Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 LC02 hægindastóll Leður Verð 285.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Í lítilli tjörn í Svarfaðardal ræktarbóndi nokkrar bleikjur fyrir sig og sína til ánægju og búbótar fjöl- skyldunni. Nú hefur Matvæla- stofnun ákveðið að skipta sér af þessu, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í fyrradag og bóndanum er eðlilega brugðið.    Matvælastofnun krefst þess aðsögn bóndans að hann annað- hvort fargi bleikjunum eða greiði stofnuninni hálfa milljón króna. Ástæðan virðist sú að stofnunin telji þetta landeldi og til að stunda það þurfi að greiða hálfa milljón króna.    Bóndinn, sem vonast eftir aðþingið grípi inn í og lagfæri regluverkið, segir í samtali við Morgunblaðið: „Mér finnst nauð- synlegt að bændur og landeigendur átti sig á staðreyndum; að þú megir ekki eiga nokkra fiska í eigin tjörn, á þinni jörð öðruvísi en að greiða ríkinu hundruð þúsunda króna. Hvað verður næst? Þurfum við bráðum að borga fyrir að drekka vatn úr bæjarlæknum eða virkja hann?“    Það er auðvitað grafalvarlegthve langt hið opinbera er farið að ganga hér á landi í laga- og reglugerðarsetningu og eftirliti með allri atvinnustarfsemi. Þetta hátterni dregur mjög úr nýsköpun og minnkar þau verðmæti sem verða til.    Málið er þó komið á annað ogverra stig þegar farið er að amast við slíkum smámunum. Hvar ætlar ríkið að draga mörkin? Eða eru engin mörk? Eru fiskabúr barnanna næsta skotmark hins opinbera? Eru fiskabúr barnanna næst? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Dýpkunarskipið Trud R er komið til landsins og hefur hafið vinnu við dýpkun í Landeyjahöfn. Verður skipið að út mánuðinn en þá hefst vinna Björgunar ehf. við hefðbundna vordýpkun. Vegagerðin samdi við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn frá 15. febrúar og út mars. Trud R átti að hefjast handa eftir miðjan febrúar en skipið tepptist í nokkra daga í Færeyjum vegna veðurs og þess vegna hefur verkið tafist. Dælt út í strauminn Vegagerðin samdi við Björgun um dýpkun í Landeyjahöfn vor og haust og í nóvember var samið við fyrir- tækið um viðbótardýpkun út janúar. Í ljósi reynslunnar í fyrra var ákveð- ið að dýpka í febrúar og mars í því augnamiði að geta opnað höfnina fyrr. Samið var við danska fyrir- tækið um að reyna aðrar aðferðir við dýpkunina. Í stað þess að dæla sand- inum upp og sigla með hann út fyrir ströndina verður reynt að dæla út í strauminn og láta efnið berst burt með honum. Annars er staðan í Landeyjahöfn ágæt. Nýi Herjólfur siglir þangað nú og hefur gert í vetur þegar veður hefur leyft. helgi@mbl.is Danir dýpka með öðrum aðferðum  Trud R er komið til verka í Landeyja- höfn eftir tafir í Færeyjum vegna óveðurs Ljósmynd/aðsend Dýpkun Trud R sprautar sandinum af botninum og út í strauminn. Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vest- mannaeyjar, Hornafjörður, Vopna- fjörður og Langanesbyggð lýsa yfir miklum vonbrigðum með að sjávar- útvegsráðherra, stjórnvöld og Haf- rannsóknastofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning er að hefjast. Í þess- um sveitarfélögum hefur útgerð loðnuskipa og vinnsla í landi verið stór þáttur í atvinnulífinu. Um rannsóknakvótann segir í yfirlýsingunni að með honum hefði gefist mikilvægt tækifæri til rann- sókna á stofninum ásamt því að hægt hefði verið að verja hrogna- markaði. Margþætt áhrif Það sé áhyggjuefni hversu mikið skorti upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum. Stjórnvöld verði að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknastofnun kleift fjár- hagslega að ráðast í slíkar rann- sóknir. Ekki síst hafi það verið mikið áfall að heyra að Hafrannsókna- stofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að geta vaktað loðnuna og hegðun hennar nú. „Þá geta áðurtalin sveitarfélög, sem byggja afkomu sína að stóru leyti á uppsjávarveiðum, ekki sætt sig við þau svör sem þau hafa fengið frá ráðherra í fjölmiðlum um að þau þurfi að taka á sig skellinn af loðnu- bresti ár eftir ár án nokkurrar að- komu eða umræðna við stjórnvöld um aðrar tímabundnar aðgerðir til að mæta slíkum áföllum. Þá er rétt að hafa í huga að áföll sem þessi hafa ekki bara áhrif á rekstur sveitarfélaganna heldur líka fyrirtækja í þeim sem og almennings og það á að vera samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitastjórna að mæta slíku,“ segir í yfirlýsingunni. aij@mbl.is Skellur af loðnu- bresti ár eftir ár  Áhyggjur í sveitar- félögum sem treyst hafa á loðnuna Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Verði loðnubrestur annað árið í röð hefði það áhrif víða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.