Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 60 ára Kristján er Gafl- ari en býr á Akureyri. Hann lærði vélvirkjun í Iðnskólanum í Hafnar- firði og hjá Stálvík og 1. stigs vélstjóra í Fram- haldsskólanum á Húsa- vík. Kristján er fram- kvæmdastjóri Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands. Maki: Borghildur Kjartansdóttir, f. 1960, starfsmaður Sjúkrahússins á Akureyri. Börn: Kristel, f. 1979, Daði, f. 1984, Bjarki, f. 1990, Fanney, f. 1991, og Laufey, f. 1995. Barnabörnin eru orðin 8. Foreldrar: Kristján Þórðarson, f. 1928, d. 2006, skrifstofustj. slökkviliðsins á Kefla- víkurflugvelli, og Sigrún Sigurðardóttir, f. 1935, tækniteiknari, fv. skrifstofukona og vann við saumakennslu, bús. í Hafnarfirði. Kristján Kristjánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er skynsamlegt að láta nýtt fólk sanna sig áður en þú gerir upp hug þinn. Leyfðu þér að njóta lífsins betur, slepptu áhyggjunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Sýndu sérstaka varúð í umferðinni. Njóttu þess að geta slakað á og horft yfir gott dagsverk. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú kynnist manneskju sem á eft- ir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Stuðningur frá vinum skilar sér oft í betri heilsu. Þú missir andlitið í kvöld. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er fallið ofan í hann. Gefðu þér tíma til að kynnast nýjum fjölskyldu- meðlim, það á eftir að borga sig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu bara nógu ákveðin/n í því sem þú tekur þér fyrir hendur og láttu ekki slá vopnin úr höndum þínum. Þú dregur and- ann léttar eftir samtal við vin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver kemur þér skemmtilega á óvart í dag. Kannski ert þú of fljótfær og gerir eitthvað vanhugsað. Einhver rennir til þín hýru auga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að endurskoða lífsviðhorf þitt. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Svo virðist sem þú hafir ekki komið öllum þínum persónulegu málum í höfn. Hugsaðu þig því tvisvar um áður en þú sendir skilaboð til aðila sem þú þekkir ekkert. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það hefur ekkert upp á sig að predika yfir fólki ef það er staðráðið í að fara sína leið. Þú færð tækifæri til að gera upp gamalt deilumál. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki nóg að hafa svörin á reiðum höndum ef maður getur ekki unnið rétt úr þeim. Vertu óhrædd/ur við að segja þeim sem þú hittir daglega að þeir skipti þig máli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hvíldu þig og endurnærðu líkama og sál. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekkert rangt við það að hugsa fyrst og fremst um eigið skinn. Láttu ekki misvísandi fréttir trufla þig. fjölda stjórnunarnámskeiða hjá hinum ýmsu fræðslusetrum.“ Kristín starfaði á Landspítalanum við Hringbraut frá 1982. „Á skurð- stofunum störfuðu sex sjúkraliðar við skurðhjúkrun við góðan orðstír, eða þar til hjúkrunarfræðingarnir fengu þá hugmynd að sjúkraliðar ættu alls ekki að starfa við skurðhjúkrun. Þá hófst gríðarlegt einelti í garð sjúkra- liðanna og mín sérstaklega en ég var þá aðaltrúnaðarmaður sjúkraliða á sjúkrahúsinu. Á endanum flæmdist ég úr starfi og fór að starfa á dauð- hreinsideild, þ.e. deild sem sér um að dauðhreinsa áhöld og tæki fyrir skurðaðgerðir. Erfiðleikarnir sem af þessu leiddi fyrir sjúkrahúsið urðu til þess að mér var boðið að hafa frjálsan starfstíma og sinna Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) sem ég var formaður fyrir og sem þá var að feta sín fyrstu skref sem stéttarfélag, á 50% óskertum launum á móti launum hjá félaginu.“ K ristín Áslaug Guð- mundsdóttir er fædd 7. mars 1950 á Sund- laugavegi 8 í Reykja- vík, en þar leigðu for- eldrar hennar kjallaraíbúð hjá föður- systur hennar. „Ég var þriðja barn foreldra minna en systir mín, Kristín Áslaug sem fæddist 1947 dó af völd- um heilahimnubólgu aðeins ársgömul og ég erfði nafnið hennar.