Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
✝ GuðmundurKristján Theo-
dórsson fæddist á
Blönduósi 14. mars
1931. Hann lést á
Heilbrigðisstofn-
unni á Blönduósi
28. febrúar 2020.
Foreldrar hans
voru Theodór
Kristjánsson frá
Svangrund í Engi-
hlíðarhreppi, f. 29.
ágúst 1900, d. 21. febrúar 1966,
og Stefanía Jónína Guðmunds-
dóttir frá Litlu Giljá í Þingi, f.
1.febrúar 1904, d 12. janúar
1982. Systkini Guðmundar eru
Guðmann, f. 20. ágúst 1929, d.
25. nóvember 1930, Alda Sig-
urlaug, f. 17. júlí 1932, Ísablella,
f. 1. september 1933, d. 6. maí
1976, Ragnhildur Anna, f. 4.
september 1936. Guðmundur
kvæntist 14. mars 1952 Elínu
Grétu Grímsdóttur frá Kollsvík
í Rauðasandshreppi, húsmóður
og verkakonu, f. 3. janúar 1930,
2012. 6) Hrefna Bára, f. 1974,
gift Sveini Árnasyni, f. 1966.
Langafabörnin eru 18.
Guðmundur ólst upp á
Blönduósi og var búsetur þar
alla tíð. Hann var mjólkurfræð-
ingur og vann í Mjólkursamlagi
Sölufélags Austur- Húnavatns-
sýslu á Blönduósi lengstan sinn
starfsaldur eða í 48 ár. Fyrir
þann tíma stundaði hann al-
menn verkamannastörf í Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Guðmundur
var virkur í bæjarstjórnar-
málum á Blönduósi og leiddi
lista vinstrimanna og félags-
hyggjufólks um árabil. Var kos-
inn í hreppsnefnd Blönduós-
hrepps 1986 og endurkjörinn í
bæjarstjórn Blönduóss 1990.
Var forseti bæjarstjórnar og sat
í ýmsum stjórnum og ráðum á
þeim vettvangi. Var formaður
stjórnar Heilbrigðisstofnunar-
innar á Blönduósi, Verkalýðs-
félags Austur-Húnavatnssýslu,
sat í stjórn Heimilisiðnaðar-
safnsins á Blönduósi, Kaup-
félags Húnvetninga og stjórn-
arformaður útgerðarfélagsins
Þórdísar hf. á Blönduósi.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Blönduóskirkju í dag, 7.
mars 2020, og hefst athöfnin
klukkan 14.
börn þeirra eru 1)
María Sigríður, f.
1951, gift Ragnari
Ármannssyni, f.
1950, d. 1978, dótt-
ir þeirra er Marí-
anna Kristín. Mað-
ur Maríu er Stefán
Þorvaldsson, f.
1949, dóttir þeirra
er María Stefanía,
sonur Stefáns er
Halldór Örvar. 2)
Stefanía Theodóra, f. 1953,
hennar maður er Stefán Sveinn
Gunnarsson, f. 1946, börn
þeirra eru Guðmundur Jónas,
Jóna Rósa, Elín Greta og Gunn-
ar. 3) Gréta Sjöfn, f. 1961, gift
Pétri H. Stefánssyni, f. 1954,
börn þeirra eru Helga Sjöfn og
Aron, sonur Grétu og Guð-
mundar Frímanns Þorsteins-
sonar er Þorsteinn Frímann,
dóttir Péturs og Þórdísar Frið-
björnsdóttur er Anna Lilja. 4)
Theodór Grímur, f. 1966, d.
1988. 5) Agnes Drífa, f. 1970, d.
Elsku besti pabbi minn, nú ertu
búinn að fá hvíldina þína. Þú hafð-
ir mikla þrautseigju í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Í garðin-
um, í húsinu sem þú byggðir og
hugsaðir um fram á síðasta dag.
Þannig varst þú, hugsaðir um
stóru fjölskylduna þína og fylgdist
með vaxa úr grasi.
