Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Íheiminum eru töluð um sjö þúsundtungumál, og nær helmingur þeirraer án ritmáls. Það er ekki einfalt aðfæra munnlegt tungumál á ritað form svo að merkingargreinandi hljóð skili sér örugglega og enginn vafi leiki á merk- ingu. Það má ímynda sér hve flókið hafi verið að rita íslensku í upphafi ritaldar, hvort sem var um að ræða gömul drótt- kvæði eða lögin. Eitt vitlaust sérhljóð gat umturnað merkingunni. Við erum svo vel sett að eiga fræðilega útlistun á því vanda- máli. Einn af gullmolum íslenskra miðalda- bókmennta er Fyrsta málfræðiritgerðin. Hún er rituð um miðja 12. öld, einhvers staðar á bilinu 1125-75. Verkið lætur kannski ekki mikið yfir sér að umfangi en ber vitni um stórkostlegan frumkvöðla- kraft, lærdóm og hug- myndaauðgi. Í inngangi rit- gerðarinnar segir Fyrsti málfræðingurinn: „En af því að tungurnar eru ólíkar hver annarri, þær þegar er úr einni og hinni sömu tungu hafa gengist eða greinst, þá þarf ólíka stafi í að hafa en eigi hina sömu alla í öllum, sem eigi rita Grikkir latínustöfum grískuna og eigi Latínumenn grískum stöfum latínu né enn heldur hebreskir menn hebreskuna hvorki grískum stöfum né latínu heldur ritar sínum stöfum hver þjóð sína tungu.“ Fyrsti málfræðingurinn, eins og höfundurinn er jafnan kallaður, einsetti sér að koma reglu á íslenska stafsetningu svo að auðveldara væri að skrifa og lesa, og leit til fordæmis enskra manna: „Til þess að hægra verði að rita lesa sem nú tíðist og á þessu landi bæði lög og átt- vísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spaklegu fræði er Ari Þor- gilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti.“ Ritgerðin er þannig mikilvæg heimild um gróskumikið bókmenntastarf á hans tíma. Fyrsti málfræðingurinn vísar einnig tvisvar í dróttkvæðar hend- ingar til stuðnings stórmerkri greinargerð sinni fyrir ritun íslensks máls, í Óttar svarta, skáld Ólafs helga, og Þjóðólf Arnórsson, er orti fyrir Harald harðráða sem féll við Stamford Bridge í London árið 1066, en aðeins einu sinni beint í latneskt rit, skólabókina Disticha eftir Cato sem var notuð í evrópskum skólum miðalda, sem þýdd var sem kvæðið Hugsvinnsmál á íslenska tungu. Íslensku skáldin tóku sér þannig virðingarsæti við hlið latneskra klassískra höfunda í evr- ópskum lærdómi. Elstu dróttkvæðin voru ort í bóklausum heimi og varðveittust í munnlegri geymd, og því var nauðsynlegt að hægt væri að treysta að þau væru „skynsamliga upp tekin“, eins og Snorri orð- aði það síðar í Prologus Heimskringlu. Að öðrum kosti yrði heimilda- gildi þeirra véfengt í ritum um norska valdsmenn. Ritunin var því nátengd valdi og túlkun, rétt eins og er enn í dag. „En af því að tung- urnar eru ólíkar hver annarri“ Tungutak Guðrún Nordal Morgunblaðið/Hanna Bókaþjóð Flateyjarbók var að stærstum hluta skrifuð á árunum 1387 til 1394. Kveikur, fréttaskýringarþáttur RÚV, semsýndur var sl. þriðjudag er merkilegur ogvel unninn þáttur. Hann sýndi okkur þaðÍsland sem sjaldan sést. Það hefur áreiðan- lega verið erfitt að fá það fólk, sem fram kom í þætt- inum, til þess að gera það og opinbera hlutskipti sitt með þeim hætti sem þar var gert. Þau eiga öll miklar þakkir skildar fyrir það. Við búum í svo fámennu samfélagi og návígið er svo mikið að við ættum að líta á það sem sérstakt metnaðarmál okkar að fátækt finnist ekki á Íslandi þegar hér er komið sögu. En við erum því miður langt frá því marki. Kannski er ástæðan