Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í vor hefjast framkvæmdir við varnargarða ofan Urða, Hóla og Mýra á Patreksfirði og er áætlað að þeirri framkvæmd verði lokið 2023. Á árinu 2019 hófust framkvæmdir við varnargarð og keilur undir Urðarbotnum í Neskaupstað og er áætlað að því verki ljúki 2021. Byrjað er að huga að frekari vörnum vegna snjóflóða á Flateyri. Þá er lík- legt að framkvæmdir geti hafist í ár við krapaflóðavarnir í Lambeyrará á Eskifirði. Þessar upplýsingar koma fram í svari frá umhverfisráðuneytinu varðandi næstu skref í ofanflóða- vörnum á landinu. Fyrir liggur ný áætlun um ofanflóðavarnir, en fram- kvæmdum er ólokið á 10 stöðum af 15 þar sem hættusvæði C, mest hætta, hefur verið skilgreind. Í samantekt átakshóps um úrbæt- ur á innviðum kemur fram að vinnu við ofanflóðavarnir verður flýtt. Nú er miðað við að uppbyggingu ofan- flóðavarna verði lokið árið 2030 og um fimmtán milljarðar króna fari til viðbótar í verkefnið, frá því sem áður var miðað við, til að auka slagkraft við uppbygginguna. Áður var útlit fyrir að uppbyggingunni yrði ekki lokið fyrr en um 2050. Áætlað er að framkvæmt verði við ofanflóðavarnir fyrir tæpar 1.200 milljónir króna í ár, en fjárveiting vegna framkvæmda þessa árs var ákveðin í fjárlögum fyrir áramót. Með fjármálaáætlun sem verður væntanlega kynnt í lok mánaðarins skýrist hins vegar hversu miklir fjármunir fara í málaflokkinn á næstu árum, samkvæmt upplýs- ingum úr umhverfisráðuneytinu. Fyrir liggur að áfram verður unn- ið á Patreksfirði næstu 3-4 árin og áætlað er að verkefnum undir Urðarbotnum í Norðfirði ljúki á næsta ári. Á árunum 2021-25 er fyrirhugað að byrja á níu verk- efnum, m.a. á Seyðisfirði og Siglu- firði. Fyrirvari er í aðgerðaáætlun stjórnvalda um forgangsröðun og tímasetningar. Velflestar tekið á sig áraun vegna ofanflóða Í kjölfar snjóflóðanna á Súðavík og Flateyri 1995 var gripið til laga- breytinga og umfangsmikillar upp- byggingar ofanflóðavarna. „Þær varnir sem reistar hafa verið á tæp- lega 25 árum hafa sannað gildi sitt og velflestar tekið á sig áraun vegna ofanflóða,“ segir í skýrslu um upp- byggingu innviða, sem unnin var af átakshópi sem stjórnvöld skipuðu og skilaði af sér 28. febrúar. Síðasta tæplega aldarfjórðung hefur um 22 milljörðum á núvirði verið varið til ofanflóðavarna. Fár- viðrið í desember og sér í lagi snjó- flóðin á Flateyri og Súgandafirði 14. janúar urðu til þess að varpa ljósi á framvindu framkvæmda við ofan- flóðavarnir. Þá kom fram að fjármagn sem er eyrnamerkt framkvæmdum við ofanflóðavarnir hefur aðeins að hluta skilað sér í þau verkefni. Þannig skil- aði gjald, sem árlega er lagt á allar brunatryggðar húseignir, 0,3‰, tæplega 2,6 milljörðum á síðasta ári og frá upphafi álagningar 1998 alls um 43,5 milljörðum króna. Varnir á Flateyri í skoðun Samkvæmt upplýsingum úr um- hverfisráðuneytinu er þegar byrjað að skoða mögulegar breytingar á ofanflóðavörnum á Flateyri. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir á þessu ári og þá verði teknar ákvarðanir um framvinduna. Í greinargerð aðgerðarhóps í kjöl- far snjóflóðanna á Flateyri er rifjað upp að 14. janúar 2020 hafi tvö stór snjóflóð fallið á og að einhverju leyti yfir snjóflóðavarnargarðana fyrir of- an Flateyri. „Annað flóðið féll úr Skollahvilft og hitt úr Innra-Bæjar- gili. Flóðið sem féll úr Innra-Bæjar- gili rann með vestari leiðigarðinum, út í sjó vestan Flateyrar og að hluta yfir garðinn á húsið að Ólafstúni 14. Flóðið úr Skollahvilft rann með eystri leiðigarðinum og út í höfnina við Flateyri,“ segir í greinargerð- inni. Þar kemur einnig fram að varnargarðarnir virðist hafa leitt meginstraum beggja snjóflóðanna niður til sjávar og bægt þeim þannig frá byggðinni. Líf fólks getur verið í hættu við höfnina „Almennt töldu íbúar Flateyrar sig örugga undir görðunum en sú ör- yggistilfinning er verulega skert eft- ir flóðin 14. janúar og er það skýr vilji íbúanna að gripið verði til að- gerða til að auka öryggi þeirra,“ segir í greinargerðinni. Bent er á að höfnin sé ekki eingöngu atvinnu- svæði heldur einnig mikilvæg sam- gönguæð, athafnasvæði og flóttaleið. „Þegar fólk er á höfninni getur líf fólks því verið í hættu,“ segir í greinargerðinni. Meðal tillagna Flateyrarnefndar- innar er að varnir gegn snjóflóðum á Flateyri verði auknar og því verk- efni verði hraðað eins og kostur er og sett í forgang. Kynning á styrk- ingu varna og nýju hættumati fari fram samhliða. Þá eru einnig gerðar tillögur um snjóflóðavarnir fyrir Flateyrarveg. Hugað að frekari vörnum á Flateyri  Unnið við ofanflóðavarnir á Patreksfirði næstu 3-4 ár  Miðað við að framkvæmdum undir Urðar- botnum í Norðfirði ljúki 2021  Fimmtán milljarðar á næstu árum til að auka slagkraft í uppbyggingu Morgunblaðið/Hallur Már Óvissa Öryggistilfinning íbúa á Flateyri er verulega skert eftir flóðin 14. janúar, segir í greinargerð aðgerðarhóps vegna snjóflóðanna í vetur. Loðnuveiðar hafa ekki verið leyfð- ar í Barentshafi í vetur, annan veturinn í röð eins og við Ísland. Í samtali við Fiskeribladet í Noregi segir Atle Forland, skipstjóri á snjókrabbabátnum Northeastern, hins vegar frá stórum loðnuflekkj- um í Barentshafi, 85-90 sjómílur norður af nyrsta odda Noregs. Skipstjórinn hefur mikla reynslu af nótaveiðum á stórum uppsjávar- skipum og lýsir undrun sinni á því að loðnuveiðar skuli ekki vera leyfðar. Fram kemur í fréttinni að bann við loðnuveiðum í Barentshafi og við Ísland hafi í för með sér millj- arðatap fyrir norska uppsjávar- flotann. Haft er eftir Forland að sjómenn verði varir við loðnu á sumrin, haustin og veturna og seg- ist hann ekki skilja hvers vegna veiðar séu ekki leyfðar. Svo loðnuveiðar séu leyfðar í Barentshafi er miðað við að tryggt sé 200 þúsund tonn komi til hrygn- ingar að vori með 95% líkum. Segjast sjá mikið af loðnu í Barentshafi Úr greinargerð aðgerðahóps sem settur var á laggirnar í kjölfar snjóflóð- anna á Flateyri í vetur: „Mælingar og athuganir Veðurstofu Íslands á flóðsnjónum sem kastaðist yfir garðana á Flateyri benda til að hann hafi samanstaðið af kögglum og kófi úr svo kölluðu „skopplagi“ snjóflóðanna, lagi sem flýtur ofan á þéttum kjarnanum sem streymir neðst í flóðinu. Skopplagið getur ferðast hraðar en kjarninn og dæmi eru um að það geti tekið aðra stefnu en meginflóðið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni virðist sem varnargarðarnir hafi leitt meginstraum beggja snjóflóðanna niður til sjávar og bægt þeim þannig frá byggðinni en skopplagið hafi kastast að hluta yfir garðana, haldið áfram innan þeirra og flætt að hluta yfir þvergarðinn.“ Að hluta yfir varnargarðana SKOPPLAG SNJÓFLÓÐANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.