Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 www.uw.is Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management) í samstarfi við Háskólann á Akureyri, með um 20-25 innritaða nemendur á ári. Námsleiðin hóf göngu sína 2008, en 2019 bættist við sambærileg námsleið í sjávarbyggðafræði. Háskólasetrið er vaxandi stofnun og verður núverandi fagstjóri áfram starfandi hjá Háskólasetrinu við rannsóknir. Fagstjóri vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp. Fagstjóri skipuleggur kennslu, viðheldur tengslum við samstarfsaðila námsins og forleiðbeinir nemendum í meistaraprófsritgerðum. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Fagstjóri þarf að fylgjast vel með lokaritgerðarvinnu nemenda í nánu samvinnu við leiðbeinendur og þarf til þess að hafa góða faglega yfirsýn sem og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum í umhverfis- og auðlindastjórnun. Æskilegt er að fagstjóri hafi reynslu af að leiðbeina nemendum á meistarastigi. Til greina kemur að fagstjórinn taki að sér einhverja kennslu. Menntunar- og hæfniskröfur • Þverfræðileg menntun og/eða rannsóknarreynsla á viðeigandi sviði • Meistarapróf eða doktorspróf • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi • Reynsla af rannsóknarvinnu og leiðbeiningu lokaritgerða æskileg • Góð enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta í íslensku er mjög æskileg Nýr fagstjóri ætti að geta hafið störf á haustmisseri 2020. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is Umsóknir með ritaskrá og skrá yfir kennslureynslu og önnur akademísk störf, ef við á, sendist á Háskólasetur Vestfjarða og í tölvupósti á weiss@uw.is. Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2020. Fagstjóri meistaranáms stærðfræðikennara á unglingastigi NÚ ER STAÐA Umsækjandi þarf að hafa lokið kennara- námi með áherslu á stærðfræði, auk þess að: • Vera metnaðarfullur, jákvæður og góður í mannlegum samskiptum. • Nýta fjölbreyttar og árangursríkar kennsluaðferðir. • Sýna frumkvæði í starfi. • Tala góða íslensku. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila skal senda á Ingibjörgu Jóhannsdóttur, skólastjóra, ingibjorg@landakotsskoli.is fyrir mánudaginn 16. apríl. LAUS Landakotsskóli Túngötu 15, 101 Reykjavík www.landakotsskoli.is frá og með 1. ágúst 2020 Landakotsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli í fremstu röð sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. 280 börn stunda þar nám á aldrinum 5 - 15 ára og um 45 starfsmenn starfa við skólann. Alþjóðleg deild er við skólann þar sem unnið er eftir Cambridge námsskrá. Í skólanum er lögð áhersla á tungumála-, stærðfræði- og íslenskunám. Fjölbreytt listnám er í skólanum, nemendahópur er alþjóðlegur og skapandi kennsluhættir mikils metnir. Kaup og kjör eru samkvæmt samkomulagi og er tekið mið af kjarasamningi Kennara- sambands Íslands. Í stefnu skólans kemur fram að skólinn vilji ráða til sín kennara í fremstu röð. Í skólanum er góður starfsandi og öflugt starfsfólk. Ertu að leita að STARFS- FÓLKI? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnuauglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í aldreifingu á fimmtudögum Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins á laugardegi. Birt á mbl.is Sölufulltrúi Richard Richardsson, atvinna@mbl.is, 569 1391 * samkvæmt Gallup jan.-mars 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.