sú að útrým- ing þess þjóðfélagsböls sem fátækt er hefur aldrei verið sett efst á blað þeirra samfélagslegu verkefna sem jafnan er unnið að. Hvers vegna ekki? Kannski er ástæðan sú að hér hefur lengi verið í gangi einhvers konar afneitun, þegar kemur að fá- tækt. Það er eins og samfélagið eigi erfitt með að horfast í augu við þann veruleika að fátækt sé til hér. Fyrir mörgum áratugum reyndi rit- stjórn Morgunblaðsins að ná utan um þetta verkefni, sem reyndist mjög erf- itt, ekki sízt vegna þess að þeir sem við var talað voru mjög tregir til þess sjálf- ir að horfast í augu við eigin aðstæður. En nú hefur þetta tekizt með myndarbrag og er þakkarvert. Í þættinum kom fram að talið sé að 18-35 þúsund manns á Íslandi búi við fátækt og þar sé ekki sízt um að ræða einstæð foreldri, öryrkja og innflytjendur. Í þessum hópi er talið að séu um 10 þúsund börn undir 16 ára aldri. Þá vekur það athygli að reynsla sýnir að fjöl- skyldur festast í fátækt, kannski í 2-3 kynslóðir. Þetta eru ekki ný sannindi. Þegar greinarhöfundur átti sæti í nokkur ár í borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík fyrir rúmlega hálfri öld hófst þar mikil vinna við endurskoðun á allri félags- legri þjónustu borgarinnar. Í þeim umræðum kom fram að þá þegar var það vandamál til staðar að jafn- vel þrjár kynslóðir sömu fjölskyldna sætu fastar í fá- tækt. Fátæktin hér birtist með öðrum hætti en hún gerir í stórborgum beggja vegna Atlantshafs. Hún er ekki jafn sýnileg hér vegna þess að þar eru stór hverfi í stórborgum, fátækrahverfi. Það er lífsreynsla út af fyrir sig að fara um þau hverfi í stórum borgum um öll Bandaríkin og sjá hina hliðina á því velsældarþjóð- félagi sem þar er að finna. Nú hefur Kveikur RÚV með Láru Ómarsdóttur í fararbroddi lagt spilin á borðið með þeim hætti að það verður ekki undan því vikist að taka á þessum sameiginlega samfélagslega vanda okkar. Þetta er ekki mál sem á að verða fórnarlamb flokkspólitískra deilna. Slíkt yrði okkur til skammar. Í þess stað eiga allir flokkar, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að taka höndum saman um aðgerðir til þess að þurrka þessa meinsemd út úr samfélagi okkar. Hluti af þeim vanda sem fram kom í þættinum og snýr að börnum og unglingum hefur verið til með- ferðar í barnamálaráðuneyti Ásmundar Einars Daða- sonar frá því að hann tók við ráðherraembætti. Sú undirbúningsvinna er að komast á lokastig og fellur vel inn í það verkefni sem hlýtur að vera framundan á næstu árum við að rífa fátæktina upp með rótum. Lausn þessa máls snýst ekki bara um peninga. Fyrst þarf að verða sú hugarfarsbreyting að sam- félagið allt og þar á meðal allir stjórnmálaflokkar verði sammála um að svona gengur þetta ekki lengur. Í því felst að fólk verði sammála um að horfa ekki lengur þegjandi í aðra átt þegar fátækt kemur til um- ræðu. Það er heldur ekki nýtt að einstæð foreldri séu efst á blaði þegar kemur að fátækt. Þannig hefur það verið í tíð þeirra kynslóða sem nú eru uppi á Ís- landi. Samfélag okkar er þannig vaxið að útivinna tveggja fyrirvinna er nauðsyn- leg til þess að halda uppi þeim lífs- kjörum sem við teljum okkar eiga kröfu til. Og þar af leiðir að ein fyrirvinna dugar tæpast til. Þetta er einstætt verkefni og allt annars eðlis en flest þeirra samfélagsverkefna, sem nú eru á dag- skrá. Þess vegna þurfa flokkarnir á þingi að koma sér saman um annars konar vinnubrögð en almennt tíðk- ast. Í þeim efnum er enn ástæða til