Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is FaGfÓLk Í SaUmAvÉLuM Sala á íslenskum Voxis-hálstöflum og Keynatura-fæðubótarefni er hafin í Kína, en Voxis er notað við kvef- og flensueinkennum. Vörurnar eru framleiddar af fyrirtækinu SagaNatura. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að íslenska hvönnin spili lykilhlutverk í virkni Voxis því í jurtinni séu veiruvirk efni og efni sem mýki hálsinn. Vör- urnar eru sagðar afrakstur ára- langs rannsóknar- og þróun- arstarfs hér á landi. Fyrstu tvær sendingarnar af Voxis fóru til Kína fyrir áramót og seldust þær strax upp. Voxis er ekki selt í verslunum í Kína heldur á netinu og í gegnum sjónvarp. „Vegna kórónafaraldursins var á tímabili erfitt að koma vörunum inn í Kína en þeim hindrunum hefur nú verið rutt úr vegi og er næsta send- ing nú á leið á markaðinn,“ segir í tilkynningunni. SagaNatura er með samning við Orka Iceland um dreifingu á vörum wfélagsins í Kína. Stjórnendur SagaNatura áttu ásamt fulltrúa dreifingaraðila fund í liðinni viku með viðskiptafulltrúa í kínverska sendiráðinu á Íslandi þar sem hann lýsti ánægju með þessi viðskipti. Íslenskar hálstöflur rokseljast í Kína Hálfstöflur Lilja Kjalarsdóttir og Sjöfn Sigurgísladóttir frá SagaNatura ásamt Guisheng Chen í sendiráðinu og David Tong-Li frá Orka Iceland. Samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir Verkefni sem Vegagerðinni er heimilt að bjóða út sem samvinnuverkefni með einkaaðilum Heimild: Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir Ko rt ag ru nn ur : L of tm yn di r Tvöföldun Hvalfjarðarganga ■ Val á legu nýrra ganga liggur ekki fyrir ■ Undirbúningur ekki hafi nn ■ Hrein einkaframkvæmd ■ Kostnaðarmat 21,8 milljarðar ■ Vegstytting 59 km ■ Áætluð dagsumferð 7.300 ökutæki Sundabraut ■ Val á leið liggur ekki fyrir ■ Undirbúningur ekki hafi nn ■ Hrein einkaframkvæmd ■ Kostnaðarmat 60-74 milljarðar ■ Vegstytting 7-9 km ■ Áætluð dagsumferð árið 2030 m.v. tvo leiðakosti: 32.300 á brú eða göng yfi r Elliðaárvog 11.400 á brú yfi r Kollafjörð Hringvegur um Hornafjarðarfl jót ■ 18 km veglína ■ Framkvæmdir hafnar við 1. áfanga ■ Blönduð leið við fjármögnun ■ Kostnaðarmat 4,9 milljarðar ■ Vegstytting 12 km ■ Áætluð dagsumferð 1.200 ökutæki Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli ■ Nýr vegur sunnan Víkur og jarðgöng ■ Umhverfi smat hefur ekki farið fram ■ Hrein einka- framkvæmd ■ Kostnaðarmat 6,5-7,9 milljarðar ■ Vegstytting 2 km ■ Áætluð umferð 2.600 ökutæki Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá ■ 3,6 km og brú við Laugardæli ■ Umhverfi smati lokið ■ Hrein einka- framkvæmd ■ Kostnaðarmat 6,1 milljarður ■ Vegstytting 0,4 km ■ Áætluð dagsumferð 5.500 ökutæki Axarvegur ■ 22 km vegarkafl i ■ Umhverfi smati lokið ■ Blönduð leið við fjármögnun ■ Kostnaðarmat 4 milljarðar ■ Vegstytting 68 km ■ Áætluð dagsumferð 220 ökutæki Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vegagerðin fær ótvíræða heimild til að semja, að undangengnu útboði, við einkaaðila um samvinnu um sex til- teknar samgönguframkvæmdir á þjóðvegakerfinu