Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 10
Blaðamanna- verðlaunin 2020 Arnar Páll Hauksson, fréttamaður RÚV, hlaut í gær Blaðamannaverð- laun ársins fyrir umfjöllun um kjaramál. Verðlaunin voru veitt í húsakynnum Blaðamannafélags Ís- lands í gær. Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Mar- teinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson, blaðamenn á Stundinni, fengu verðlaun fyrir umfjöllun árs- ins um hamfarahlýnun. Erla Björg Gunnarsdóttir, Nad- ine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jó- hannsson, fréttamenn á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, fengu verðlaun fyrir viðtal ársins í fréttaskýringaþættinum Kompási. Verðlaun fyrir rannsóknarblaða- mennsku fengu þeir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson, blaða- og fréttamenn á Stundinni og fréttaskýringaþætt- inum Kveik á RÚV. Verðlaunin voru veitt fyrir umfjöllun blaða- og fréttamannanna um Samherja- málið. Ljósmynd/BÍ Blaðamannaverðlaun 2020 Verðlaunahafar við afhendingu verðlaunanna.  Verðlaun veitt í fjórum flokkum 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Sundaborg 7-9 | 104Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Starfsmannafatnaður Einkennisfatnaður Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samdráttur í ferðaþjónustu vegna kórónuveirunnar gæti haft umtals- verð áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðar- búsins. Það gæti aftur þrýst á frekari veikingu krónunnar. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, setti að beiðni Morgunblaðsins fram fjórar sviðsmyndir um möguleg áhrif. Um er að ræða nettó útflutning á ferðaþjónustu; sölu til erlendra ferða- manna að frádreginni neyslu ís- lenskra ferðamanna erlendis. Undir sölu til erlendra ferðamanna heyrir meðal annars farþegaflug, gisting, leiga á bílaleigubílum og kaup á veit- ingum. Verði 5% samdráttur munu gjald- eyristekjur skerðast um 15 milljarða króna. Skerðingin eykst síðan hlut- fallslega í 60 milljarða verði 20% sam- dráttur í greininni. Miðað við stöðuna er ekki hægt að útiloka að þessar tölur verði töluvert hærri. Að sögn Yngva er sköpun gjald- eyristekna áætluð út frá ferðaþjón- ustureikningum 2017, sundurliðun þjónustuviðskipta árið 2018 og upp- færðum tölum um veltu einkennandi greina ferðaþjónustu 2019. Hér er því um áætlun að ræða. Skekkjumörk geta verið til hækkunar eða lækkunar. Yngvi segir aðspurður að slíkur samdráttur í gjaldeyrissköpun muni hafa áhrif á gengið. „Það blasir við að áhrifin á gengið verða ekki jákvæð,“ segir Yngvi. Áhrifin á sumarið þungvæg Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhag- fræðingur Arion banka, segir áhrifin á gengið meðal annars ráðast af áhrifum kórónuveirunnar á ferða- sumarið fram undan. „Gjaldeyrismarkaðurinn er fram- sýnn og eru áhrifin því að hluta til komin fram. Þetta sást mjög skýrt þegar fréttaflutningur um fjárhags- erfiðleika WOW air náði hámæli. Gengi krónunnar gaf eftir á haust- mánuðum 2018 en hélst þokkalega stöðugt þegar gjaldþrotið raun- gerðist. Gengi krónunnar hefur veikst skarpt á síðustu dögum og því er að einhverju leyti búið að verð- leggja erfiðleika ferðaþjónustunnar nú þegar inn í gengi krónunnar,“ segir Erna Björg. „Eins og sakir standa er ómögu- legt að magngreina áhrif kórónuveir- unnar á ferðaþjónustuna og hvað þá gjaldeyrismarkaðinn. Munu áhrifin teygja sig inn á háannatíma greinar- innar? Fari svo má reikna með að gengið gefi meira eftir en ella. Þá má ekki gleyma hinni hliðinni á peningn- um; fækkun utanlandsferða Íslend- inga sem og samdrætti í innflutningi sem dregur á móti úr þrýstingi á gengisveikingu.“ Samdráttur vegna veirunnar gæti þrýst genginu niður  Samdráttur í ferðaþjónustu hefði mikil áhrif á gjaldeyristekjur þjóðarbúsins Mögulegur samdráttur í gjaldeyrisöflun vegna ferðamanna 2020 Sviðsmyndir Analytica ummögulegan samdrátt vegna erlendra ferðamanna hérlendis og íslenskra erlendis -5% -10% -15% -20% Framlög ríkisins til háskóla 15 ma.kr. 30 ma.kr. 35,5 ma.kr. 45 ma.kr. 60 ma.kr. Samdráttur í gjaldeyrisöflun miðað við 300 ma.kr. nettó útflutning á ferðaþjónustu og samdrátt upp á 5 til 20% Til samanburðar eru framlög ríkisins til háskóla 35,5 ma.kr. á fjárlögum ársins 2020 Heimild: Analytica Lagt er til að þrengri tímamörk verði sett um almenna notkun skotelda, söludögum verði fækkað og eftirlit með skoteldum aukið, í nýrri skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra, heil- brigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra, en hópnum var ætlað að finna út hvernig draga mætti úr neikvæðum áhrifum meng- unar frá flugeldum. Einnig er lagt til að eftirlitsaðilar geti beitt viðurlögum og stjórnvalds- sektum þegar brotið sé á reglum um skotelda. Sölutími skotelda verði styttur og sala verði aðeins heimil á tímabilinu frá og með 30. til og með 31. desember og 6. janúar. Lög- reglustjóri geti leyft sölu á skoteldum í einn dag á tímabilinu fram að sunnu- degi eftir 6. janúar og er þá notkun heimil þann dag. Ekki voru allir í hópnum á einu máli og lét fulltrúi dómsmálaráðu- neytisins bóka að flugeldar hefðu fylgt þjóðinni um áratugi og væru orðnir órjúfanlegur hluti áramótanna. Morgunblaðið/Hari Skot Þrengri tímamörk eru lögð til. Sölutími skotelda verði styttur  Starfshópur skilar skýrslu með tillögum Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.