Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 ✝ Aðalsteinn Þór-ólfsson fæddist í Stóru-Tungu í Bárðardal 31. maí 1928. Hann lést á Skógarbrekku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 1. mars 2020. Foreldrar hans voru Þórólfur Jónsson, bóndi í Stóru-Tungu, f. 4. nóvember 1905, d. 16. maí 1991, og Anna Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir, f. 2. september 1908, d. 27. mars 2001. Aðalsteinn var elstur sex systkina: Jón Sveinn, f. 18. desember 1929, Þórdís Vilborg, f. 4. mars 1932, d. 24. ágúst 1984, Hrafnhildur, f. 15. desember 1933, d. 31. júlí 2009, Ragnheiður, f. 24. apríl 1936 og Gunnar, f. 13. mars 1938. Aðalsteinn kvæntist 2. sept- ember árið 1956 Guðrúnu Jónu Jónmundsdóttur, f. 6. febrúar 1934. Börn þeirra eru: 1) Anna Guðrún, f. 1956, gift Jósep Magnússyni. 2) Torfi, f. 1957, kvæntur Unni Kjartansdóttur. 3) Þórólfur, f. 1959, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttur. 4) Jónmundur, f. 1960, kvæntur Þórunni Kristinsdóttur. 5) Trausti, f. 1961, kvæntur Unni Guðjónsdóttur. 6) Dóra, f. 1963, gift Bárði Rafnssyni. 7) Sveinn, f. 1968, kvæntur Sif Jóhann- esardóttur. Fyrir átti Guðrún tvö börn. Þau eru: Halldór Tjörvi Einarsson, f. 1952, kvæntur Amalíu Rögnu Þor- grímsdóttur og Gunnjóna Sig- rún Hringsdóttir, f. 1954, gift Jónasi Sigurðarsyni. Aðalsteinn og Guðrún eiga 41 barnabarn og 51 barnabarnabarn. Aðalsteinn ólst upp í Stóru- Tungu í Bárðardal. Hann gekk í farskóla þar og veturinn 1946- 1947 í Laugaskóla í Reykjadal. Hann útskrifaðist úr Bænda- skólanum á Hólum árið 1950. Hann tók meirapróf bifreiðar- stjóra árið 1952. Hann hóf bú- skap með foreldrum sínum 1956 og stofnaði nýbýli, Stóru-Tungu 2, árið 1958. Jafnframt bú- rekstrinum keyrði hann mjólk- urbíl í Bárðardal frá árinu 1954 til 1966. Hann sá um skóla- akstur í Bárðardal frá 1974 til 1996. Árið 1996 hættu Aðal- steinn og Guðrún búskap í Stóru-Tungu og fluttu til Húsa- víkur. Eftir að hjónin fluttust til Húsavíkur var Aðalsteinn bað- vörður í Íþróttahöllinni á Húsa- vík í tvö ár. Útför Aðalsteins fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 7. mars 2020, klukkan 11. Elsku afi besti er farinn yfir í sumarlandið. Ég sé afa fyrir mér, loksins búinn að endur- heimta pípuna sína góðu, í hópi góðra manna. Kannski er Begga frænka hjá honum, búin að gera pönnukökur með rjómafroðu. Og afi hefur að sjálfsögðu hæst manna. Það fór aldrei framhjá manni ef afi var í húsinu. Mér var einu sinni sagt að afi hefði passað mig stund úr degi þegar ég var krakki, en það var hálfómögulegt fyrir hann því hann komst ekki að, svo mikið talaði ég. Ætli ég hafi ekki fengið það að einhverjum hluta frá hon- um, að geta stundum ómögulega þagnað. Ég fór stundum að spila fé- lagsvist með eldri borgurunum heima og þar hittumst við afi. Borðið sem afi sat við hverju sinni var alltaf seinast til að ljúka umferðinni og þar var að- eins einu um að kenna, Aðal- steinn þurfti að ræða málin vel og rækilega og segja nokkra brandara. Afi var fyndinn og góður og taldi sig vera svo lúmskan. Fyrir mörgum árum hættu amma og afi að reykja í sameiningu. Þrátt fyrir að vera alveg steinhættur að reykja mátti gjarnan finna afa úti í bíl með pípuna, uppi í fjár- húsum eða úti í bílskúr. Samt al- veg steinhættur. Afi var alltaf hreinskilinn við alla, kannski stundum of hrein- skilinn, en það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Það sem lýs- ir afa kannski best er að á síð- ustu árum varð honum tíðrætt um hversu gott líf hann hafði átt. Hann var til í að gera þetta allt aftur, nákvæmlega eins. Við hittumst aftur seinna, elsku afi, og gerum þetta kannski bara aftur, nákvæmlega eins. Sonja Sif Þórólfsdóttir. Aðalsteinn Þórólfsson ✝ Erla KristínSvavarsdóttir fæddist 2. septem- ber 1957 í Reykja- vík. Hún andaðist á Landspítala Há- skólasjúkrahúsi 21. febrúar 2020. Móðir Erlu Krist- ínar var Ólína Jör- undsdóttir, f. 18. júní 1924, d. 20. júní 2005, faðir Svavar Kristjónsson rafverktaki, f. 4. júní 1927, d. 18. maí 2012. Maki er Smári Ragnarsson, f. 13. febrúar 1954, foreldrar Bára Sigríksdóttir og Ragnar Braga- son. Börn Erlu Kristínar og Smára eru: Sveinn Ívar, f. 