Morgunblaðið - 07.03.2020, Page 20

Morgunblaðið - 07.03.2020, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. VANTAR ÞIG JÁRN? - MUNNÚÐI SEM VIRKAR Munnsprey tryggir hámarks upptöku Fer ekki í gegnummeltingarveg og veldur því ekki hægðatregðu Það eru þó nokkur vel þekkt og algeng einkenni járnskorts sem gott er að vera vakandi yfir: n Orkuleysi n Svimi & slappleiki n Hjartsláttartruflanir n Föl húð n Andþyngsli n Minni mótstaða gegn veikindum n Handa- og fótkuldi brotið niður og er nú horfið af sjónarsviðinu en í framhaldinu var hafist handa við að undirbyggja og grjótverja vegstæði í sjó fram aust- an við Nesveg auk landfyllingar og er það verk í höndum Borgarverks.    Skíðalyftan ofan við bæinn var ræst í upphafi mánaðar og hefur þegar þetta er skrifað verið opin dag hvern skíðaiðkendum og útivistar- fólki til mikillar ánægju. Áform eru uppi um frekari uppbyggingu skíða- svæðisins og þá að setja upp nýja lyftu ofan við núverandi skíðasvæði í Eldhömrum og jafnframt að leggja þangað veg, er gert ráð fyrir slíkum framkvæmdum í nýju aðalskipulagi sem nú er í staðfestingarferli. Að þessu er unnið á vegum Skíðafélags Snæfellsnes sem stjórnað er af ungu og drífandi fólki.    Hið árlega Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grundarfjarðar var haldið fyrir skemmstu og laðaði að sér fjölda fólks af Nesinu. Auk kút- maga troðins lifur var veisluborðið fjölbreytt fiskréttahlaðborð sem á sér fáa líka. Því til viðbótar var hið vinsæla happdrætti í gangi og fjöldi vinninga gefinn af þjónustuaðilum víðsvegar að. Veislustjóri var hinn vinsæli útvarpsmaður og óperu- söngvari Ásgeir Páll Ágústsson. Af- rakstur kvöldsins rann að þessu sinni til að styrkja æskulýðs- og íþróttastarf í Grundarfirði og Snæ- fellsnesi. Þessa styrki hlutu Ung- mennafélag Grundarfjarðar, Skíða- félag Snæfellsness, Skotveiðifélagið Skotgrund með félagsmenn af öllu Snæfellsnesi og Klifurfell.    Ekkert lát er á straumi ferða- langa sem mæta hér hvern dag í misstórum rútum frá Reykjavík til að skoða „ Foss og Fell“ og mynda í bak og fyrir. Þessir ferðalangar sjást síðan í löngum biðröðum við salernið í Kjörbúðinni en í haust var lokað aðgangi að salernum í Sam- komuhúsinu. Hvalaskoðunarferðir á vegum Láki tours hafa gengið vel þá daga sem gefið hefur á sjó og eru greinilega mjög eftirsóttar. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Framkvæmdir Gamla beinaverksmiðjuhúsið í Grundarfjarðarhöfn hefur verið brotið niður og er nú horfið. Hafnargarðurinn lengdur ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Framkvæmdir við lengingu Norðurgarðsins eru töluvert á veg komnar en það er Borgarverk úr Borgarnesi sem sér um fram- kvæmdina. Fyrsta grjóthlassinu var sturtað í uppfyllingu vegna leng- ingar Norðurgarðs 19. nóvember sl. og gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum við þennan verkhluta ljúki fyrir 1. júní 2020. Fyrir nokkru var hafist handa við að reka niður stálþil og hefur það verið nokkuð taf- samt vegna veðurs og tæknilegra erfiðleika en miðar nú hægt en örugglega eftir að verktaki endur- nýjaði lofthamarinn sem rekur á eftir stálinu niður í sjávarbotninn en sá nýi er miklum mun öflugri.    Fleira er að gerast á hafnar- svæðinu, fyrir nokkrum vikum var gamla beinaverksmiðjuhúsið, sem þar hafði staðið autt til margra ára, Engar sérreglur gilda um fiskeldi í smáum stíl, eins og stundað er víða um land. Þetta segir Matvælastofn- un, en í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndi Bjarni Óskarsson á Völl- um í Svarfaðardal að stofnunin setti eldi sem hann stundar á jörð sinni ströng skilyrði. Er þess krafist að hann greiði tæplega hálfa milljón króna í leyfisgjöld. Matvælastofnun bendir hins vegar á að á Völlum séu um 1.000 bleikjur, sem fluttar eru frá eldisstöð sem seiði í tjörnina og eru fiskarnir síðan fóðraðir þar. Slík starfsemi falli undir skilgreiningar á fiskeldi í lögum og reglum. Óháð sælkerabúð og matvælavinnslu „Ekki liggur fyrir grunur um hættu eða smit vegna eldisins og er útgáfa rekstrarleyfis í raun óháð þeim þáttum sem snúa að löggjöf um fisksjúkdóma eða matvælaöryggi. Eldisstarfsemi er hins vegar háð eftirliti eftir því sem við á og lög og reglur segja til um,“ segir í skriflegu svari frá stofnuninni. Þar kemur einnig fram að engin áhrif hafi í þessu máli að á Völlum starfrækja ábúendur matvælavinnslu og sæl- keraverslun. Veiting rekstrarleyfa í fiskeldi sé óháð kröfum í löggjöf um matvælavinnslu og það sama eigi við um verslun og viðskipti. „Matvælastofnun er því að sinna skyldum sínum, þar sem í lögum um fiskeldi kemur skýrt fram að til starfrækslu fiskeldisstöðva þurfi rekstrarleyfi sem stofnun veitir og starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir. Óumdeilt er að ekkert rekstrarleyfi hefur verið gefið út fyr- ir þessari starfsemi,“ segir í svari. Þar er tekið fram að skv. lögum beri umsækjendum um rekstrarleyfi að líka greiða lágmarksgjald til Mast vegna kostnaðar sem þar fellur vegna afgreiðslu mála viðkomandi. Um bleikjueldið á Völlum og af- skipti af því segist Matvælastofnun byggja aðgerðir sínar á skýrum lagakröfum. Ekki sé hægt að heimila starfsemi án rekstrarleyfis. Verklag í þróun „Að gefnu tilefni má einnig geta þess að verklag stofnunarinnar er stöðugt í þróun eins og vera ber. Þetta mál má hins vegar rekja til þess að stofnuninni er falið að fram- fylgja gildandi löggjöf um fiskeldi, þar sem engar undanþágur eru varð- andi umfang eldis,“ segir í svari Mat- vælastofnunar. Fiskeldið er háð eftirliti og lögum  Bókstafur gildir  Matvælastofnun segir lágmarksgjald vera innheimt Svarfaðardalur Í þessum tjörnum á Bakka eru bleikjurnar aldar. Eldisreglur » Engar sérreglur gilda um fiskeldi í smáum stíl. » Ekki sé hægt að heimila starfsemi án rekstrarleyfis. » Eldisstarfsemi er háð eftir- liti eftir því sem við á og lög og reglur segja til um. » Skýrar lagakröfur Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.