Morgunblaðið - 14.03.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.03.2020, Qupperneq 12
áhugamáli, verandi í fullu háskóla- námi og í starfsnámi? „Ég nota tímann þegar ég ætti að vera að læra, ég fékk samt ekki undir 8,5 í neinu prófi síðast,“ segir hún og hlær. „Þegar maður hefur ástríðu eða áhuga á einhverju finnur maður tíma til að sinna því. Maður verður að gefa sér tíma til að gera það sem mann virkilega langar til að gera. Ég held að það sé í eðli okkar að vera skap- andi, finna lausnir og búa eitthvað til,“ segir Ingibjörg, sem er í Flens- borgarkórnum, en sá kór hefur alltaf búningaþema þegar farið er í æf- ingabúðir. „Þótt maður sé orðinn fullorðinn þýðir það ekki að maður geti ekki skemmt sér í búningi og haft gaman af lífinu. Mörgum finnst búningar vera fyrir börn, en við eigum ekki að hætta að leika okkur, og það er virki- lega gaman að leggja metnað í að búa til flotta búninga. Handavinna gefur manni svo mikið og róar hugann. Ég er nörd alla leið og er stolt af því. Ég mæli með að allir fari út í einhvers konar handa- vinnu, sama hvað það er, það er svo gaman.“ vefnað, sem er ævaforn aðferð frá árunum 900 til 1100. „Ég þræði þræð- ina í gegnum spjöld og þeim sný ég svo eftir ákveðnum reglum svo að mynstrið komi rétt út. Ég er núna að vefa Oseberg-mynstur sem fannst í Oseberg og er frekar einfalt, en sum mynstur eru rosalega flókin í spjald- vefnaði. Mesta pjattið og vinnan við að sauma víkingaklæði er að búa til skreytingarnar. Ég reyni að hafa þetta eins nálægt heimildum og ég get, þótt ég nái því ekki alltaf hundr- að prósent.“ Reyndu að drepa engan í dag Ingibjörg og nokkrar vinkonur hennar skiptast alltaf á handavinnu- gjöfum úr eigin ranni, og um síðustu jól ákvað hún að sauma út platta með krosssaumi sem hún taldi út. „Ég vildi ekki gera skrautmun sem hefur engan annan tilgang en að vera fallegur. Mig langaði að hafa þetta fyndið og skemmtilegt svo ég fann fínleg munstur með ýmsum gró- teskum áletrunum. Til dæmis gaf ég vinkonu sem er hjúkrunarfræðinemi platta með áletruninni: Try not to murder anyone today, eða Reyndu að drepa engan í dag. Ég á nokkrar vin- konur sem deila svipuðum kaldhæðn- islegum húmor.“ Ingibjörg lætur ekki duga að handsauma víkingaklæði og sauma út jólagjafir; hún gerir líka þó nokkuð af því að sauma bún- inga fyrir hvers konar sprell. „Mér finnst mjög gaman að klæða mig upp fyrir hrekkjavöku og öskudag og ég hef tekið þátt í búningakeppni hjá Nexus þegar haldnar eru Midgard-hátíðir. Þetta eru nördahátíðir þar sem fókusað er á allt sem tengist poppmenningu, þættir, bíó- myndir, bækur, teiknimynda- sögur, borðspil, hlutverkaspil og fleira. Hluti af því er Cosplay, sem er stytting á Costume Playing, en þá mætir fólk í búningi sem persóna úr einhverju sem það hefur áhuga á. Mér finnst rosa gam- an að búa slíkt til og hitta aðra með svipuð áhugamál.“ Er nörd og stolt af því Hvernig finnur Ingi- björg tíma til að sinna þessu Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér hefur alltaf fundistgaman að teikna og búaeitthvað til. Ég fann migvel í handavinnu í grunnskóla og þar lærði ég að prjóna og fannst það geðveikt gaman,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, fjórða árs nemi í hjúkrunarfræði en hún er sérlega skapandi þegar kemur að því að gera eitthvað í höndunum. M.a. handsaumar hún víkingaklæði, býr til búninga fyrir hrekkjavöku og saumar út kaldhæðin slagorð. „Ég held ég hafi þessa sköpunarþörf frá foreldrum mínum, pabbi er mjög handlaginn og mamma hefur alltaf prjónað mikið. Þegar hún var í kennaranámi var hún alltaf að búa til brúður fyrir verkefni og mér fannst það rosalega spennandi,“ segir Ingibjörg, sem lærði að handsauma þegar hún var 18 ára. „Vinkona mín kenndi mér það, en hún hefur lengi verið í víkinga- félaginu Rimmugýgi. Ég hef hand- saumað nokkur víkingaklæði fyrir mig og litla frænda minn, því ég fer árlega með hann á víkingahátíðina hér í Hafnarfirði og þá skörtum við víkingaklæðum. Mér finnst slakandi að handsauma og svo er spennandi að sjá hvað kemur út úr því sem maður er að búa til. Ég er að læra á sauma- vél núna, en mér finnst miklu auð- veldara að handsauma,“ segir Ingi- björg og hlær. Til að vefa líningar á víkinga- klæðin hefur Ingibjörg lært spjald- Við eigum ekki að hætta að leika okkur „Þótt maður sé orðinn fullorðinn þýðir það ekki að maður geti ekki skemmt sér í búningi og haft gaman af lífinu,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, sem finnur alltaf tíma til að sinna því sem hún hefur mest gaman af, handverki og sprelli. Morgunblaðið/Ásdís Húmor Út- saumaður platti eftir Ingibjörgu. Glæsileg Ingibjörg í einum af mörgum búningum sem hún hefur hannað og saumað sjálf. Flott Ingi- björg sem skinka í æf- ingabúðum kórsins. Flink Ingibjörg bjó til þennan hatt fyrir einn búninginn. Flott gervi Ingibjörg var krípí jólaálfur á síðustu hrekkjavöku. Vandað Ingibjörg í víkinga- klæðum sem hún hefur handsaumað á sig og ofið. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2020 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir: „Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga“. Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur hitastýringar- kerfa og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun. Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til: • Að verk- og kostnaðaráætlun sé vönduð og ítarleg. • Að raunsætt mat sé lagt á áætlaðan raforkusparnað. • Hlutfalls orkusparnaðar miðað við kostnað. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2020 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 6. júní 2020 Umsóknum skal skila rafrænt af vef Orkustofnunar www.os.is undir Orkusjóður Nánari upplýsingar á www.os.is og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Símar 569 6083 – 894 4280 – Netfang jbj@os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.