Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. VANTAR ÞIG JÁRN? - MUNNÚÐI SEM VIRKAR Munnsprey tryggir hámarks upptöku Fer ekki í gegnummeltingarveg og veldur því ekki hægðatregðu Það eru þó nokkur vel þekkt og algeng einkenni járnskorts sem gott er að vera vakandi yfir: n Orkuleysi n Svimi & slappleiki n Hjartsláttartruflanir n Föl húð n Andþyngsli n Minni mótstaða gegn veikindum n Handa- og fótkuldi brotið niður og er nú horfið af sjónarsviðinu en í framhaldinu var hafist handa við að undirbyggja og grjótverja vegstæði í sjó fram aust- an við Nesveg auk landfyllingar og er það verk í höndum Borgarverks.    Skíðalyftan ofan við bæinn var ræst í upphafi mánaðar og hefur þegar þetta er skrifað verið opin dag hvern skíðaiðkendum og útivistar- fólki til mikillar ánægju. Áform eru uppi um frekari uppbyggingu skíða- svæðisins og þá að setja upp nýja lyftu ofan við núverandi skíðasvæði í Eldhömrum og jafnframt að leggja þangað veg, er gert ráð fyrir slíkum framkvæmdum í nýju aðalskipulagi sem nú er í staðfestingarferli. Að þessu er unnið á vegum Skíðafélags Snæfellsnes sem stjórnað er af ungu og drífandi fólki.    Hið árlega Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grundarfjarðar var haldið fyrir skemmstu og laðaði að sér fjölda fólks af Nesinu. Auk kút- maga troðins lifur var veisluborðið fjölbreytt fiskréttahlaðborð sem á sér fáa líka. Því til viðbótar var hið vinsæla happdrætti í gangi og fjöldi vinninga gefinn af þjónustuaðilum víðsvegar að. Veislustjóri var hinn vinsæli útvarpsmaður og óperu- söngvari Ásgeir Páll Ágústsson. Af- rakstur kvöldsins rann að þessu sinni til að styrkja æskulýðs- og íþróttastarf í Grundarfirði og Snæ- fellsnesi. Þessa styrki hlutu Ung- mennafélag Grundarfjarðar, Skíða- félag Snæfellsness, Skotveiðifélagið Skotgrund með félagsmenn af öllu Snæfellsnesi og Klifurfell.    Ekkert lát er á straumi ferða- langa sem mæta hér hvern dag í misstórum rútum frá Reykjavík til að skoða „ Foss og Fell“ og mynda í bak og fyrir. Þessir ferðalangar sjást síðan í löngum biðröðum við salernið í Kjörbúðinni en í haust var lokað aðgangi að salernum í Sam- komuhúsinu. Hvalaskoðunarferðir á vegum Láki tours hafa gengið vel þá daga sem gefið hefur á sjó og eru greinilega mjög eftirsóttar. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Framkvæmdir Gamla beinaverksmiðjuhúsið í Grundarfjarðarhöfn hefur verið brotið niður og er nú horfið. Hafnargarðurinn lengdur ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Framkvæmdir við lengingu Norðurgarðsins eru töluvert á veg komnar en það er Borgarverk úr Borgarnesi sem sér um fram- kvæmdina. Fyrsta grjóthlassinu var sturtað í uppfyllingu vegna leng- ingar Norðurgarðs 19. nóvember sl. og gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum við þennan verkhluta ljúki fyrir 1. júní 2020. Fyrir nokkru var hafist handa við að reka niður stálþil og hefur það verið nokkuð taf- samt vegna veðurs og tæknilegra erfiðleika en miðar nú hægt en örugglega eftir að verktaki endur- nýjaði lofthamarinn sem rekur á eftir stálinu niður í sjávarbotninn en sá nýi er miklum mun öflugri.    Fleira er að gerast á hafnar- svæðinu, fyrir nokkrum vikum var gamla beinaverksmiðjuhúsið, sem þar hafði staðið autt til margra ára, Engar sérreglur gilda um fiskeldi í smáum stíl, eins og stundað er víða um land. Þetta segir Matvælastofn- un, en í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndi Bjarni Óskarsson á Völl- um í Svarfaðardal að stofnunin setti eldi sem hann stundar á jörð sinni ströng skilyrði. Er þess krafist að hann greiði tæplega hálfa milljón króna í leyfisgjöld. Matvælastofnun bendir hins vegar á að á Völlum séu um 1.000 bleikjur, sem fluttar eru frá eldisstöð sem seiði í tjörnina og eru fiskarnir síðan fóðraðir þar. Slík starfsemi falli undir skilgreiningar á fiskeldi í lögum og reglum. Óháð sælkerabúð og matvælavinnslu „Ekki liggur fyrir grunur um hættu eða smit vegna eldisins og er útgáfa rekstrarleyfis í raun óháð þeim þáttum sem snúa að löggjöf um fisksjúkdóma eða matvælaöryggi. Eldisstarfsemi er hins vegar háð eftirliti eftir því sem við á og lög og reglur segja til um,“ segir í skriflegu svari frá stofnuninni. Þar kemur einnig fram að engin áhrif hafi í þessu máli að á Völlum starfrækja ábúendur matvælavinnslu og sæl- keraverslun. Veiting rekstrarleyfa í fiskeldi sé óháð kröfum í löggjöf um matvælavinnslu og það sama eigi við um verslun og viðskipti. „Matvælastofnun er því að sinna skyldum sínum, þar sem í lögum um fiskeldi kemur skýrt fram að til starfrækslu fiskeldisstöðva þurfi rekstrarleyfi sem stofnun veitir og starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir. Óumdeilt er að ekkert rekstrarleyfi hefur verið gefið út fyr- ir þessari starfsemi,“ segir í svari. Þar er tekið fram að skv. lögum beri umsækjendum um rekstrarleyfi að líka greiða lágmarksgjald til Mast vegna kostnaðar sem þar fellur vegna afgreiðslu mála viðkomandi. Um bleikjueldið á Völlum og af- skipti af því segist Matvælastofnun byggja aðgerðir sínar á skýrum lagakröfum. Ekki sé hægt að heimila starfsemi án rekstrarleyfis. Verklag í þróun „Að gefnu tilefni má einnig geta þess að verklag stofnunarinnar er stöðugt í þróun eins og vera ber. Þetta mál má hins vegar rekja til þess að stofnuninni er falið að fram- fylgja gildandi löggjöf um fiskeldi, þar sem engar undanþágur eru varð- andi umfang eldis,“ segir í svari Mat- vælastofnunar. Fiskeldið er háð eftirliti og lögum  Bókstafur gildir  Matvælastofnun segir lágmarksgjald vera innheimt Svarfaðardalur Í þessum tjörnum á Bakka eru bleikjurnar aldar. Eldisreglur » Engar sérreglur gilda um fiskeldi í smáum stíl. » Ekki sé hægt að heimila starfsemi án rekstrarleyfis. » Eldisstarfsemi er háð eftir- liti eftir því sem við á og lög og reglur segja til um. » Skýrar lagakröfur Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.