1986, Andri Sævar, f. 1990, og Einar Sindri, f. 1992. Systkini Erlu Kristínar eru Guðný, f. 17. september 1950, Jörundur, f. 25. ágúst 1952, Lilja Steinunn, f. 23. apríl 1960, Auður Ólína, f. 13. desember 1962. Erla Kristín ólst upp í Reykjavík, bjó fyrst í Sigluvogi, síðan Eikjuvogi. Hún gekk í Voga- skóla, síðan Menntaskólann við Sund. Erla menntaði sig sem tölvunarfræðingur við HÍ og vann við það í 25 ár. Seinna fór hún í meistaranám í stærðfræði og kennslufræði. Erla Kristín vann síðustu árin sem stærð- fræðikennari við Menntaskólann við Sund. Útför Erlu Kristínar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Erla Kristín, systir mín, er fallin frá langt fyrir aldur fram. Ég minnist Stínu úr bernsku sem frekar rólegs barns. Það fór ekki mikið fyrir henni og allt hennar fas einkenndist af hóg- værð og kurteisi. Ekki lét hún þó allt yfir sig ganga og stóð föst á sínu þegar á reyndi. Þetta hefur fylgt henni alla tíð. Hún hafði þegar á unga aldri sterka rétt- lætiskennd og minnti þannig mjög á móður okkar, en sterk réttlætiskennd var eitt af skap- gerðareinkennum hennar. Ung kynntist Stína honum Smára og hóf búskap með hon- um. Ekki veit ég hvað dró þau saman. Það gæti hafa verið þessi skemmtilega kímni sem ein- kenndi þau bæði. Stína hafði gott auga fyrir hinu sérkennilega og skemmtilega í okkar fari og hafði gaman af því að lauma að manni einhverjum fyndnum athuga- semdum um menn og málefni. Hún var glaðvær og góður ein- staklingur. Ég minnist hennar með söknuði. Kennsla varð aðalvettvangur starfsferils Stínu síðustu árin. Hún nýtti vel þau tækifæri til endurmenntunar sem gáfust og fór í fjölda ferða til útlanda í þeim tilgangi, oft með syni sína sem ferðafélaga. Ferðirnar urðu því einnig þroskandi fyrir strák- ana þeirra. Stína var traustur, sanngjarn og heiðarlegur einstaklingur. Það er mikil eftirsjá að henni. Ég vil þakka Stínu samfylgdina og sendi Smára og sonum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jörundur. Elsku hjartans mágkona Erla Kristín, eða Stína eins og hún var alltaf kölluð, tapaði stríðinu við „krabbann“ eins og svo marg- ir á undan henni. Ég veit að drottinn tekur vel á móti þér, elsku mágkona, því þar átt þú svo sannarlega öruggt sæti þ.e. í Paradís. Þar bíða þín ættingjar sem taka á móti þér. En eins og Vilhjálmur Vil- hjálmsson syngur í laginu Sökn- uður; Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan dag kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verða að segja að sumarið það líður allt of fljótt. Það er víst það eina í lífinu sem við eigum öruggt er að deyja. Mig langar að þakka þér fyrir þær samverustundir sem við fengum annars vegar á „Borgó“ svo á Landspítalanum við Hring- braut. Þú varst auðsjáanlega illa haldin af andnauð og verkjum, áttir erfitt með að tal. Eins og svo oft í þessu lífi er maður horfir til baka sér maður hversu illa við förum með þann tíma sem við fáum hér á jörðu. Auðvitað áttum við að hittast oft- ar, vera saman og rækta sam- bandið, leyfa börnunum okkar að kynnast, tengjast og þannig gefa þeim möguleika á að tengjast nánum böndum. Þegar við mætum erfiðleikum eða sorg í lífinu er gott að hafa öxl góðs vinar eða fjölskyldu til að halla höfði sínu á. Ég gerði mér enga grein fyrir því þegar ég kvaddi þig á fimmtudaginn 20. febrúar til að fara heim vestur á Snæfellsnes að við myndum ekki hittast aftur á næsta mánudag. Nú sit ég og hlusta á Abba og hugsa til þín, Smára og drengj- anna ykkar. Þú varst gæfukona að kynnast Smára. Þið eignuðust þrjá myndarpilta, Svein Ívar, Andra Sævar og Einar Sindra. Þið Smári stóðuð þétt saman í líf- inu og komuð þeim manns og all- ir eru þeir vel menntaðir. Ég hygg að þú hafir ekki alltaf átt áfallalausa æsku. Þú varst í miðjunni af 5 systkinum, áttir oft í stríði við yngri systur sem voru fyrirferðarmiklar og tóku meira pláss í fjölskyldulífinu en nokk- urn tíma þú, sem varst frekar ró- leg eftir því sem mér er sagt. Stína, þú varst heiðarlegasta manneskja sem ég hef kynnst. Barst höfuðið hátt og stóðst á þínu, samt alltaf ljúf og indæl. Smári og synir ykkar eru svo sannarlega gott dæmi um góða vináttu og samvinnu. Elsku Stína