Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Mikill æsingur greip um sig í körfuboltasamfélaginu í vikunni þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Íslandsmeistara KR, tilkynnti að hann ætlaði ekki að spila leik með liðinu vegna ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Skoraði hann jafnframt á íþróttahreyfingar um allt land að stöðva hópsamkomur á meðan óvissuástand er í samfélaginu. Eins og við mátti búast voru við- brögðin mörg og misjöfn. Hrósyrði fékk Brynjar frá mörgum áhyggjufullum þegnum. Þökkuðu honum fyrir að ganga fram með ábyrgum hætti og taka af skarið þegar aðrir kannski þora ekki. Brynjar, og margir aðrir, óttast að yfirvöld hafi sofn- að á verðinum og taka því málin í eigin hendur, afboða sig og sína á hópsamkomur. Gagnrýni á ákvörðun Brynjars vantaði þó ekki heldur. KR-ingar voru nú bara svekktir yfir því að samningsbundinn starfsmaður þeirra ætlaði að skrópa í vinnunni án þess að hafa svo mikið sem varað þá við. For- maður KKÍ hvatti fólk til að halda ró sinni og fylgja fyrirmælum yfirvalda, sem enn hafa ekki sett á samkomubann hér á landi. Ég er á báðum áttum. Ég skil ákvörðun Brynjars, og ef sannfæring hans er óbifanleg í þessum efnum er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir henni. En auðvitað skil ég líka af- stöðu körfuboltasambandsins og yfirvalda sem vilja ekki breyta óvissuástandi í ofsahræðslu og múgæsing. Höfum aðgát og fylgjumst vel með. Það er skiljanlegt að fólk sé hrætt þegar heimsfar- aldur gæti verið undir. Við kom- umst þó stutt ef ofsahræðsla og óðagot ræður ríkjum. BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is BIKARÚRSLIT Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Handboltinn á sviðið þessa dagana enda bikardagar í Laugardalshöll- inni sem ná hámarki sínu í dag þegar úrslitaleikir Coca Cola-bikarsins fara fram. Klukkan 13.30 hefst úr- slitaviðureign kvenna en þar mætast Fram og KA/Þór. Karlarnir stíga svo á stokk klukkan 16 þegar ÍBV etur kappi við Stjörnuna. Ætti bara að fara á einn veg Kvennalið Fram hefur verið eitt það sterkasta í handboltanum und- anfarin ár en varð þó að horfa á eftir öllum stóru titlinum til Reykjavík- urnágrannana í Val á síðustu leiktíð. Safamýrarliðið hefur þó stigið fyrsta skrefið í að snúa blaðinu við en Framarar skelltu Völsurum í undan- úrslitum með sex mörkum. Fram- arar hafa alla tíð verið eitt af fremstu liðum bikarkeppninnar og leika til úrslita í 21. sinn í keppni sem fer fram í 45. skiptið. Fram hef- ur orðið bikarmeistari 15 sinnum, síðast 2018. Það er þó ekki sagan sem gerir Framarar sigurstrang- legri í dag, heldur gengi liðsins í vet- ur. Fram er efst á Íslandsmótinu með 17 sigra og eitt tap en liðið hef- ur unnið 17 leiki í röð í bæði deild og bikar. Þrír af þessum sigrum komu gegn KA/Þór og er markatalan sam- anlögð 124:71. Framarar eru ógn- vekjandi í vörn og hafa skorað næst- um hundrað fleiri mörk en næstu lið á tímabilinu. Það er því kannski ekki að undra að í augum margra hafi hinn eiginlegi bikarúrslitaleikur ver- ið undanúrslitaleikur Reykjavíkur- liðanna. Bikarsaga norðankvenna er öðru- vísi. Þór á Akureyri lék til úrslita fyrir 40 árum, og tapaði þá gegn Fram, en sameiginlegt lið KA/Þórs leikur í dag til úrslita í fyrsta sinn. Liðið komst í undanúrslit fyrir tveimur árum, þá fyrstudeildarlið, og tapaði naumlega gegn Haukum. Annað var þó upp á teningnum í þetta skiptið, lið KA/Þórs og Haukar eru hnífjöfn í Olísdeildinni og undan- úrslitaleikurinn eftir því. Martha Hermannsdóttir, sem er á sínum þriðja áratug í meistaraflokki, fór fyrir liði sínu og skoraði mörkin sem skiptu máli gegn Haukum, eins og svo oft í vetur. Það mun því mæða mikið á henni í dag en Norðankonur geta