Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
Heiðarholt 3, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
OPIÐ HÚS
þriðjudag frá kl.17:15-18:00
Fallegt vel viðhaldið 4 herbergja parhús ásamt bílskúr í Heiðarskólahverfi.
Leikskóli og grunnskóli í göngufæri.
Myndir og lýsing á eignasala.is
Verð kr. 44.800.000 129,2 m2
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Forsætisráðherra
sagði fyrir skömmu að
skynsamlegt væri að
hefja sölu Íslands-
banka og nota ávinn-
inginn til innviða-
fjárfestinga. Fjár-
málaráðherra segir að
undirbúningur á sölu
bankans sé hafinn.
Taka má undir að ekki
er ástæða fyrir ríkis-
sjóð að eiga tvo banka
og binda þar fé sem
hægt væri að nota í
arðbærar fjárfestingar
eins og í samgöngumál
þar sem þörfin er
brýn. Það má þó ekki
gleyma því hvers
vegna ríkið fékk bank-
ana í fangið. Það skrif-
ast alfarið á hversu
illa var að sölu þeirra
staðið af hálfu ríkisins.
Afleiðingarnar þekkja
allir. Þegar rætt er
um að selja Íslandsbanka er því
óhætt að segja að sporin hræði.
Hætta á að bankinn verði
seldur á undirverði
Rekstrarumhverfi banka breytist
hratt og í því efnahagsumhverfi
sem við erum í í dag er samdóma
álit þeirra sem best til þekkja að
ekki er góður tími til að selja
banka. Bókfært eigið fé Íslands-
banka var um áramótin 177,6 millj-
arðar. Ólíklegt er að söluverðið fyr-
ir bankann verði hærra en á
genginu 0,7. Það þýðir að fyrir
hverjar þúsund krónur sem bank-
inn á, fást 700 krónur. Ætla má að
seljandinn, ríkissjóður, fái því ekki
hærra en 70% af eigin fé fyrir
bankann. Ríkissjóður fái því ekki
177 milljarða fyrir
bankann heldur 124
milljarða. Eigið fé
bankans muni því ekki
standast væntingar um
söluandvirði hans, þar
sem það yrði 53 millj-
örðum lægra. Það er
auðvitað dapurlegt.
Hætta er á að það
verði varla nein biðröð
kaupenda nema á lágu
verði. Þetta þýðir í
raun að betra væri fyr-
ir eigandann að borga
sér út eigið fé, þá
myndi hann fá 100% af
því. En banki verður
auðvitað ekki lagður
niður í einum grænum,
það tæki mörg ár.
Ríkissjóður greiði
sér aukinn arð en
selji ekki bankann
Fyrir ríkissjóð þá er
í raun hagstæðara að
lækka eigið fé með
arðgreiðslum heldur
en að selja bankann
undir bókfærðu verði. Nýta ber þau
tækifæri sem eigandinn, ríkis-
sjóður, hefur til að hámarka arð-
semina án þess að selja bankann.
Það er skjótvirkasta leiðin til að
fjármagna innviðauppbyggingu.
Það á ekki að færa kaupendum
bankans þessi tækifæri á silfurfati.
Einnig er skynsamlegt fyrir ríkis-
sjóð að selja eignir úr bankanum og
fá þannig einnig fé í innviðaupp-
byggingu. Má þar nefna trygginga-
fyrirtækið Alliance sem er í eigu Ís-
landsbanka, vel rekið og verðmæt
eign. Íslandsbanka á ekki að selja á
undirverði.
Íslandsbanki
á undirverði
Eftir Birgi
Þórarinsson
» Í því efna-
hagsum-
hverfi sem við
erum í í dag er
samdóma álit
þeirra sem best
til þekkja að
ekki er góður
tími til að selja
banka.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi.
birgirth@althingi.is
Drífa Viðar Thoroddsen
fæddist 5. mars 1920 í Reykja-
vík. Foreldrar hennar voru
hjónin Einar Viðar Indriðason
bankaritari, f. 1884, d. 1923,
sonur Indriða Einarssonar
leikskálds, og Katrín Viðar, f.
1895, d. 1989 píanókennari,
dóttir Jóns Norðmanns, kaup-
manns og útgerðarmanns á
Akureyri. Systir Drífu var
Jórunn Viðar tónskáld og
stjúpfaðir þeirra var Jón Sig-
urðsson skólastjóri.
Drífa varð stúdent frá MR
1938, lauk kennaraprófi 1939
og stundaði nám í málaralist í
New York 1943-45 og París
1946-47. Meðal viðfangsefna
hennar á þessum tíma voru
mannamyndir, oft stílfærðar
andlitslausar myndir af kon-
um, og einnig abstraktmyndir
Drífa skrifaði myndlistar-
og bókmenntagagnrýni í blöð
og tímarit, orti ljóð og sendi
frá sér skáldsöguna Fjalldals-
lilju og smásagnasafnið Daga
við vatnið. Drífa skrifaði einn-
ig leikrit og sögur fyrir börn
sem hún myndskreytti sjálf.
Eiginmaður Drífu frá 1947
var Skúli Thoroddsen læknir
og eignuðust þau fjögur börn.
Þegar börnin voru orðin stálp-
uð fór Drífa aftur að snúa sér
meira að myndlistinni og hélt
sýningu í Bogasalnum rétt áð-
ur en hún dó.
Drífa lést 19.5. 1971.
