Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ígærmorgun varenga orrustu-flugvél að sjá á himninum yfir Idlib í fyrsta skipti í lang- an tíma. Óhugnan- legt hefur verið að fylgjast með sókn sýrlenska stjórnarhersins með stuðningi Rússa að síðustu vígjum uppreisnarmanna í Sýr- landi. Það hefur verið augljós stefna Bashars al-Assads að eira engu í sókn sinni til að ná aftur öllum þeim svæðum sem hann hefur misst í átökunum í land- inu. Sóknin til að ná Idlib hófst fyrir þremur mánuðum og hefur haft hrikalegar afleiðingar og leitt til þess að fjöldi manns hef- ur flosnað upp og er á vergangi. Hjá Sameinuðu þjóðunum er tal- að um mestu neyð frá því að stríðið hófst árið 2011. Eina hjálp þeirra sem verja Idlib hefur komið frá Tyrkjum, sem sendu þúsundir hermanna á vettvang. Þegar á fjórða tug tyrkneskra hermanna féll í árás sýrlenska hersins brugðust Tyrkir hart við og ótti kviknaði um að átökin myndu ágerast, ekki síst vegna þáttar Rússa í aðgerðum Sýrlendinga. Á fimmtudag náðu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrk- lands, samkomulagi um vopna- hlé, sem tók gildi í gær. Kveður það meðal annars á um sam- eiginlegt eftirlit Rússa og Tyrkja síðar í mánuðinum. Vissulega er ástæða til að fagna vopnahléinu og vona að það beri árangur, en reynslan gefur ekki tilefni til bjartsýni. Meginástæðan er sú að Assad ætlar sér meira og svífst einskis. Í hans huga eru mannslíf einskis virði og svipar honum þar til föð- ur síns. Hafez al-Assad barði allt and- óf niður af harðfylgi í valdatíð sinni. Í byrjun níunda áratugar- ins kviknaði andóf gegn honum og var kjarni uppreisnarmanna í Hama, fjórðu stærstu borg Sýr- lands. Í febrúar árið 1982 lét Assad til skarar skríða gegn andstæðingum sínum. Ekki er víst hvað margir féllu, en talað er um allt að 40 þúsund manns. Uppreisnarhverfin voru jöfnuð við jörðu svo ekki færi á milli mála hvernig færi fyrir andófs- mönnum í landinu. Þegar Bashar tók við af föður sínum héldu margir að við tæki mildara stjórnarfar, en það reyndist öðru nær. Það er mikil einföldun að kalla átökin í Sýrlandi borgarastyrj- öld. Margir hafa skorist í leik- inn. Sýrlenski rithöfundurinn Khaled Khalifa segir að í Sýr- landi takist á hagsmunir ýmissa utanaðkomandi aðila, grannríkja og stórvelda, sem geri upp sakir í Sýrlandi. Skáldsaga Khaleds Dauðinn er barningur er mögn- uð lýsing á stríði þar sem líkbíll verður „hversdagslegt fyrirbæri og vekur einungis öfund þeirra sem lifa í stöðugri kvöl, viðbúin dauð- anum“. Í Sýrlandi berjast vígamenn úr öllum áttum. Ríki íslams hreiðraði þar um sig um tíma og náði undir sig stórum svæðum. Íranar koma við sögu og sveitir Hezbollah-hreyfingarinnar í Líb- anon hafa lagt Assad lið ásamt Rússum, sem hafa haft herstöð í Sýrlandi og vilja ekki missa einu fótfestu sína við Miðjarðarhafið. Tyrkir hafa hjálpað uppreisnar- mönnum, en um leið reynt að koma í veg fyrir að Kúrdar í Sýr- landi yrðu of atkvæðamiklir. Bandaríkjamenn hafa hins vegar stutt Kúrda, ekki síst vegna þess að þeir hafa verið helstu banda- mennirnir í að ráða niðurlögum Ríkis íslams, og þar með verið í öðru liði en tyrkneskir banda- menn þeirra í Atlantshafs- bandalaginu. Þá má ekki gleyma íhlutun Sádi-Araba og banda- manna þeirra, sem vilja gæta þess að Íranar verði ekki of að- sópsmiklir. Ástæðan fyrir afskiptum Tyrkja af átökunum í Sýrlandi er sú helst að flóttamannavandinn hefur einkum bitnað á þeim. 3,6 milljónir flóttamanna eru fyrir í Tyrklandi og það myndi reyna verulega á að taka á móti nýrri holskeflu. Grunnt hefur verið á hinu góða milli Tyrkja og bandamanna þeirra í Atlantshafsbandalaginu undanfarið. Ákvörðun Erdogans um að opna landamærin og hleypa flóttamönnum í gegn hef- ur vakið ugg og reiði í Evrópu. Í leiðara í tímaritinu The Eco- nomist í þessari viku eru banda- menn Tyrkja í NATO hvattir til að veita þeim stuðning hvað sem líði ágreiningi á ýmsum sviðum og stjórnarfari í Tyrklandi. Pútín hefur reynt að nýta sér þennan ágreining og reka fleyg á milli Tyrkja og NATO. Tókst honum meðal annars að selja Tyrkjum loftvarnarkerfi, sem enga samleið eiga með kerfum NATO. „En Tyrkland er of mikilvægt til að NATO láti það lönd og leið,“ segir í blaðinu. „Það er með næst- stærsta her bandalagsins og liggur á krossgötum austurs og vesturs.