mætt pressulausar til leiks. Ef þær tapa, eins og flestir búast við, verður þeim engu að síður fagnað fyrir þann árangur að komast þetta langt og ef þær gera hið ómögulega, væri það ekki eitthvað? Liðin sem eru á flugi Það er töluvert erfiðara að rýna í viðureign ÍBV og Stjörnunnar karla- megin. Eyjamenn eru á gríðarlegri siglingu, hafa unnið síðustu sex leiki sína í deild og bikar, og alltaf fylgir þeim sérstök stemning á stærsta sviðinu. ÍBV er að fara leika til úr- slita í þriðja sinn á fimm árum og ljóst að liðið kann almennt vel við sig í Laugardalshöllinni, enda kannski ekki nema von; yfirleitt eru um 70% stuðningsmanna á þeirra bandi. Hornamaðurinn Theódór Sigur- björnsson, sem hefur verið að glíma við erfið meiðsli í vetur, skoraði níu mörk í undanúrslitunum gegn Haukum og var hreinlega óstöðv- andi. Sá leikur einkenndist af mikilli hörku og baráttu, eins og vill oft verða í mikilvægum leikjum, og Eyjamenn skorast sjaldan undan slíku. Það er alveg ljóst að þeir koma fljúgandi inn í þennan úrslitaleik. Taflan á Íslandsmótinu segir okk- ur að bæði ÍBV og Stjarnan séu að eiga nokkuð miðlungs tímabil, en taflan segir ekki alltaf alla söguna. Eyjamenn eru ekki einir um það að vera á siglingu eftir erfiða byrjun á vetri. Stjarnan er búin að vinna fimm af síðustu sjö leikjum og rót- burstaði Íslandsmeistara Selfoss eftirminnilega með þrettán marka mun í bikarnum. Garðbæingar höfðu svo betur gegn Aftureldingu í und- anúrslitunum á fimmtudaginn og sýndu þar mikinn karakter. Mosfell- ingar ruku í forystu snemma og héldu henni fram á lokamínúturnar, vel studdir af stuðningssveit sinni. Stjörnumenn biðu hins vegar tæki- færis, neituðu að missa andstæð- ingana langt frá sér og sneru svo taflinu við í blálokin. Stjarnan varð síðast bikarmeistari 2007 og það er komið hungur í Garðabæinn. Byrjun beggja liða í vetur olli vonbrigðum, en bæði eru þau farin að spila sinn besta handbolta og nú komin í bikar- úrslit. Þá má búast við svakalegum leik. Bikarhelgin nær hámarki  Óstöðvandi Framarar gríðarlega sigurstranglegir gegn KA/Þór  Erfitt að rýna í leik ÍBV og Stjörnunnar enda bæði lið á mikilli siglingu eftir erfiða byrjun Ljósmynd/Sigfús Gunnar Karlar Ari Magnús Þorgeirsson úr Stjörnunni og Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV mætast í Höllinni í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Konur Katrín Vilhjálmsdóttir úr KA/Þór og Hildur Þor- geirsdóttir úr Fram mætast í Höllinni í dag. Sveinbjörn Iura, júdókappi úr Ár- manni, er einn þeirra Íslendinga sem eiga möguleika á að komast á Ólymp- íuleikana í Tókýó í sumar. Ætlaði hann að keppa á móti í Rabat í Mar- okkó um næstu helgi, til að auka möguleika sína á að vinna sér inn sæti á leikunum. Mótinu hefur hins vegar verið aflýst vegna kórónuveirunnar. „Ég var í raun að fara yfir flug til Marokkó og fékk þau skilaboð að mótinu hefði verið aflýst. Þetta skap- ar stórt vandamál fyrir mig sem er að eltast við að ná sæti inn á Ólympíu- leika,“ sagði Sveinbjörn við Klefann. Leiðin á Ólympíu- leikana þrengist Ippon Sveinbjörn Iura keppir ekki í Marokkó vegna kórónuveirunnar. Þó að Roy Hodgson verði 73 ára gamall í sumar er hann búinn að skrifa undir nýjan samning sem knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarfélagsins Crystal Palace. Hodgson tók við Palace í september 2017, eftir að hafa tekið 14 mánaða frí í kjölfar taps enska landsliðsins gegn Íslandi á EM í Frakklandi, og hefur stýrt liðinu síðan. Nýi samn- ingurinn er til eins árs, eða vorsins 2021. Hodgson, sem hefur þjálfað samfleytt frá 1976, er með liðið í 12. sæti og nær því að slást um Evrópu- sæti en að lenda í fallslag í vor. Hodgson hvergi nærri hættur AFP Framlengdi Roy Hodgson heldur áfram með Crystal Palace. Dominos-deild karla Þór Ak. – Valur ..................................... 