Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 best væri að gera hlutina. Við Jón sonur hans og frændi minn fórum reyndar ekki alltaf eftir þeim ábendingum og fórum oft flatt á því. Vigfús skammaðist ekki út í það en hafði augljóslega bara húmor fyrir sjálfstæðis til- burðunum. Vigfús var mikill gleðimaður, var hrókur alls fagnaðar, greip í harmonikku og spilaði á orgel. Stundum fannst okkur krökkun- um reyndar of margar veislur á Laxamýri. Vigfús gat komið fyrir sig orði, skrifað frábæran texta eins og í bók er hann gaf út með smásögum stuttu eftir að hann fluttist á Hvamm ber vitni. Þá gat hann samið ljóð til þeirra sem önnuðust hann eða eftirmæli til vina sinna, allt í huganum eftir að hann gat ekki lengur skrifað sjálfur. Líklega hafa störfin við að yrkja jörðina og sinna nátt- úrunni komið í veg fyrir að hæfi- leikar hans á þessu sviði fengju að njóta sín til fulls. Vel væri maður staddur sjálfur ef maður hefði bara lítinn hluta þessa hæfileika. Vigfús tók virkan þátt í Lax- árvirkjunardeilunni ásamt öðr- um landeigendum og náttúru- verndarfólki. Deilan markaði tímamót í náttúruvernd, snérist um það að verja náttúru Laxár gegn áformum um risavirkjun og stórfelld náttúruspjöll. Einstakt hefur verið að alast upp við sög- urnar af þessari baráttu og ljóst var að Vigfús var stoltur af því sem var áorkað. Greinilegt var þó að átökin höfðu tekið sinn toll því þau voru ekki bara við vald stórfyrirtækis heldur einnig við nágranna og vini. Við megum vera þeim þakklát sem höfðu hugrekki til að taka þennan slag og verja náttúruna. Á seinni árum þegar ég sjálfur fór að skipta mér af veiðimálum leitaði ég oft til Vigfúsar eftir ráðum. Oft kom það sér vel að gera rætt við einhvern með ára- tuga reynslu um mál sem kannski fáir skilja til hlítar. Síð- asta árið lagði hann kannski ekki mikið til en nennti alltaf að hlusta á frænda sinn. Svo kom kannski athugasemd eða hvatn- ing til að láta menn finna fyrir því. Ég mun sakna þess að geta ekki hitt á hann en vonast til þess að nú sitji þeir pabbi saman, fái sér pípu og spjalli um Laxá. Jón Helgi Björnsson. Vigfús Jónsson á Laxamýri er til moldar borinn í dag, góður vinur minn og traustur. Það er orðið langt síðan við sáumst síð- ast. Þannig skiljast leiðir. En þráðurinn á milli okkar slitnaði aldrei. Við fylgdumst með hvor öðrum í gegnum símann. Og það var alltaf gott að heyra í Vigfúsi. Þegar ég nú hugsa til hans kemur fyrst upp í hugann orðið „ræktunarmaður“. Eins og ég skil það orð lýsir það vel eðl- iskostum hans sem einstaklingi, fjölskyldumanni og bónda. Hann var fjárræktarmaður eins og fað- ir hans og erjaði jörðina. Og það var lífsskoðun hans, að sömu lög- mál giltu um Laxá eins og hvað- eina, að hana þyrfti að rækta því að ekki mætti ganga of nærri laxastofninum. Rányrkja var eit- ur í hans beinum. Þess vegna settu þeir bræður Björn og hann á stofn eldisstöð til að sleppa seiðum í ána svo að hún yrði sjálfbær. Áhugasvið Vigfúsar var vítt og hann lagði gott til mála. Það kom þó ekki í veg fyrir, að hann léti brjóta á sér, þegar honum þótti mikið við liggja eins og í Laxár- og Mývatnsdeilunni. Hann naut trausts veiðiréttarhafa á lands- vísu og var þar í forystu. Í heimasveit sinni og í Þingeyjar- sýslu voru honum falin fjölmörg trúnaðarstörf, sem endurspeglar það traust sem sveitungar hans báru til hans og hann brást ekki. Segja má, að þáttaskil hafi orðið í samskiptum okkar Vig- fúsar þegar ég tók þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandi eystra árið 1971. Ég lagði upp úr því að hafa stuðning Vigfúsar og kom þeirra erinda í Laxamýri. Við áttum langt og gott samtal, sem síðan varð grundvöllurinn að vináttu okkar og samvinnu sem hélst æ síðan og varð að fjölskylduvináttu. Margar góðar stundir höfum við Kristrún átt heima á Laxamýri og notið gestrisni