Þú hugsaðir vel um litlu stelp-
una þína. Þú leiddir mig í gegnum
lífið og ég fékk að halda í hendina
þína þegar þú kvaddir.
Nú sit ég og hugsa um öll ferða-
lögin og náttúruna sem þú hafðir
unun af.
Þið mamma ferðuðust um land-
ið og það var ykkar líf og yndi. Ég
var svo heppin að hafa kynnst
nátttúrunni og landinu með þér.
Ég ætla að halda áfram að ferðast
um landið og hugsa um þig pabbi
minn, setjast á stein og borða
kalda kótilettu eða brauð með
eggi.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Takk fyrir allt pabbi minn.
Elska þig.
Þín dóttir
Hrefna Bára
Þegar verkafólk háir sína bar-
áttu um kaup og kjör með verk-
föllum, kveð ég elskulegan föður
eftir langvinn og erfið veikindi.
Það var dýrmætt að hafa fengið að
umvefja hann og vera til staðar á
kveðjustund. Hann var alla tíð
mikill baráttumaður um jöfnuð,
virðingu og mannsæmandi laun og
táknrænt að hann kveðji í þessari
baráttu. Hann kom því vel til skila
að jafnrétti snýst ekki um að allir
fái það sama heldur skuli gætt að
því að samfélagið tryggi að allir
geti notið sömu tækifæra.
Faðir minn var ættarhöfðingi
mikill og hélt vel utan um fjöl-
skyldu og vini og gaf sér tíma til að
fylgjast vel með öllum barna- og
barnabörnum og skilur hann eftir
sig stóran hóp af föngulegu fólki
sem hann var stoltur af, mannvin-
ur mikill og tryggur sínum. Eftir
hann liggur stórt ljósmyndasafn
sem hann skráði, þar má sjá sögu
Blönduóss og fjölskyldu og er það
dýrmætur arfur um liðna tíð, hann
brann af áhuga fyrir fjölskyldu og
samfélagi og hafði sterkar skoð-
anir á málefnum líðandi stundar.
Hægt er að segja með sanni að
hann var femínisti, rammpólitísk-
ur, reglufastur, sjálfstæður, rétt-
sýnn og sanngjarn. Fylginn sér,
með mikinn húmor en fyrst og
fremst ástríkur eiginmaður og
faðir sem hvatti okkur systkinin til
að fylgja hjartanu og lifa inni-
haldsríku lífi við leik og störf.
Þakka þér elsku faðir minn fyrir
58 ára kraftmikla og góða leiðsögn
í gegnum lífið, þú varst minn klett-
ur og besti vinur. Hver minning er
mér dýrmæt perla.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi
minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið út
og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þín dóttir
Gréta Sjöfn.
Elsku afi, í dag kveðjum við þig
með miklum söknuði en þakklæti
er okkur efst í huga fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman
og allt það sem þú hefur kennt
okkur. Þú varst duglegur að fara
með okkur út og kenna okkur á
náttúruna. Við vitum að þú átt eft-
ir að fylgjast með okkur og banka í
öxlina á okkur með góð ráð eða
hugmyndir.
Takk fyrir allt og hvíldu í friði
elsku afi.
Þorsteinn, Helga Sjöfn og Aron.
Guðmundur Krist-
ján Theodórsson
✝ Örn Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 11. maí
1951. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 18. febr-
úar 2020.
Foreldrar hans
voru Auður Hann-
esdóttir, f. 12.
ágúst 1916, d. 8.
janúar 1988, og
Jóhann Sigurður
Hjálmarsson, f. 17. október
1900, d. 29. júlí 1981.
Þann 29. október 1978
kvæntist Örn Ásu Hildi Guð-
jónsdóttur, fædd 26. október
1957. Saman eiga þau tvö
börn, Sigrúnu Ósk Arn-
ardóttur, f. 6. júlí 1978, og
Ingimar Atla Arnarson, f. 29.
nóvember 1980.
Sigrún Ósk á
tvær dætur: Heklu
Bjarnadóttur, f. 6.
september 1997,
og Ronju Rán Æg-
isdóttur, f. 20.
