Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is Skórinn kreppir að víða í samfélaginu og horfur í atvinnulífinu koma fram í minni væntingum, fækkun starfa og atvinnuleysi. Það er órói á vinnu- markaði, verkföll og boðanir verkfalla í far- vatninu. Nú ríður á að við séum skynsöm, leikum ekki af okkur fyrir skammtímaávinn- ing og spilum vel úr flókinni stöðu. Erfiðleikar ÍSAL Það voru vondar fréttir af erfið- leikum í rekstri ÍSAL, gríðarlegur taprekstur sem eru að sliga fyrir- tækið og setur afkomu starfsmanna í hættu og hefur neikvæð áhrif á af- komu sveitarfélagsins og ríkissjóðs. Áliðnaður hefur verið um 40% af út- flutningstekjum þjóðarinnar undanfarin ár. Þar af er ÍSAL með um fjórðung framleiðslunnar og reksturinn skapar þúsund vel laun- uð og eftirsótt störf. Þrátt fyrir sívaxandi eftirspurn eftir áli er álverð í nokkurri lægð sem skýrist af mikilli framleiðslu- aukningu og óheyrilegum niður- greiðslum til álvera í Kína. En Ís- land er eitt fárra ríkja sem þar sem álver njóta ekki ríkisstyrkja. Hingað hafa samt sótt stóriðju- fyrirtæki og sett sig niður langt frá helstu mörkuðum vegna hagstæðs raforkuverðs. Við eigendur auð- lindarinnar krefjumst hæstu mögu- legrar arðsemi af Landsvirkjun. Við gerum sömu kröfu á ÍSAL um að önnur hráefniskaup þoli dags- ljósið, eins og raforkuverðið. Við viljum fullt gagnsæi í rekstri stór- iðjunnar eins og útgerðar og fisk- vinnslu þar sem allt á að vera uppi á borðum. Gagnaveraiðnaður hefur verið í vexti, orðinn myndarlegur sproti, en nú er svo komið að orkuverð er orðið hagstæðara annars staðar, svo sem í Svíþjóð, samkvæmt mín- um upplýsingum. Endurnýtanleg orkuframleiðslan á Íslandi hefur skapað íslensku atvinnulífi og heim- ilum ódýra orku sem önnur lönd geta ekki keppt við. Stefnan þarf að vera skýr fyrir fram- tíðartækifæri atvinnu- lífsins. Virðisauki raforkunnar Miklu púðri hefur verið eytt í skýjaborgir um sæstreng til Bret- lands, verkefni sem á sér engar efnahags- legar forsendur nema breska ríkisstjórnin leggi til stórfelldar niðurgreiðslur í marga áratugi. Við verðum að átta okkur á því að draumurinn um sæstreng er áratuga gamall, og mun eflaust lifa lengi í huga draumóra- manna. Er staða ÍSAL kannski draumur þeirra sem vilja sæstreng að rætast? Að þar verði störfum og afkomu þúsunda fórnað fyrir raf- streng sem tengir landið markaðs- verði raforku í Evrópu og við flytj- um út virðisauka endurnýtanlegrar raforku sem þjóðin öll á? Þeir sem trúa blint á markaðshugsun, og telja að tenging við raforkumarkað Evr- ópusambandsins sé hin eina sanna lausn, eru að kalla yfir okkur fækk- un starfa og stórkostlega hækkun á raforkuverði fyrir íslensk heimili og atvinnulíf. Í mínum huga er sam- félagið, heimili og atvinnulíf þjóðar- sjóðurinn sem best nýtir hagnað ódýrrar raforku. Ég mun berjast til síðasta manns fyrir því að virðisauki raforkunnar verði til í landinu svo samfélagið njóti fjölbreyttra vel launaðra starfa sem raforkan mun skapa framtíðarkynslóðum þessa lands. Skæruliðar á vinnumarkaði Það eru fleiri hættur sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir. Kulnun hagkerfisins með minnkandi umsvifum og getu atvinnulífsins til fjárfestingar blasir við. Afleiðing- arnar eru að störfum fækkar og at- vinnuleysi eykst. Ríkisvaldið verður að grípa hér inn í og setja í gang mannfrekar framkvæmdir á fjár- hagslega arðbærum verkefnum. Innviðir eins og flutningskerfi raf- orku og vegaframkvæmdir þurfa að komast á