Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Óskar Bergsson fasteignasali s. 893 2499 Hildur Harðardóttir lögfr. og lgfs. s. 897 1339 Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður s. 892 2804 Vilhjálmur Einarsson fasteignasali s. 864 1190 H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0 Árangur í sölu fasteigna www.eignaborg.is Í lýðræðisríki er margt sem þarf að taka tillit til og það eiga allir rétt á því að segja sína skoðun bæði í ræðu og riti. Öll sjónarmið og skoðanir eiga rétt á því að heyr- ast og við þurfum ekki alltaf að vera sam- mála. Þegar taka þarf ákvarðanir hjá hinu opinbera eru það lýðræðislega kosn- ir einstaklingar, sem hafa umboð frá fólkinu í landinu, sem taka ákvörðunina og bera ábyrgðina á þeirri ákvörðun sem verður tekin. Það eru tvenn stjórnvöld í landinu, ríkið og sveitarfélög, þau hafa hvort sitt hlutverkið og starfa náið saman. Nú stendur fyrir dyrum að veikja sveitarstjórnarstigið, ef drög að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun þjóðgarðs á hálendinu nær fram að ganga. Í drögunum er gert ráð fyrir því að sveitarfélög eigi að mynda umdæmisráð, þar sem stór- ar og stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar, eins og t.d. um skipu- lagsmál og innviðauppbyggingu svo fátt eitt sé nefnt. Í frumvarpsdrögunum er t.d. gert ráð fyrir því að sveitarfélögin sjö í Árnes- og Rangárvallasýslum, sem eiga land að miðhálendinu, eigi að skipa fimm einstaklinga í níu manna stjórn. Það verða því tvö sveit- arfélög sem ekki fá mann í stjórn. Hina fjóra aðilana í umdæmisráði eiga frjáls félagasamtök að skipa eins og náttúruverndarsamtök, úti- vistarsamtök, Bændasamtökin og aðili frá ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Í stjórnarskrá Íslands er kveðið á um að sveitarfélög eigi að ráða sín- um málefnum sjálf. Þá kemur fram í skipulagslögum að sveitarfélög fari með skipulagsvaldið innan sinna sveitarfélagamarka. Með frum- varpsdrögum að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að gera lítið úr sveitarstjórnarstiginu og það er verið að fela frjálsum félagasam- tökum ákveðið vald sem sveitar- félögin hafa haft. Sveitarstjórnir eru kosnar í lýðræðislegum kosn- ingum á fjögurra ára fresti. Ef einstaklingar eða flokkar standa ekki standa undir vænt- ingum íbúanna, þá hafa íbúar vald til að gera breytingar í næstu kosningum. Það er mín skoðun að það megi ekki undir neinum kringum- stæðum fela frjálsum félagasamtökum vald til að taka stjórnvalds- ákvarðanir, það getur ekki talist lýðræðislegt að frjáls fé- lagasamtök geti fengið þetta mikil völd og það án þess að vera lýðræð- islega kosin til þess og án umboðs frá íbúum viðkomandi sveitarfélaga. Viljum við t.d. að frjáls fé- lagasamtök eigi fulltrúa þegar verið er að taka ávörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar og skipulag í kringum hann? Ég er viss um að kollegar mínir í Reykjavíkurborg eru ekki tilbúnir til þess. Þeir aðilar sem eru lýðræðislega kosnir eiga að sjálfsögðu að leita til og fá umsögn frá frjálsum félaga- samtökum áður en ákvarðanir eru teknar eftir því sem við á. Það gefur þeim sem eru lýðræðislega kosnir ákveðið aðhald og faglegri niður- stöðu. Ég skora á sveitarfélög um land allt að standa saman um að skipu- lagsvald sveitarfélaga verði ekki skert og þar með sveitarstjórnar- stigið. Við erum að tala um að meira en 30% af öllu landinu verði gerð að einum þjóðgarði. Landshlutasamtök sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga þurfa líka að láta mál- ið til sín taka, það er mikið í húfi. Frjáls félagasam- tök eiga ekki að stjórna landinu Eftir Helga Kjartansson Helgi Kjartansson » Það er mín skoðun að það megi ekki undir neinum kringum- stæðum fela frjálsum félagasamtökum vald til að taka stjórnvalds- ákvarðanir. Höfundur er oddviti Bláskógabyggðar. Í grein sinni (Mbl. 4/3-‘20) birtir Skúli Jóhannsson upplýs- ingar um raforkuverð til Ísal með nákvæm- ari hætti en mér var unnt í minni grein (Mbl. 25/2-2-‘20) án þess að eiga á hættu ásakanir um trún- aðarbrot. Málið liggur því ljósar fyrir, þökk sé honum. Orkuverðið Gildandi lög um viðskipti með rafmagn eru skrifuð af ESB að mestu án aðkomu Íslands og inn- leidd í EES-samningin án nauð- synlegrar aðlögunar að íslensku raforkukerfi. Raforkusamninga við stórnotendur þarf síðan að leggja fyrir ESA. Greinargerð ESA um samningana við Ísal var lögð fyrir Alþingi og er opinbert plagg. Það upphafsverð fyrir raforkuna sem Skúli nefnir, 32,06 USD/MWh, er í góðu samræmi við greinargerð ESA og lokaverðið nú, 38 USD/ MWh, er samhljóma þeim ágisk- unum sem sést hafa í blöðum undanfarið. Algengt var að orku- verð til álvera tengdist álverði og niðurstaða Skúla merkir því, að til þess að ÍSAL haldi samkeppnis- stöðu sinn á markaði eins og hún var við gerð samninganna þurfi ál- verð að lækka um 30%. Sam- keppnisstaðan hefur því versnað verulega. Áhrif ESB Áhrif ESB á þessa samninga eru veruleg. Á ársfundi Lands- virkjunar 2016 birti Hörður Arnarson forstjóri stefnu fyrir- tækisins sem lýst var svo: „Hlut- verk Landsvirkjunar er að há- marka afrakstur af þeim orku- lindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verð- mætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.“ Í umfjöllun sinni lét hann þess svo getið að samkvæmt lögum gæti stefna fyrirtækisins ekki verið langt frá því sem í þessum orðum felst. Lögin sem hann vitnaði til eru lög ESB inn- leidd í EES-samninginn. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en svo að allur arður af þess- um auðlindum þjóð- arinnar skuli skila sér inn í Lands- virkjun lögum sam- kvæmt. Þjóðin sjálf eða fulltrúar hennar hafa engan rétt til að hlutast til um hvar í þjóðfélaginu þessi arður komi fram. Með þessu er þrengt að þeim sveigjan- leika sem hér þarf að vera til að skapa íslensku atvinnulífi við- unandi samkeppnisstöðu gagn- vart þeim sem eru nær mörk- uðunum á meginlandi Evrópu. Forstjórinn gat þess einnig í Kastljósþætti RÚV á dögunum að fyrirtækjasamstæður hefðu visst svigrúm til að ákveða hvar arður samstæðunnar kemur fram. Samkvæmt túlkun hans á (ESB)-lögunum hefur íslenska þjóðin sem eigandi raforkufyrir- tækjanna ekki hliðstætt svigrúm til að hlutast til um hvar arður- inn af orkunni kemur fram. Þessu þarf að breyta. Raforkumarkaðurinn Oft hef ég áður látið þá skoðun í ljósi að raforkumarkaður ESB henti ekki hér og ekkert nýtt að Skúli skilji það ekki. Eftir að stefnan var tekin á orkuskipti hér á landi, sem gengur út á að nota rafmagn í stað eldsneytis, er orðið nokkuð augljóst að raf- orkukerfið hér gegnir sama