ágúst 2011.
Systkini Arnar
eru: Hannes Sig-
urðsson, f. 31. des-
ember 1943,
Hjálmar Sigurðs-
son, f. 3. maí 1945,
Svavar Sigurðsson, f. 4. janúar
1948, Þorsteinn Frímann Sig-
urðsson, f. 22. júlí 1952, Ósk
Ólöf Sigurðardóttir, f. 21.
febrúar 1955. Sammæðra syst-
ir var Iðunn Björk Ragn-
arsdóttir, f. 15. nóvember
1939, d. 20. maí 1973. Dóttir
hennar er Auður Jónsdóttir, f.
8. janúar 1957. Ólst hún að
hluta til upp með Erni. Sam-
feðra systkin eru Tryggvi
Ágúst Sigurðsson, f. 16. febr-
úar 1931, Arndís Birna Sig-
urðardóttir, f. 23. júlí 1932, d.
30. október 2018, Garðar Sig-
urðsson, f. 20. nóvember 1933,
d. 19. mars 2004.
Örn lærði skósmíði hjá Sig-
urbirni í Austurveri, en vann
lengst af við stoðtækjasmíði,
fyrst hjá Össuri hf. síðan hjá
Stoð í Hafnarfirði. Eftir að
hann hætti að vinna hellti
hann sér í félagsmálin og var í
stjórn Sjálfsbjargar um tíma.
Þar spilaði hann líka bridge
og fleira árum saman. Hann
var í stjórn Halaleikhópsins
um tíma og lék með honum
meðan heilsan leyfði. Hann
var einn af stofnendum Hjóla-
stólasveitarinnar 2008 og
starfaði með henni til 2013.
Örn var jarðsunginn í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu 25.
febrúar 2020.
Bönd systkina eru sérstök og
náin og haldast í gegnum lífið þó
að samskiptin geti verið mismik-
il. Það tekur því á þegar komið
er að kveðjustund. Bróðir okkar
Örn Sigurðsson (Addi) andaðist
18. febrúar sl. og var jarðsung-
inn í kyrrþey 25. febrúar sl. um-
vafinn sínum nánustu. Systkina-
hópurinn ólst að mestu upp í
Langagerði 66 þar sem faðir
okkar byggði hús og fluttum við
þangað 1954 á þeim tíma er
Smáíbúða- og Bústaðahverfi var
að byggjast upp. Í minningunni
var oftast sól og blíða á uppvaxt-
arárunum og miklum tíma var
varið úti við margvíslega leiki,
enda hafði mikill fjöldi barna
flutt í hverfið og nægði barna-
fjöldinn oft í 11 húsa botnlang-
anum til skemmtilegra útileikja.
Við vorum sex alsystkinin,
Hannes elstur og 12 árum eldri
en það yngsta sem er Ósk, en
hún var sú eina sem fæddist eftir
flutninginn í Langagerðið. Með
okkur ólst einnig upp að miklu
leyti systurdóttir okkar Auður
Svava Jónsdóttir og hefur hún
verið okkur sem eitt systkinið.
Addi var fjórða barn (sonur)
foreldra okkar, og eru fjögur ár
milli hans og Svavars, en ári síð-
ar fæddist Þorsteinn og voru
þeir tveir miklir leikbræður öll
æskuárin. Addi var orkumikill
sem barn, sífellt á iði, einlægur,
opinskár, uppátektarsamur og
naut þess að upphugsa og koma
ýmsum hrekkjum í framkvæmd
og fórum við systkin hans og for-
eldrar ekki varhluta af því.
Áhugamálin hans tengdust mest
lestri, tónlist, bridge, tafl-
mennsku og leiklist. Á æskuár-
unum sóttu þeir bræður mikið og
oft í bókasafnið í Hólmgarði 34
og komu ávallt klyfjaðir heim af
bókum og svo var lesið út í eitt.