Dagskrá um list og feril
Drífu fer fram í safnaðarheim-
ili Neskirkju í dag og hefst kl.
14.
Merkir Íslendingar
Drífa Viðar
FINNA.is
Lenka Ptacnikova sigraði ílandsliðsflokki á Íslands-móti kvenna sem lauk íGarðabæ í byrjun vik-
unnar. Lenka hlaut 6 vinninga af sjö
mögulegum og var sigur hennar
aldrei í hættu. Þetta er níunda árið í
röð sem Lenka verður Íslandsmeist-
ari en hún hefur unnið titilinn 12
sinnum.
Baráttan um 2. sætið var hörð en
það setti strik í reikninginn að
Sigurlaug Friðþjófsdóttir varð að
hætta keppni vegna veikinda eftir
þriðju umferð sem þýddi að úrslit
hennar voru strikuð út af mótstöfl-
unni. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1.
Lenka Ptacnikova 5 v. (af 6) 2. Lis-
seth Acevedo Mendez 4 v. 3. – 5.
Hrund Hauksdóttir, Guðlaug Þor-
steinsdóttir og Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttir 3 v. 6. Tinna Kristín
Finnbogadóttir 2½ v. 7. Sigríður
Björg Helgadóttir ½ v.
Mótið var haldið við sérlega
glæsilegar aðstæður í Sveinatungu í
Garðabæ. Stefnt er að því að keppni
í landsliðs- og áskorendaflokki Ís-
landsmótsins fari fram á sama stað
og hefjist 28. mars. Skákmótahald á
næstunni er þó í mikilli óvissu vegna
kórónuveirunnar og stjórn SÍ hefur
aflýst 35. Reykjavíkurskákmótinu
og frestað seinni hluta Íslandsmóts
skákfélaga fram á vor.
Gömul og vel gleymd afbrigði
Hyggjuvit reyndra skákmanna
leiðir þá stundum á brautir gamalla
og vel gleymdra afbrigða. Þetta rifj-
aðist upp fyrir mér um daginn þegar
ég renndi yfir eftirfarandi skák Jó-
hanns Hjartarsonar gegn 18 ára
gömlum Rúmena á einu sterkasta
opna móti í heimi á Gíbraltar. Jó-
hann byrjaði vel og var með 4 vinn-
inga af 5 mögulegum en lenti í smá-
vegis mótbyr en að lokum hlaut
hann 6 vinninga af 10 mögulegum og
bætti ætlaðan árangur sinn en mót-
spyrnan var hörð.
Í skákinni sem hér fer á eftir valdi
hann ítalska leikinn sem nýtur mik-
illa vinsælda nú um stundir en upp-
bygging hans minnti á leikaðferð
sem Nigel Short beitti eitt sinn fyrir
meira en 30 árum þegar hann tefldi
við Viktor Kortsnoj. Samt fékk
Jóhann lítið sem ekkert út úr
byrjuninni en reyndist sleipari í
miðtaflinu:
Gíbraltar 2020; 5. umferð:
Jóhann Hjartarson – Bogdan-
Daniel Deac
Ítalski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4.
d3 Bc5 5. c3 d6 6. b4 Bb6 7. a4 a6 8.
O-O O-O 9. Rbd2 Re7
Kortsnoj hafði sleppt því að leika
d7-d6 og lék snemma d7-d5. Upp-
bygging hvíts er sú sama og hjá
Short.
10. Bb3 Rg6 11. Rc4 Ba7 12. a5
Be6 13. Be3 Bxc4 14. Bxc4 c6 15.
Bb3 d5 16. exd5 Bxe3 17. fxe3 cxd5
18. c4 e4 19. dxe4 dxc4 20. Bxc4
Rxe4 21. Db3 De7 22. Had1 Hac8
23. Rd4 Re5 24. Rf5 Dc7 25. Db2
Rf6 26. Bd5 Hcd8 27. e4 Kh8 28. h3
Hd7?
Ónákvæmni sem hvítur hefði get-
að notfært sér með því að leika 29.
Bxb7! t.d. 29. ... Rd3 30. Hxd3! Hxd3
31. Rxg7! með góðum færum. En
Jóhann vildi halda stöðunni að
mestu óbreyttri og lék …
29. Df2 Rg8 30. Dg3 g6 31. Hc1
Db8 32. Rd4 He8 33. Kh1 Dd6 34.
Hc5 Rf6 35. Dc3 Kg7 36. Rc2 Hde7
37. Re3 h5
Svarta staðan er traust á yfir-
borðinu en það er erfitt að þróa
hana frekar. Nú á hvítur tvo góða
leiki.
38. b5!
Gott var einnig 38. Hd1 en þessi
er enn betri.
38. ... h4 39. b6 Hd7?
Hann varð að reyna 39. ... Rh5!
með óljósri stöðu.
40. Hc7! Hxc7 41. bxc7 Hc8
42. Hxf6! Dxf6
Eða 42. ... Kxf6 43. Rg4+ og vinn-
ur.
43. Bxb7 Hxc7 44. Dxc7 Rd3 45.
Kh2!
- og svartur gafst upp.
Lenka Íslands-
meistari kvenna
í tólfta sinn
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Íslandsmeistari Lenka Ptacnikova vann níunda árið í röð. Formaður TG,
Sindri Guðjónsson, afhenti verðlaunin.
Morgunblaðið/Jóhann H. Ragnarsson