Sigríðar og þeirra hjóna. Á löngum þingmanns- og ráð- herraferli mínum lærði ég það, að besti skóli stjórnmálamanns- ins er að eiga holla vini heima í héraði og geta treyst þeim. Hvert hérað og hver sveit hefur sín sérkenni og sínar takmark- anir. Og því var gott að eiga Vig- fús að. Hann hafði opinn huga, skilning á mismunandi sjónar- miðum og hagsmunum og vilja til að leysa úr málum. Og hann kunni að skilja á milli þess, sem er lítils og mikils háttar. Blessuð sé minning Vigfúsar Jónssonar. Halldór Blöndal. Í lífi okkar allra er stór hópur fólks sem hefur áhrif á það sem maður er. Oft er staða hvers og eins óskilgreind í huga manns en þegar einn úr hópnum fellur frá finnur maður skýrt fyrir mikil- vægi hans í lífi manns, eftir situr söknuður og minningarnar flæða fram. Þannig var líðan mín þegar ég frétti af andláti Vigfúsar bónda á Laxamýri, góðs vinar míns. Það var fremur feimin ung- lingsstúlka sem gekk niður heim- reiðina að reisulega stórbýlinu Laxamýri vorið 1959 en þar var ég ráðin sem kaupakona um sumarið hjá foreldrum Vigfúsar, þeim sæmdarhjónum Jóni H. Þorbergssyni og Elínu Vigfús- dóttur. Mér fannst ég aldrei hafa séð eins fallegt sveitabýli, sviðið eins og innrömmuð mynd með Laxá í fjarska og Kinnarfjöllin í baksýn. Það voru afar hlýlegar móttökur sem ég fékk í bæjar- dyrunum og upp frá þeirri stundu eignaðist ég þessa góðu fjölskyldu sem vini fyrir lífstíð. Það starf sem fyrir mér lá var af- ar fjölbreytt bæði inni- og úti- vinna og fannst mér undantekn- ingarlaust allt skemmtilegt sem fyrir mig var lagt, lánið lék við mig. En dýrmætast var mér mannfólkið sem bjó á staðnum. Þegar þarna er komið hafa Vigfús og eiginkona hans Sigríð- ur reist nýbýli á jörðinni og eiga orðið tvö börn, Elínu og Atla, tvo yndislega glókolla. Ég sótti tölu- vert yfir á heimili þeirra í frítíma mínum sem varð eins og annað heimili mitt á staðnum. Að lokn- um vinnudegi, mjaltir yfirstaðn- ar og ég búin að þrífa mjólk- urbrúsana var oftar en ekki stefnt heim í eldhúsið hjá þeim hjónum. Þar komum við vinnuhjúin, Björn heitinn bróðir Vigfúsar, ásamt þeim hjónum okkur fyrir í eldhúskróknum yfir kaffibolla eða mjólkurglasi. Þar fóru oftar en ekki fram fjörugar umræður um hin ýmsu atvik sem gerðust í önnum dagsins, vinnu- konunni strítt sem kom ekki að sök þar sem hún var ónæm fyrir slíku, öllu vön úr heimahúsum og mikið var hlegið. Þarna vann ég sem kaupakona í tvö sumur og hef einatt sagt þau sumur með skemmtilegri tíma æskuáranna, það þakka ég heimilisfólkinu á Laxamýri. Ég, ásamt systur minni, var svo lánsöm að hafa heimsótt Vig- fús á hjúkrunarheimilið á Húsa- vík fyrir tæpum þremur árum. Það urðu miklir fagnaðarfundir en ljóst var að mikið hafði verði tekið frá honum. Þrátt fyrir veik- indin var létt yfir honum og glaðst var yfir skemmtilegum minningum en ekki laust við að tár féllu á kveðjustundinni. Vigfúsar minnist ég sem glæsimennis á velli, hláturmilds, vel máli farinn með fallega rit- hönd en nokkur skemmtileg sendibréf fékk ég frá þeim bræðrum eftir dvöl mína á Laxa- mýri, þá var hann tryggur vinur og síðast en ekki síst sé ég hann fyrir mér önnum kafinn í bústörf- um á fallega býlinu. Það voru lærdómsrík sumur sem ég átti á Laxamýri og minnist ég þeirra með mikilli hlýju og þakklæti til fjölskyldunnar. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur til Sig- ríðar og allrar fjölskyldunnar. Guð blessi minningu Vigfúsar. Edda Björk Bogadóttir. Látinn er Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri. Með honum hverfur af vettvangi einn af þeim ötulu og merku forystumönnum bænda sem settu svip sinn á fé- lags- og framfaramál bænda- stéttarinnar um áratuga skeið. Vigfúsar verður ekki síst minnst fyrir forystuhlutverk að málefn- um lax- og silungsveiða, bæði í héraði og á landsvísu. Hann var einn af stofnendum Veiðifélags Mýrarkvíslar og sat í stjórn þess í 13 ár, lengst af sem formaður. Þá sat hann í stjórn Veiðifélags Laxár í Aðaldal í 40 ár og var for- maður þess um árabil og jafn- framt fulltrúi félagsins á aðal- fundum Landssambands veiðifélaga. Hann sat í stjórn Landssambands veiðifélaga í 17 ár og var auk þess stjórnarfor- maður Fiskræktarsjóðs og Veiði- málanefndar í 8 ár. Hann var heiðursfélagi Landssambandsins frá árinu 1999. Vigfús var mikill áhugamaður um öll framfaramál í landbúnaði, ekki hvað síst málefni lax- og sil- ungsveiða. Þar var hann hinn vökuli baráttumaður fyrir fram- förum og þróun mála á félagsleg- um grunni og lagði á þeim vett- vangi fram ómælda vinnu sem á líðandi stundu fór ekki alltaf mik- ið fyrir. Samstaða og samheldni var honum alltaf ofarlega í huga og að leita lausna með það að leiðarljósi. Oft komu þó upp ágreiningsefni og stundum þann- ig að óvíst gat verið um farsæla niðurstöðu, sem yfirleitt tókst þó að leysa með lipurð og árvekni. Sem dæmi um erfitt álita- og deilumál sem Vigfús og stjórn LV þurftu að leysa í stjórnartíð Vigfúsar voru húsnæðismál Landssambandsins, þegar það flutti úr Bændahöllinni á sínum tíma. Um það segir Vigfús í við- tali í Afmælisriti Landssam- bandsins 2008: „Mér er minnis- stæðast þegar svo var að okkur þrengt í Bændahöllinni að við gátum ekki verið þar lengur og fórum út í það að kaupa húsnæði í Bolholtinu. Það var mikil vinna og snúningar í kringum þessi kaup og allir tókum við stjórn- armennirnir á okkur fjárhags- skuldbindingar því að við höfð- um, að mig minnir, ekki aðalfundarsamþykkt fyrir kaup- unum. Þegar til kastanna kom stóðu aðildarfélög sambandsins þétt að baki okkur því aðeins tvö félög skárust úr leik.“ Með þraut- seigju jákvæðu hugarfari Vigfús- ar og stjórnarmanna LV voru húsnæðismálin og önnur erfið mál leyst með farsælum og fram- sýnum hætti. Í viðtali í Afmælisriti LV frá 2008 segir Vigfús m.a. aðspurður um þátttöku sína að veiðimálum: „Með stofnun sameiginlegs fé- lags á landsvísu náðu veiðirétt- areigendur að sameina krafta sína og vinna sem heild að sam- eiginlegum hagsmunamálum.“ Segja má að með þessum orðum Vigfúsar endurspeglist hans já- kvæða og félagslega viðhorf til sameiginlegra hagsmunamála veiðirétthafa. Vigfús var forystumaður veiði- mála um áratugaskeið og virtur fulltrúi þingeyskra bænda á þeim vettvangi. Í stöfum hans að veiði- málum kom ætíð fram virðing hans gagnvart íslenskri náttúru. Landssamband veiðifélaga minn- ist með þakklæti starfa hans að málefnum lax- og silungsveiða. Aðstandendum hans eru færðar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Landssambands veiðifélaga, Elías Blöndal Guðjónsson. Ég var nýlega fluttur til Húsa- víkur þegar ég ákvað að stinga upp kartöflugarð á lóðinni við íbúðarhúsið. Og mitt í önninni heyrði ég sagt:„Þú erjar jörð- ina.“ Þar var kominn ungur og glæsilegur maður sem kynnti sig: Vigfús Jónsson. Við höfðum ekki sést áður og ekki man ég er- indið, en þetta var upphafið að áratuga vinskap, sem aldrei bar skugga á. Við vorum líka fimm- menningar að skyldleika og það nægði okkur til frændsemi. Og upp frá þessu þekkti ég hann alltaf sem Fúsa á Laxamýri. Fúsi hafði lifað tímana tvenna, jafnvel þrenna, ef horft er yfir þróun búskaparhátta síðustu 100 árin. Á fyrstu árum hans mátti heita að allt væri unnið með höndum utan húss sem innan. Kuldi, vosbúð og vinnuþrælkun var hið daglega líf. Og lítið batn- aði aðbúðin þegar fyrstu drátt- arvélarnar komu, fjaðralausar, sætin járn í járn, húslausar. Fúsi ólst upp við harðan aga og byrj- aði að vinna búinu um leið og kraftar leyfðu. Jón faðir hans var hugsjónamaður fyrir hönd land- búnaðarins og mikið á ferðinni til að vinna hugsjónum sínum fylgi. Bústörfin lögðust því fljótt á börnin og ekki síst á Vigfús. Það kom m.a. til af því að engin leið