Bókalestur fylgdi honum ávallt
og síðustu árin voru það rafbæk-
ur, en mikið var keypt af bókum
hjá Amazon og þá lesið á ensku.
Hann nam skósmíði og vann við
fagið í áraraðir, en fór svo yfir í
stoðtækjasmíði á upphafsárum
Össurar hf. og flutti sig svo til
Stoð hf. er það var stofnað.
Snemma kynntist hann Ásu
Hildi og giftu þau sig árið 1978,
sama ár og dóttir þeirra Sigrún
Ósk fæddist. Ingimar Atli fædd-
ist svo 1980. Sigrún á tvær dæt-
ur, Heklu, fædda 1997 og Ronju
Rán, fædda 2011. Í öllum veik-
indum Adda stóð Ása Hildur af-
ar þétt við bakið á honum og vilj-
um við systkinin þakka henni
fyrir alla ástúðina og stuðning-
inn sem hún veitti honum. Sama
má segja um Sigrúnu, Ingimar
og Heklu. Og litla afastelpan hún
Ronja Rán veitti afa sínum mikla
gleði í veikindunum, en afastelp-
urnar báðar voru honum sérlega
kærar og léttu honum lífið alla
tíð. Það er komið að leiðarlokum
bróðir kær og þökkum við systk-
in þín samfylgdina um leið og við
minnumst góðra stunda með
söknuði. Við viljum færa Ásu
Hildi, börnum og barnabörnum
sem og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning okkar kæra
bróður.
Hannes, Hjálmar,
Svavar, Þorsteinn, Ósk,
Auður og fjölskyldur.
Örn Sigurðsson
Að skrifa
minningagrein
Skilafrestur minningagreina er
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrir útfarardag, en á föstudegi
vegna greina til birtingar á mánu-
dag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfara-
rdag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að
birta allar greinar svo fljótt sem
auðið er. Hámarkslengd minn-
ingagreina er 3.000 tölvuslög
með bilum. Lengri greinar eru
vistaðar á vefnum, þar sem þær
eru öllum opnar.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELSA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Engjavöllum 3, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 23. febrúar á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. mars
klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir góða
umönnun og hlýju.
Árni Ingvarsson Helena Jensdóttir
Þórður Ingvarsson Anna María Bryde
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, afi,
bróðir, mágur og vinur,
PÁLL JÚLÍUSSON,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
fimmtudaginn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 10. mars klukkan 15.
Júlíus Pálsson Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Stefanía Pálsdóttir Einar Thorlacius Magnússon
Mark V. Juliusson Lynn Juliusson og börn
Hans Kragh Júlíusson Guðrún Alfonsdóttir
Mai Wongphoothon Sawai Wongphoothorn
Daniel Kryc
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HREIÐAR HOLM,
lést þriðjudaginn 3. mars.
Ólafur E. Hreiðarsson Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir
Pétur Hreiðarsson Holm Elena Holm
Sigrún S. Hreiðarsdóttir Bryngeir Torfason
Elín Hreiðarsdóttir Júníus Ólafsson
Anna Hafliðadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkæri faðir okkar afi og langafi,
SIGURÐUR FOSSBERG LEÓSSON
sjómaður,
Smárahlíð 24 f, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn
16. febrúar
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar og
Davalarheimilsins Hlíðar.
Guðrún Sigurðardóttir
Sigurður L. F. Sigurðsson Ester Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
SIGURÐUR HRÓAR GUÐMUNDARSON,
fyrrverandi formaður FSV,
lést á heimili sínu 7. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur M. Sigurðsson Guðrún Berglind Sigurðard.
Páll Línberg Sigurðsson Halldóra Guðrún Hinriksdóttir
Guðrún Ósk Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR,
Dagsbrún,
Hellissandi,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri,
Ólafsvík, þriðjudaginn 3. mars.
Útför hennar verður gerð frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn
14. mars klukkan 13.
Cýrus Danelíusson
Guðrún Halldóra Cýrusdóttir
Þorkell Cýrusson Sigfríð Andradóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn