
símvirki og síðar bóndi á
Mið-Grund
Jón Vigfússon
bóndi á Neðri-Bláfeldi
og Bakkafit
Þórdís Guðmundsdóttir
húsfreyja á Neðri-Bláfeldi
og Bakkafit í Staðarsveit
Eyjólfur Jónsson
bóndi á Mið-Grund
Jóhanna Jónsdóttir
húsfreyja á Mið-Grund
Jón Eyjólfsson
bóndi á Mið-Grund
Þorgerður Hróbjartsdóttir
húsfreyja á Mið-Grund
Hróbjartur Pétursson
bóndi á Rauðafelli
Sólveig Pálsdóttir
húsfreyja á Rauðafelli undir A- Eyjafjöllum
Úr frændgarði Kristínar Á. Guðmundsdóttur
Sigríður Karólína Jónsdóttir
fv. bóndi á Mið-Grund undir
Eyjafjöllum
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hestur við það vaninn er.
Vinátta, sem tengir menn.
Töðubaggi birtist hér.
Í bókahillum sést hér enn.
Eysteinn Pétursson svarar:
Band er ljúft á hesti að hafa.
Hjú bindast í ektastand.
Heyband reiddi ég heim á klafa.
Í hillu á ég fagurt band.
„Þá er það næsta gátulausn,“
skrifar Harpa á Hjarðarfelli:
Vekringur má venjast bandi.
Vinabandið haldgott er.
Votaband af blautu landi.
Bókbandið í hillum hér.
Hér kemur lausn Helga R.
Einarssonar:
Bandvanur um völlinn fer.
Vinaböndin styrkja ber.
Band er stærð af heyi hér.
Á hillum band til sóma er.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Band var með og hnýtt upp í hestinn.
Hétust smá vinaböndum þá,
heyband þær sáu, sýndist það restin,
sóttu heim, hvar bundið rit lá.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Band er hestur vaninn við.
Vinabandi tengjast menn.
Hér um ræðir heybandið.
Í hillum band við sjáum enn.
Þá er limra:
Sælt er á sólarströndum,
og sagt er að hjónaböndum
fjölgi nú ört
og framtíð sé björt
hjá ásthrifnum eldri löndum.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Enn ég fæst við óðarstaut,
ekkert fast í hendi,
fremur hála feta braut,
frá mér gátu sendi:
Guðspjalli hér greinir frá.
Grind, sem neti fest er á.
Erfitt löngum er að ná.
Eignarhaldi lýsa má.
Baldvin Jónsson orti:
Veðra þyngist byrstur blær
bárur springa og rísa.
Grænlendingur greipum slær
grundu kringum ísa.
Gömul vísa í lokin:
Verður svalt, þá veðri er breytt,
– vina eins er geðið –
þar sem allt var áður heitt
er nú kalt og freðið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ekki er bagi að bandi