Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 ✝ Vigfús BjarniJónsson fædd- ist á Laxamýri í Suður-Þingeyj- arsýslu 8. ágúst 1929. Hann lést á Hvammi, heimili aldraðra á Húsa- vík, 27. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Jón H. Þorbergsson, f. 1882, bóndi á Laxa- mýri og Elín Vigfúsdóttir, f. 1891, húsfreyja. Systkini Vig- fúsar: Sigríður, f. 1922 (látin), Þóra, f. 1925, Hallgrímur, f. 1927, Björn Gunnar, f. 1933 (lát- inn) og Þorbergur Helgi, f. 1933 (látinn.) Vigfús kvæntist Sigríði Atla- dóttur, f. 1933, frá Hveravöllum í Reykjahverfi árið 1952 og lifir hún mann sinn. Hún var dóttir Atla Baldvinssonar, f. 1905, framkvæmdastjóra Garðrækt- arfélags Reykhverfinga, og Steinunnar Ólafsdóttur, f. 1904, 1953. Þau byggðu nýbýlið Laxa- mýri II á árunum 1959-1960. Áður hafði hann stundað kennslu í Búðardal í tvo vetur auk þess sem hann kenndi í Reykjahreppi árið 1971-1972. Þau hjón bjuggu fyrst í félags- búi með foreldrum Vigfúsar og síðar með bróður hans Birni Gunnari og konu hans Kristjónu Þórðardóttur og var það alla tíð mjög farsælt samstarf. Vigfús hafði mikinn áhuga á kindum og var hirðing sauðfjár hans að- alhlutverk í félagsbúinu. Lax- veiðimál voru honum ofarlega í huga og var hann varaformaður Landssambands veiðifélaga lengi vel auk þess að vera í fleiri stjórnum, m.a. var hann formaður Veiðifélags Laxár og einnig Landeigendafélags Lax- ár. Hann var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra um skeið og sat á Alþingi um tíma vet- urinn 1976. Hann skrifaði margar greinar í blöð og tíma- rit, orti mikið af tækifærisvísum og árið 2013 kom út smásagna- safn hans sem heitir Mann- lífsmyndir. Útför Vigfúsar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 7. mars 2020, og hefst athöfnin kl. 14. húsfreyju. Börn Vigfúsar og Sigríð- ar eru: 1. Elín, f. 1952, gift Albert Ríkarðssyni, f. 1944. Sonur þeirra er Vigfús Bjarni, f. 1975. Börn Vigfús- ar Bjarna eru Rannveig Íva Asp- ardóttir, f. 1997, Albert Elí, f. 2004, og Patrekur, f. 2008. 2. Atli, f. 1956, giftur Sif Jónsdóttur, f. 1970. Börn þeirra eru Sigríður, f. 1996 og Atli Björn, f. 1998. 3. Sigríður Stein- unn, f. 1962, gift Sveini Freys- syni, f. 1964. Börn Sveins eru Guðrún Hulda, f. 1989, (látin) og Rúnar Freyr, f. 1991. 4. Jón Helgi, f. 1964, giftur Sólveigu Ómarsdóttur, f. 1965. Börn þeirra eru: Viktor, f. 1983, Vig- fús Bjarni, f. 1995, Hulda Ósk, f. 1997 og Elfa Mjöll, f. 2002. Vigfús hóf búskap á Laxa- mýri ásamt eiginkonu sinni árið Það liggur alltaf vel á pabba í góðum veðrum. Honum finnst gaman að heyja. Við setjum sam- an í úthey. Við hlöðum vagna. Drögum hlöss í hlöður. Heyjað er langt fram eftir sumri. Stund- um við bílljós á kvöldin. Pabbi sleppir aldrei sláturhúsinu. Haust eftir haust. Langir dagar. Ég bíð eftir pabba í litla herberg- inu. Horfi í myrkrið út um gluggann. Þekki ljósin á jeppan- um. Pabbi er þreyttur. Stundum kemur hann með horn. Þá bætist í búið mitt. Stundum er ég las- inn. Þá kaupir pabbi litabók. Mér líður betur. Ærnar eru í uppá- haldi hjá pabba. Hann kennir mér að telja þær. Hann elskar að beita. Við rekum þær upp í heið- ina þegar vel viðrar. Hann segir mér sögur. Segir sögur af tófum. Svo