Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 10
Blaðamanna-
verðlaunin 2020
Arnar Páll Hauksson, fréttamaður
RÚV, hlaut í gær Blaðamannaverð-
laun ársins fyrir umfjöllun um
kjaramál. Verðlaunin voru veitt í
húsakynnum Blaðamannafélags Ís-
lands í gær.
Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann
Páll Jóhannsson, Margrét Mar-
teinsdóttir og Steindór Grétar
Jónsson, blaðamenn á Stundinni,
fengu verðlaun fyrir umfjöllun árs-
ins um hamfarahlýnun.
Erla Björg Gunnarsdóttir, Nad-
ine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jó-
hannsson, fréttamenn á fréttastofu
Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis,
fengu verðlaun fyrir viðtal ársins í
fréttaskýringaþættinum Kompási.
Verðlaun fyrir rannsóknarblaða-
mennsku fengu þeir Aðalsteinn
Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi
Freyr Vilhjálmsson og Stefán
Drengsson, blaða- og fréttamenn á
Stundinni og fréttaskýringaþætt-
inum Kveik á RÚV. Verðlaunin
voru veitt fyrir umfjöllun blaða- og
fréttamannanna um Samherja-
málið.
Ljósmynd/BÍ
Blaðamannaverðlaun 2020 Verðlaunahafar við afhendingu verðlaunanna.
Verðlaun veitt í fjórum flokkum
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
Sundaborg 7-9 | 104Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is
Starfsmannafatnaður
Einkennisfatnaður
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samdráttur í ferðaþjónustu vegna
kórónuveirunnar gæti haft umtals-
verð áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðar-
búsins. Það gæti aftur þrýst á frekari
veikingu krónunnar.
Yngvi Harðarson, hagfræðingur og
framkvæmdastjóri Analytica, setti að
beiðni Morgunblaðsins fram fjórar
sviðsmyndir um möguleg áhrif.
Um er að ræða nettó útflutning á
ferðaþjónustu; sölu til erlendra ferða-
manna að frádreginni neyslu ís-
lenskra ferðamanna erlendis. Undir
sölu til erlendra ferðamanna heyrir
meðal annars farþegaflug, gisting,
leiga á bílaleigubílum og kaup á veit-
ingum.
Verði 5% samdráttur munu gjald-
eyristekjur skerðast um 15 milljarða
króna. Skerðingin eykst síðan hlut-
fallslega í 60 milljarða verði 20% sam-
dráttur í greininni. Miðað við stöðuna
er ekki hægt að útiloka að þessar tölur
verði töluvert hærri.
Að sögn Yngva er sköpun gjald-
eyristekna áætluð út frá ferðaþjón-
ustureikningum 2017, sundurliðun
þjónustuviðskipta árið 2018 og upp-
færðum tölum um veltu einkennandi
greina ferðaþjónustu 2019. Hér er því
um áætlun að ræða. Skekkjumörk
geta verið til hækkunar eða lækkunar.
Yngvi segir aðspurður að slíkur
samdráttur í gjaldeyrissköpun muni
hafa áhrif á gengið. „Það blasir við að
áhrifin á gengið verða ekki jákvæð,“
segir Yngvi.
Áhrifin á sumarið þungvæg
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhag-
fræðingur Arion banka, segir áhrifin
á gengið meðal annars ráðast af
áhrifum kórónuveirunnar á ferða-
sumarið fram undan.
„Gjaldeyrismarkaðurinn er fram-
sýnn og eru áhrifin því að hluta til
komin fram. Þetta sást mjög skýrt
þegar fréttaflutningur um fjárhags-
erfiðleika WOW air náði hámæli.
Gengi krónunnar gaf eftir á haust-
mánuðum 2018 en hélst þokkalega
stöðugt þegar gjaldþrotið raun-
gerðist. Gengi krónunnar hefur
veikst skarpt á síðustu dögum og því
er að einhverju leyti búið að verð-
leggja erfiðleika ferðaþjónustunnar
nú þegar inn í gengi krónunnar,“
segir Erna Björg.
„Eins og sakir standa er ómögu-
legt að magngreina áhrif kórónuveir-
unnar á ferðaþjónustuna og hvað þá
gjaldeyrismarkaðinn. Munu áhrifin
teygja sig inn á háannatíma greinar-
innar? Fari svo má reikna með að
gengið gefi meira eftir en ella. Þá má
ekki gleyma hinni hliðinni á peningn-
um; fækkun utanlandsferða Íslend-
inga sem og samdrætti í innflutningi
sem dregur á móti úr þrýstingi á
gengisveikingu.“
Samdráttur vegna veirunnar
gæti þrýst genginu niður
Samdráttur í ferðaþjónustu hefði mikil áhrif á gjaldeyristekjur þjóðarbúsins
Mögulegur samdráttur í gjaldeyrisöflun vegna ferðamanna 2020
Sviðsmyndir Analytica ummögulegan samdrátt vegna erlendra ferðamanna hérlendis og íslenskra erlendis
-5% -10% -15% -20% Framlög ríkisins
til háskóla
15
ma.kr.
30
ma.kr.
35,5
ma.kr.
45
ma.kr.
60
ma.kr.
Samdráttur í gjaldeyrisöflun miðað
við 300 ma.kr. nettó útflutning á
ferðaþjónustu og samdrátt
upp á 5 til 20%
Til samanburðar eru
framlög ríkisins til
háskóla 35,5 ma.kr. á
fjárlögum ársins 2020
Heimild: Analytica
Lagt er til að þrengri tímamörk verði
sett um almenna notkun skotelda,
söludögum verði fækkað og eftirlit
með skoteldum aukið, í nýrri skýrslu
starfshóps dómsmálaráðherra, heil-
brigðisráðherra og umhverfis- og
auðlindaráðherra, en hópnum var
ætlað að finna út hvernig draga
mætti úr neikvæðum áhrifum meng-
unar frá flugeldum.
Einnig er lagt til að eftirlitsaðilar
geti beitt viðurlögum og stjórnvalds-
sektum þegar brotið sé á reglum um
skotelda. Sölutími skotelda verði
styttur og sala verði aðeins heimil á
tímabilinu frá og með 30. til og með
31. desember og 6. janúar. Lög-
reglustjóri geti leyft sölu á skoteldum
í einn dag á tímabilinu fram að sunnu-
degi eftir 6. janúar og er þá notkun
heimil þann dag.
Ekki voru allir í hópnum á einu
máli og lét fulltrúi dómsmálaráðu-
neytisins bóka að flugeldar hefðu
fylgt þjóðinni um áratugi og væru
orðnir órjúfanlegur hluti áramótanna.
Morgunblaðið/Hari
Skot Þrengri tímamörk eru lögð til.
Sölutími
skotelda
verði styttur
Starfshópur skilar
skýrslu með tillögum
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is