“ Blaðið telur að nú sé tækifæri til að bæta úr samskipt- unum og NATO geti ýmislegt gert án þess að senda her, allt frá því að útvega hergögn til hjálpar- gagna og aðstoðar við ratsjár- eftirlit. Þegar gamla Júgóslavía lið- aðist í sundur í vopnagný stóð Evrópa lémagna hjá. Það sama gerðist í Sýrlandi og þegar flótta- mennirnir þyrptust brott sátu Tyrkir uppi með svartapéturinn, ásamt Líbönum, Jórdönum og Egyptum. Um miðjan þennan mánuð verða níu ár liðin frá því að stríðið hófst í Sýrlandi. Það hefur kostað 400 þúsund manns lífið og milljónir manna eru á vergangi. Það er til skammar að ekki hafi tekist að stöðva þennan illa leik. Atlantshafs- bandalagið ætti að leggja Tyrkjum lið} Ógnarástand í Sýrlandi Þ að hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að smit af völdum CO- VID-19-kórónuveirunnar hafa nú greinst hér á landi. Um 100.000 manns um allan heim hafa smitast af veirunni og í gær, 6. mars, lýsti embætti ríkislögreglustjóra yfir neyðarstigi almanna- varna í samráði við sóttvarnalækni og emb- ætti landlæknis en það er gert þegar hóp- sýking er farin að breiðast út innanlands. Neyðarstig almannavarna merkir meðal ann- ars að fyrirtæki og stofnanir hafa það hlut- verk að herða á sínum vörnum til þess að hefta megi útbreiðslu smita eins og kostur er. Flest smitin sem greinst hafa hérlendis eru enn sem komið er bundin við ferðalanga sem hafa komið til landsins nýlega frá Norður- Ítalíu eða Austurríki og í gær var staðan sú að smitin sem hafa átt sér stað innanlands má rekja til sam- skipta við fólk sem var að koma af þeim svæðum erlendis þar sem smit hefur greinst. Embætti landlæknis heldur úti fræðsluvef um CO- VID19-kórónaveiruna á heimasíðunni sinni, landlaekn- ir.is, en þar má finna nýjustu upplýsingar og fræðslu um veiruna. Fræðsluefni má einnig finna á Facebook-síðu Embættis landlæknis og sóttvarnalæknir hefur upplýst almenning um málið í fjölmiðlum oft og vel. Almanna- varnadeild Ríkislögreglustjóra hefur boðað til blaða- mannafunda reglulega vegna málsins þar sem farið er yfir stöðuna, nú síðast í gær, auk þess sem ýmsar stofn- anir og fyrirtæki hafa birt fræðsluefni á sín- um heimasíðum, til dæmis Landspítali og RÚV. Upplýsingar og fræðslu um veiruna er því að finna á hinum ýmsu stöðum og miðlum og ég hvet alla til að kynna sér slíkar upplýs- ingar. Nú skiptir öllu máli að almenningur gæti að almennu hreinlæti og smitvörnum og það þurfum við öll að taka til okkar. Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum s.s. peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Mikilvægt er að hósta eða hnerra í oln- bogabót eða í pappír, forðast náið samneyti við ein- staklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta, gæta hreinlætis og forðast snertingu við augu, nef og munn, varast snertifleti á fjölförnum stöðum og heilsa frekar með brosi en handabandi. Í þessu samhengi langar mig að þakka sérstaklega heilbrigðisstarfsfólki fyrir þeirra vinnu. Starfsfólk heil- brigðisþjónustunnar stendur í ströngu þessa dagana og álagið er mikið. Framlag þess er mikilvægt og við ættum öll að muna að þakka fyrir það. Svandís Svavarsdóttir Pistill Verjumst veirunni Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen 159 tilfelli veirunnar í fjórtán