Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Laun hækka afturvirkt frá 1. apríl á síðasta ári í samræmi við lífskjara- samninginn, markviss skref verða tek- in til styttingar vinnuvikunnar og frá 1. janúar næstkomandi styttist vinnu- vikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. Vinnuvika vaktavinnu- fólks í fullu starfi verður 36 stundir og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Þetta er meðal þess sem samið var um í nýjum kjarasamningi 18 aðildar- félaga Starfsgreinasambands Íslands, sem sambandið undirritaði með samn- inganefnd ríkisins í gær. Öll aðildar- félögin að Eflingu undanskilinni standa að samningnum. Gert er ráð fyrir að kosningu um hann meðal fé- lagsmanna verði lokið 26. mars. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir að með undirrituninni í gær hafi náðst góður áfangi. Mikil- vægur árangur hafi náðst með sam- komulaginu um breytingar á vinnu- tíma og vaktavinnukerfinu sem hafi verið baráttumál í áratugi. Þá sé mik- ilvægt að samkomulag hafi náðst um að laun hækki afturvirkt yfir svo langt tímabil, þ.e.a.s. frá 1. apríl á síðasta ári og telur Björn að slíkt fyrirkomulag við gerð samninga hljóti að vera komið til að vera. Verði samningurinn sam- þykktur fá starfsmenn sem hann tekur til afturvirku hækkanirnar greiddar 1. maí sem ná þá yfir 13 mán- aða tímabil. SGS hefur nú lokið gerð allra samn- inga sem eru á sameiginlegu borði að- ildarfélaganna, með gerð lífskjara- samninganna í fyrra, nýjum kjara- samningi 17 aðildarfélaga sem gerður var við sveitarfélögin í febrúar og nú við ríkið auk fleiri. Vinnuvika vaktavinnufólks gæti styst í 32 stundir SGS var aðili að víðtæku sam- komulagi launþegasamtaka og hins opinbera sem náðist á miðvikudags- kvöld um útfærslu á styttingu vinnu- vikunnar fyrir vaktavinnufólk. Í fréttatilkynningu frá BSRB í gær er greint frá efni þess sam- komulags og þar kemur fram að starfsfólk í vaktavinnu muni geta stytt vinnuviku sína úr 40 stundum í 36, og í einhverjum tilvikum allt nið- ur í 32. Áður hafði náðst samkomu- lag um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu í allt niður í 36 stundir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 pró- sent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir í umfjöllun BSRB en samkomulagið verður hluti af vænt- anlegum kjarasamningum BSRB við ríki og sveitarfélög þegar þeir liggja fyrir. BHM ekki undirritað Í tilkynningu frá BHM í gær er bent á að aðildarfélög BHM hafa ekki undirritað samkomulagið um stytt- ingu vinnuvikunnar. Stöðug fundarhöld voru hjá Ríkis- sáttasemjara í gær í sjö kjaradeilum sem vísað hefur verið. Útlit er núna fyrir að komið geti til verkfallsaðgerða í álveri Rio Tintó í Straumsvík en í sameiginlegri tilkynningu sex stéttar- félaga starfsmanna í álverinu í gær kemur fram að efnt verði til atkvæða- greiðslu í hverju félagi um sig dagana 10. til 13. mars um vinnustöðvanir í formi skæruverkfalla sem gætu hafist hjá flestum félaganna 24. mars og á að ljúka 10.-12. júní. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Samningum fagnað Samningamenn tókust ekki í hendur en fögnuðu samningnum með öðrum táknrænum hætti. SGS semur við ríkið fyrir hönd 18 aðildarfélaga  Fá afturvirka greiðslu sem teygir sig aftur um 13 mánuði  Sex félög kjósa um skæruverkföll í álverinu í Straumsvík Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á síðustu dögum hafa fjögur fyrir- tæki gert samninga við Regus um að koma upp skrifstofuaðstöðu til bráða- birgða til þess að forðast röskun á starfsemi vegna kórónuveirunnar, að sögn Tómasar Hilmars Ragnars- sonar, fram- kvæmdastjóra Regus. Hann seg- ir að meðal fyrir- tækjanna sem þegar hafa gert samning sé fjármálafyrirtæki og fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Við erum með aðila sem eru að leita leiða til þess að dreifa áhættunni og vera á tveimur stöðum,“ segir Tómas Hilmar, sem útskýrir að fyrir- tækin vilji hafa möguleika á því að halda úti starfsemi ef smit skyldi greinast. Þannig gætu þau haldið áfram starfsemi á einum stað þótt annar yrði settur í sóttkví. „Við erum að setja upp bráðabirgðaskrifstofu þannig að starfsemin lamist ekki. Þá eru tveir hópar starfsfólks, annar í fyrirtækinu en hinn á fleiri stöðum. […] Svo skipta þeir líka upp vöktum þannig að vaktir eru á sitt hvorum staðnum.“ Fleiri leita til Regus Spurður hvort þetta séu stór fyrir- tæki sem hafa leitað til Regus vegna kórónuveirunnar svarar hann að um sé að ræða fyrirtæki sem þurfi að halda uppi starfsemi allan sólarhring- inn. „Þetta eru meðal annars fjár- mála- og ferðaþjónustufyrirtæki.“ Tómas Hilmar kveðst sannfærður um að fleiri fyrirtæki leiti til Regus á næstu dögum enda séu þegar fleiri að skoða þennan kost en þau sem gengið hafa til samninga við félagið. „Þetta skýrist betur um og eftir helgina,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið sé með fleiri staði sem hægt sé að velja á milli í Reykjavík. Þá bendir hann jafnframt á að félagið tengist al- þjóðlegri starfsemi Regus, sem hefur húsnæði um allan heim, þannig að starfsfólk sem statt er erlendis og jafnvel kemst ekki til landsins vegna aðgerða sem tengjast kórónuveirunni geti tekið til starfa þar sem það er statt. Ekki geta allir unnið að heiman Þá hafi verið gefnar út leiðbeining- ar vegna kórónuveirunnar innan sam- steypunnar á alþjóðavísu í byrjun febrúar og þegar verið teknir upp við- bragðsferlar með auknum þrifum og dreifingu sprittbrúsa, að sögn Tómasar Hilmars. „Fólk er hrætt og ef sú staða kem- ur upp að það þurfi að loka, eins og gerðist hjá arkítektastofunni [sem sett var í sóttkví], þarf fólk að vinna að heiman. En það eru ekki allir í þeirri stöðu að geta unnið að heiman. Svo eru þetta líka fyrirbyggjandi að- gerðir hjá fyrirtækjunum til þess að komast hjá því að loka,“ útskýrir framkvæmdastjórinn. Dreifa áhættunni með leigurými  Fyrirtæki hafa leitað til Regus til að setja upp starfsstöðvar til bráðabirgða  Gert til að fyrirbyggja truflun í rekstri  Fjármálafyrirtæki og fyrirtæki úr ferðaþjónustu meðal þeirra sem vilja tryggja sig Morgunblaðið/Eggert Skrifstofur Fyrirtæki leita í leigurými vegna kórónuveirunnar. Tómas Hilmar Ragnarsson Þrátt fyrir að Ísland teljist til dýrari áfangastaða fyrir erlenda ferðamenn er framlegð ferðaþjónustufyrirtækja lág. Á þetta benti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í ræðu á aðalfundi Icelandair Group sem hald- inn var á Nordica Hilton hóteli í gær. „Auka þarf framleiðni í greininni, en auk þess þurfa stjórnvöld að lækka skatta og álögur á ferðaþjónustuna,“ sagði hann og bætti við: „Á síðustu ár- um hefur þó meira verið rætt á vett- vangi stjórnmálamanna um hvernig hægt sé að skattleggja ferðaþjón- ustuna umfram það sem nú er gert.“ Í tengslum við uppgjör sem Bogi Nils kynnti á fundinum var ítrekað að tvíþætt samkomulag hefði nú þegar verið gert við Boeing vegna kyrrsetn- ingar Boeing 737-MAX véla félagsins en að teknu tilliti til þeirra væri tjón félagsins af völdum hennar 100 millj- ónir dollara, jafnvirði 12,7 milljarða króna. Eins og áður hefur komið fram nam tap félagsins 7,1 milljarði á ný- liðnu ári. Benti Bogi á að ef ekki hefði verið fyrir kyrrsetningu hinna nýju véla hefði rekstrarbati orðið sýni- legur hjá félaginu, sem tapaði álíka fjárhæðum árið 2018 og á nýliðnu ári. Á fundinum tók ný stjórn við af þeirri sem kjörin var á aðalfundi 2019. Hefur fráfarandi stjórn haldið 33 fundi á liðnu starfsári. Úr stjórninni hverfa Ómar Benediktsson og Heið- rún Jónsdóttir. Að ráði tilnefningar- nefndar félagsins voru í þeirra stað kjörin í stjórnina þau Nina Jonsson og John F. Thomas. Áfram sitja í stjórninni Úlfar Steindórsson stjórn- arformaður, Guðmundur Hafsteins- son og Svafa Grönfeldt. Á meðan á að- alfundi félagsins stóð voru birtar flutningatölur hjá Icelandair fyrir febrúarmánuð. Flutti félagið 225.635 farþega í mánuðinum, sem er 8% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Far- þegum til Íslands fjölgaði um 27% frá því í febrúar 2019 og frá Íslandi um 4%. Hins vegar fækkaði tengi- farþegum um 17%. Sé litið til fyrstu tveggja mánaða ársins hefur félagið flutt u.þ.b. sama fjölda yfir það tíma- bil og í janúar og febrúar í fyrra. Sam- hliða flutningatölunum tilkynnti fé- lagið að það hefði ákveðið að fella niður 80 flug í mars- og aprílmánuði vegna minnkandi eftirspurnar, sem er afleiðing af útbreiðslu kórónuveir- unnar. Jafngildir það 2% af flugfram- boði félagsins yfir fyrrgreint tímabil. Flugferðir félagsins í mánuðunum tveimur eru áætlaðar 3.500 talsins. ses@mbl.is Lækka þarf skatta á greinina  Ný stjórn Icelandair tekin til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.