Morgunblaðið - 14.03.2020, Side 32

Morgunblaðið - 14.03.2020, Side 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 (Matt. 15) ORÐ DAGSINS: Kanverska konan ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Jóhanna María djákni, Inga Steinunn píanóleikari og séra Sigurður annast stundina. Brúður, bænir, söngvar og sögur. Hressing í Ási á eft- ir. BESSASTAÐASÓKN | Messa kl. 11 og aðalsafnaðarfundur að henni lok- inni í Brekkuskógum 1. Sr. Hans Guð- berg og Margrét djákni þjóna og Álfta- neskórinn syngur undir stjórn Ástvaldar organista. Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn Kr. hafa umsjón með stundinni. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sjöfn Jóhann- esdóttir héraðsprestur þjónar, Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Sunnu- dagaskólann leiða Steinunn Þorbergs- dóttir djákni og Steinunn Leifsdóttir. Alþjóðlegi söfnuðurinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Barnastarf í höndum Steinunnar Þor- bergsdóttur djákna. The International Congregation in Breiðholts-Church. Service at 2 PM. Pastor Toshiki Toma. Sunday School Steinunn Þorbergsdóttir, deacon. BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi leiða sam- veruna. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku. Guðsþjónusta kl. 14. Að- alsafnaðarfundur Bústaðasóknar. Kór Bústaðakirkju syngur, Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Prestar: Eva Björk Valdimarsdóttir pré- dikar og Pálmi Matthíasson, sem þjón- ar fyrir altari. Veitingar í boði sókn- arnefndar. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Hádegisverður á vægu verði í safn- aðarheimili að messu lokinni. Ferm- ingarfræðsla. Sama dag er fjöl- skyldumessa í Hjallakirkju kl. 17 og er sunnudagaskóli kirknanna tveggja hluti af þeirri samveru. Kvöldmatur á vægu verði í safnaðarheimili að lok- inni stund í kirkjunni DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prest- ur er Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar er dómorganisti. Æðru- leysismessa kl. 20. Æðruleysismess- urnar einkennast af kyrrð, reynslu sögu, hugleiðingu og bæn og tónlist. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Með- hjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kaffi- sopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjöl- skyldumessa kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn- arssyni. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Við hvetjum fjölskyldur fermingarbarna til að mæta og vera með börnum sínum í guðsþjónustunni. GLERÁRKIRKJA | Fjölskyldu- guðþjónusta kl. 11 í umsjón sr. Sindra Geirs og Sunnu Kristrúnar djákna. Barna- og æskulýðskórinn syngur und- ir stjórn Margrétar Árnadóttur kór- stjóra. Undirleik annast Valmar Välja- ots organisti. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Engin Selmessa verður þenn- an sunnudag þar sem Borgum hefur verið lokað tímabundið í forvarnaskyni vegna Covid-19. GRENSÁSKIRKJA | Sunnudaginn 15. mars lýkur kristniboðsvikunni og af því tilefni munu fulltrúar frá Kristni- boðssambandinu messa með okkur. Temesgen Shibru kristniboði í Eþíópíu og forstöðumaður Yewongel Berhan kirkjunnar í Ósló prédikar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Ólafur Jón Magnússon og sr. Ragnar Gunn- arsson þjóna. Kór Grensáskirkju leiðir okkur í söng undir stjórn Ástu Haralds- dóttur organista og Sálmavinafélagið syngur nokkur lög. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestar eru Leifur Ragnar Jónsson og Pétur Ragnhildarson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu og sr. Pétur verður með alls konar kubba eftir stundina. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds- dóttir. Kaffisopi eftir messuna. HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Sr. Egill Hall- grímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kordíu kór Háteigs- kirkju leiða söng. Organisti er Guðný Einarsdóttir, prestur er Eiríkur Jó- hannsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Sam- koma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español. Samkoma Fíló+ kl. 20 ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lofgjörð, barnastarfi og fyrirbænum kl. 13. Ræðumaður er Sam Grosso frá Minnesota í Banda- ríkjunum, en hann er unglingaleiðtogi og æskulýðsprestur Victory-kirkjunnar í Tulsa, Oklahoma. Kaffi að sam- verustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergs- sonar organista. Sr. Erla Guðmunds- dóttir þjónar. Á sama tíma er sunnu- dagaskólinn í umsjón Jóhönnu, Helgu og Inga Þórs. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja. Sunnudaga- skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Graduale Liberi syngur við athöfnina undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar, auk ferming- arbarna og messuþjóna. Organisti er Magnús Ragnarsson. Í ljósi flensufaraldurs verður eins og sakir standa ekki boðið upp á hádeg- isverð að messu lokinni. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Prestur er Guðmundur Karl Brynjarsson MOSFELLSKIRKJA í Grímnesi | Föstumessa miðvikudagskvöld 18. mars kl. 20.30. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur og sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup annast prestsþjón- ustuna. NESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Steingrímur Þórhallsson organisti flytur tónlist og leikur undir söng. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir flytur ritningarorð og hugvekju. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Fermingarmessa í Njarð- víkurkirkju (Innri) kl. 10.30 og 13.30. Sr. Baldur Rafn og sr. Brynja Vigdís þjóna fyrir altari og félagar úr kirkju- kórnum leiða söng undir stjórn Stefán H. Kristinssonar organista. Samkvæmt tilmælum biskup Íslands verður ekki altarisganga. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Guðs- þjónusta kl. 11. Kirkjukór Reynivalla- prestakalls leiðir sálmasöng og mes- susvör. María Qing Sigríðardóttir leikur á selló. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Ritningarlestra lesa sóknarnefndarformennirnir Sigríður Klara Árnadóttir og Björn Jónsson. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjón- ar fyrir altari og prédikar. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Sprittbrúsi verður í anddyri kirkjunnar, alt- arisganga fer ekki fram. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng og und- irleikinn annast Tómas Guðni Eggerts- son. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Rabb um Ca- esar. Árni Indriðason talar. Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðs- prestur þjónar. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkórnum leiða al- mennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hall- grímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 20. Vox Felix, ungmennakórinn á Suð- urnesjum, syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Helga Björk Jónsdóttir djákni prédikar og kveður eftir þriggja ára djáknaþjónustu í Garðabæ. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Fé- lagar í kór Vídalínskirkju syngur syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskóli sem Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi leiðir. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonBreiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi. ✝ Ólafur GuðjónEyjólfsson fæddist á Ísafirði 16. júní 1942. Hann lést 3. mars 2020. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Péturs- dóttur húsmóður og Eyjólfs Guðmundar Ólafssonar sjó- manns. Hann var einn af átta börnum þeirra. Systkini Ólafs eru: Sigurborg Ein- arsdóttir, gift Sören Sörenssyni, hann er látinn. Þau eiga þrjú börn; Þorvaldur Einarsson, giftur Friðriku Björnsdóttur og eiga þau fjögur börn; Einar Eyjólfur Eyjólfsson (látinn), giftur Elínu seint á ævinni og giftu þau sig árið 2001. Didda, eins og hún var alltaf kölluð, lést árið 2014. Óla varð ekki barna auðið en nóg átti hann af systkinabörnum sem hann hugs- aði vel um. Einnig voru börn og barnabörn Diddu hluti af lífi Óla. Ólafur, eða Óli málari eins og hann var alltaf kallaður, fór snemma á sjóinn með föður sínum og reru þeir lengi saman á bátnum Báru ÍS. Óli málari, eins og gælu- nafnið segir til um, lærði svo mál- araiðn hjá Didda málara. Óli vann mikið með dóttur Didda, Bjarndísi Friðriksdóttur, og var mikill vin- skapur þeirra á milli. Óli hafði mikla gleði af því að smíða skipamódel og mála lista- verk. Óli bjó alla tíð á Hlíðarvegi 45, alveg þar til hann flutti í íbúðir aldraðra á Hlíf í október síðast- liðnum. Útför Óla verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 14. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Kristínu Hjaltadótt- ur. Þau eiga tvo syni; Ólafur, giftist Jónínu Sigríður Sig- urjónsdóttur. Hún er látin; Helga Eyj- ólfsdóttir, gift Pétri Jónssyni. Þau eiga tvo syni; Ingólfur Birkir Eyjólfsson, giftur Sigrúnu Guðmundsdóttur. Þau eiga þrjár dæt- ur; Þráinn Eyjólfsson, giftur Grétu Gunnarsdóttur. Þau eiga þrjú börn; Rúnar Eyjólfsson. Barnsmóðir hans er Auður Vals- dóttir. Þau eignuðust þrjú börn. Óli kynntist eiginkonu sinni, Jónínu Sigríði Sigurjónsdóttur, Bátur líður út um eyjasund, enn er vor um haf og land. Syngur blærinn einn um aftanstund, aldan niðar blítt við sand. (Jón Sigurðsson) Nú situr þú aftur við stjórnvöl- inn á glæsilegu fleyi við ljúfa und- iröldu í átt að sólarlaginu. Hvergi kunnirðu betur við þig en um borð í bátum þínum úti á Ísafjarðardjúpi, elsku frændi. Það eru ótal ferðirnar sem við frændurnir höfum farið um Ísa- fjarðardjúpið, út fyrir Ritinn og alla leið norður í Furufjörð. Margar þessara ferða eru mjög minnisstæðar eins og sú fyrsta sem ég fór aðeins 6 ára. Þá var farið á Báru ÍS 66 út á Djúp á hörpuskel. Eitthvað yrði sagt í dag ef maður myndi senda 6 ára barn út á sjó í dagróður á skel- veiðar. En hvergi fannst manni maður vera öruggari en einmitt þarna. Athugull og öruggur mað- ur í brúnni sem passaði upp á að nafni sinn hefði það sem allra best. Þetta var aðeins fyrsta ferð- in af óteljandi mörgum sem við frændur fórum. Alveg sama hve mikið var að gera, ef litla frænda frá Eskifirði langaði á sjóinn var hreinlega annað lagt til hliðar og skutlast í það minnsta út undir Óshlíð til að ná í nokkra gula í soðið. Áhugi og virðing fyrir haf- inu hefur fylgt mér alla tíð síðan ég fékk að fara fyrstu ferðina með þér út á Djúpið. Þessi áhugi og elja þín í að viðhalda honum hefur enda orðið til þess að þetta er það sem ég hef gert að starfi mínu í dag, það er að sækja sjó- inn. Mér er efst í huga þakklæti fyrir allan þann tíma sem við eyddum saman hvort sem var á sjó eða landi. Það var ekki bara á sjó sem við fórum í stórkostlegar ferðir, við fórum um allan Vestfjarðakjálk- ann eins og hann lagði sig á hvíta Skódanum sem á eftir að vera mér í fersku minni svo lengi sem ég lifi á þessari jörð. Það sem það var mikið sport að fá að vera aft- ur í boxinu á honum þegar farið var frá Hlíðarveginum og niður í beituskúr eða niður á bryggju. Þessi bíll var auðkenni þitt á landi meðan þú áttir hann, frændi kær. Við meira að segja fórum á hon- um langleiðina upp að Snæfells- skála um árið sem mætti eflaust teljast sem mikið afrek þar sem þessi bíll var nú ekki gerður til mikilla ferða utan þéttbýlis og hvað þá upp á fjöll. Það verður ansi skrítið að koma til Ísafjarðar án þess að fá að hitta þig, hvorki á Hlíðarveg- inum né í Ólakaffi. En ég er virki- lega þakklátur fyrir að við fjöl- skyldan skyldum hafa fengið tækifæri til þess að koma vestur síðastliðið vor og hitta þig þó að stutt væri. Hver stund er svo gríðarlega dýrmæt því enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég þakka fyrir allan þann stuðning sem þú sýnd- ir mér í gegnum tíðina, sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Þegar sá tími kemur munum við aftur róa saman og lenda í hinum ýmsu ævintýrum. Takk fyrir allt, elsku frændi. Ólafur Kristinn Kristínarson. Hann Óli var á 17. ári er hann byrjaði að mála með pabba, Didda málara, og fór hann fljótlega á samning og unnu þeir ásamt fleir- um um alla firði og víðar. Óli þessi ljúfi drengur varð um leið einn að fjölskyldu okkar, fóstbróðir og átti hann sérlega fallega vináttu við foreldra mína, okkur systkinin og fjölskyldur. Mamma mín Sissa varð hans trúnaðarvinur og það var mér heiður að erfa þá vináttu. Óli