Morgunblaðið - 07.03.2020, Side 11

Morgunblaðið - 07.03.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Peysur • Bolir • Buxur Kjólar • Töskur • Túnikur NÝ SENDING Vinsælu Velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4xl Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook NÝTT Í LAXDAL VANDAÐAR FISLÉTTAR HEILSÁRSYFIRHAFNIR Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 9.800 Str. 40/42-56/58 • Fleiri munstur túnikur Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný vefverslun hjahrafnhildi.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í núverandi stöðu þarf að hugsa skapandi. Aðstæður í ferðaþjónust- unni hafa breyst hratt síðustu daga og bókanir að utan skila sér seint. Við þurfum því í ríkari mæli að horfa á innanlandsmarkað og hefja sókn þar,“ segir Arnheiður Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri Markaðs- stofu Norðurlands. Nýjar forsendur Fólk í ferðaþjónustu sem Morgunblaðið hefur rætt við kveðst finna mikið fyrir áhrifum kórónu- veirunnar. Í mars sé gjarnan verið að ganga frá bókunum á gistipláss- um yfir sumarið, sem nú berist ekki í þeim mæli sem oft er. Afbókanir fyr- ir sumarið séu ekki miklar, en all- mörg pláss standi enn auð á þeim tíma sem kallaður er háönn. „Við vonumst auðvitað öll til þess að heilbrigðisyfirvöld nái tökum á kórónuveirunni sem allra fyrst. Þegar við sjáum þar til lands er hægt að setja kraft í markaðsmálin á nýjum forsendum,“ segir Arnheiður stödd í Berlín. Þar átti nú að halda ferðakaupstefnuna ITB sem hefur verið mikilvægur vettvangur fólks í greininni. Nú bar svo við að kaup- stefnunni var aflýst vegna kórónu- veirunnar, en margir sem starfa í ferðaþjónustu eru samt sem áður staddir í borginni og eiga þar fundi, þótt á öðrum vettvangi sé. Þungur róður „Ég hef áhyggjur af sumrinu og hvernig okkur muni reiða af. Róður- inn verður þungur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, sem rekur Húsa- vík Cape Hotel. Er með í sínum rekstri alls um 30 herbergi og sér fram á nokkru minni viðskipti í sum- ar miðað við fyrri ár. „Í núverandi stöðu finnst mér rétt að setja af stað markaðssókn sem beinast myndi að Íslendingum. Erlendir ferðamenn hafa átt sviðið síðustu ár en Íslendingar ekki verið á ferð í sama mæli – og þó hafa verið gerðir stórir hlutir á síðustu árum við uppbyggingu þjónustu og inn- viða og náttúruperlur eru aðgengi- legri en var,“ segir Örlygur, sem tel- ur mikilvægt að stjórnvöld komi til móts við ferðaþjónustuna nú þegar herðir að. Örlygi þykir koma til greina að endurskoða eða leggja af gistinátta- gjaldið, sem er 333 kr. á hverja nótt sem gestur liggur við. Sú gjald- heimta komi sér illa við smærri fyrirtæki í greininni, til dæmis úti á landi. „Staða ferðaþjónustunnar í dag er mjög alvarleg og víðar eru uppi vandamál,“ segir Þorkell Sím- onarson, sem rekur gistiheimili og ferðaþjónustu í Langaholti á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Fólki sem kemur til landsins er að fækka og þrengingar greinarinnar byrjuðu fyrst að ráði eftir fall WOW air í fyrra. Þá hafa ýmsar álögur verið auknar svo að framlegðin er minni.“ Sjálfsagt að brjóta ný lönd Þorkell segir þekkt í ferðaþjón- ustunni þegar harðni á dalnum að reynt sé að brjóta lönd á nýjum mörkuðum. Sjálfsagt sé að gera slíkt nú þegar kórónuveiran herji á, sem verði væntanlega til þess að gestum sem koma til landsins fækkar veru- lega. „Að undanförnu hafa hingað til Ís- lands komið um tvær milljónir er- lendir ferðamanna á hverju ári. Ís- lendingar eru hins vegar aðeins um 370 þúsund og það er fráleitt að allur sá hópur leggist í ferðalög eða nýti sér gistingu, afþreyingu og annað sem er í boði. Við þurfum eitthvað róttækara – þótt ég viti ekki hver lausnin sé,“ segir Þorkell. Innlend markaðs- sókn í samdrættinum  Veiran veldur vanda  Alvarleg staða ferðaþjónustu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Litadýrð Það er gaman að skreppa upp á hálendið og gista þar í tjaldi. Arnheiður Jóhannsdóttir Örlygur Hnefill Örlygsson Samkeppniseftirlitið hefur, í kjöl- far kvartana Félags atvinnurek- enda, sektað Íslandspóst ohf. um fimm milljónir króna vegna brota fyrirtækisins á sátt sem það gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2017. Íslandspóstur viðurkennir brot sín og gengst undir sektina, samkvæmt sátt sem gerð var við samkeppnis- yfirvöld í desember síðastliðnum, en áður hafði fyrirtækið neitað því eindregið að hafa brotið gegn sátt- inni frá 2017. Brot Íslandspósts tengjast fyrr- verandi dótturfélagi þess, ePósti ehf., og fólust annars vegar í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslands- póst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðs- kjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta, að því er segir á heimasíðu samkeppniseftirlitsins. Afar þýðingarmikið er að fyrir- tæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangast með sátt við Samkeppniseftirlitið. Á hinn bóg- inn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á sjónarmið Íslandspósts, segir þar. Íslandspóstur viðurkennir brot

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.