Morgunblaðið - 14.03.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 14.03.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 ● Tekjuafkoma ríkisins var neikvæð sem nam 29,5 milljörðum króna á síðasta ári. Nemur hallinn 1% af landsframleiðslu samkvæmt bráða- birgðatölum sem Hagstofa Íslands hefur gefið út. Til samanburðar er bent á að afkoman hafi verið jákvæð um 22,8 milljarða árið 2018 eða 0,8% af landsframleiðslu. Áætlar stofnunin að heildartekjur hins opinbera hafi á árinu 2019 aukist um 1% á milli ára og að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 5,5% á sama tíma. Áætlað er að tekjuafkoma hins op- inbera hafi verið neikvæð um 8,3 milljarða á síðasta fjórðungi liðins árs eða sem nemur 1,1% af landsfram- leiðslu fjórðungsins. Segir Hagstofan að samdrátturinn skýrist m.a. af sam- drætti í tekjum hins opinbera og að þær hafi dregist saman um 1,1% á fjórða fjórðungi. Heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 1,8% á sama tímabili. Þegar vegur launakostnaður þyngst en áætlað er að hann hafi aukist um 4,8% frá sama fjórðungi ársins 2018. Áætlað er að tekjur hins opinbera hafi numið 1.213,3 millj- örðum á árinu 2019 og jafngildir það 40,9% af landsframleiðslu. Hlutfallið var 43,1% árið 2018. Heildartekjur ríkissjóðs námu 872,5 milljörðum ár- ið 2019 og drógust saman um 0,8% frá fyrra ári. Afkoma ríkisins var neikvæð um 29,5 milljarða BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslenska flugfélagið Atlanta ehf. (e. Air Atlanta Icelandic) mun hætta öllu farþegaflugi sínu tímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugfélagið leigir Saudi Arabian Airlines sjö Boeing 747-400 breiðþot- ur í blautleigu svokallaðri, þ.e. þotur með áhöfn og öllu utanum- haldi um rekstur og viðhald, og mun öllum þeim flugvélum verða lagt þann 20. mars nk. Vonast er til að þoturnar fari aftur í loftið í maí nk. Saudi Arabian Airlines er stærsti við- skiptavinur Atlanta. Baldvin Már Hermannsson, for- stjóri fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að Saudi Arabian Airlines hafi gripið til þess að fella niður þúsundir flugferða á síðustu dögum vegna útbreiðslu kórónu- veirunnar og alþjóðlegra ferðatak- markana almennt. „Við munum ekki fljúga okkar þotum fyrir þá eftir 20. mars nk. Við erum með sjö flugvélar í landinu og fljúgum þeim út um allan heim, til Bangladess, Indónesíu, Ind- lands og fleiri landa. Þessar flugferð- ir eru meira og minna að stöðvast út af ferðatakmörkunum alþjóðlega.“ Baldvin segir að Sádi-Arabar vilji með þessu m.a. reyna að takmarka útbreiðslu veirunnar í Sádi-Arabíu, en bregðast einnig við því sem er að gerast almennt í heiminum, meðal annars vegna ferðabanns Bandaríkj- anna sem sett var fyrr í vikunni. „Vonandi getum við farið aftur í loft- ið í byrjun maí, en það er ómögulegt að segja á þessari stundu. Það verð- ur að koma í ljós hvernig málin þróast.“ Brugðist við tekjutapi Spurður um fjárhagsleg áhrif vegna málsins segir Baldvin að um verulegt tekjutap sé að ræða fyrir Atlanta. Grunntryggingar sem séu til staðar vegi aldrei að fullu upp tekjutapið sem félagið horfi fram á. Hann segir að brugðist verði við tekjutapinu með ýmsum aðgerðum og auknu aðhaldi í rekstri. „Flug- félagið Atlanta ehf. hefur hins vegar aldrei verið betur í stakk búið til að sigla í gegnum þessa fordæmalausu erfiðleika, enda býr félagið að gífur- lega öflugu starfsfólki og miklum sveigjanlega í rekstri.