Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 1
Ætla að ljúka lífsverkinu Mun lesahugsanir Eftir 46 ára starf kveður ljós- myndarinn Ragnar Axelsson, RAX, Morgunblaðið til að sinna köllun sinni af fullum þunga; að mynda lífið á norðurslóðum í sinni fjölbreyttustu mynd.Hann er þakklátur fyrir áriná blaðinu og kveðst alltafhafa gert sitt besta í harðrisamkeppni við aðra miðlaenda þolir hann ekki að tapa. 12 8. MARS 2020SUNNUDAGUR Vildi búa í gömlu húsi Ingó Geirdasegist fá útrfyrir sköpunarþörfina serokkari ogtöframaður.Á sýninguí Salnummun hanngleypa rak-vélablöð oglesa hugsan2 Í íbúð UnuMargrétarJónsdótturkennir margragrasa. 18 Skjárinn ræður Pálmi Gestsson leikur íÚtsendingu og segir hannboðskapinn aldrei hafa átt eins vel við og nú þegar fólki er stjórnað af fjölmiðlum ogsamfélagsmiðlum. 8 l ás - m ir. L A U G A R D A G U R 7. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  57. tölublað  108. árgangur  + www.audi.is PERSÓNULEG- ASTA SÝNINGIN TIL ÞESSA SAKAMANNA- LÝSINGAR MERK HEIMILD SÝNING Á ÞINGVÖLLUM 12BRÚÐUVEISLA 50 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það má í sjálfu sér segja að þessi þróun hafi verið fyrirséð,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra við Morgunblaðið þegar hún var spurð um fyrsta smit kórónuveir- unnar innanlands, sem greint var frá í gær. Hún sagði að búist hefði verið við því að þetta gerðist. „Við erum reiðubúin í þann kafla. Það þarf að fara bæði í smitrakningu og aðrar aðgerðir sem þessu fylgja auk þess sem almannavarnastigið var sett á neyðarstig,“ sagði Svandís. Samkvæmt 12. grein sóttvarnalaga ákveður heilbrigðisráðherra hvort grípa skuli til opinberra sóttvarnaráð- stafana, eins og t.d. samkomubanns eða samgöngubanns. Er verið að skoða slíkt? „Heilbrigðisráðherra gerir þetta að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Slík tillaga hefur ekki verið lögð fram,“ sagði Svandís. Hún kvaðst vera dag- lega í sambandi við sóttvarnalækni og stjórnstöð almannavarna. Staðan væri metin frá degi til dags og hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að setja slíkt bann. Þó kynni að koma til þess. Undanþágunefndir Sameykis og Sjúkraliðafélagsins féllust í gær á beiðnir Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins og Landspítala um undan- þágu allra starfsmanna vegna boðaðs verkfalls 9. og 10. mars. Svandís kvaðst vona að samningar næðust og sagði að sér hefði heyrst að skýr vilji væri beggja vegna borðsins til að klára málið. „Við vonum að það gangi eftir,“ sagði Svandís. Farsóttanefnd Landspítalans ákvað í gær að loka öllum legudeild- um spítalans fyrir gestum, nema í sérstökum undantekningartilfellum. Hjúkrunar- og dvalarheimili hafa einnig tekið upp almennt heimsókna- bann til að vernda íbúa sína fyrir smiti. Það á t.d. við um öll Hrafnistu- heimilin, Droplaugarstaði og Grund. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar virkjaði í gær viðbragðsáætlun borgarinnar fyrir neyðarstig. Vel- ferðarsvið borgarinnar mun loka starfsstöðum og starfseiningum sem viðkvæmir einstaklingar sækja. Neyðarstig vegna veirunnar  Kórónuveirusmit á milli fólks hér á landi  Þróunin var fyrirséð, segir heilbrigðisráðherra  Tillaga um samkomubann hefur ekki verið lögð fram  Undanþágur hjá heilsugæslu og Landspítala vegna boðaðs verkfalls Morgunblaðið/Eggert Mikill viðbúnaður vegna kórónuveirusmitsins Neyðarstig almannavarna tók gildi í gær er ljóst var að nýja kórónuveiran var farin að smitast milli manna innanlands. Veiran veldur sjúkdómnum COVID-19. Fyrstu innlendu smitin, fyrst tvö og svo önnur tvö, voru staðfest í gær og greindust alls átta ný tilfelli. Þar með voru smitin orðin alls 45. Helmingur tilfella sem greindust í gær tengdist fólki sem var á ferðalagi á skíðasvæðum á Ítalíu og í Austurríki. Í gær var búið að taka um 400 sýni vegna gruns um smit. Daglegir blaðamannafundir vegna kórónuveirunnar eru haldnir í Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík. 45 staðfest tilfelli kórónuveirusmits á Íslandi 4 smituðust innanlands Um 400 einstaklingar í sóttkví og einangrun Öll smit innanlands rakin til samskipta við fólk sem dvalið hefur á Ítalíu eðaAusturríki KÓRÓNUVEIRU- FARALDUR Áætluð þróun um fjölda kórónuvírussmita 8 4 innlend smit, eða alls 45 staðfest smit* Fjöldi smita ef ekki er gripið til aðgerða Áætluð þróun m.v. þær aðgerðir sem nú standa yfir ný tilfelli greindust í gær, þar af Fjöldi smita Tími2-3 mánuðir Heimild: Samhæfingar- stöð Almannavarna *Kl. 19.30 í gær MKÓRÓNUVEIRA»2, 4, 6, 10, 11, 22, 24 og 26 Ljósmynd/SHS Sjúkraflutningar Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru við öllu búnir og skrýðast varnargöllum vegna kórónuveirunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.