förum við heim. Skerum síld í fötur. Ærnar rífa í sig síldina. „Sparar hey,“ segir pabbi. Í fjárhúsunum er oft fundir. Margir menn koma. Þá hermir pabbi eftir körlum. Líflegt leik- svið. Svo er tekið í bak á hrútum og stundum er skálað. Félagsbú- ið er fullt af kærleika. Þar býr bræðraband sem enginn fær slit- ið. Á sumardaginn fyrsta er brennimerkt. Þá kemur Dáni frændi. Segir sögur af kindum og passar eldinn. Þá liggur vel á pabba. Hann undirbýr mig fyrir vorprófin. Við lesum og lærum á kvöldin. Svo er það sauðburður- inn. Pabbi vakir nætur og daga. Stundum í vondum veðrum. Þá er pabbi þreyttur. Einn morg- uninn vekur hann mig og hvíslar. „Atli minn, það er komið vor. Sveskja þín eignaðist hrút og gimbur í nótt. Svo spáir sunn- anátt.“ Sólin baðar byggingarn- ar. Geislar um tún og teiga. Svona er vorið. Löngu seinna árar illa. Haf- ísjakar á flóanum eru fyrirboði erfiðra tíma. Hörkur og harðindi. Bræður standa í túninu. Ekki stingandi strá. Öll túnin hvít af kali. Mikil frost mörg ár í röð. Við missum vatnið. Berum brúsa og bala í kýrnar í marga daga. Eitt haustið brennur hlaðan. Pabbi rekur út féð í dauðans angist. Ég sé það hlaupa framhjá eldtungunum. Við leysum kýrnar út í náttmyrkrið í mikilli örvænt- ingu. Góðir grannar hjálpa okk- ur. En brunnin hey verða ekki gefin á garðann. Fénu á að fækka. Fjárbíllinn kemur. Pabbi rekur upp á. Hann tekur í hornið á stóru gulu gimbrinni sem hann elskar. Pabbi grætur ekki. Hann segir fátt við hádegisverðarborð- ið. Leggur sig inn í bekk. Gáir hann alltaf í húsin fyrir nóttina. Hann hefur áhyggjur. Ég heyri fótatak hans alltaf um miðnætti þegar hann kemur. Nú hefur pabbi lagt árar í bát. Hann er farinn í langa ferð. Það þýðir ekkert að bíða við gluggann í litla herberginu til þess sjá hvort hann sé að koma. Pabbi er ekki að koma. Hann segir að jörðin sín eigi sig sjálf. Áin rennur áfram að ósi. Sólin kemur upp á austurhimininn og slær geislum sínum á fjöllin. Silf- urgljáandi laxinn stekkur flúðir og fossa. Svoleiðis er vorið. Hann hringir ekki næsta sumar til þess að heyra af heyskapnum. En eft- ir erfiðan vetur myndi ég vilja vakna við röddina hans sem hvíslar: „Vorið er komið Atli minn.“ Atli Vigfússon. Það er heyskapur og afi er að garða á litla Massey. Ég fylgist hugfangin með, þegar ég verð stór ætla ég líka að garða á litla Massey. Við förum síðan saman í fjárhúsin þegar haustar, en ég má bara gefa á síðasta garðann. Annars verðum við of sein heim til ömmu, ég í barnatímann og hann í kvöldmatinn. Hjá ömmu og afa vilja allir sitja inni á afa- bekk. Þar er lesið í bók, teiknað, sungið, teflt og ef heppnin er með okkur fáum við að pikka á ritvélina. Afi liggur í bekknum á meðan eða situr við skrifborðið með pípuna. Hann leggur orð í belg eða hlær með okkur barna- börnunum. Við afi erum oftast sammála og samstíga með flest. Það var hinsvegar ekki vinsælt þegar ég faldi pípuna, verst var að hún fannst aldrei. Ég og afi förum oft í bíltúra, gefum krumma eða seljum Ár- bók Þingeyinga. Það er alltaf sami diskurinn spilaður og við syngjum Undir bláhimni saman fullum hálsi í hverri ferð. Hlust- um aldrei á annað lag. Ég lofa honum að ég muni keyra hann þegar hann hættir sjálfur að