Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðherrar Michael R. Pompeo og
Guðlaugur Þór í Hörpu í fyrra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra mun funda með
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í Washington á
fimmtudaginn í næstu viku. Þetta
staðfesti Guðlaugur Þór við
mbl.is í gær.
Hann óskaði á fimmtudag eftir
símafundi með Pompeo vegna
ákvörðunar bandarískra yfir-
valda um að setja á ferðabann til
landsins frá Evrópu vegna kór-
ónuveirunnar.
Guðlaugur sagðist hafa mót-
mælt ákvörðuninni harðlega og
farið fram á að fundin yrði lausn
fyrir Ísland sem byggðist annars
vegar á „landfræðilegri legu okk-
ar“ og hins vegar á þeim
ákveðnu aðgerðum sem íslensk
stjórnvöld hafa gripið til vegna
veirunnar.
Guðlaugur Þór til
fundar við Pompeo
í Washington
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
Landlæknisembættið og almanna-
varnir hafa opnað vefsíðu þar sem er
að finna upplýsingar um kórónuveir-
una á Íslandi. Þar er að finna allar
nýjustu fréttir um málið, tilkynn-
ingar, góð ráð, upplýsingar um við-
brögð á Íslandi og margt fleira. Slóð-
in er covid.is.
Meðal þess sem um er fjallað á síð-
unni er hvernig forðast eigi smit, vita
hvort maður hafi smitast, hvernig
sóttkví virkar, hvernig einangrun
virkar, hverjir eru í áhættuhópum og
sérstaklega er fjallað um eldri borg-
ara, börn og ungmenni. Þá er fjallað
um áhyggjur fólks og kvíða vegna
ástandsins, umgengni á vinnustöðum,
matvæli og dýr og einnig ferðalög.
Á síðunni er jafnframt að finna nýj-
ustu upplýsingar um útbreiðslu veir-
unnar um landið. Þá birtast þar jafn-
óðum nýjustu tilkynningar
stjórnvalda til almennings. Á síðunni
er bent á þrjár leiðir til að fá per-
sónulega aðstoð. Læknavaktin svar-
ar allan sólarhringinn í síma 1700,
heilsugæslustöðvar svara á dag-
vinnutíma og á vefnum heilsuvera.is
er boðið upp á netspjall á milli kl. 8
og 22.
Upplýsingar um veir-
una fyrir almenning
Nýr vefur stjórnvalda svarar flestum spurningum
Kórónuveirusmit
Samkomubann gildir í
fjórar vikur, frá og með
mánudeginum 16. mars
Þar er átt við skipulagða
viðburði þar sem fl eiri en
100 manns koma saman
Ekkert bóluefni er til
við kórónuveirunni
Líkur á alvarlegum sjúkdómi
aukast með hækkandi aldri,
sérstaklega eftir 50 ára
aldur og einstaklingar
með ákveðin undir-
liggjandi vandamál
eru einnig í aukinni
hættu
Hverjir þurfa að fara í heimasóttkví?
Allir sem hafa komið frá svæðum með mikla
smitáhættu (sjá lista á
covid.is) og þeir
sem hafa umgeng-
ist fólk með ein-
kenni. Ef sá sem er í
sóttkví veikist verða
aðrir heimilismenn
að fara í sóttkví.
Mikilvægast er að
þvo sér vel og oft
um hendurnar
með vatni og sápu í
lágmark 20
sekúndur eða
nota handspritt
Þegar þú mætir í vinnu eða
kemur heim skaltu byrja á að
þvo hendur vel og vandlega
Góð regla er að forðast náin samskipti
við aðra sem eru með einkenni kvefs
Ef þú þarft að hósta eða
hnerra er betra að gera það
í olnbogabótina en ekki í
hendurnar eða út í loftið
Sýndu sérstaka aðgát við
algenga
snertifl eti á
fjölförnum stöðum
Heilsaðu með brosi
frekar en handabandi
Salernispappír er ekki
talinn lækna
kórónuveirusmit
Þeir sem fi nna til einkenna
skulu hafa samband við
Læknavaktina í síma 1700,
heilsugæsluna eða netspjall á
heilsuvera.is og fá ráðleggingar
Ekki fara beint á heilbrigðis-
stofnun, heldur hringja fyrst
og fá leiðbeiningar
Er í lagi að fara í sund og
heita potta? Ekki er talin
hætta á að veiran berist í
fólk úr vatni í heitum pottum
eða sundlaugum. Þar er
hins vegar oft mikil nánd við
marga einstaklinga
og þar af leiðandi
smithætta.
