Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
✝ Ásmundur Ás-mundsson
fæddist í Þerney á
Kollafirði 6. júní
1930. Hann lést í
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 27. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Guðfríður
Bjarnadóttir frá
Ytri-Ey í Meðal-
landi, f. 10. sept-
ember 1904, d. 1961, og faðir
hans, Ásmundur Guðmundsson
Ottesen, f. 1900, lést af slysför-
um við Þerney þrem dögum
eftir eins árs afmæli Ásmundar
1931. Þau mæðgin fluttu að
Ökrum árið 1935, Guðfríður
ar um landið og sinnti því
ásamt selveiðum og hrossabú-
skap fram á níunda áratuginn.
Ásmundur var mikið náttúru-
barn, reri til fiskjar og sinnti
hlunnindum jarðar alla tíð.
Þegar leið á níunda áratuginn
drógust selveiðar saman, en
Ásmundur sótti þá meira í
árstíðabundin störf í Sláturhús
Kaupfélags Borgfirðinga og
við skógrækt í Skorradal. Jóla-
trjáaverkum sinnti hann vel
fram yfir sjötugt.
Hann glímdi við heilsuleysi á
síðustu árum. Hrossabúskap
skar hann talsvert niður í kjöl-
far þess, en hin síðustu ár naut
hann nokkurrar aðstoðar frá
grönnum sínum á Stóra-
Kálfalæk við hann. Ásmundur
var ógiftur og barnlaus en
hafði ágætan félagsskap af
vinafólki sem að honum stóð.
Útför hans fer fram í Akra-
kirkju í dag, 7. mars 2020, kl.
14.
var bústýra Helga
Jakobssonar sem
þar bjó á Vest-
urbænum þar til
Ásmundur tók við
búi Helga 18 ára
gamall, árið 1948.
Guðfríður bjó með
syni sínum fram til
dauðadags.
Ásmundur
stundaði búskap
framan af, en sótti
störf meðfram búskap eftir
1961.
Á sjöunda áratugnum var
hann bæði á sjó og í siglingum,
starfaði hjá Loftorku í Reykja-
vík. Lengst starfaði hann hjá
RARIK við línulagnir víðs veg-
Ásmundur á Ökrum, vinur
okkar, er fallinn frá. Við systk-
inin, börn Matthildar og Einars
frá Hjörsey, og fjölskyldur okk-
ar eigum góðar minningar
tengdar honum. Á ögurstundu í
lífi okkar var hann tilbúinn að
koma og rétta hjálparhönd.
Hann var ekki maður hégóma
eða fordildar og það fylgdi hon-
um frumkraftur og þekking sem
aðeins þeir öðlast sem helga líf
sitt náttúrunni og sveitinni.
Þegar Ásmundur var með í
aðgerðum í eyjunni, smala
hrossum, tína egg, háfa lunda og
ná í kofu lærðu menn fljótt,
fyrst kærastarnir og svo eig-
inmennirnir, tengdasynir Matt-
hildar í Hjörsey, að maður gerir
eins og Ásmundur segir.
Hann kom yfir sundið stik-
andi með þungar byrðar á bak-
inu eða á Rússanum og stundum
sjóleiðina á litlu skektunni alla
leiðina frá Ökrum. Hann kenndi
mönnum að standa fyrir hross-
um þegar setja átti í sláturhús,
saga niður staura og hjálpaði
svo til við að girða í kringum
húsið.
Já, hann Ásmundur kenndi
okkur margt.
