Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Samfélagsmiðlaáhrifavaldurinn Pat- rekur Jaime er aðalstjarnan í nýja raunveruleikaþættinum Æði sem kemur inn á Stöð 2 Maraþon á næstu dögum. Eru þættirnir stærsta leikstjórnar- verkefni Jóhanns Kristófers, eða Jo- ey Christ eins og hann er jafnan kall- aður, en hann leikstýrir þáttunum. Kollegarnir litu inn í stúdíóið til Kristínar, Jóns Axels og Ásgeirs Páls í gær og ræddu um starfið á bak við þættina. Spurður út í það um hvað þættirnir fjölluðu sagði Patrekur að þeir fjöll- uðu í raun um líf hans, vina hans og fjölskyldu. Erfitt fyrst en varð svo „æði“ „Ég vinn við samfélagsmiðla, það er það sem ég geri. Ég er bara að „flippa“ og lifa,“ sagði hann. Sagði Patrekur að honum hefði þótt erfitt fyrstu tvo dagana að venj- ast að hafa myndavélar á eftir sér all- an daginn. „En svo fannst mér það æði,“ bætti hann við brosandi og sagðist hafa verið hættur að taka eftir myndavélunum í lokin. Jóhann stað- festi að þættirnir fylgdust með átta dögum í lífi Patreks. „Við sýnum bara eins mikið og Patti vill sýna okkur í rauninni. Við erum ekki að reyna að troða okkur í hans nánustu stundir en við vorum með honum meira og minna í átta daga,“ sagði Jóhann. „Það er mjög gaman að fylgjast með honum. Ég get alveg skrifað undir það,“ bætti leikstjórinn ungi við. Aðspurður sagði Patrekur að hann fengi allar sínar tekjur við starf sitt sem samfélagsmiðlastjarna. Sagðist hann njóta starfsins vel. „Mér finnst það æði. En það er líka óvissa. Ég veit aldrei hundrað pró- sent hvað ég er með í tekjur í hverj- um mánuði,“ sagði hann. Sagði hann að ólíkt því sem margir skemmtikraftar og listamenn hafa fengið að upplifa hefði samkomu- bannið jákvæð áhrif á starf hans sem samfélagsmiðlastjarna. „Það er nú bara æði fyrir mig. Það eru allir að fylgjast með því sem ég er að gera. Það er bara að fara að gefa mér tvöfalt meira,“ sagði Patrekur kíminn í bragði. Þegar kollegarnir voru spurðir út í aldurstakmark raunveruleikaþátt- anna var Jóhann fljótur að svara því að þeir væru, eftir því sem hann best vissi, fyrir alla aldurshópa. „Krakkar hafa séð allt í dag. Það er allt bara einu „klikki“ í burtu frá þeim. Þannig að ég held að fólk sé ekki að fara að sjá neitt sem það hef- ur ekki séð áður,“ sagði hann. Samkomubannið jákvætt fyrir Patrek Patrekur Jaime, aðal- stjarnan í nýja íslenska raunveruleikaþættinum „Æði“, mætti ásamt leikstjóra þáttanna, Jó- hanni Kristófer, í morg- unþáttinn Ísland vaknar í gær og spjallaði um nýja og spennandi tíma. Stjarna Samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime er aðalstjarnan í raun- veruleikaþáttunum Æði sem sýndir verða á Stöð 2 fyrir helgi. Ljósmynd/K100 Kollegar Jóhann Kristófer, leikstjóri Æðis, mætti ásamt Patreki Jaime sam- félagsmiðlastjörnu í stúdíó K100 og spjallaði um verkefnið. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Samtaka í sjávar- útvegi, stofnaði á dögunum Face- book-síðuna Björtu hliðarnar sem svar við öllum þeim neikvæðu frétt- um sem nú dynja á fólki í miðjum heimsfaraldri sem nú geisar. Hún ræddi um síðuna við Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþætt- inum í vikunni. „Þetta byrjaði eiginlega um helgina. Ég var bara eins og aðrir, sat heima hjá mér og það var búið að tilkynna um þetta samkomubann en það var ekki brostið á. Ég er með tveggja ára gemling sem er búinn að krota sig allan út og á alla veggi á nýju heimili sem er enn óklárað og engin eldunaraðstaða. Og ég hugsaði Guð minn góður, hvað er ég að fara að stíga inn í,“ sagði Heiðrún. Erum heltekin af aðstæðunum „Þetta eru áskoranir fyrir okkur fjölskylduna og ég hugsaði bara hvernig ætla ég að komast í gegnum þetta. Við erum öll þannig að maður verður dálítið heltekinn af þessum aðstæðum. Maður fer að fylgjast allt- af með fréttamannafundunum á hverjum degi. Það er orðin fíkn að heyra í sóttvarnalækni,“ sagði hún. „Endurtekin eymd. Það getur ekki gert manni gott. Þannig að ég hugs- aði, nú verð ég að gera eitthvað í þessum málum,“ sagði Heiðrún. Það eru allir í sömu pælingum Sagðist hún hafa viljað búa til ein- hvers konar vettvang fyrir aðra til að taka þátt í að líta á björtu hliðarnar. „Það eru allir í sömu pælingum. Hvernig ætla ég að lifa þetta af. Að vera fastur heima hjá sér og geta ekki verið í félagslegum sam- skiptum,“ sagði Heiðrún. Sagði hún að Facebook-síðan ætti að vera vettvangur fyrir fólk til að deila sín á milli jákvæðum og skemmtilegum hlutum. „Sjá kómísku aðstæðurnar í þess- ari súrrealísku tilveru sem við erum allt í einu orðin hluti af.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jákvæðni Heiðrún Lind hvetur fólk til að líta á björtu hliðarnar í þeim erf- iðu aðstæðum sem heimurinn stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. Vill líta á björtu hliðarnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir spjallaði í vikunni við Loga Bergmann og Sigga Gunnars um Facebook- síðuna Björtu hliðarnar sem hún stofnaði til að hjálpa fólki að deila jákvæðni í þeim aðstæðum sem heimurinn tekst á við um þessar mundir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Logi Berg- mann og Siggi Gunnars, þáttastjórn- endur Síðdeg- isþáttarins á K100, settu sér það verk- efni í vikunni ásamt Ragn- ari Eyþórssyni að velja fimm sjón- varpsseríur hver sem þeir mældu með til hámhorfs (e. binge watch- ing) fyrir þann fjölda fólks sem nú neyðist til að sitja heima í sóttkví eða einangrun. Ræddu þeir sína uppáhalds þætti og hversu vel þeir pössuðu við þann raunveruleika sem landsmenn þurfa nú að horfast í augu við. Hámhorfs-lista kolleganna má finna á vef K100-útvarpsstöðvar- innar, K100.is. Völdu fimm seríur hver Þættir fyrir sóttkví
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.