keyra. Þá sit ég við stýrið og afi í farþegasætinu. Þarna erum við hætt að syngja og meira talað um veður, búskap og gamlar minningar. Það er fastur liður að keyra út í Heiðarenda og horfa yfir Mýrarvatnið, uppáhaldsstað- inn á Laxamýri þegar við förum í bíltúr. Seinna flytur afi í Hvamm, heimili aldraðra, á Húsavík þeg- ar heilsunni fer að hraka. Við er- um í miklu símasambandi á þess- um árum og iðulega ætlar annað að fara hringja þegar hitt svarar. Afi talar aldrei lengi en það eru ljúf og skemmtileg símtöl. Við ræðum oftast nám, starf og gamla tíma. Hjá afa má alltaf sækja stuðning og hvatningu. Hann var stoltur af barnabörn- unum sínum og var alltaf ánægð- ur þegar vel gekk hjá okkur. Á námsárunum í hjúkrunarfræð- inni vildi hann alltaf vita hvenær ég væri í prófi, svo að hann gæti legið á bæn á meðan og vildi hann á þann hátt styðja mig í prófinu. Afi trúði alltaf á bænina. Seinna fór ég að vinna í Hvammi og sáumst við þá nánast á hverj- um degi. Það er skemmtilegt og vorum við alltaf jafn himinlifandi þegar við rákumst á hvort annað. Það var yndislegt að sjást aftur nánast á hverjum degi enda var ég nánast daglegur gestur hjá afa þegar hann bjó enn heima. Afi var traustur vinur og fé- lagi, jákvæður og hvetjandi. Þrátt fyrir mikið heilsuleysi síð- ustu árin tók hann hverjum degi af miklu æðruleysi. Hann var alltaf þakklátur og leitaðist við það að sjá það jákvæða í kring- um sig. Í janúar fór að halla und- an fæti og afi fór að búa sig til brottfarar. Allt tekur enda, tím- inn líður og loks kemur að tíma- mótum. Afi sofnaði svefninum langa, friðsæll og saddur lífdaga. Söknuðurinn er þungur en það verða góðar móttökur í sumar- landinu. Bjössi og Sigga taka hlæjandi á móti honum, glöð að fá loks að hitta Fúsa sinn. Í dag kveð ég afa og einn af mínum allra bestu vinum. Góðar minn- ingar lifa áfram, takk fyrir allt. Þótt hverfi fólk af lífsins leið og lengur telji ei árin. Dæmin sanna um döpur skeið að Drottinn græðir sárin. (Vigfús Bjarni Jónsson) Sigríður Atladóttir. Elsku afi. Þegar kveður mætur vinur manns, minningarnar ylja í döprum ranni. Ein af hversdagshetjum Íslands, öðlingurinn dagsfarsprúði, sanni. Björt er minning yfir ævi manns sem alltaf lagði gott að hverjum vanda. Það munu fáir fara í sporin hans né fylla skarð sem eftir hann mun standa. Við þökkum fyrir alla ævi hans sem alltaf vildi hjálpa, bæta og laga. Við þökkum fyrir minningu þess manns sem mátti virða og treysta alla daga. Þú hefur endanlega ýtt úr vör, samt ertu hér í minninganna safni. Við biðjum Guð að greiða þína för, góða ferð til himna í Jesú nafni. (Guðný Jónsdóttir) Þín barnabörn Vigfús Bjarni, Hulda Ósk og Elfa Mjöll. Það voru forréttindi að alast upp á Laxamýri en þar bjuggu í félagsbúi foreldrar mínir og Fúsi bróðir pabba og hans kona Lalla. Mikill samgangur var á milli fjöl- skyldna og minningar mínar um Fúsa föðurbróður gagnvart mér eru ljúfar og hlýjar. Ein fyrsta minning sem ég á um Fúsa föðurbróðir minn er þegar ég er um fjögurra eða fimm ára. Ég stend á hlaðinu heima hjá mér og hann er að koma. Hann horfir vingjarnlega á mig brosir og strýkur hendinni yfir kollinn á mér og ég finn hlýjuna frá hendinni og allt hans hlýja viðmót er hann segir „Hvað segir þú nú litla stræ.