Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
Lengjubikar karla
A-deild, riðill 1:
Afturelding – KR ..................................... 1:3
Eyþór Aron Wöhler 85. – Óskar Örn
Hauksson 2., sjálfsmark 4., Pablo Punyed
73.
A-deild, riðill 3:
FH – Grindavík ........................................ 2:1
Björn Daníel Sverrisson 52., 58. – Alexand-
er Veigar Þórarinsson (víti) 51.
Þróttur R. – Grótta.................................. 2:0
Magnús Pétur Bjarnason 50., Gunnlaugur
Hlynur Birgisson 57.
A-deild, riðill 4:
Fjölnir – Vestri ........................................ 0:1
Viktor Júlíusson 42.
Þýskaland
Paderborn – Köln .................................... 1:2
Samúel Kári Friðjónsson spilaði fyrstu
73 mínúturnar með Paderborn.
England
B-deild:
Nottingham Forest – Millwall ............... 0:3
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 86. mínútu hjá Millwall.
Frakkland
B-deild:
Grenoble – Valenciennes........................ 1:3
Kristófer Ingi Kristinsson var ónotaður
varamaður hjá Grenoble.
Holland
B-deild:
Excelsior – Maastricht............................ 3:0
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior og skoraði 2 mörk.
Katar
Al-Arabi – Al-Khor.................................. 1:0
Aron Einar lék allan leikinn með Al-
Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið.
Undankeppni EM kvenna
Kósóvó – Rússland ................................... 0:5
Serbía – Norður-Makedónía ................... 8:1
SheBelieves-bikar kvenna
Spánn – Japan........................................... 3:1
Bandaríkin – England.............................. 2:0
Frakkland
Toulon – Bourg-de-Péage .................. 25:22
Mariam Eradze skoraði 7 mörk fyrir
Toulon.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor-
aði 8 mörk fyrir Bourg-de-Péage.
B-deild:
Besancon – Cesson-Rennes ................ 25:26
Geir Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir
Cesson-Rennes.
Spánn
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Barcelona – Granollers....................... 42:27
Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir
Barcelona.
Ungverjaland
Mezökövesdi – Pick Szeged ............... 26:39
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 5
mörk fyrir Pick Szeged.
Þýskaland
B-deild:
Lübeck-Schwartau – Hamm .............. 32:27
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði ekki
fyrir Lübeck-Schwartau.
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar kvenna, úrslitaleikur:
Laugardalshöll: Fram – KA/Þór...... L13.30
Coca cola-bikar karla, úrslitaleikur:
Laugardalshöll: ÍBV – Stjarnan ........... L16
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Ísafjörður: Vestri – Sindri ..................... L15
Borgarnes: Skallagrímur – Hamar .. S19.15
1. deild kvenna:
Hertz-hellirinn: ÍR – Hamar ................. L16
Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................... L17
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Samsungv.: Stjarnan – Víkingur Ó....... L12
Kórinn: HK – Þór ................................... L15
Víkingsvöllur: Víkingur R. – KA........... L16
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Breiðablik ... S13
Leiknisvöllur: ÍBV – Vestri.................... S14
Reykjaneshöll: Keflavík – Magni .......... S16
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Bikarkeppni FRÍ innanhúss fer fram í
Laugardalshöll í dag kl. 11.30 til 14.
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – Fjölnir ...................... L16.45
Enski boltinn á Símanum Sport
Liverpool – Bournemouth................. L12.30
Arsenal – West Ham ................ (mbl.is) L15
Burnley – Tottenham ........................ L17.30
Chelsea – Everton................................... S14
Manchester Utd – Manchester City S16.30
UM HELGINA!
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
Einar Sigtryggsson
Íslandsmeistarar KR sýndu styrk
sinn er liðið lagði topplið Stjörn-
unnar, 79:77, á heimavelli í 20. um-
ferð Dominos-deildar karla í körfu-
bolta í gærkvöld. Með sigrinum tók
KR stórt skref í áttina að því að
tryggja sér heimavallarrétt í
úrslitakeppninni. Stjarnan vann
fyrri leik liðanna í Garðabæ í nóv-
ember 110:67 en nú er sá leikur
gleymdur og grafinn.
Stjarnan hefur verið með nokkra
yfirburði í deildinni á leiktíðinni en
er nú skyndilega farin að hika. Liðið
tapaði gríðarlega óvænt gegn Val í
þarsíðustu umferð og það með 30
stigum og nú gegn þunnskipuðu liði
KR. Stjörnumenn þurfa að rífa sig
hressilega upp ætli liðið sér að gera
atlögu að Íslandsmeistaratitlinum,
sem er markmið liðsins. Með spila-
mennsku eins og í gær kemst liðið
ekki lengra en í undanúrslit, hvar
það féll úr leik í síðustu umferð.
Það styttist í vorið og þá líður
KR-ingum vel. Liðið er búið að
vinna þrjá virkilega sterka sigra í
röð á sterkum andstæðingum;
Keflavík, Njarðvík og nú Stjörn-
unni. Nokkra sterka leikmenn vant-
aði hjá KR í gær og komu aðeins sjö
leikmenn við sögu gegn níu hjá
Stjörnunni. Helgi Már Magnússon
var sá eini á bekknum hjá KR sem
spilaði meira en 8 mínútur en þrír
hjá Stjörnunni spiluðu meira en 15
mínútur. Breiddin var því meiri hjá
Stjörnunni, en gæðin voru meiri hjá
KR.