Eitt vorið hljóp hann uppi
mink í Hjörsey með stungu-
skóflu í annarri hendinni og
strigapoka í hinni og við og
hundarnir eltum lafmóð, alveg
viss um að þessi barátta væri
töpuð en hann náði dýrinu, fór
með handlegginn upp að öxl inn
í holuna og dró það út. Einhver
spurði: „Ertu ekkert hræddur
um að hann bíti þig?“ „Nei, nei,
þeir bíta ekki svo fast.“
Hann sagði okkur einnig
margar sögur frá fyrri tíð um
Hjörsey og lífið í Hraunhreppn-
um. Hann hafði verið í farskóla í
eyjunni þegar hann var drengur
og minntist þess hve honum
þótti saltaða kofan góð. Móðir
okkar gerði sér líka far um að
gefa honum alltaf góðan mat
þegar hann bar að garði. Ein
uppáhaldsmáltíðin var reytt
kofa sem lögð var í mjólk og síð-
an velt upp úr rúgmjöli og steikt
á pönnu. Þetta þótti lostæti.
Ásmundur kom að Ökrum
með móður sinni barn að aldri
þegar hún gerðist ráðskona hjá
Helga Jakobssyni, bóndanum
þar, en Ásmundur hafði misst
föður sinn ungur að árum. Þeg-
ar hann var 17 ára gamall gaf
bóndinn á Ökrum II honum
jörðina, og þar með voru örlög
hans ráðin. Hann átti alltaf
hrossastóð, stundaði veiðar á
bæði fiski og sel og nýtti önnur
hlunnindi sem jörðin gaf eins og
egg og kofu. Jafnframt bú-
skapnum stundaði hann af og til
vinnu hjá RARIK og var á tog-
urum á sínum yngri árum.
Ásmundur sagði að sér leidd-
ust allar kerlingar og hló þess-
um dillandi hlátri sínum. Það
eru að sönnu öfugmæli því
margir af bestu vinum hans
voru kerlingar sem einu sinni
voru ungar stúlkur.
Við erum Ásmundi þakklát
fyrir vináttuna, blessuð sé minn-
ing hans.
María, Margrét, Ragnheiður,
Ingibjörg, Haukur,
Anna Jóna og Sigríður.
Í dag er Ásmundur Ásmunds-
son á Ökrum til grafar borinn
og fær legstað við sóknarkirkj-
una þar sem hann ól nær allan
sinn aldur. Það er við hæfi að
minnast hans nokkrum orðum
og þakka samfélagið fyrr á ár-
um og fyrir allt sem hann okkur
var. Ásmundur kom að Ökrum á
barnsaldri ásamt móður sinni
sem þangað réðst sem ráðskona
hjá Helga Jakobssyni, bónda
þar. Þegar Helgi hætti búskap
gaf hann Ásmundi jarðarhlut
sinn á Ökrum til fullrar eignar.
Þegar við systkinin fengum
athvarf hjá Ingibjörgu og Ólafi
á Ökrum á sjöunda áratug lið-
innar aldar varð Ásmundur ná-
granni okkar. Á Ökrum var þrí-
býlt og Ásmundur var með
hléum kostgangari hjá okkur.
Við bjuggum í Norðurbænum,
faðir fóstra okkar og systkini
hans í Suðurbænum og Ásmund-
ur í Vesturbænum. Þarna mætt-
um við í mörgu efni andblæ lið-
inna tíma.
Í bernsku þótti okkur Ás-
mundur mikið hreystimenni,
rammur að afli og fótfrár svo að
vart myndi finnast hans líki.
Hann hafði jafnan tíma fyrir
okkur og hafði lag á að tala við
okkur sem jafningja sína. Við
strákarnir fengum fyrst að
keyra traktor hjá Ásmundi. Það
var Fergusoninn sem hann alltaf
ók standandi því ekilssætið var
jafnan haft undir reipi eða önn-
ur þarfaþing.
Ásmundur átti alltaf fjölda
hrossa og það átti mestan þátt í
því að við krakkarnir urðum öll
hestvön og vel það. Það var æv-
intýri að fylgja Ásmundi við
hestastúss forðum, hvort sem
var hrossasmölun heima við,
stóðrekstur inn í Hítardal eða
reiðtúr út í Hjörsey. Ógleym-
anlegt er það okkur sem reynd-
um, að fá að fara með honum að
vitja um selanetin innan við
Byrðu, hjá Arnarhólma eða
Kjaransey. Okkur þótti sárt að
sjá hann rota kópana sem synt
höfðu í net hans og draga þá inn
í bátinn, en það er eitt hlutskipti
sveitabarns að mæta því hvernig
líf og dauði kallast á í tilverunni.