“ Öll hans athygli var á mér og svarinu mínu – mér fannst eins og ég væri allt sem skipti máli. Við- urnefnið „litla stræ“ fékk ég þar sem ég var frekar sein að fá þennan ljósa koll minn. Alltaf var hann að spyrja mig hvernig ég hefði það og hvað ég væri að gera. Umhyggjan fyrir mínum hag leyndi sér ekki alla tíð. Við vorum oft í alls kyns verkum saman eins og gengur við sveita- störf og alltaf var hann hvetjandi og aldrei skammir. Ófáar minn- ingar um spjall í fjárhúshlöðunni um allt milli himins og jarðar, enda góður tími til þess meðan verið var að losa heyið. Man eitt skipti að sumri til er Fúsi bað mig um að tæta eitt tún frekar seint um daginn og ég var búin að mæla mér mót við vinkonur mínar. Ég var vön að vinna á dráttarvélum og með heytætl- una, en til þess að hitta vinkonur mínar varð ég að keyra drátt- arvélina ansi greitt. Þegar ég kom heim keyrandi að útihúsum með tætluna tók Fúsi á móti mér og sá um leið er hann leit á tætl- una að hún var frekar illa farin – tindar brotnir og lausir. Ekki sagði hann eitt styggðaryrði heldur aðeins að það þyrfti að fara vel yfir tætluna fyrir næstu notkun. Bað mig að koma og hjálpa sér næsta morgun við að laga hana. Ég gerði það og sá auðvitað að ég hafði keyrt alltof hratt og illa farið með tíma okkar í viðgerðir sem komast hefði mátt frá. Ekki þurfti nein orð heldur var tilganginum náð. Allt- af var gleði þegar við vorum að vinna saman þótt mjög mikið væri að gera. Eitt vorið var ákveðið að ég myndi byrja sauð- burðinn með frænda mínum. Þessi sauðburðartími var sá besti í minningunni. Þarna vor- um við Fúsi mikið saman og ým- islegt gekk á. Hrós komu á færi- bandi og hlegið að öllum óförum, sérstaklega okkar þó. Eftir að pabbi dó fyrir 23 ár- um var gott að leita til Fúsa og þegar ég gifti mig þá tók hann mjög vel í það að leiða mig upp að altarinu. Vegna heilsu dvaldi Fúsi á dvalarheimilinu Hvammi og aldrei kvartaði hann yfir hlut- skipti sínu. Alltaf var hann svo glaður að sjá mann og sagði „Ert þú hér elsku stúlkan mín“. Við ræddum mikið saman um breyt- ingarnar sem hann upplifði á samfélaginu á sinni ævi sem voru ótrúlegar. Síðast skiptið sem ég heimsótti Fúsa var honum greinilega ljóst að tími hans var á þrotum og þegar ég var að kveðja hann lagði hann hendi sína yfir mig og hélt mér lengi að sér og ég fann hlýjuna sem var svo einkennandi fyrir hann. Ég hugsaði með mér, það er engin smá kveðja í dag, enda kom í ljós að þetta var síðasta stundin okk- ar. Halla Bergþóra. Ég kveð þig nú, elsku frændi. Þú átt stóran stað í hjarta mínu. Strax í barnæsku var ég svo heppin að fá að kynnast þér. Það var gott að fá að alast upp með þér. Eins og ég sagði þér í sím- tali um daginn þá met ég mikils uppeldisaðstæður mínar og þar komst þú sterkur inn, sífellt að hvetja og byggja mig upp, ekki aðeins mig heldur öll þau ung- menni sem í kringum þig voru. Við eyddum mörgum stundum í fjárhúsunum saman, ég sá hvernig þú umgekkst dýrin af virðingu. Þú gafst þeim tíma, at- hygli, passaðir upp á eftirfylgni með hverjum kvilla. Þannig kenndir þú mér natni og um- hyggju. Þetta persónulega, sem mér finnst stundum vanta í nú- tímasamfélag sem einkennist af hraða og oft á tíðum af yfirborðs- mennsku, lærði ég af þér. Einu sinni fórum við í heimsókn á sveitabæ saman, skoðuðum lömbin, ég var u.