Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 52

Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 50 ára Þórunn ólst upp í Mosfellsbæ og býr þar. Hún er leik- skólakennari að mennt með framhaldsnám í stjórnun menntastofn- ana frá Háskólanum á Akureyri. Þórunn er leikskólastjóri í Reykjakoti í Mosfellsbæ. Synir: Arnar Freyr Reynisson, f. 1990, og Eiður Örn Reynisson, f. 2005. Foreldrar: Þórarinn Vagn Þórarinsson, f. 1949, d. 1969, sjómaður, og Guðrún Gunnarsdóttir, f. 1950, fv. starfsmaður á Hleini á Reykjalundi, búsett í Mosfellsbæ. Stjúpfaðir er Ásgeir Sigurðsson, f. 1941, fv. verktaki, búsettur í Mosfellsbæ. Þórunn Ósk Þórarinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu umhverfi þitt til gagngerrar endurskoðunar og drífðu svo í þeim breyt- ingum sem þér finnst nauðsynlegar. Allir í kringum þig sjá hvað þú blómstrar svona ástfangin/n. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur ekki breytt heiminum en ætt- ir að líta þér nær og koma jafnvægi á eigið líf. Heilsan ætti að vera í fyrsta sæti hjá þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú lendir í erfiðum deilum við vinnufélaga og átt erfitt með þig í návist hans. Það gengur þó fljótt yfir. Leggðu þitt af mörkum til að hjálpa þeim sem standa höll- um fæti í lífinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu sveigjanleika og vertu opin/n fyrir hugmyndum annarra. Lífið er lang- hlaup, reyndu að sjá hið jákvæða í litlu hlut- unum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér hættir til að slá vandanum á frest en þegar til lengri tíma er litið borgar sig að leysa málin strax. Þér verður treyst fyrir leyndarmáli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn í dag hentar til trúnaðar- samtala. Hafðu alla samninga á hreinu. Það margborgar sig að hafa skipulag á fata- skápnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hættir aldrei að læra og umbætur eru hollar og óhjákvæmilegar. Einhver þér náinn dustar rykið af námsbókunum, þú ákveður að gera það sama. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Samband byggt á sandi fjarar út. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð tækifæri til þess að hitta einhvern einstaklega heillandi í kvöld. Vertu óhrædd/ur við að fylgja hjartanu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu ekki móðgaður/móðguð yf- ir tilboði sem þér var gert í fullri einlægni. Tilfinningar sem hafa verið að safnast upp geta auðveldlega komið upp á yfirborðið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Frumleiki þinn færir þér gæfu. Einhver sér ekki sólina fyrir þér en er eins farið með þig? Ljúktu þeim verkefnum sem þú byrjaðir á í gær. 19. feb. - 20. mars Fiskar Komdu til dyranna eins og þú ert klædd/ur, fólk kann að meta það. Þú ert svartsýn/n í dag en það breytist fljótt. stæð áhrif á hana og urðu hvati til virkari samfélagsþátttöku. Ragnheiður er stofnfélagi í Göng- um saman, syngur í kór hjá Margréti Pálmadóttur, er í 40 ára gömlum kvennabókmenntaleshring og bæna- hring Lífssýnar. Æskuklíkan hittist enn og fjölskyldan er náin og sam- heldin. Ragnheiður hefur lært að meta hundalíf á síðustu árum og telur stjórnarsetu í ýmsum félögum, auk þess að sinna kennslu í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og víðar. Sem formaður Samtaka tungumála- kennara tók hún þátt í starfi Evrópu- samtaka tungumálakennara og stóð að fjölþjóðlegri námsstefnu í Reykja- vík árið 2010. Við það tækifæri kynnt- ist Ragnheiður Vigdísi Finnboga- dóttur og hafa þau kynni haft djúp- R agnheiður Jóna Jóns- dóttir er fædd 19. mars 1960 í Reykjavík. Hún ólst upp í Hlíðunum í fjölskylduhúsi þriggja kynslóða með foreldrum, systkinum og móðurforeldrum, ásamt móður- bróður, Guðmundi Haraldssyni. Eftir grunnskólanám lá leiðin í landspróf í Héraðsskólann í Reyk- holti í Borgarfirði. Hún tók þátt í skátastarfi, fjölbreyttu íþróttastarfi og dansi og stundaði fjölbreytt störf á sumrin og með skóla, meðal annars við fiskvinnslu, leiðsögn ferðamanna, þjónustustörf á hóteli, sjúkrahúsi og barnageðdeild, í kvikmyndahúsi og við danskennslu. Menntaskólaárunum var varið í Hamrahlíð, með árshléi þegar hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Í Hamrahlíðinni kynntist Ragnheiður Arnóri eiginmanni sínum og hefur samleið þeirra nú spannað 42 gæfurík ár. Bókmenntafræði og enska í Há- skóla Íslands freistaði og lauk Ragn- heiður BA-prófi í þeim greinum ásamt kennsluréttindum. Mennta- skólinn við Hamrahlíð varð vinnu- staður Ragnheiðar að námi loknu, þar til fjölskyldan flutti til Madison, í Wis- consin-ríki Bandaríkjanna, þar sem þau bjuggu 1988-1995. Í Madison lauk Ragnheiður meistaragráðu í enskum bókmenntum og bóklega hluta doktorsnáms í mennt- unarfræðum, en Arnór lauk sérfræði- prófi í lyflækningum og gigtar- lækningum. Borgarholtsskóli tók til starfa ári eftir heimkomuna og var Ragnheiður svo lánsöm að taka þátt í mótunar- starfi á fyrstu þremur árum skólans. Doktorsnámið bankaði upp á og Kennaraháskóli Íslands var næsti vinnustaður, enda vann Ragnheiður rannsókn vegna doktorsritgerðar þar. Vorið 2003 lauk hún doktorsprófi frá University of Wisconsin. Doktors- ritgerðin fjallar um hvernig nýta má bókmenntir til að uppræta fordóma gegn minnihlutahópum og hannaði Ragnheiður kennslumódel sem nýst getur í margvíslegum aðstæðum þar sem forréttindablinda ræður för. Næstu árin sinnti Ragnheiður nokkra nú til fjölskyldumeðlima. Hannesarholt hefur átt hug Ragn- heiðar og tíma síðasta áratuginn eða svo, en þau hjón og börn þeirra keyptu árið 2007 húsið að Grundar- stíg 10, sem nú hýsir Hannesarholt. Eftir gagngerar endurbætur og viðbyggingu var loks Hannesarholt opnað í febrúar 2013. Sjálfseignar- stofnunin er rekin af þeirri bjargföstu trú að til að þjóð farnist vel þurfi hún að vera tengd við rætur sínar. „Húsið er nánast fullkomið kennslutæki, í anda einstaklingsmið- aðrar kennslu. Þegar fólk stígur hér inn og finnur sig umlukið sögu fer það ósjálfrátt að minnast eigin æsku og persónulegrar sögu. Hannesarholt var heimili í nær hundrað ár og það geymir anda liðins tíma. Það merki- legasta finnst mér hvernig sagan kall- ast á við daginn í dag og heimsmark- miðin sem eiga hug okkar allan nú voru líka hluti af baráttu framsýns fólks í sögunni okkar, þótt það væri ekki búið að gefa þeim það nafn þá. Við getum speglað okkur í fortíðinni og fundið leiðsögn til nútíðar og fram- tíðar.“ Afmælisbarnið á þá ósk heitasta að Hollvinum Hannesarholts fjölgi og stuðningur í verki við sjálfseignar- stofnunina vaxi þannig að hún eigi sér framtíðarvon. Eins og aðrar sjálfs- eignarstofnanir er hún ekki rekin í hagnaðarskyni. Á heimasíðu Hann- esarholts má lesa nánar um félag Hollvina og ganga í félagið. Ragnheiður mun verja deginum með fjölskyldu sinni í Hannesarholti, enda er hún ekki sú eina sem fagnar afmæli þennan dag. Eldri sonurinn, Víkingur Heiðar, fæddist á 25 ára af- mælisdaginn hennar og því fagna þau samtals 95 ára afmæli í dag. „Ég hafði boðið fólki að líta við í Hann- esarholti í dag, en það verður væntan- lega lítið um innlit í þessu árferði nú. Ætli við höldum ekki betur upp á þetta síðar. En fólk er alltaf velkomið í Hannesarholt, líka í dag.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Arnór Víkingsson, f. 6.11. 1959, læknir. For- eldrar hans voru hjónin Víkingur Heiðar Arnórsson, f. 7.5. 1925, d. 27.2. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts – 60 ára Doktorsútskrift Hrafnhildur, Víkingur, Marinella, dr. Jack Kean, formað- ur doktorsnefndar Ragnheiðar, Ragnheiður, Jón Ágúst, Marinella móðir Ragnheiðar og Arnór í Madison í Wisconsin 16. maí 2003. Samtals 95 ára í dag Secret Solstice 2019 Marinella, Arnór, Júníana Hrafnsdóttir, Ragnheiður, Víkingur Heiðar, Guðrún Líf Björndsóttir, Kevin Clark og Hrafnhildur. 40 ára Guðni ólst upp í Þorlákshöfn og Hveragerði en býr í Reykjavík. Hann er framkvæmdastjóri Vatnsvirkjans ehf. Maki: Ellen Ýr Aðal- steinsdóttir, f. 1977, mannauðsráðgjafi hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Börn: Kolfinna Ríkey Guðnadóttir, f. 2010, og Orri Vilberg Guðnason, f. 2013. Foreldrar: Vigdís Heiða Guðnadóttir, f. 1958, vinnur á bæjarskrifstofunni í Hveragerði, og Baldur Sigurðsson, f. 1959, verktaki. Þau eru búsett í Hvera- gerði. Guðni Vilberg Baldursson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.