“ Þriggja ára flutti hún með foreldrum sínum og systrum að Mið-Grund austur undir Eyjafjöllum. Þar ólst hún upp þar til hún flutti að heiman til Reykjavíkur og fór að búa með eig- inmanni sínum, Diðriki Ísleifssyni, aðeins 17 ára gömul. „Í sveitinni ólst ég upp við allslags störf líkt og venjan var í þá daga. Þegar ég var aðeins 12 ára gömul missti ég föður minn og stóð þá móð- irin ein uppi með allan barnaskarann, aðeins 38 ára gömul. Í heimili voru einnig móðurafi minn og systur- sonurinn Hróbjartur Jón Gunnlaugs- son þá 15 ára en hann hafði alist upp þar frá því hann missti móður sína sjö ára gamall. Það var í mörg horn að líta hjá ekkjunni ungu því hún tók þá ákvörðun að halda saman fjölskyld- unni og búa áfram með kýr og kindur.“ Kristín gekk í barnaskólann á Seljalandi og tók þaðan fullnaðarpróf. „Ég hafði mikinn áhuga á að komast í heimavistarskólann í Skógum en átti ekki heimangengt þar sem móðir mín hafði ekki efni á að greiða náms- gjöldin og heimavistina.“ Eftir að Kristín og Diðrik höfðu eignast börn- in ákváðu þau að flytja til Svíþjóðar þar sem Diðrik hafði fengið starf við bílamálun en hann hafði útskrifast sem bílamálari nokkru fyrr. Í Svíþjóð bjuggu þau í þrjú ár og þar starfaði Kristín fyrst á hjúkrunarheimili og síðan á geðsjúkrahúsi. Eftir að heim kom ákvað hún að fara í sjúkraliðanám og útskrifaðist frá Sjúkraliðaskólanum 1982. Síðar eða árið 2003 fór hún í sérnám sjúkraliða í hjúkrun aldraðra og lauk námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2005. „Ég sótti einnig fjölda námskeiða sem ætluð eru sjúkraliðum og sat Stjórnunarstörf Kristín var aðaltrúnaðarmaður sjúkraliða á Landspítala 1983-1999, formaður fagfélags SLFÍ 1986-1992, formaður stéttarfélags SLFÍ 1992, stjórnarmaður EPN – Evrópusam- bands sjúkraliða og forseti samtak- anna 1990-1994. Kristín var formaður samninganefndar Sjúkraliðafélagsins frá upphafi, hún var skipuð af menntamálaráðherra til setu í nefnd um starfsmenntun á framhalds- skólastigi, skipuð af heilbrigðis- ráðherra til setu í nefnd um endur- skoðun á lögum um helbrigðis- þjónustu, skipuð í nefndir af heil- brigðisráðherra um málefni er varða sjúkraliða, skipuð í nefndir af land- læknisembætti um mál er varða hjúkrunarþætti heilbrigðismála. Hún var fulltrúi BSRB í heilbrigðisnefnd Evrópusamtaka starfsfólks í almannaþjónustu og sat í rann- sóknarteymi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss um verkferla hjúkrunar- stétta. Kristín sat sem fulltrúi í stjórn BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar, fyrst fyrir Starfsmanna- félag ríkisstofnana og frá árinu 1992 sat hún í stjórn fyrir Sjúkraliðafélag Íslands. „Í bandalaginu er unnið að margvíslegum málum sem snerta verkalýðshreyfinguna í heild. Á borði BSRB er unnið að þeim málum sem teljast snerta öll félög jafnt á ein- hvern hátt. Má þar nefna samninga um réttindi félagsmanna, túlkun á hinum ýmsu málum, bandalagið rek- ur sameiginlega hagdeild, er með lög- fræðiaðstoð til aðildarfélaganna, sam- eiginlegt starfsmenntasetur og þannig mætti lengi telja.“ Kristín hætti að starfa sem formaður Sjúkra- liðafélagsins í maí árið 2018 og lauk þar með öllum afskiptum hennar af verkalýðsmálum. „Í dag nýt ég þess að ferðast og hugsa um barnabörnin og barna- barnabörnin.“ Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Diðrik Ís- leifssson, f. 17.1. 1946, bílamálari og trésmiður. Þau eru búsett í Tjarna- byggð í Árborg. Foreldrar Diðriks Kristín Á. Guðmundsdóttir, sjúkraliði og fv. formaður Sjúkraliðafélags Íslands – 70 ára Í forsvari fyrir sjúkraliða í 30 ár Formaðurinn Kristín árið 2011. Hjónin Kristín og Diðrik fóru að búa saman þegar hún var 17 ára. 50 ára Svanberg er fæddur á Fáskrúðs- firði og ólst þar upp en býr í Seljahverfinu í Reykjavík. Hann er kerfisfræðingur að mennt frá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni og er kerfisstjóri hjá Borgun. Maki: Íris Hrund Halldórsdóttir, f. 1975, aðjunkt í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Börn: Guðmundur Ásgeir, f. 2010, og Ester Sylvía, f. 2014. Foreldrar: Guðni Gestsson, f. 1937, fyrr- verandi sjómaður, búsettur á Fáskrúðs- firði, og Halla Sylvía Svanbergsdóttir Hjelm, f. 1937, d. 1989, húsmóðir á Fáskrúðsfirði. Svanberg Hjelm Guðnason Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.