þ.b. átta ára. Ég tók eitt lambið upp og fannst það fulllétt. Þetta fannst þér merki- leg uppgötvun og fann ég að ég hafði haft heilmikið til málanna að leggja. Svona varst þú. Hrós- aðir svo að um munaði. Ég lyftist öll upp og reyndi að gera enn betur. Þú varst besti kennari sem ég hef haft og naut ég þess að vera í öryggi þínu þegar þú varst kennari í Reykjahverfi. Það var svo gott að eiga þig að eftir ótímabært fráfall míns elsk- aða föður, bróður þíns. Þú varst hvetjandi og hlýr, tilfinningarík- ur og gefandi frændi sem gott var að leita til. Minningar sem ég á um þig, elsku frændi, væru efni í heila bók en hér ég læt staðar numið. Ég þakka þér samfylgd- ina öll árin, samtölin uppfull af hvatningu og kærleika, dýrmætu stundirnar þar sem glatt var á hjalla og mikið hlegið. Guð blessi minningu þína, elsku Fúsi frændi. Sveinbjörg Björnsdóttir. Laxamýri. Þar sem fjöllin rísa úr hafi, verða ein með himninum og teygja sig langt inn í landið, þar sem Laxá rennur eins og ei- lífðin til sjávar, þar sem Ærvík- urbjarg horfist í augu við fjöllin í vestri, þar sem landið endar og rennur saman við hafið í norðri, þar sem grösugir dalir liggja til suðurs. Þar sem köld íshafsþok- an skríður inn frá hafinu og legg- ur hjúp sinn yfir allt. Þar sem sólin gerir landið að himnaríki. Á þessum stað, Laxamýri, fæddist frændi minn, fóstri og móður- bróðir Vigfús Bjarni Jónsson fyrir rúmum 90 árum. Hann var óvenjulegur maður. Eins og forfeður okkar mótaðist hann af landinu og náttúrunni sem fóstraði hann. Vigfús þótti einrænn sem drengur, lék sér oft einn, var stundum fámáll og hugsi. Heimilið var stórt, systk- inin mörg, fjöldi vinnufólks og Laxamýrin afar þurftarfrek. Faðir hans, Jón Helgi Þorbergs- son, hafði keypt Laxamýri 1928, ári áður en Vigfús fæddist. Jörð- in var talin ein mesta kostajörð á Íslandi en var í niðurníðslu á þeim tíma. Því þurfti að taka til hendinni. Öll fjölskyldan vann þrekvirki við að byggja upp jörð- ina. Móðir mín Þóra og systir hennar Sigríður fóru seinna í Menntaskólann á Akureyri en þeir bræður, Vigfús og Björn, kusu að vera heima og vera föður sínum til halds og trausts í bú- skapnum. Seinna fóru þeir þó til náms, meðal annars í Noregi. Þeir bræður tóku síðan við búinu á Laxamýri og héldu áfram upp- byggingu jarðarinnar af næstum ómannlegri elju og dugnaði. Nafni minn og minn annar fóstri varð því miður ekki langlífur og lést fyrir aldur fram 63 ára að aldri. Var hann öllum í okkar fjölskyldu mikill harmdauði og setti andlát hans mark sitt á Vig- fús frænda minn. Vigfús var miklum mannkost- um búinn. Hann hafði andlegt og líkamlegt atgervi langt umfram flest fólk. Hann var rammur að afli, einbeittur og ákveðinn en þó ekki svo að hann hlustaði ekki á tillögur annarra. Handlaginn var hann og lék allt í höndum hans. Hann var fljúgandi vel gefinn, hagyrðingur hinn besti, ritfær svo af öðrum bar og músíkalskur með afbrigðum. Hann var örlát- ur og fór enginn frá honum bón- leiður. Skopskynið var mikið og innsæi hans með ólíkindum. Aldrei gerði hann grín að öðru