79:87 KR – Stjarnan....................................... 79:77 Staðan: Stjarnan 20 16 4 1821:1660 32 Keflavík 20 15 5 1802:1612 30 Tindastóll 20 13 7 1730:1651 26 KR 20 13 7 1717:1661 26 Njarðvík 20 12 8 1715:1572 24 Haukar 20 11 9 1751:1705 22 ÍR 20 11 9 1706:1784 22 Grindavik 20 8 12 1698:1750 16 Þór Þ. 20 7 13 1615:1669 14 Valur 20 7 13 1617:1722 14 Þór Ak. 20 5 15 1719:1911 10 Fjölnir 20 2 18 1671:1865 4 1. deild karla Álftanes – Breiðablik ......................... 79:121 Vestri – Sindri....................................... 91:85 Staðan: Höttur 21 19 2 1827:1548 38 Hamar 20 17 3 1951:1738 34 Breiðablik 21 17 4 2099:1757 34 Vestri 20 13 7 1778:1616 26 Álftanes 21 10 11 1781:1865 20 Selfoss 20 8 12 1545:1607 16 Skallagrimur 21 3 18 1696:1972 6 Sindri 18 2 16 1455:1669 4 Snæfell 20 2 18 1585:1945 4 Evrópudeildin Baskonia – Alba Berlín ....................... 73:72  Martin Hermannsson skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Alba Berlín. Svíþjóð Borås – Jämtland............................... 102:93  Elvar Már Friðriksson skoraði 27 stig, tók 1 frákast og gaf 4 stoðsendingar á 20 mínútum hjá Borås. NBA-deildin Charlotte – Denver........................... 112:114 Houston – L.A. Clippers.................. 105:120 Sacramento – Philadelphia.............. 108:125 Golden State – Toronto.................... 113:121   Fjórir íslenskir kylfingar komust í gær í gegnum nið- urskurðinn á ECCO Tour Spanish Masters-mótinu í Katalóníu. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Bjarki Pétursson lék fyrstu tvo hringina á samanlagt fjórum höggum undir pari og er í mikilli toppbaráttu. Er hann aðeins tveimur höggum frá efstu mönnum og í fjórða sæti. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru jafnir í 23. sæti á pari og Rúnar Arnórsson rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á tveimur höggum yfir pari. Ís- landsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er hins vegar úr leik en hann lék hringina tvo á þremur höggum yfir pari og var einu höggi frá niðurskurðinum. Ragnar Garðarsson er einnig úr leik en hann lék á samanlagt fjórtán höggum yfir pari eftir afleit- an annan hring. Þriðji og síðasti hringur mótsins verður leikinn í dag. Rúnar er efstur íslensku kylfinganna á stigalista mótaraðarinnar, en hann er í 39. sæti með 484 stig. Á eftir honum kemur Bjarki í 42. sæti með 484 stig. Eru þeir einu Íslendingarnir í 70 efstu sætum listans. Bjarki í harðri toppbaráttu Bjarki Pétursson Sex leikmenn hafa verið tilnefndir sem leikmaður febr- úarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bruno Fernandes hjá Manchester United, Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Arsenal, Dominic Calvert- Lewin úr Everton, Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, Matt Doherty hjá Wolves og Nick Pope, markvörður Burnley. Fernandes skoraði eitt og lagði upp tvö mörk í mánuðinum og þeir Aubameyang og Alonso skoruðu þrjú mörk hvor. Calvert Lewin skoraði tvö á meðan varnarmaðurinn Doherty og markvörðurinn Pope héldu þrisvar hreinu. Ole Gunnar Solskjær, Mikel Arteta, Sean Dyche og Chris Wilder eru tilnefndir sem stjóri mánaðarins. Solskjær stýrði Man- chester United til sigurs í tveimur leikjum og vann liðið m.a. 2:0-sigur á Chelsea. Mikel Arteta og lærisveinar hans hjá Arsenal náðu í sjö stig af níu mögulegum, eins og Chris Wilder og leikmennirnir hans hjá Sheffield Unit- ed. Þá fór Burnley ósigrað í gegnum febrúarmánuð undir stjórn Sean Dyche. Verða sigurvegararnir tilkynntir á mánudag. United gæti unnið tvöfalt Bruno Fernandes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.