Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
sjálfur ekki viss um að hann hafi erft
áföll foreldra sinna.
„Ekki beint en að sjálfsögðu eru
börn eins og svampar sem sjúga allt
í sig, sérstaklega tilfinningar.
Draugar í kringum mann geta haft
svakaleg áhrif. Það kom í ljós að
pabbi minn var hommi en það var
aldrei rætt og hann lifði alltaf sem
kaþólskur fjölskyldumaður. Hann
var settur í fangelsi fyrir það en þá
vorum við börnin hans ung og okkur
var sagt að hann væri á spítala. Karl
Jung sálfræðingur sagði að það væri
ekkert sem hefði meiri áhrif á börn
en leynilegt líf foreldra þeirra. Eitt
leyndarmál kallar á annað.“
Í sjálfskipaðri einangrun
Günther hefur lokað sig af frá um-
heiminum á þeim tíma sem leikritið
á sér stað.
„Hann er í ástandi sem heitir á
japönsku hikokomori. Günther er í
sjálfskipaðri einangrun og kúplar
sig út úr heiminum en hann er kom-
inn í það ástand að hann er svolítið
geðveikur. Hann er að vinna að
brúðusýningu og ýmsu öðru en hann
gerir litlar brúðusýningar, tíu eða
ellefu sýningar, og við sem áhorf-
endur lærum sífellt meira um fortíð-
ina hans og fortíð foreldra hans.“
Í verkinu tekst Günther á við erfið
viðfangsefni með hjálp brúða, meðal
annars seinni heimsstyrjöldina og
kynferðislegt ofbeldi.
„Günther talar bara með brúðum
og tjáir sig í gegnum þær. Hann býr
í vinnustofunni sinni og hefur læst
sig þar inni. Hann er búinn að fá til-
kynningu um það að hann þurfi að
koma sér þaðan þar sem það á að
breyta húsinu í lúxushótel en hvað á
maður eins og hann að gera, maður
sem er búinn að aftengja sig alveg
frá samfélaginu? Hans leið er að út-
búa vængi á stóru brúðurnar sínar.
Þetta er mjög myndrænt og hann
ætlar að leyfa þeim að fljúga út um
gluggann áður en hann og brúð-
urnar eru reknar úr húsnæðinu.“
Brúðurnar eru augljóslega stór
hluti af leikritinu enda Günther einn
á meðal þeirra. Spurður hvaða kosti
brúður hafi fram yfir mannlega leik-
ara segir Bernd:
„Brúður eru ótrúlega mynd-
rænar. Maður getur tálgað andlitið
og líkamann á einhvern hátt sem
segir strax svo mikið. Leikari á sviði
þarf fimm mínútur til þess að segja
það sama og brúða segir á einu
augnabliki, bara með því hvernig
hún er hönnuð. Günther er með
stórar brúður af foreldrum sínum
þar sem þau eru gömul hjón sem
nöldra sífellt hvort í öðru en svo er
hægt að snúa efsta hluta höfuðs
þeirra og þaðan út koma litlar
strengjabrúður. Þetta er svo ótrú-
lega myndrænt og það þarf ekki eitt
einasta orð til að útskýra þetta. Allt í
einu sjáum við þessa tengingu, gam-
alt fólk sem var einu sinni ungt og
veltum fyrir okkur hvað hefur
gerst.“
Bernd segir umbreytingar allt-
umlykjandi í sýningunni.
„Ungt höfuð breytist í gamalt,
höfuð breytast jafnvel í hauskúpur.
Styrkleiki brúða liggur líka þar, það
er ekki sterkt að gera eftirlíkingar
af venjulegu fólki, þá er betra að
nota bara leikara. Styrkleiki brúð-
unnar er myndlíkingin.“
Brúðurnar birta spaugilegar
hliðar á erfiðu efni
Bernd bendir á að brúður séu full-
komin tól til að takast á við erfið um-
ræðuefni.
„Það er líka mikill húmor í þessari
sýningu sem er gríðarlega mikil-
vægt. Þegar viðfangsefnið er svona
þungt er rosalega gott að blanda
húmor í það. Svo er sumt sem má
ekki hlæja að en brúður geta gert
það með snilldarlegum hætti.“
Það tók Bernd tvö ár að smíða all-
ar brúðurnar sem notaðar eru í sýn-
ingunni en þær hafa aldrei verið not-
aðar áður.
„Ég nota aldrei brúður tvisvar,
það gengur ekki upp vegna þess að
það er allt sérhannað fyrir hvert
verk. Þarna verður hellingur af
brúðum, skuggabrúður, strengja-
brúður, handbrúður, stangabrúður,
þetta verður brúðuveisla.“
Brúðurnar eru jafnvel mjög per-
sónulegar fyrir Bernd en tvær
þeirra standa í raun fyrir foreldra
hans. Gleraugun sem þær brúður
bera eru af foreldrum hans. Bernd
var einmitt að smíða brúðuna sem
hann skapaði af móður sinni þegar
hún féll frá en hann vildi ekki sýna
verkið á meðan foreldrar hans væru
enn á lífi.
„Ég beið þangað til þau féllu frá.
Ég vildi ekki leggja meira á þau.“
Bernd segir að hann hafi fundið
þörf fyrir að segja söguna sem birt-
ist í Brúðumeistaranum.