hlut- verki og allt orkukerfi Evrópu frá orkunámum (gaslindir, olíu- lindir, kolanámur, úrannámur) til notenda. Frá þessum orkunám- um berst orkan til lagers við landamæri og síðan eftir flóknum flutningsleiðum frá einum lager til annars, þar með inn á lagera raforkuveranna og að lokum til notenda. Orkufyrirtækin, hvaða orku sem þau annars versla með, keppa síðan um að selja orkuna hvert frá sínum lager á næsta áfangastað. Þessar flutningsleiðir og lagerar gegna afar mikilvægu hlutverki í verðmyndun orkunnar og þar á samkeppnin sér stað, bæði milli fyrirtækja og ein- stakra orkuforma. Íslenska raf- orkukerfið hefur aðeins eina flutn- ingsleið, raflínur, og enga slíka lagera. Því er tómt mál að tala um samkeppnismarkað orku hér á landi með sama hætti og í Evrópu. Húseigandi í Reykjavík á kost á hitaveitu í hús sitt en á ekki völ á neinni annarri orku til þeirra nota. Rafmagn er miklu dýrara, engar gasleiðslur eru í bænum og kola- ofnar eru ekki sérlega álitlegur kostur. Samkeppnin er einfaldlega ekki fyrir hendi á sama hátt og í Evrópu og raforkumarkaður hér, án tengsla við eldsneytismarkaði, virkar ekki á sama hátt. Þau við- skiptatækifæri sem myndast á flóknum orkumörkuðum Evrópu myndast ekki hér og reglugerðir ESB með sínum stranga aðskiln- aði milli fyrirtækja ýta ekki bein- línis undir að þau tækifæri séu nýtt sem þó kunna að vera fyrir hendi. Menn geta til dæmis spurt sig hvort Hitaveita Reykjavíkur væri til í að fjárfesta í tengingum og kaupa afgangsvarma frá tölv- um gagnavers hliðstætt samning- unum sem gagnaver Advania náði í Svíþjóð. Lokaorð Við skulum vona að Landsneti auðnist að finna það form á mark- að sem myndar hæfan ramma um þau viðskiptatækifæri sem mögu- leg eru á íslenska raforkumark- aðnum. Hugmyndaauðgin sem sést hefur í þeim efnum hér á landi hingað til ásamt fylgni við reglur ESB gefur hins vegar ekki góðar vonir um árangur. Enn um raforkuverð ÍSAL Eftir Elías Elíasson » Við skulum vona að Landsneti auðnist að finna það form á markað sem myndar hæfan ramma um þau viðskiptatækifæri sem möguleg eru á íslenska raforkumarkaðnum. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is Það virðist margt á hreyfingu í þjóðfélaginu, en kannski er það þvert á móti stöðnun sem er að hellast yfir okkur eins og fallandi dómínókubbar. Loðnan er horfin og ferðamönn- um fækkar. Raforkan hreina þykir orðin of dýr til að keppa við lágt álverð. Þannig leiðir hvað af öðru og mönnum dettur helst í hug að selja banka, sem hafa þó skilað góðum arði. Ekki er það bú- mennska að selja mjólkurkúna og standa svo uppi slyppur eins og síðast þegar bankarnir voru „seldir“. En þegar nú óveðursský hrann- ast upp, þá er eitt sem ekki hagg- ast – krónan. Hún spókar sig eins og prunkin prestsmaddama og lætur eins og henni komi þetta ekki við. Er búið að úthúða henni svo freklega að hún kjósi að þvo hendur sínar og láta frekar allt fara á hliðina með fjölda- atvinnuleysi og gjaldþrotum, heldur en að brjóta odd af oflæti sínu og síga eftir þörfum. Ráðamenn ættu að taka sér húsmóðurina til fyrirmyndar sem fékk óvænta jólagesti og átti bara tvær rjúpur. Hún þynnti sósuna og allir urðu mettir. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Bjarghringurinn Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.