Meistararnir söknuðu ekki Brynj-
ars Þór Björnssonar sérstaklega, en
hann gaf ekki kost á sér í leikinn
vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Það virðist sama hvað gerist hjá
KR; þegar vorfuglarnir nálgast fara
KR-ingar að vinna.
Liðið var mjög jafnt og gott.
Michael Craion, Kristófer Acox,
Matthías Orri Sigurðarson, Jón
Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sig-
urðarson og áðurnefndur Helgi Már
spiluðu allir vel. Þá eru KR-ingar
illviðráðanlegir.
21:0 kafli gróf gröf Þórsara
Þrjú lið geta enn fallið úr deild-
inni eftir leik Þórs og Vals á Akur-
eyri í gær. Valur vann átta stiga sig-
ur, 87:79, en það var ekki nóg til að
tryggja sæti Valsmanna. Valur og
Þór Þorlákshöfn eru með 14 stig
þegar tvær umferðir eru eftir en
Þór Akureyri er með 10 stig.
Norðanmenn hafa betri stöðu í inn-
byrðisleikjum sínum gegn Þór Þor-
lákshöfn og Val og geta því enn
bjargað sér frá falli með því að
vinna lokaleikina tvo gegn Grinda-
vík og KR. Þá verður annað hinna
liðanna að tapa báðum sínum leikj-
um á meðan. Verði öll liðin jöfn að
stigum munu Valsmenn falla. Lík-
urnar eru Akureyringum ekki í hag
en tölfræðin segir að enn sé mögu-
leiki.
Það var sjö mínútna stigalaus
kafli hjá Þór í þriðja leikhluta sem
gróf gröf þeirra. Valsmenn náðu
21:0 kafla og ellefu stiga forskoti
sem þeir héldu nánast til loka. Góð
vörn og geggjuð hittni frá Frank
Aron Booker færðu Valsmönnum
vind í seglin en Frank Aron skoraði
30 stig í leiknum og hitti úr átta
þristum. Þór fann körfuna á ný í
lokaleikhlutanum en þristar úr öll-
um áttum frá Val héldu muninum
óbreyttum, nánast til leiksloka.
Leikreynsla Valsmanna skilaði
heilmiklu og kom Finnur Atli
Magnússon afar sterkur til leiks á
seinni stigum leiksins ásamt Philip
Alawoya. Valur átti hreinlega teig-
ana á báðum endum vallarins og
skipti það sköpum í leiknum, þar
sem Þór hafði lagt upp með að
sækja mikið inn í teig.
Vorlykt hjá
meisturunum
Valsmenn sterkari í fallslagnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stórir KR-ingurinn Michael Craion og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni
eigast við í stórleiknum í Vesturbænum í gærkvöld.
Martin Hermannsson er orðinn
stigahæsti Íslendingurinn í Evrópu-
deildinni í körfubolta, sterkustu
keppni álfunnar. Martin skoraði
fimm stig fyrir Alba Berlín í naumu
tapi gegn Baskonia á Spáni í gær,
72:73. Spænska liðið tryggði sér
sigurinn með þriggja stiga flautu-
körfu.
Martin hefur skorað 294 stig í 27
leikjum í keppninni en Jón Arnór
Stefánsson skoraði á sínum tíma
290 stig í 41 leik. Alba er í 16. sæti
af 18 liðum í deildinni með 9 sigra
og 19 töp.
Martin tók fram
úr Jóni Arnóri
Ljósmynd/Euroleague
Efstur Martin Hermannsson ein-
beittur á Spáni í gærkvöld.
Brasilíski markvörðurinn Alisson
verður ekki á milli stanganna hjá
Liverpool, toppliði ensku úrvals-
deildarinnar í fótbolta, næstu vik-
una og missir í það minnsta af
næstu tveimur leikjum; gegn Bour-
nemouth í ensku úrvalsdeildinni og
gegn Atlético Madrid í Meistara-
deild Evrópu. Það mun því væntan-
lega falla varamarkmanninum
Adrián í skaut að verja markið í
næstu tveimur leikjum hið minnsta.
Spánverjinn stóð á milli stanganna í
tapinu gegn Chelsea í enska bik-
arnum á miðvikudag.
Markvörður
Liverpool úr leik
AFP
Meiddur Alisson leikur hvorki gegn
Bournemouth né Atlético Madrid.
Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar
hafa unnið hörðum höndum að því
að gera völlinn tilbúinn fyrir leik Ís-
lands og Rúmeníu í umspili fyrir
EM karla í fótbolta hinn 26. mars
næstkomandi. Í gær var settur upp
sérstakur hitadúkur til að blása lífi
í grasvöllinn.
„Þetta er eitt skref í áttina að því
að hafa völlinn leikfæran, það voru
þó nokkur skref tekin í nóvember,
desember, janúar, febrúar og þetta
er bara næsta skrefið. Við erum
vongóðir um að með komu þessa
dúks fari að lifna yfir leikfletinum,“
sagði Kristinn V. Jóhannesson
vallarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Þetta hefur verið stanslaus
vinna í vetur og öðruvísi vinna en
oft áður. Maður horfir á snjóskafl-
ana hérna í kring og hugsar að það
sé eitthvað skrítið við þetta en við
erum vongóðir. Þetta er eina lausn-
in sem við höfum og við verðum að
treysta á hana,“ bætti Kristinn við.
Með hitadúknum er verið að skapa
aðstæður svo eðlileg vinna við að
gera völlinn kláran geti hafist.
Morgunblaðið/Eggert
Pylsa Hitadúkurinn er kominn á grasið á Laugardalsvelli. Hann er mikilvægur þáttur í að gera völlinn tilbúinn.
Hitadúkur-
inn er eina
lausnin