„Mér fannst mikilvægt að segja
þessa sögu til þess að rjúfa hringinn.
Ég er orðinn afi og ég byrjaði mjög
snemma að tala við börnin mín um
allt þegar þau voru orðin nógu göm-
ul og ákvað að halda engu frá þeim.“
Bernd er höfundur og brúðu-
gerðarmeistari sýningarinnar en
Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir.
Þegar Bernd viðraði hugmyndina að
verkinu fyrst við Berg fyrir fjórtán
árum síðan á Act Alone-hátíðinni
sagði Bergur að hann vildi gjarnan
leikstýra henni. Þegar Bernd lét
Berg vita af því að nú ætlaði hann
loks að láta verða af sýningunni þá
var Bergur snöggur til að taka að
sér leikstjórn.
„Hann er ótrúlegur, eins og
engillinn sem vakir yfir þessu öllu,“
segir Bernd.
Eva Signý Berger sér um búninga
og leikmynd en Bernd hefur oft unn-
ið með henni áður. Pétur Ben sér
um tónlistina og um hana segir
Bernd: „Þetta er svo mikil dásemd
sem hann er búinn að skapa að það
þyrfti eiginlega ekki brúðuleikhúsið,
tónlistin er nógu sterk.“
Ólafur Stefánsson sér um lýsingu
og er þetta í fimmta sinn sem Ólafur
lýsir sýningu fyrir Bernd.
„Svo aðstoðaði alls konar fólk mig
við að smíða brúðurnar. Það voru
margir sem buðu fram hjálp sína
þegar það fór að spyrjast út að verk-
ið væri loks að verða að veruleika.“
Brúðumeistarinn er frumsýndur
klukkan fimm í Þjóðleikhúsinu í dag
en í kjölfarið er fjöldi sýninga áætl-
aður fram í byrjun apríl.
Myndrænt Hér má sjá foreldra Günthers en þau bera gleraugu foreldra Bernds sem fallin eru frá.
Innilokaður Í verkinu leikur Bernd brúðuleikarann Günther sem hefur
lokað sig af frá samfélaginu og tekst á við vandamál með brúðum.
Tekst á við drauga með „brúðuveislu“
Brúðumeistarinn er persónulegasta sýning Bernds Ogrodnik til þessa Morð nasista á ömmu
Bernds aldrei rætt frekar en samkynhneigð föður hans Aðalpersónan tjáir sig með brúðum
VIÐTAL
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Brúðulistamaðurinn Bernd Ogrod-
nik tekst á við drauga fortíðar og
forfeðra sinna í sýningunni Brúðu-
meistarinn sem frumsýnd er í Þjóð-
leikhúsinu í dag, 7. mars. Bernd er
helst þekktur fyrir einstakar brúðu-
sýningar sínar en hér er um að ræða
sýningu fyrir fullorðna sem er sú
persónulegasta sem Bernd hefur
sett upp.
Hann leikur sjálfur landflótta
brúðuleikarann Günther. Sá er
þýskur en hefur sest að á Íslandi.
Günther forðast að horfast í augu
við sögu fjölskyldu sinnar og þjóðar.
Af þeim sökum er hann sjálfskip-
aður flóttamaður eigin lífs, innilok-
aður í yfirgefnu iðnaðarhúsnæði í
Reykjavík. Til stendur að bera hann
út þar sem húsnæðið þarf að víkja
fyrir glæsihóteli.
„Ég held að hvert einasta verk
listamanns þurfi að vera persónu-
legt til þess að gefa því vigt og trú-
verðugleika á einhvern hátt. Þetta
er mjög persónulegt, ég get bara
gert svona sýningu einu sinni á æv-
inni en það tók mig líka fimmtán ár
að verða tilbúinn í að sýna hana,“
segir Bernd, sem er sjálfur þýskur
en hefur búið á Íslandi um margra
ára skeið.
„Ég reyni samt að fjarlægja mig
aðeins frá Günther en ég væri
kannski þessi maður í dag ef ég
hefði ekki byrjað að opna það sem
ég kalla þýska bakpokann. Hann er
öll þessi hræðilega saga sem for-
eldrar mínir náðu aldrei að vinna
úr.“
Nasistar drápu ömmu Bernds
Foreldrar Bernds eru nýfallnir
frá en móðir hans lést í nóvember
og faðir hans ári áður.
„Þau eru einhvern veginn af síð-
ustu kynslóðinni sem fór í gegnum
helvíti á jörð og fengu aldrei tæki-
færi til að vinna úr því. Lífið tók
bara yfir og þetta er þannig að við
getum varla skilið það í dag. Á þess-
um tíma var allt í rúst,“ segir
Bernd.
„Amma mín var drepin af nas-
istum fyrir að hafa glímt við andleg
veikindi en það var aldrei rætt. Eft-
ir að pabbi minn dó fann ég út úr því
að ömmu var tilkynnt að sonur
hennar hefði týnst í orrustu en þá
var hann stríðsfangi í Bandaríkj-
unum. Ef ég myndi fá svona bréf
um son minn myndi ég líklega líka
eiga við andleg veikindi að stríða
eftir það.“
Bernd bendir á að áföll sem þessi
geti erfst í gegnum gen en segist
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is