að víkja að barna- verkefni Ásmundar Einars. Þar voru fulltrúar allra flokka kallaðir til í upphafi máls og á milli þeirra hef- ur verið góð samstaða eins og við var að búast. Það er erfitt að sjá tilefni til rifrildis þegar um hagsmuna- mál barna er að ræða. Hið sama á við í þessu tilviki. Nú á fólk úr öllum þingflokkum að taka höndum saman um hvernig bezt sé að takast á við þetta risa- stóra verkefni. Að sjálfsögðu þarf að kalla til fólk úr öllum geirum samfélagsins sem vegna starfa sinna þekkir þessi vandamál mæta vel. Þetta tekur tíma og við sjáum ekki árangurinn á skömmum tíma. En það verður að hefja verkið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vel til þess fallin að veita þessu verkefni forystu og koma því í þann farveg að strax verði hafizt handa. Einhver ein- staklingur sem býr yfir mikilli reynslu úr velferðar- kerfi okkar þarf að taka að sér daglega stjórn þess- arar vinnu og hafa sér til ráðuneytis hóp þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Við höldum upp á hundrað ára afmæli lýðveldis okkar eftir tæpan aldarfjórðung. Það væri við hæfi að þá mætti öllum ljóst vera að þetta mikla verkefni hefði verið til lykta leitt. Það Ísland sem sjaldan sést Rífum fátæktina upp með rótum og eyðum henni. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Franski rithöfundurinn FrédéricBastiat mælir gegn hvers kyns viðskiptatálmunum af mikilli fimi. Ég hef þegar rifjað hér upp sögur hans af brotnu rúðunni og bænar- skrá kertasteyparanna, en þar sýnir hann, hversu fráleitt er að neita sér um þann ávinning, sem hlotist getur af frjálsum viðskiptum. Þriðja sag- an er um Róbinson Krúsó á eyði- eyjunni. Bastiat rifjar upp, að Krúsó vill smíða sér viðarborð, en hefur engin ráð til þess önnur en höggva tré, setja það fyrir framan sig og hefla það sæmilega flatt báðum megin með öxi sinni. Þetta tekur hann tvær vikur, og á meðan verður hann að lifa á matarforða sínum, og öxi hans missir bit. En Bastiat bætir við söguna. Þegar Krúsó er að hefja öxina á loft rekur hann augun í, að öldurnar hafa kastað viðarborði upp á ströndina. Hann verður hinn fegn- asti og ætlar niður á strönd að hirða borðið. Þá man hann skyndilega eft- ir rökum tollverndarmanna. Ef hann tekur borðið, þá kostar það hann aðeins ferðina og burðinn með borðið. En ef hann gerir sér borð með öxi sinni, þá skapar það at- vinnu handa honum í tvær vikur, og hann fær um leið tækifæri til að brýna öxina, jafnframt því sem hann notar matarforða sinn og þarf að útvega sér nýjan. Þess vegna er skynsamlegast að fleygja borðinu aftur í sjóinn. Vitaskuld er breytni Krúsós frá- leit. En Bastiat bendir á, að toll- verndarmenn noti jafnan rök af sömu ætt. Þeir vilji tálma innflutn- ing vöru, sem sé ódýrari en hin inn- lenda. Með því séu þeir að neita sér um þann ávinning, sem reki á fjörur okkar af því, að sumir geti framleitt einhverja vöru ódýrar en við eða landar okkar. Þeir breyta í raun eins og Krúsó, þegar hann fleygir viðarborðinu aftur í sjóinn og ham- ast þess í stað við að hefla með ófullkomnu verkfæri nýtt viðarborð á tveimur vikum. Bastiat bendir einnig á, að Krúsó hefði getað notað þessar tvær vikur til að gera sér líf- ið þægilegra eða skemmtilegra. Enn eru þeir þó til, sem neita að skilja hagkvæmni verkaskiptingar og frjálsra viðskipta. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Róbinson Krúsó og viðarborðið VIÐSKIPTA Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.