var skemmtilegur vinnufélagi, húmorinn og hnyttnu tilsvörin hans aldrei langt undan og naut ég þess að hann og Gunnar Hólm komnir á aldur komu með mér á mála í Mjólká og það var stór- skemmtileg upplifun, sögur og hlátur alla daga. Hann var virki- lega vandaður fagmaður og snyrtimennskan í fyrirrúmi, list- hagur, málaði myndir, smíðaði bátamótel, slípaði steina og fleira. Síðan fór Óli á sjóinn með pabba sínum á Bárunni á skaki og rækju og þar átti hann marga dygga vini. Síðast átti hann Færeying og ætlaði að nefna hann Óla, mér fannst og fleirum að hann ætti að heita Óli málari „get ég það“ spurði hann þessi hógværi maður, er ég merkti bátinn, skrapp hann í bíltúr og er hann kom til baka roðnaði hann eins og skólastelpa en var harla glaður með nafnið. Óli byggði ásamt fjölskyldu sinni blokk á Hlíðarveginum og bjó sér fallegt heimili. Hann var listakokkur bauð oft í mat og kom iðulega til okkar. Hann átti stóran systkinahóp sem honum þótti vænt um og þeirra börn. Valdi bróðir var hans besti vinur og Friðrika kona hans dýrmæt mág- kona og fallegur tryggðavinur. Kristín Lukka dóttir þeirra bjó hjá Óla í námi sínu á Ísafirði og hugsaði vel um hann og gaf hon- um nafna, Óla Kristin, sem hann var stoltur af og öllum fannst þeir líkir nafnarnir, rauðhærðir, snaggaralegir og taktlíkir. Í fleiri ár eftir að Rúna mamma hans lést fóru Óli og pabbi hans til Eski- fjarðar og héldu jólin þar. Á árum áður var Óli mikill dansari og flottur í tjúttinu, léttur í spori og eftirsóttur dansfélagi. Svo kynntist hann Diddu og flutti hún til hans og giftu þau sig og áttu saman nokkur góð ár. Didda hugsaði vel um hann og heimilið uns hún lést. Óli hafði kaffihorn í skúrnum sínum og var það vinsælasta kaffi- hús landsins og þar komu sjó- mennirnir í kaffi eftir veiðar dagsins, vinir hans og gamlir Ís- firðingar og var oft glatt á hjalla og nafngjöfin á kaffihorninu kom sjálfkrafa „Ólakaffi“. Didda var ótrúlega dugleg að steikja kleinur og baka annað meðlæti alla daga og vildi að hann gæti boðið með kaffinu í horninu sínu. Síðustu ár voru Óla erfið með heilsuna og hann hafði oft ekki farið vel með sig vinurinn en hann var ánægður að flytja á Hlíf síð- asta sumar, salí sæll þar og naut sín meðan hann gat innan um gott fólk. Hann átti sjúkrahúslegur sl. ár og naut heimaþjónustu sem hann mat mikils og vil ég þakka kærlega fallega umönnun við hann og Kristjáni Lyngmó fyrir einlæga tryggð. Ég á eftir að sakna vinar en það hefur verið allt að því daglegt samband í fjölda ára og við systkinin þökkum ára- tuga yndislega tryggðavináttu og Guð gefi honum góða heimkomu til ástvina sem fóru fyrr. Bjarndís málari. Ólafur Guðjón Eyjólfsson Elsku Trausti minn, þú yndislegi maður, ert farinn frá okkur allt of fljótt. Vorið 2010 var það svo að mig vantaði íbúð til leigu fyrir mig og son minn. Mér var bent á að það væri að losna lítil íbúð í Stórholt- inu. Ég leitaði upplýsinga og var raunin sú að ég fékk þessa íbúð til leigu. Þetta skref er nú stór hluti af hjarta mínu því þetta vor kynntist ég dásamlegum manni. Á þeim tíma sem ég leigði hjá Trausta, fyrst í litlu íbúðinni og síðar á efri hæðinni, þróaðist mik- ill vinskapur okkar á milli. Við tengdumst sterkum böndum enda Trausti Jóhannsson ✝ Trausti Jó-hannsson fæddist 13. maí 1946. Hann lést 24. febrúar 2020. Útför Trausta fór fram 6. mars 2020. bæði með rætur á Svalbarðsströnd. Það að vera einstæð móðir og að fjöl- skyldan var hinum megin í firðinum gat verið erfitt, en þá var rosalega gott að eiga Trausta að, því betri vin og leigusala er vart að finna. Eitt gott dæmi er að þeg- ar mig vantaði start á bíldrusluna var ég varla búin að berja að dyrum þegar hann var mættur út til að gefa mér start og ekki skipti það máli hvernig viðr- aði. Ég tek með mér í framtíðina helling af minningum en ekki síð- ur lærdóm af útsjónarsemi og nýtni frá þér vinur minn. Minning- arnar, vinátta og samvera munu lifa í hjarta mér alla ævi kæri vin- ur. Ég kveð þig með mikilli sorg í hjarta. Hvíl í friði elsku Trausti. Ingibjörg Björnsdóttir. Minningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.