Morgunblaðið - 07.03.2020, Side 4

Morgunblaðið - 07.03.2020, Side 4
Útför Ragnars Bjarnasonar söngvara fór fram frá Háteigskirkju í gær. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng og Þorgeir Ástvaldsson var tónlistarstjóri. Hljómlistarfólkið Óskar Einarsson, Fanny K. Tryggvadóttir, Hrönn Svansdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Arason, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Sigurður Guðmundsson, Guð- mundur Óskar Guðmundsson og Ástvaldur Traustason fluttu tónlist við útförina. Líkmenn voru, talið frá vinstri: Ólafur Bjarni Péturs- son, Ingvar Arnarson, Alex Evan Henrysson, Henry Lárus Ragnarsson, Örn Ingi Ingvarsson, Örn Arnar- son, Aron Ragnar Henrysson og Bjarni Ómar Ragnars- son. Útfararstofa Íslands annaðist útförina. Bálför fer fram í Fossvogskirkju. Ragnar Bjarnason kvaddur Morgunblaðið/Árni Sæberg 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 holar@holabok.is — www.holabok.is SIDDI GULL Um tvítugt missti Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður báða fætur í bílslysi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera. En ... hann hefur aldrei gefist upp og ávallt horft á björtu hliðarnar, sama hversu dökkt útlitið var. Þess vegna eru æviminningar hans átakanlegar en jafnframt stútfullar af skemmtilegum sögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Oddur mokar snjónum á Eyrarbakka sér til heilsubótar Meiri snjór er nú á Eyrarbakka en sést hefur mörg undanfarin ár. Snjó hefur kyngt niður í byggðinni auk þess sem skafið hefur af mýrunum ofan við kaup- túnið að húsum þar. „Þetta er mesti snjór sem ég man eftir í langan tíma,“ segir Oddur Þor- steinsson á Sunnuhvoli, sem er eitt af húsunum vestast í byggðarlaginu. „En ég er ekkert að kvarta. Mér finnst fínt að fara út að moka snjó, sem mér finnst alveg frábær líkamsþjálfun og heilsubót.“ Líklegt er nú að meira þurfi að moka á Eyrarbakka, því spáð er leiðinlegu veðri frá Austfjörðum og suður á Reykjanes um helgina. Líkt og oft áður má búast við hvassviðri undir Eyjafjöllum og á láglendu verður snjókoma og slydda og ekkert ferðaveður. Á Austurlandi má svo reikna með talsverðri snjókomu og skafrenn- ingi, einkum á fjallvegum svo færð gæti spillst. Mun þekkilegri veðrátta verður á höfuðborgar- svæðinu í dag, heiðskírt og hiti þrjár gráður í plús um miðjan daginn. Þá verður ágætt veður á Vestfjörðum í dag en þar er nú mikill snjór eftir óveðurstíð. Margra ára málarekstri íþrótta- félags nokkurs gegn skattayfir- völdum vegna álagningar bifreiða- gjalds á ökutæki í þess eigu sem ekki var í notkun lauk á dögunum með því að yfirskattanefnd úrskurð- aði félaginu að hluta til í vil og fann að vinnubrögðum ríkisskattstjóra í málinu. Greint er frá málavöxtum og niðurstöðunni á vef yfirskatta- nefndar, en ekki kemur fram um hvaða félag er að ræða. Það var í janúar árið 2013 sem íþróttafélagið tilkynnti lögreglu að skráningarmerkjum hefði verið stolið af bifreið félagsins árið 2012. Félagið hafði fest kaup á henni tíu ára gamalli sumarið 2010. Það var svo sumarið 2014 sem félagið óskaði eftir því við ríkisskattstjóra að bif- reiðagjald yrði fellt niður þar sem bifreiðin væri ekki í notkun. Nokkru síðar pantaði félagið nýja númeraplötu á bifreiðina til að leggja inn hjá Samgöngustofu, þar sem ekki er hægt að afskrá bifreið- ar nema skráningarnúmer þeirra séu lögð inn. Ríkisskattstjóri synj- aði erindinu á þeim grundvelli að ekki væri heimilt að fella niður bif- reiðagjald nema skráningarnúmer hefðu verið lögð inn eða sýnt fram á að bifreiðin væri ónýt og sannan- lega ekki í notkun á gjaldatíma- bilinu. Erindinu synjað fimm sinnum Þegar málið kom á borð yfir- skattanefndar í ágúst 2019 lágu fyrir gögn sem sýndu að bifreið íþróttafélagsins var ekki á númer- um og ótryggð. Þá hafði félagið a.m.k. fimm sinnum á undanförnum árum óskað eftir því við ríkisskatt- stjóra að bifreiðagjaldið yrði fellt niður en ávallt verið synjað án þess að leiðbeint væri um kæruheimild. Yfirskattanefnd fann að því að fé- lagið hefði í erindum sínum ekki til- greint með skýrum hætti þau greiðslutímabil sem málaleitanir þess tóku til, en ríkisskattstjóri hafði litið svo á að öll erindin litu að niðurfellingu bifreiðagjalds fyrir ár- ið 2011. Ný skráningarmerki fyrir bifreiðina höfðu verið tilbúin frá því í janúar 2015. Féllst yfirskattanefnd á niðurfellingu bifreiðagjalds fyrir árið 2015 og fyrri hluta árs 2016, en taldi að ekki væri lagaheimild fyrir niðurfellingu eldri gjalda frá 2012 til 2014. gudmundur@mbl.is Þrefað um gjöld af númerslausum bíl  Tók sex ár að sannfæra skattyfirvöld Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur haft samband við íslensk heil- brigðisyfirvöld og boðist til að skima fólk fyrir kórónuveirunni. Fólkið þarf ekki að hafa verið á áhættusvæðum eða tengjast ein- staklingum sem hafa verið á áhættusvæðum. Í samtali við mbl.is í gær sagðist Kári reikna með að hægt yrði að hefjast handa fljótlega við að taka sýni, mögulega á næstu dögum. Hann hyggst einnig raðgreina veirurnar úr þeim sem hafa smit- ast. „Hugmyndin á bak við það er að læra um hvernig veiran er að stökkbreytast. Það er alveg ljóst að hún er að stökkbreytast. Þegar hún stökkbreytist getur hún sloppið undan ónæmiskerfinu okkar og farið að vega að fólki sem hefur meira að segja ónæmi fyrir annarri gerð af veirunni,“ sagði Kári. Spurður hversu margir starfs- menn muni sinna þessu verkefni segist Kári í raun ekki hafa hug- mynd um það en þeir verði eins margir og þurfi. „Við ætlum að gera þetta eins myndarlega og til þarf og við getum. Við munum ekki spara neitt til þess.“ Verkefnið mun eflaust hafa áhrif á aðra starfsemi fyrir- tækisins en Kári lætur sér þær til- færingar í léttu rúmi liggja. „Eins og segir á gullaldarmálinu: „So what“,“ segir hann og bætir við: „Þetta er mál málanna núna.“ Íslensk erfðagreining býðst til að raðgreina kórónuveiruna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.