Þannig varð Ásmundur sam-
ferðamaður okkar og vinur sem
fylgdi okkur með sínum hætti
fram á unglingsár og jafnvel
lengur. Hann tók okkur ávallt
fagnandi þegar við komum að
Ökrum sem fullorðið fólk og
fylgdist með því er við eign-
uðumst afkvæmi og fjölskyldur.
Ásmundur var meðalmaður á
hæð, ávallt grannur og kvikur í
hreyfingum. Hann hafði svip-
mikið andlit, framstæða höku,
skarpt augnatillit og þó góðlegt.
Hann bjó nær ávallt einn en var
þó félagslyndur, glaðsinna, vin-
rækinn og gjafmildur þeim sem
hann bar góðan hug til. Hin síð-
ari árin átti Ásmundur við
heilsuleysi að glíma enda orðinn
aldurhniginn. Hann hefur nú
fengið hvíld nærri níræður að
aldri. Að Ásmundi látnum leita á
hugi okkar ótal minningar sem
einkennast af hlýhug í hans
garð. Við kveðjum hann með
þakklæti og virðingu og biðjum
góðan Guð að blessa minningu
hans og varðveita líf hans eftir
fyrirheiti sínu.
Dagný, Þórir Jökull,
Böðvar, Kolbeinn og
Ása Þorsteinsbörn.
Mig langar að minnast vinar
míns Ásmundar á Ökrum.
Elskulegs fjölskylduvinar til
margra áratuga. Hann var
skemmtilegur og fjölfróður kar-
akter, sannur og samkvæmur
sjálfum sér til orðs og æðis. Lét
ekkert trufla sig í því sem hann
var að gera, pínu þrár og stríð-
inn en afskaplega ljúfur og
barngóður maður.
Fjölskyldan mín átti því láni
að fagna að eiga hann að traust-
um vini og áttum við margar
yndislegar stundir saman er við
fengum að njóta náttúrufegurð-
arinnar í sveitinni á Ökrum með
honum á ýmsan hátt. Allt frá
því að ganga með honum um
flóa og fen, fara í fjöruna og
tína fallega steina og skeljar,
skoða fuglalífið og fara út í
Akranesið og tína svartbaks- og
sílamáfsegg og síðan aðeins af
kríueggjum í heimatúninu áður
en það var slóðadregið en þá
var ekki tínt aftur og krían látin
alveg í friði.
Hann fræddi okkur um
gamla tíma, uppvöxt sinn á Ökr-
um og gaf sér góðan tíma til að
segja rólega og skemmtilega
frá. Það truflaði hann ekkert í
frásögninni, ef einhver skaut
inn spurningu, þá svaraði hann
henni, en tók svo upp þráðinn
aftur og hélt svo frásögn sinni
rólega áfram þar til hann klár-
aði sína sögu. Tími var afstæður
í hans huga og voru nægjusemi
og rólegheit honum í blóð borin.
Það voru árstíðirnar, veðrið og
náttúran sem að stjórnuðu hon-
um helst sem og svo auðvitað
flóð og fjara. Hann var næmur
og vissi jafnt hvenær best var
að fara að huga að varpi fugla
eða hvort að fært væri að róa út
í Klofning og huga fuglunum
þar. Hann reri stundum til
fiskjar á sínum árabát og náði
sér í soðið. Það var eftirminni-
legt að fylgjast með honum ná
stórum rekaviðardrumbum upp
úr fjörunni á sinn hátt, með
traktornum eða jeppanum.
Það var gott og endurnær-
andi að heimsækja hann að
Ökrum og finna og skilja að
hamingja hvers manns felst
ekki í skrauti, prjáli eða pen-
ingum, ekki í því að eiga ofgnótt
af öllu, heldur sá maður í Ás-
mundi ánægðan mann, vissulega
af gamla skólanum, en mann
sem var að langmestu leyti sátt-
ur við sitt líf á þessum stað.
