Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þarna eru lýsingar á fólki úröllum stéttum, því saka-menn voru ekki aðeinsvinnufólk og bændur, heldur líka sýslumenn og prestar,“ segir Daníel G. Daníelsson sagn- fræðingur um sýningu sem nú stendur yfir í gestastofu þjóð- garðsins á Þing- völlum á Haki. Sýningin er um eftirlýsta Íslend- inga á sautjándu og átjándu öld og er hún samvinnu- verkefni Daníels og Myndlista- skólans í Reykja- vík. Nemendur í teiknideild Myndlistaskólans teikn- uðu upp úr sakamannalýsingunum tilgátumyndir af þessu ógæfufólki fortíðarinnar. Sýningin hefur ferðast víða um land undanfarið ár en nú er hún komin á þann stað þar sem sakamannalýsingar voru lesnar upp á sínum tíma á vorþingi. Þær voru skráðar hjá öllum sýslumönn- um, sem tóku lýsingarnar með sér heim í hérað. Ef burtstroknir voru gómaðir var þeim oft refsað á Þing- völlum. „Hugmyndin að sýningunni er sprottin úr rannsókn sem ég sinnti árið 2018 fyrir Sigurð Gylfa, pró- fessor í sagnfræði, og Sólveigu Ólafsdóttur, doktorsnema í sagn- fræði, en það var þverfræðileg önd- vegisrannsókn Rannís sem kallaðist Fötlun fyrir tíma fötlunar. Þar sneri minn þáttur að því að skoða Alþingisbækur Íslands sem spanna árin frá 1570 til 1800, en í gegnum þessa rannsókn skráði ég yfir 200 sakamannalýsingar. Sumir þessara sakamanna voru afskaplega venju- legt fólk en aðrir skáru sig úr fjöld- anum. Tilgangur lýsinganna var að draga fram sérkenni fólks svo hægt væri að bera kennsl á sakamennina. Þessar sakamannalýsingar eru eins og ljósmyndir frá þessum tíma, þar sem sagt er frá útliti, háttalagi, klæðaburði, talanda og fleiru. Það er hægt að spegla samfélagið í gegnum þessar lýsingar og þetta eru ein- stakar heimildir um fólk frá þessum tíma, því hver sem er gat lent í því að vera eftirlýstur á þingi. Sumir höfðu unnið það eitt til saka að elska ranga manneskju. Þarna er til dæm- is par á flótta, ástfangið fólk en mátti ekki eigast. Einnig fátæk ung- menni sem hafa ekki efni á að gift- ast og börnin þeirra eru þá getin utan hjónabands og þá hrannast sektirnar upp. Í undantekningar- tilfellum eru þetta morð eða alvar- legir glæpir, oftar smáþjófnaður í neyð eða annað sem speglar lífsbar- áttu þessa fólks og örlög.“ Piltur vætir sæng um nætur Daníel segir að sakamannalýs- ingarnar séu ítarlegri og lengri eftir því sem meira aðkallandi þótti að finna viðkomandi sakamann. „Dæmi þar um er vinnumaður- inn Höskuldur Jónsson frá Álfta- nesi, sem varð uppvís að því að týna 28 kindum frá prófasti sínum. Við slíkt tjón var lífsviðurværi Íslend- inga í húfi; hver kind skipti miklu máli í bústofni. Sakamannalýsingin á Höskuldi er mjög ítarleg, þrátt fyrir að hann sé mjög ungur, um tví- tugt. Í ofurnákvæmri 200 orða lýs- ingu á honum kemur meðal annars fram að hann vætir sæng um nætur, sem segir líka heilmikið um sálar- ástand hans.“ Stamaði eða skrollaði Daníel segir að sumar saka- mannalýsingarnar séu á dönsku en aðrar á íslensku. „Þarna eru mjög falleg og framandi íslensk orð og sum þeirra þekkir fólk ekki í dag. Í þessum mannlýsingum er því verðmætur menningararfur, því litrík og lýs- andi orðanotkun var notuð til að hægt væri að bera kennsl á viðkom- andi. Þarna eru orð eins og hjásög- ull, kararómagi, lintalaður, dapur- eygður, hökusmár, toginleitur, blóðdökkur og mörg fleiri sem lýsa útliti og atferli viðkomandi ein- staklinga. Einnig er talað um lesti fólks, til dæmis tóbaksnotkun eða drykkju, sem og kosti, hvort við- komandi sé hagur á járn eða tré. Talandi fólks er dreginn fram, ef talandi er óljós, til dæmis ef fólk stamaði, var smámælt eða skrollaði, og hvort fólk var læst eða skrif- andi.