fólki, þvert á móti sýndi hann því skilning og þolinmæði. Ég átti því láni að fagna að dvelja langdvölum frá fjögurra ára aldri til rúmlega tvítugs með þeim frændum mínum á Laxa- mýri og á ég þeim mikið að þakka. Vigfús var mér fyrir- mynd. Hann sýndi mér ávallt fullkomið traust. Milli okkar var mikil einlægni og ástúð. Við vor- um tengdir órjúfandi böndum og skildum hvor annan. Hann var ávallt hvetjandi, dró aldrei úr, sá og fyrirgaf allt. Mikið var á hann lagt síðustu æviárin. Hæg lömun tók yfir lík- amann en andinn var óbilandi. Það dró af frænda mínum síð- ustu vikur uns yfir lauk, hann kvaddi sáttur við guð og menn. Far þú í friði, elsku frændi minn. Björn Flygenring. Björn Flygenring Komið er að kveðjustund. Kær frændi minn hefur kvatt eftir langa dvöl á Hvammi, heim- ili aldraðra á Húsavík. Það var erfitt að sætta sig við það þegar þessi hrausti maður sem hljóp árum saman og langt fram eftir aldri á eftir kindum sem hann þekkti úr órafjarlæð gat ekki lengur gengið og engin lækning fannst. Fúsi frændi hefur verið hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér. Við Ellý dóttir hans erum á líkum aldri og var ég því mikið á hans heimili eða með honum í fjárhúsinu, við heyskap, í varp- inu eða að ærslast einhvers stað- ar í kringum hann. Aldrei man ég eftir að hann hafi misst þol- inmæðina og skammað mig. Hann var einstaklega barngóður og þolinmóður við okkur krakk- ana sem oft vorum mörg á sumr- in á Laxamýri þegar við bættust borgarbörnin til sumardvalar eins og þá tíðkaðist. Frændi minn var góðum gáf- um gæddur á mörgum sviðum. Hann skrifaði fallegan texta, orti ljóð, málaði myndir á tímabili í abstrakt stíl og spilaði á harm- onikku og orgel á góðum stund- um. Hann vann mörg trúnaðar- störf í þágu sinnar sveitar og lands og var ekki síst mjög ötull talsmaður náttúru Laxár og Mý- vatns. Það æðruleysi sem Fúsi sýndi á þessum árum sem hann var meira og minna rúmfastur á Hvammi var aðdáunarvert. Hann fylgdist af einlægum áhuga með frændfólki sínu og var bæði ánægju- og uppbyggi- legt að koma til hans þar. Ég og fjölskylda mín þökkum Fúsa fyrir samfylgdina í gegnum árin og öll elskulegheit í okkar garð og vottum öllum ástvinum hans samúð okkar. Elín Margrét Hallgrímsdóttir. Þegar ég hugsa um Vigfús föðurbróður minn þá minnist ég góðra daga þegar það var föst rútína að fara með pabba í morg- unkaffi til Vigfúsar og Löllu. Þeir bræður fengu sér pípu og ræddu verkefni dagsins. Þar voru iðulega sagðar sögur og jafnvel heilu leikritin leikin ef svo bar undir. En einnig rædd al- varlegri mál sem oft tengdust búskap, pólitík, veiðimálum og vernd Laxár. Reyndar var sam- band þeirra pabba og Vigfúsar einstaklega náið og gott. Fáir hafa líklega áttað sig á því hversu mikið hann missti þegar Björn faðir minn lést ótímabært fyrir 23 árum. Oft var ég við vinnu með Vig- fúsi frænda mínum en aldrei man ég eftir skömmum, en kannski ekkert endilega miklu hrósi. Það fengu lítið skyldir kaupamenn og kaupakonur oft í meira mæli en mér þótti þau eiga skilið. Vigfús átti það reyndar til að leiðsegja okkur frændum, benda okkur á hvað betur mætti fara og hvernig Vigfús Bjarni Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.