Hann var bóndi með sterkar
rætur í gamla tímanum en hann
var líka búinn að vinna víða.
Vann hjá Rarik um tíma og
mörg haustin var hann í slát-
urhúsinu í Borgarnesi, vann hjá
Skógrækt ríkisins og meira að
segja var hann sigldur maður,
var á togara fyrir mörgum ár-
um.
Hann bjó aðallega með hross
í seinni tíð og í hjörðinni hans
gat að líta nánast öll litaafbrigði
íslenskra hesta og sum hver
hafði maður ekki séð fyrr og
stundum var falast eftir slíkum
sérstökum hrossum frá honum.
Það var 6. maí í fyrra sem
hann Ásmundur fór með okkur í
sína síðustu ferð út í Byrðu sem
er hólmi yst á Akranesinu sem
ekki er greiðfært til. Hann var
stoltur af sjálfum sér þá orðinn
lasburða. Það mátti ekki hjálpa
honum eða styðja á neinn hátt,
hann ætlaði sjálfur óstuddur út
í hólmann og til baka og honum
tókst það en hafði trúlega aldrei
farið jafn hægt yfir og þá. Hann
sýndi okkur þá þessa einurð,
seiglu og þann lífsvilja sem ein-
kenndi hann alla tíð.
Núna þegar vorið fer að
koma og fuglar að verpa þá
minnumst við Ásmundar sem
sjálfur er kominn yfir á aðrar
varp- og veiðilendur.
Við í minni fjölskyldu viljum
þakka honum samfylgdina og
allar dýrmætu stundirnar okkar
með honum og við minnumst
hans með mikilli hlýju. Hvíl í
friði, elskulegur.
María Erla Geirsdóttir
og fjölskylda.
Ásmundur
Ásmundsson
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elsku móðir okkar, frænka, systir
og tengdadóttir,
STEINVÖR V. ÞORLEIFSDÓTTIR
frá Kolfreyjustað,
Kríuási 21, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 26. febrúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. mars
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
styrktarreikning fyrir dætur hennar. Reiknnr. 0370-22-025008.
kt. 170771-5169
Kristín Jóna Kristjónsdóttir Þórhildur Kristjónsdóttir
Sigríður Inga Sigurðardóttir Jón Áki Leifsson
Guðný Þorleifsdóttir
Ingibjörg Þorleifsdóttir
Kristmundur Þorleifsson
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
Kristín Jóna Kristjónsdóttir
og aðrir aðstandendur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
LEONHARD INGI HARALDSSON
tannlæknir,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
föstudaginn 13. mars klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast Lenna er bent á Hjúkrunarheimilið Sóltún og Unicef á
Íslandi.
Amalía Halla Skúladóttir
Haraldur Ó. Leonhardsson Anna Kapitola Engilbertsdóttir
Ásta Leonhardsdóttir Þóroddur Björgvinsson
Halla I. Leonhardsdóttir Einar Örn Jónsson
Ingunn G. Leonhardsdóttir
Haukur Haraldsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLVEIG HULDA JÓNSDÓTTIR,
Dollý,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi,
Reykjanesbæ, fimmtudaginn 20. febrúar,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. mars
klukkan 13.
Guðbjörg Jóna Pálsdóttir Sigurður Hallmann Ísleifsson
Jón Örn Pálsson Elísabet Kjartansdóttir
Magnús Valur Pálsson Jóna Guðrún Jónsdóttir
Þórður Pálsson Laufey Eydal
Kristinn Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA ALBERTSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
lést sunnudaginn 1 mars.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 10. mars klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höfða,
Akranesi.
Kristín Einarsdóttir
Kristinn Nikulás Einarsson Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ásta María Einarsdóttir Sigurður Björn Þórðarson
Albert Pétur Einarsson Alina Leikvoll
barnabörn og barnabarnabörn
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017