var að fá vinnufólk þegar Fúsi var varla kominn á táningsaldur þar sem allir ungir menn streymdu þá í vinnu hjá hernum. Fúsi fór fljótlega að sinna félagsmálum, var lengi í hrepps- nefnd, var oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir Reykjahrepp. Tók virkan þátt í landsmálum og var varaþing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fúsi var vel ritfær, skrifaði fjölda greina í blöð og gaf út smásagnasafn. Hann var hag- mæltur, en flíkaði því ekki. Hann var hugsjónamaður og verndun landsins og gæða þess var hon- um hjartans mál. Hann barðist af lífi og sál fyrir verndun Laxár í Þingeyjarsýslu og þar gaf hann hvergi eftir þó hann væri að eðl- isfari maður málamiðlana. Og jafnframt þessu öllu var brotið land, búið stækkað og ný útihús sem íbúðarhús reist. Við áttum margar gleðistundir saman. Til dæmis var það árviss viðburður að ég var kvaddur að Laxamýri til að „liðsinna“ þeim bræðrum við mjaltir. Þar voru þeir báðir fyrir, Bjössi og Fúsi og sáu um að eitthvað bragð- meira en spenvolg nýmjólkin væri í boði. Og síðan var farið í gamla bæinn þar sem beið okkar kjarnmikil máltíð og gleðskapur fram á kvöld, eða jafnvel fram á nótt ef svo bar undir. Ekki voru stundirnar síðri þegar mér var boðið að reyna mig við laxinn í drottningu laxánna í landi Lax- amýrar. Og á meðan ég var í hestamennskunni tók hann hesta mína í haustbeit og kom síðan ríðandi með þá til Húsavíkur um ármótin. Fúsi var heilsulaus síðustu ár ævinnar og þurfti að dveljast á hjúkrunardeildinni á Hvammi á Húsavík. Hann var þá kominn í hjólastól. Og svo bættist sjón- leysið við, sem olli því að hann gat hvorki lesið né skrifað. Fúsi tók heilsuleysinu með miklu jafn- aðargeði og hann hélt fullri and- legri reisn til þess síðasta. Um leið og ég kveð þennan góða vin minn sendum við hjónin Löllu og börnum þeirra og öðrum að- standendum einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Vig- fúsar Jónsonar. Gísli G. Auðunsson. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elsku besta mamma, tengdamamma, og amma, GUÐRÚN S. MÖLLER frá Skógum, lést 27. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. mars klukkan 13. Þorgerður Baldursdóttir Jóna S. Möller Kristján L. Möller Ólöf Helgadóttir Sigríður E. Möller Jóhann Þ. Þórmundsson Willa Guðrún Möller Halldór Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og Kolur Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÁSGEIR LÁRUSSON, fyrrverandi bóndi frá Svínafelli Öræfum, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði Höfn miðvikudaginn 4. mars. Guðbjörg, Auður Lóa, Inga Ragnheiður og Hrefna og fjölskyldur Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÚLÍUSSON, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 1. mars. Útför verður frá Seljakirkju mánudaginn 16. mars klukkan 13. Hugheilar þakkir til starfsfólksins í Seljahlíð fyrir einstaka umönnun og alúð um árabil. Margrét G. Guðmundsdóttir Guðmundur Óli Þórðarson Ingibjörg Bjarnadóttir Haukur Ólafsson Skúli Bjarnason Sigríður Lillý Baldursdóttir Bjarni Bjarnason Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Ástkær sambýlismaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÚNAR MATTHÍASSON, Engjadal 2, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 25. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín Herbertsdóttir Matthías Holm Rúnarsson Lune Holm Hansen Kristrún Rúnarsd. Aaleberg Martin Aaleberg Jóhannes Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN GUÐMUNDSSON, Lyngheiði 18, Selfossi, andaðist miðvikudaginn 26. febrúar á hjúkrunarheimilinu Fossheimum. Jarðarförin fór fram í kyrrþey föstudaginn 6. mars. María H. Guðmundsdóttir Sigurður Guðmundsson Eygló Gunnlaugsdóttir Bjarni Guðmundsson Rannveig Jónsdóttir og frændsystkini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.