“ Nýlega undirritaði Atlanta fjöru- tíu milljarða króna samning við Saudi Arabian Airlines um blaut- leigu og áætlunarflug til þriggja ára. Viðskiptasamband félaganna tveggja nær aldarfjórðung aftur í tímann. Spurður um áhrif ástandsins á samninginn segir Baldvin að hann sé ekki í uppnámi. „Undirliggjandi samningur heldur áfram. Farþega- vélunum verður lagt í Sádi-Arabíu á þessu tímabili sem þær verða ekki í notkun, og skráðar áfram á flug- rekstrarleyfi Saudi Arabian Airlines. Þá hefur þetta ekki áhrif á nýju vél- arnar sem við erum að fá inn í flot- ann. Við höldum áfram undirbúningi okkar varðandi þær.“ Þar á Baldvin við samkomulag Atlanta við flugvélaleigufyrirtækið GECAS, eitt stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í heiminum, um lang- tímaleigu á fimm notuðum breiðþot- um af gerðinni Boeing 777-300 og Airbus A330-200. Sagt var frá þeim samningi í ViðskiptaMogganum ný- lega. Seinkun verður á afhendingu vélanna þar til aðstæður á mörkuð- um hafa batnað. Baldvin segir að fyrirtækið ætli sér að vera tilbúið að fara í loftið er aðstæður batna. „Þó þetta sé erfitt núna, þá er þetta vonandi bara tíma- bundið ástand. En hversu langt fram á sumarið þetta varir er ómögulegt að segja.“ Aukin eftirspurn eftir frakt Kórónufaraldurinn hefur einnig áhrif á aðra starfsemi félagsins, en aukin eftirspurn er eftir fraktflugi félagsins samhliða því að frakflutn- ingar í farþegaþotum frá Evrópu til Bandaríkjanna hætta í einn mánuð, eftir ferðabann Bandaríkjastjórnar. „Við erum með eina fraktvél í Sádi- Arabíu og sex fraktvélar sem fljúga áætlunarflug milli Afríku og Evrópu og milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það mun ekki draga úr því nema síð- ur sé.“ Atlanta hættir farþegaflugi sínu frá 20. mars fram í maí Kórónuveira Forstjóri Atlanta vonast til að geta byrjað að fljúga aftur með farþega í byrjun maí.  Sjö breiðþotur bíða í Sádi-Arabíu  Þýðir verulegt tekjutap  Nýr samningur ekki í hættu Baldvin Már Hermannsson. BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 15% afsláttur af öllum sófum af lager - 10% afsláttur af sérpöntuðum sófum - Gildir út 21. mars 14. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 131.12 131.74 131.43 Sterlingspund 167.05 167.87 167.46 Kanadadalur 95.06 95.62 95.34 Dönsk króna 19.707 19.823 19.765 Norsk króna 13.153 13.231 13.192 Sænsk króna 13.602 13.682 13.642 Svissn. franki 139.62 140.4 140.01 Japanskt jen 1.2638 1.2712 1.2675 SDR 181.72 182.8 182.26 Evra 147.29 148.11 147.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.1835 Hrávöruverð Gull 1636.65 ($/únsa) Ál 1670.0 ($/tonn) LME Hráolía 35.99 ($/fatið) Brent STUTT ● Það var jákvæður dagur í kauphöllinni í gær og hækkaði gengi hlutabréfa í flest- um fyrirtækjum í rétt rúmlega þriggja milljarða viðskiptum. Kemur hækkunin eftir mikla lækkun á fimmtudag, en á fimmtudagskvöld tilkynntu stjórnvöld frumvarp um frestun opinberra gjalda og var frumvarpið samþykkt á Alþingi í gær. Við lokun markaða höfðu bréf Iceland- air hækkað mest eða 8,8%, en á fimmtu- dag lækkaði gengi bréfa fyrirtækisins um 22%. Þá hækkaði gengi bréfa Brims næstmest eða um 7,7% og í Iceland Sea- food um tæp 7%. Gengi bréfa þriggja fyrirtækja hélt þó áfram að lækka í gær og lækkaði gengi bréfa Arion banka mest eða 1,7%, Kviku banka 1,3% og Sýn 1%. Hækkanir í kauphöllinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.