framkvæmdastig á þessu ári. Laxeldi vex fiskur um hrygg og hefur afar jákvæð áhrif á þau sam- félög sem eldið byggist upp í og á tekjur ríkissjóðs. Fiskveiðar og vinnsla eru leiðandi á heimsvísu og í því skjóli sprettur fram nýsköpun og tæknibylting sem nær langt út fyrir landsteinana. Þrátt fyrir fækkun ferðamanna hafa tekjur af ferða- mönnum staðið í stað enda hefur greinin mætt henni af skynsemi. En nú blasir við vá sem við þurfum líka taka alvarlega m.t.t. efnahagsmála. Heimsfaraldur Covid19-veirunnar er áhyggjuefni sem getur haft alvar- legar afleiðingar á ferðaþjónustuna og efnahag heimsins. Það er því í raun stórmerkilegt að hér á landi eru þúsundir í verkföllum og boðanir á stórfelldum verkföllum hvíla yfir. Það á að sprengja sam- stöðuna um lífskjarasamningana og setja kaupmáttinn og stöðugleikann sem byggt hefur verið undir í hættu. Við höfum í 7 ár búið við lága verð- bólgu, lækkandi vexti, aukinn kaup- mátt og stöðugan hagvöxt. For- sendur bættra kjara þjóðarinnar allrar. Við þessar aðstæður hefur verið mikill skilningur á kröfum um styttingu vinnuvikunnar, breyt- ingum á vaktafyrirkomulagi, að- stöðu heilbrigðisstarfsfólks og vinnuumhverfi starfandi fólks á grundvelli lífskjarasamningsins. Höldum vöku okkar og látum ekki aldargamlar baráttuaðferðir og úrelda hugmyndafræði örfárra sósíalista koma í veg fyrir heilbrigða skynsemi á vinnumarkaði. Framhaldið er í okkar höndum. Það eru víðsjárverðir tímar í kort- unum þar sem við gætum borist með straumi sem flytur okkur í gamlan hyl óstöðugleikans eða við getum með samstöðu og skynsemi snúið taflinu okkur í hag á nýjan leik. Okkar er valið. Ögurstund í atvinnulífinu Eftir Ásmund Friðriksson » Orkuframleiðslan á Íslandi hefur skapað íslensku atvinnulífi og heimilum ódýra orku sem önnur lönd geta ekki keppt við. Stefnan þarf að vera skýr. Ásmundur Friðriksson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. asmundurf@althingi.is Ég býð fram krafta mína til formannsemb- ættis Félags eldri borg- ara í Reykjavík og ná- grenni (FEB) og langar að kynna áherslur mínar. Fé- lagsmenn munu kjósa milli frambjóðenda á aðalfundi félagsins kl. 14.00 þann 12. mars nk. í sal félagsins að Stangarhyl 4. Áhugi minn á þessum málum vaknaði fyrir tveimur árum þegar ég gerði skýrslu fyrir FEB um kjör eldri borgara. Hana kynnti ég víða og m.a. hjá FEB og LEB, verkalýðs- hreyfingunni og lífeyrissjóðum. Í framhaldi af því hef ég fylgst með kjörum eldri borgara og mætt á nokkra fundi með forystu þeirra hjá yfirvöldum, skrifað greinargerðir fyrir æðstu ráðamenn og birt um málefnið nokkrar greinar í Morgun- blaðinu og Lifðu núna. Helstu stefnumál mín eru (i) að lífskjarasamningarnir nái til eldri borgara, (ii) að skerðingum verði hætt og almannatryggingakerfið endurreist og (iii) að aldraðir (ásamt öðrum utan vinnumarkaðar) fái að- gang að þeim félagsmálakerfum sem fólk á vinnumarkaði hefur. Lífskjarasamningarnir Fram kemur í opinberum gögnum að fátækt er meðal ákveðinna hópa eldri borgara og sárafátækt hjá sum- um. Um fátækt á Íslandi var rætt í Kveik í vikunni. Verst standa þeir sem eiga lítil réttindi (full réttindi eru enn háð 40 ára búsetu hér á landi), búa á elli- og hjúkrunarheim- ilum og þeir sem ekki eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði. Eðlilegt er að gera þá kröfu að hæsti lífeyrir Tryggingastofnunar (TR) fyrir fólk í sambúð miðist við lífskjarasamninga (verður 335 þús. 1. apríl nk.). Sett hefur verið af stað undirskriftarsöfnun