skv. lagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra hefur lagt fram á Al- þingi. Segir í greinargerð þess að setja þurfi skýran ramma um þær að- stæður ,,þar sem framkvæmdir á þjóðvegakerfi Íslands og fjármögnun þeirra gætu verið með samningum settar í hendur einkaaðila gegn því að þeim verði veitt heimild til að inn- heimta gjald af umferð um mann- virkin um tiltekinn tíma“. Áætlað er að samvinnuverkefnin geti skapað allt að 4.000 ársverk. Fjallað er í ítarlegu máli um verk- efnin sex í greinargerð frumvarpsins. Þau verkefni sem lagt er til að verði unnin sem samvinnuverkefni í frum- varpi ráðherrans eru eftirfarandi: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Horna- fjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og göng í Reynisfjalli og loks möguleg lagning Sundabrautar. Einnig kemur fram að ráðuneytið kannar nú, í samstarfi við Vegagerð- ina, forsendur fyrir því að áformuð jarðgangauppbygging á Austurlandi fari fram í samvinnu við einkaaðila með sama hætti. Vegir, göng og Sundabraut Farið er yfir þau verkefni sem lagt er til að heimilt verði að ráðast í með einkaaðilum og kostnaðarmat á hverri framkvæmd fyrir sig er sett fram. Þannig er m.a. gert ráð fyrir að framkæmdir við hringveginn norð- austan Selfoss og brú á Ölfusá gætu kostað nálægt 6,1 milljarði kr. Fram- kvæmdir við hringveginn um Horna- fjarðarfljót gætu kostað 4,9 milljarða en í samgönguáætlun er gert ráð fyr- ir 50% hefðbundinni fjármögnun þessa verkefnis. Framkvæmdir á Axarvegi frá vegamótum Skriðdals- og Breiðdals- vegar yfir Öxi og niður í botn Beru- fjarðar gætu kostað um 4 milljarða. Áætlað er að fara blandaða leið við fjármögnun þess verkefnis. Tvöföldun Hvalfjarðarganga yrði samkvæmt frumvarpinu hrein einka- framkvæmd eða svokölluð reiðu- greiðsluleið og hefur kostnaður verið áætlaður 21,8 milljarðar kr. með fyr- irvörum um ýmis óvissuatriði. Und- irbúningur að þessari framkvæmd er ekki hafinn og ekki liggur fyrir hvaða leið verður fyrir valinu. Fram- kvæmdir um Mýrdal og gerð ganga í Reynisfjalli gæti kostað 6,5-7,9 millj- arða og er einnig áætlað að um hreina einkaframkvæmd verði að ræða. Loks er birt lýsing á mögulegum framkvæmdum við lagningu Sunda- brautar en hún er ekki á samgöngu- áætlun. Gert er ráð fyrir hreinni einkaframkvæmd við gerð Sunda- brautar og reiðugreiðsluleið en tekið er fram að val á leið liggi ekki fyrir. Fram fari bæði nýtt mat á kostnaði og félagshagfræðileg ábatagreining á þeim kostum sem komið hafa fram. Fýsilegasti kosturinn verði svo festur í skipulagi sem framtíðarlausn. Miðað við útfæslur sem liggja fyrir hefur kostnaður við lagningu Sunda- brautar verið metinn á bilinu 60 til 74 milljarðar kr. omfr@mbl.is Fái að semja um sex stór- framkvæmdir  Vegagerð verði heimilað að semja við einkaaðila um vegaframkvæmdir Morgunblaðið/Kristinn Vegaframkvæmdir Opnað er á heimild Vegagerðarinnar til að semja við einkafyrirtæki um framkvæmdir og bent er á að reynsla erlendis sýni að einkaaðilar nái að jafnaði að ljúka við framkvæmdir á styttri tíma en opinberir aðilar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.