ég geri mitt best í því að halda það loforð sem þú baðst mig um síðast þegar við hittumst. Elsku Smári, Sveinn Ívar, Andri Sævar og Einar Sindri, ég bið að góður guð styrki ykkur í sorg ykkar og missi. Ég vona að þið leyfið okkur Jörundi að taka á móti ykkur í sveitinni því þar er gott að fyllast orku og hvíla hugann. Sif Matthíasdóttir. Fyrir fimm árum þegar okkur vantaði stærðfræðikennara við Menntaskólann við Sund slóst Erla Kristín í hópinn okkar. Vel menntuð, hrein og bein, hógvær, róleg og fagleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og lét ekkert slá sig út af laginu. Í fyrsta sinn þeg- ar við hittumst og ræddum möguleikann á því að hún kæmi til starfa hjá okkur varð mér ljóst að þarna færi manneskja sem hvorki myndi láta gleði og ærsl æskunnar né mikið álag í vinnunni raska ró sinni. Erla var farsæl í starfi og hún var góður vinnufélagi. Undir yfirborði rólyndis og yfirvegunar kraumaði oft kímni og gleði yfir hinu sérkennilega og fyndna í líf- inu. Þessi eiginleiki hennar að sjá hið broslega gerði það að verkum að samskiptin við Erlu Kristínu voru oft afar skemmti- leg. Erla Kristín var ekki mikið að berja sér á brjóst. Hún var frekar til hlés með sína líðan og þegar veikindin komu held ég að hvorki ég né margir aðrir af hennar nánasta samstarfsfólki hafi áttað sig á alvarleika veik- inda hennar. Afl hins illvíga sjúk- dóms var meira en nokkurn grunaði og allt í einu er Erla Kristín farin í ferðalagið langa. Áfall okkar sem störfuðum með henni er mikið en þó hjóm eitt þegar hugsað er til hins mikla missis sem fjölskylda hennar hefur orðið fyrir. Nú þegar við kveðjum Erlu Kristínu er hugur minn hjá hennar nánustu fjöl- skyldu, Sigríki Smára og sonun- um þremur. Megi minningarnar lina þjáningar þeirra. Már Vilhjálmsson. Erla Kristín Svavarsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR BENNÝJAR EIRÍKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Mánateigs á Hrafnistu fyrir umhyggju og hlýju í garð Sigríðar. Eiríkur Gunnarsson Valgerður Stefánsdóttir Trausti Gunnarsson Berglind Rut Sveinsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Guðjón Pétur Ólafsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Bjarni Snæbjörnsson Unnur Gunnarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR INGIBJARGAR HARALDSDÓTTUR, Laugardælum. Hjartans þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Ljósheimum/Fossheimum fyrir hlýju og góða umönnun. Sigríður Þórarinsdóttir Óli Sverrir Sigurjónsson Haraldur Þórarinsson Þórey Axelsdóttir Kristín Þórarinsdóttir Garðar Sverrisson Ólafur Þór Þórarinsson Malin Widarson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, RAGNHEIÐAR HILDIGERÐAR HANNESDÓTTUR frá Litla-Vatnshorni, Haukadal, síðast Sléttuvegi 21, Reykjavík. Jafnframt sendum við innilegar þakkir til alls starfsfólksins á deild A-2 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Trausti Víglundsson Kristín Bertha Harðardóttir Guðrún Stefanía Víglundsd. Heiðar Gíslason Ásgeir Sævar Víglundsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Þökkum innilega og af heilum hug þá virðingu og ótrúlega miklu væntumþykju sem okkar ástkæra syni og bróður, SIGURÐI DARRA BJÖRNSSYNI, Erluási 31, og fjölskyldu hans hefur verið sýnd við sviplegt fráfall hans af stórum hópi fólks. Sérstaklega er björgunarsveitum og viðbragðsaðilum þökkuð veitt aðstoð. Megi guð fylgja ykkur. Rannveig Sigurðardóttir Björn Arnar Magnússon Salvör Svanhvít Hinrika Salka Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KNÚTS BJARNASONAR, Kirkjuvöllum 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilsins Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Bryndís Stefánsdóttir Stefanía Knútsdóttir Ólafur Helgi Árnason Knútur Knútsson Elena Orlova Bjarni Knútsson Pálmey Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓREY ÖNUNDARDÓTTIR frá Neskaupstað, Klapparstíg 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 9. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Baldur Bjarnason Ásdís Rósa Baldursdóttir Kristján Gíslason Guðrún Baldursdóttir Gísli Sverrir Árnason Björg Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.