Morgunblaðið - 07.03.2020, Síða 56

Morgunblaðið - 07.03.2020, Síða 56
Kór Breiðholtskirkju flytur fimm mótettur eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina úr flokknum Canticum Canticorum og verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson á tónleikum í Breiðholtskirkju í dag kl. 15.15 en tónleikarnir eru liður í tónleika- syrpunni 15:15 í Breiðholtskirkju. Stjórnandi kórsins er Örn Magnússon. Fimm mótettur Palestrina í 15:15 LAUGARDAGUR 7. MARS 67. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Bikarúrslitaleikirnir í handbolt- anum fara fram í Laugardalshöll- inni í dag. Framkonur eru afar sigurstranglegar í viðureign sinni við KA/Þór sem hefst kl. 13.30 en erfiðara er að spá um slag karla- liða ÍBV og Stjörnunnar sem hefst klukkan 16. Þar eigast við tvö lið sem hafa sótt sig mjög eftir því sem liðið hefur á veturinn. »49 Bikarúrslitaleikirnir í Laugardalshöllinni ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Tíminn hefur liðið eins og blossi,“ segir Svava Andrea Jensen-Brand, sem er 100 ára í dag. Hún hefur búið á Droplaugarstöðum undanfarin þrjú ár en hélt áður eigið heimili. Vesturfarar og afkomendur þeirra eru ofarlega í huga margra en fregnir af austurförum hafa verið í mun minni mæli. Svava er í síðarnefnda hópnum. Hún fæddist í Wynyard í Saskatchewan í Kanada, flutti fimm ára með foreldrum sínum, Þórarni Ís- feld, trésmið af dönskum ættum frá Eskifirði, sem tók upp nafnið Thor Jensen Brand í Kanada, og ljós- móðurinni og kennaranum Elísabetu Helgadóttur af íslenskum ættum frá Winnipeg, til Winnipeg og þaðan til Íslands um 11 árum síðar. Eftir heimkomuna varð faðir hennar þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. „Ég var 16 ára og hafði ekkert um flutninginn til Íslands að segja,“ segir Svava, en eldri bróðir hennar var Helgi Carl, forstjóri hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Pabbi var strangur maður og maður daufheyrð- ist ekki við óskum frá honum heldur tók vel eftir því sem hann sagði.“ Enskan kom sér vel Svava hefur fimm sinnum farið vestur, fyrst í ljósmyndanám í New York 1945 og síðan í heimsóknir. „Það var töluvert af Íslendingum í Wynyard en ég man eiginlega ekkert eftir mér fyrr en í Winnipeg, þar sem við áttum auðvitað heima í Vestur- bænum eins og allir góðir Íslend- ingar. En þeir eru allir þarna fyrir ofan,“ segir hún og baðar höndum til lofts. Eiginmaður Svövu var Haukur Jósefsson, deildarstjóri hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, og eignuðust þau þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi. Hún starfaði meðal ann- ars á skrifstofu SÍS, skaðabótaskrif- stofu Varnarliðsins og síðast hjá samninganefnd utanríkisviðskipta. Í þessum störfum kom enskukunnátta hennar vel. Afmælisbarnið las mikið, bæði bækur og blöð, ekki síst á ensku, en hefur dregið úr því. Svava var áskrif- andi að Morgunblaðinu en eigin- maðurinn keypti Tímann. Spurð hvort hún lesi enn setur hún upp svip: „Moggann! Ég hefði nú haldið það.“ Hún fylgist vel með og líst ekki vel á ástandið í heiminum. „Á manni að lítast á það þegar menn eru að berj- ast hver í sínu horni?“ Svava þakkar góða heilsu ekki síst tíðum og reglulegum gönguferðum, en hún var virkur félagi í Ferðafélagi Íslands á árum áður. „Ég fór gang- andi allra minna ferða. Maðurinn minn var dauðfeginn, því hann fór ekkert nema á bílnum. Hann var svo háður þessu tæki að það hálfa væri nóg.“ Í tilefni tímamótanna verður afmæliskaffi á Droplaugarstöðum. „Við deilum köku, það verður ekki flóknara en það,“ segir Svava. „Svo förum við út að borða,“ segir Þórunn, dóttir hennar, „Það passar ekki sama daginn,“ svarar móðirin. „Jú, þetta er allt skipulagt.“ Svava játar sig sigr- aða: „Hallelúja.“ Óþarfi að hafa tvær veislur sama daginn Morgunblaðið/Eggert Á Droplaugarstöðum Svava segir að tíminn líði hratt, eins og blossi.  Svava Andrea Jensen-Brand er 100 ára og fagnar tímamótunum Sjálfsmynd Svava í ljósmyndaskólanum í New York. Tónleikar verða haldnir á morgun kl. 12.15 í Hannesarholti og verða þeir helgaðir gyðingatónskáldum sem voru bönnuð, hrakin burt eða send í fangabúðir af nasistum. Ágúst Ólafsson barítón, Sigríður Ósk Kristjánsdóttur mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleik- ari flytja söngljóð eftir Eisler, Korn- gold og Mahler auk útsetninga Ferdinand Reuter á gyðingaþjóð- lögum sem þau Engel Lund söfnuðu. Einnig verða flutt lög eftir Victor Ur- bancic sem flúði ógnar- stjórn nasista og sett- ist að á Íslandi. Flytjendur munu einnig segja frá lífi tónskáldanna og tónlist. Hádegistónleikar í Hannesarholti HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Nú fástS s vinnuföt í Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.