“ Daníel segist ekki hafa skilið mörg orðanna og því hafi þau fengið sérfræðing frá Árnastofnun þegar þau unnu að sýningunni, til að fara yfir það með teiknurum hvað orðin þýddu. „Mörg orð þess tíma sem notuð voru yfir ákveðið hátterni fólks eru horfin úr orðaforða nútíma Íslend- inga. Dæmi um orð sem ég vissi ekki hvað þýddi er mumpur, en ég hélt að það væri hársnúður á höfði. Það merkir skegg og var almennt orð á þessum tíma. Ég vissi ekki heldur hvað blóðfögur var, en þá er verið að lýsa litarafti konu, hún hef- ur þá væntanlega verið rjóðleit. Ekki vissi ég heldur hvað parrúk var, en það er erlend sletta yfir hár- kollu. Sumt fólk gerði sér hárkollu úr sauðaskinni og mannshárum, hé- góminn hefur alltaf fylgt mann- inum,“ segir Daníel og ítrekar verð- mæti sakamannalýsinganna sem sýna okkur fólk frá fyrri tíð. „Við höfum ekki myndbönd eða ljósmyndir af þessu fólki til að sjá það. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig fólk var, hversu hátt það talaði, hversu ákveðið það var í göngulagi eða hversu mikið var um hikorð eða þagnir, en við vitum ótrú- lega margt um það af lýsingum um sakamenn. Þessar sakamannalýs- ingar eru til dæmis verðmætt verk- efni fyrir leikara til að túlka.“ Hjásögull, lintalaður og dapureygður Til að lýsa eftir sakamönnum fyrri tíma var lesin upp á vorþingi mannlýsing á þeim þar sem útlit, hegðun og fleira var tiltekið, svo hægt væri að bera kennsl á þá. Nú stendur yfir sýning á Þingvöllum af myndum sem nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík teikn- uðu upp úr sakamannalýsingunum. Daníel G. Daníelsson sagnfræðingur safnaði saman 200 saka- mannalýsingum sem eru merk heimild um fólk. Sakamenn Svona sjá nemendur Myndlistaskólans þau. F.v. Eysteinn Jónsson sekur um hórdómsbrot, Halla og Fjalla-Eyvindur lifðu í útlegð vegna þjófnaðar og morðs, Ketill Bjarnason var barnsfaðir stjúpdóttur sinnar. Sek Steinunn Steinmóðsdóttir, eða Vestmannaeyja-Steinka, var fundin sek um að vera viðriðin morðið á Gísla Péturssyni í Gíslaklettum. Daníel Daníelsson Sýningin á Þingvöllum er opin frá kl. 8-18 og stendur til um miðj- an mars. Ársboðsmiði í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum sem barst nýlega inn á flest heimili innifelur einnig aðgang á grunn- sýningu og aðrar sýningar sem settar verða upp í gestastofu á af- mælisárinu. Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Sakamanninum Narfa Árnasyni er lýst á þessa leið: Hann er þjófgefinn og sviksamur, sýgur pening, brýtur upp hús, lýgur og stelur, hrekkvís Guðs orða. Eysteinn Jónsson var sekur fyrir hórdómsbrot 1727. Brot úr sakamannalýsingu hans: Með þykkva hönd og breiða, freknutekinn í andliti, háleitur og hálsstuttur, smáeygður og dimmeygður, brúkar parruch, hærður, skröfugur, gengur halt- ur og vaggar út á hliðarnar, út- skeifur, tekur tóbak í munninn, er mikið uppá að drekka brennivín, næsta óduglegur til stritvinnu, en fix að prjóna og lyppa. Hrekkvís Guðs orða TVÖ DÆMI UM SAKA- MANNALÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.