Upplýsingar eru m.a.
fengnar af covid.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upplýsingar Auk hinna daglegu upplýsingafunda almannavarna og sótt-
varnalæknis er kominn vefur sem svarar spurningum almennings.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Einstaka leigubílstjórar hafa verið
ragir við að taka upp farþega við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að
bílstjóri smitaðist af kórónuveir-
unni. Annars hefur túrum til Kefla-
víkur fækkað mjög vegna sam-
dráttar í ferðaþjónustunni og
almennt er afar lítið að gera hjá
leigubílstjórum vegna hægagangs í
þjóðfélaginu.
Duglegir við að þrífa bílana
„Við höldum áfram að þvo
okkur vel um hendur og þrífa bíl-
ana. Passað er upp á að alltaf sé
spritt í bílunum og viðeigandi
pappír eða klútar. Margir nota ein-
nota hanska. En taka verður fram
að aldrei er hægt að bjóða upp á
dauðhreinsaða bíla, veiran er
ósýnileg og aldrei hægt að ábyrgj-
ast að hún leynist hvergi,“ segir
Daníel Orri Einarsson, formaður
Bifreiðastjórafélagsins Frama og
Bandalags íslenskra leigu-
bifreiðastjóra.
Spurður um viðbrögð leigubíl-
stjóra við því að einn bílstjóri smit-
aðist við að flytja farþega frá flug-
stöðinni viðurkennir Daníel að
einhverjir hafi verið ragir við að
fara í Leifsstöð til að taka á móti
farþegum, en aðrir fari þangað
daglega.
Mikið dregið úr ferðum
Bílstjórinn sem smitaðist er í
einangrun og ekki kominn aftur til
starfa.
Guðmundur Börkur Thoraren-
sen, framkvæmdastjóri BSR, kann-
ast ekki við að bílstjórar veigri sér
við að fara að flugstöðinni. Hann
segir aftur á móti að mikið hafi
dregið úr ferðum þangað vegna
samdráttar í ferðaþjónustunni.
„Þjóðfélagið er hálf lamað,
sérstaklega eftir fréttir gærdagsins
[fimmtudagsins]. Það er lítil hreyf-
ing hjá okkur og helmingi minni
umferð en venjulega á götunum,“
segir Guðmundur Börkur og segir
að viðskiptin hjá leigubílstjórum
hafi minnkað í takti við umsvifin í
þjóðfélaginu.
Kostnaður meiri en innkoma
„Við sjáum að það hefur hægt
á samfélaginu og mjög lítið er að
gera. Tekjur bílstjóranna lækka
strax og kostnaður verður fljótt
meiri en innkoman. Það á svo sem
við um öll fyrirtæki og heimili
landsins. Það er svo spurning
hvort við tilheyrum þeim hópi sem
þarf að hlaupa undir bagga með,
með því að fresta greiðslu opin-
berra gjalda sem er stór liður í
rekstri leigubíla,“ segir Daníel Orri
Einarsson.
Lítið að gera hjá
leigubílstjórum
vegna ástandsins
Sumir ragir við að fara í flugstöðina
Morgunblaðið/Ómar
Leigubíll Raðirnar hjá leigubílum í
Reykjavík og víðar lengjast.
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
DÁSAMLEGIR
BOLIR OG NÆRBUXUR
Engir saumar – ein stærð (S-XL).
Einstaklega mjúkt og teygjanlegt.
BUXUR verð 2.650,- BOLUR verð 3.990,-
Síðasta sending seldist upp
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Barbara Lebek kjóll
14.980.-
Stærðir: 36-48
Fæst ívefverslunhjahrafnhildi.is