Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 1
Kóróna semenginn vill bera Það hefur ekki farið framhjá nokkrum alræmda er orðin að h iog b i 15. MARS 2020SUNNUDAGUR BLAÐIÐBA RNA- 11. tbl. • 15. m ars 2020 L A U G A R D A G U R 1 4. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  63. tölublað  108. árgangur  + www.audi.is ÖÐRUVÍSI EN FRUM- ÚTGÁFURNAR FRÁBÆRT AÐ FÁ AÐ LEIKA LITLA BUBBA BARNABLAÐIÐYFIRLITSSÝNING 53 Ríkisstjórn Íslands boðaði í gær samkomubann sem taka á gildi á mið- nætti aðfaranótt mánudags. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fordæmalaust ástand kalla á for- dæmalausar aðgerðir af hálfu stjórn- valda. Vart hefur orðið við að fólk sæki í verslanir til að birgja sig upp af mat- vælum og ýmsum nauðsynjavörum. Sendu Hagar og Krónan frá sér til- kynningar í gær þar sem tekið var fram að birgðastaða verslana, vöru- húsa og birgja hérlendis væri góð. Ljóst er þá að meira af lyfjum hef- ur verið afgreitt út úr apótekum en alla jafna. Alma D. Möller landlæknir og Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segja engan vott um yfir- vofandi skort á matvælum. Íslensk erfðagreining hóf skimanir fyrir veirunni í gær og sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, að vonast mætti eftir fyrstu niðurstöð- um í kvöld. Landamærum Danmerkur verður lokað frá og með hádegi í dag, nema fyrir þeim sem sýnt geta fram á að þeir eigi þangað mjög brýnt erindi. Icelandair flýgur daglega 2-3 ferðir til og frá Kaupmannahöfn og hefur fé- lagið leitað eftir ítarlegri upplýsing- um frá dönskum stjórnvöldum. Ríkisstjórnin samþykkti í gær tvö frumvörp Ásmundar Einars Daða- sonar, félags- og barnamálaráðherra, um aukinn atvinnuleysisbótarétt og laun fólks sem sætir sóttkví sam- kvæmt fyrirmælum yfirvalda. Ráð- herrann segist búast við að mæla fyr- ir frumvörpunum á þriðjudag. Gengi hlutabréfa á helstu mörkuð- um tók víða stökk upp á við í gær eftir afar slæman fimmtudag, þann versta í bandarísku kauphöllinni síðan árið 1987. S&P 500-vísitalan hækkaði um rúmlega níu prósent í gær, sem er mesta hækkun vísitölunnar frá árinu 2008. Hækkunin vestanhafs kom að mestu fram í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði samið við forstjóra stórra einkafyrirtækja þar í landi um aðstoð við skimanir fyrir kórónuveirunni. Forsetinn lýsti einnig opinberlega yfir neyðarástandi, en yfirlýsingin leysir úr læðingi milljarða banda- ríkjadala úr fjárhirslum ríkissjóðs sem nýst geta í baráttunni gegn far- aldri veirunnar. Fordæmalaust bann  Samkomubann tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudags  Enginn vottur um yfirvofandi skort á matvælum  Icelandair í óvissu eftir lokun landamæra Danmerkur MKórónuveira »2-11, 20-24 &48-49 Morgunblaðið/Eggert Fólk hamstrar í Bónus í Skeifunni Vart hefur orðið við að fólk hafi sótt í matvöruverslanir undanfarna daga til að safna að sér birgðum. „Það hamstur sem matvöruverslunin hefur upplifað er algjörlega ástæðulaust,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, á blaðamannafundi almannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra í gær. Bætti hann við að þessi birgðasöfnun skapaði gífurlegt álag á verslanir, sem væri óþarft. „Það eru til nægar birgðir af mat í landinu.“ KÓRÓNUVEIRU- FARALDUR 138 staðfest tilfelli kórónu veirusmits á Íslandi 1.100+ einstaklingar í sóttkví 1.222 sýni greind Íslenska flugfélagið Atlanta mun hætta öllu farþegaflugi sínu tíma- bundið vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar. Flugfélagið leigir stærsta viðskiptavini sínum, Saudi Arabian Airlines, sjö Boeing 747-400 breið- þotur í blautleigu svokallaðri. Vonast er til að þoturnar fari aftur í loftið í maí. Atlanta mun áfram sinna fraktflugi milli Afríku og Evr- ópu og milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. Baldvin Már Hermannsson, for- stjóri Atlanta, segir að fyrirtækið verði fyrir verulegu tekjutapi vegna málsins. Síðustu daga sé búið að fella niður þúsundir flugferða vegna veirunnar. Baldvin segir að með þessu vilji Sádi-Arabar reyna að takmarka út- breiðslu kórónuveirunnar. »22 Flugfélag Atlanta hættir tímabund- ið farþegaflugi í Mið-Austurlöndum. Atlanta hættir far- þegaflugi  Sjö breiðþotur bíða í Sádi-Arabíu „Kórónuveiran er að verða gengin yfir og lífið að komast í eðlilegt horf á ný,“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Um 100 manns starfa hjá Arla Foods og segir Snorri um helming- inn snúinn aftur til vinnu frá og með þessari viku; fleiri bætast svo í hóp- inn í þeirri næstu. „Andrúmsloftið í Peking er allt annað en það var fyrir nokkrum vikum og almennt gott hljóð í fólki sem maður hittir. Það veit að það versta er yfirstaðið. Hér er því fullkomin ró.“ Ýtrustu var- úðar er þó enn gætt og skrifstofu- húsnæðið hjá Snorra er sótthreinsað þrisvar á dag. »Sunnudagur Það versta er yfirstaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.