ríkjum. Það er ótrúlega lág tala miðað við mannfjölda og tölfræðilegar líkur á smiti þar vestra. Enda skýrist það af því að aðeins höfðu innan við 500 sýni verið greind í landinu öllu! Á sama tíma eru 10 þúsund sýnatökur dag- lega í Suður-Kóreu. Það má því segja að Bandaríkin gætu verið tifandi tímasprengja hvað útbreiðslu kór- ónuveirunnar snertir. Sama er að segja um fjölda annarra landa, ekki síst þar sem heilbrigðiskerfi eru vanþróuð og fjárhagslega veik. Þá getur alls kyns ábyrgðarlaus hags- munagæsla stjórnvalda spilað inn í; menn veigra sér við að tilkynna smit til að skaða ekki efnahag landa sinna, ekki síst ferðaþjónustu. Þetta á sér- staklega við um lönd sem búa ekki við lýðræði og vön eru að fara með allar viðkvæmar upplýsingar af ýtr- ustu leynd. Ljóst er að heilbrigðiskerfin í okk- ar heimshluta þurfa fljótlega á veru- lega auknum fjárveitingum að halda til að geta veitt veirunni viðnám og sjúklingum nauðsynlega þjónustu. Sjúkrahús er sums staðar orðin yfir- full og þörf á nýjum rýmum til að taka við sjúklingum. Kínverjar byggðu ný bráðabirgðasjúkrahús á nokkrum dögum sem kunnugt er og fluttu tugþúsundir heilbrigðisstarfs- manna til Hubei-héraðs, þar sem veiran uppgötvaðist, frá öðrum landshlutum. Víða munu stjórnvöld vera að íhuga að kalla aftur til starfa tímabundið lækna og hjúkrunar- fræðinga sem látið hafa af störfum aldurs vegna. Þá er víða óleyst það vandamál hvernig fjármagna eigi vinnu- fjarveru tugþúsunda manna sem eru í sóttkvíum. Hér á landi hefur tekist samkomulag um útfærslu en málið er flóknara hjá milljónaþjóðunum. Inn í það spilar hvernig ólík heil- brigðiskerfi virka; milljónir manna í Bandaríkjunum eru t.d. án sjúkra- trygginga og ráða ekki við útgjöld sem leiða af veikindum vegna veir- unnar. Economist segir að víða í iðnríkj- um Vesturlanda sé verið að lækka vexti og auka framboð lausafjár til að bregðast við efnahagssamdrætt- inum sem fylgir útbreiðslu kórónu- veirunnar. Þetta breyti hins vegar engu um útbreiðslu veirunnar sjálfr- ar og áhrif hennar á fólk og atvinnu- starfsemi. Betra sé að veita beina fjárhagsstyrki til að halda hjólum at- vinnulífsins gangandi með því að niðurgreiða kostnað fólks af heil- brigðisþjónustu og dvöl í sóttkví eins og nokkur lönd séu þegar farin að gera eða undirbúa. En stóra málið núna sé alls staðar að hægja á út- breiðslu veirunnar. Veirutilfellin gætu verið margfalt fleiri AFP Kórónuveiran Víða erlendis notar fólk andlitsgrímur á almannafæri til að fyrirbyggja smit af völdum veirunnar. Sérstaklega er áberandi að fólk af asískum uppruna gerir þetta, enda vant að bera grímur gegn öðrum kvillum. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnúson gudmundur@mbl.is Síðdegis í gær voru ríflega eitthundrað þúsund manns víðsvegar um heim smituð afkórónuveirunni. Yfir 3.400 höfðu látist og um 56 þúsund náð heilsu á ný. Tölur um fjölda smit- aðra, látinna og þeirra sem náð hafa heilsu á ný eru m.a. birtar daglega á sérstakri vefsíðu Johns Hopkins- háskólans í Baltimore í Bandaríkj- unum eftir því sem þær berast frá heilbrigðisyfirvöldum í ríkjum heims. Ekki er útilokað – raunar mjög líklegt – að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna um allan heim sé margfalt meiri en þar kemur fram að því er segir í umfjöllun um málið í nýjasta hefti vikuritsins The Economist. Í gær hafði kórónuveiran verið staðfest í 85 löndum í öllum heims- hlutum. Fyrir aðeins viku voru lönd- in 50. Auk upprunalandsins Kína eru það aðallega þrjú lönd sem flutt hafa veiruna út til annarra landa, Íran, Suður-Kórea og Ítalía. Flest tilfellin sem greinst hafa hér á landi má rekja til Ítalíu en nokkur til skíða- staðar í Austurríki. Í Bandaríkjunum voru í gær þekkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.