á netinu til stuðnings þessu máli. Skerðingum verði hætt Fella þarf skerðingarákvæði úr al- mannatryggingalögum. Allt að 13 þús. eldri borgarar fá nú engan líf- eyri frá TR. Almannatryggingar eiga að snúa að öllum og allir eiga að njóta greiðslna þeirra svipað og frá sjúkratryggingakerfinu og frá opin- berum eftirlaunakerfum nágranna- ríkjanna. Þegar lífeyrissjóðakerfið var lögfest voru engar skerðingar. Þær voru teknar upp 1974 en voru ekki á árunum 1992-1997. Með samþykkt skerðingarákvæð- isins í nýju almannatryggingalög- unum í febr. 2017 (breytingalög- unum því skerðingarákvæðið hafði gleymst í heildarlögunum) var eftir- launakerfið gert að kerfi félags- legrar aðstoðar. Slíkt kerfi á að vera í lögum um félagslega aðstoð og það er annað en almannatryggingar. Höfundar breytingarinnar voru því að blekkja þjóðina með því að fella kerfið inn í lög um almannatrygg- ingar. Við þurfum bæði almannatrygg- ingar – sem almannatryggingalög eiga að fjalla um og kerfi félags- legrar aðstoðar – sem á að vera í lögum um félagslega aðstoð. Réttindabarátta á nýjum vettvangi Ég tel að félagið eigi að láta reyna á ýmis mál lagalega, bæði fyr- ir úrskurðarnefndum, hjá Umboðsmanni Al- þingis og hjá dóm- stólum. Ég á við mál eins og að hækkanir ellilífeyris fylgja ekki launaþróun, að tví- sköttun virðist eiga sér stað með skerðingum, að krefjast ógildingar skerðingarlaganna frá febr. 2017 á grundvelli þess að þau voru sett af Alþingi með óviðunandi vinnubrögð- um og fleira – og ég tel að málsókn Gráa hersins sé aðeins fyrsta skrefið á þessari leið. Aðgangur að félagsmálakerfum Brýnt er orðið að veita eldri borg- urum sömu félagslegu þjónustu og þeim sem eru á vinnumarkaði. Það er einkum vegna þess að eldri borg- arar utan vinnumarkaðar eru heilsu- hraustari en áður og lifa í auknum mæli innihaldsríku lífi – sem þarf að styðja við. Þá á ég m.a. við aðgang að orlofssjóði, sjúkrasjóði, tryggingum, endurhæfingarsjóði (námskeiðs- sjóði) og aðgang að Virk. Best væri að þetta gerðist í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, þannig að hver og einn tengist því stéttarfélagi sem hann var í við starfslok – fremur en að þeir sem standa utan vinnu- markaðar stofni sitt eigið hagsmuna- samband. Þetta er í rauninni stór- mál. Á almennum markaði greiða at- vinnurekendur nú 4,02% af heildar- launum í þessa sjóði og stéttar- félögin fá 0,7% til sín, ekki síst til þess að þjóna félagsmönnum vegna þessara sjóða. Lokaorð Ég legg sérstaka áherslu á að eldri borgarar öðlist sterkari rödd í um- ræðunni en áður. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hafa hæstar þjóðar- tekjur á mann og þeir eiga hiklaust að gera kröfu um að geta lifað lífinu sem fullgildir þátttakendur í sam- félaginu. Þeir þurfa að verja sigra sína frá umliðnum áratugum og knýja fram breytingar í takt við breyttar aðstæður. Þá tel ég að skoða þurfi faglega uppbyggingu félagsins, ekki síst með tilliti til kostnaðarsamra húsbygg- inga, félagsstarfs og annarrar starf- semi sem skiptir máli og ef með þarf að skipta starfsemi félagsins upp í sjálfstæðar einingar sem hver ber ábyrgð á eigin verkum. Um málefni eldri borgara Eftir Hauk Arnþórsson Haukur Arnþórsson »Eldri borgarar ættu að njóta sömu rétt- inda og fólk á vinnu- markaði, svo sem að- gangs að orlofssjóði, sjúkrasjóði, trygg- ingum, símenntunar- sjóði og Virk. Höfundur er stjórnsýslufræðingur haukura@haukura.is Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.