Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 50 ára Þórunn ólst upp í Mosfellsbæ og býr þar. Hún er leik- skólakennari að mennt með framhaldsnám í stjórnun menntastofn- ana frá Háskólanum á Akureyri. Þórunn er leikskólastjóri í Reykjakoti í Mosfellsbæ. Synir: Arnar Freyr Reynisson, f. 1990, og Eiður Örn Reynisson, f. 2005. Foreldrar: Þórarinn Vagn Þórarinsson, f. 1949, d. 1969, sjómaður, og Guðrún Gunnarsdóttir, f. 1950, fv. starfsmaður á Hleini á Reykjalundi, búsett í Mosfellsbæ. Stjúpfaðir er Ásgeir Sigurðsson, f. 1941, fv. verktaki, búsettur í Mosfellsbæ. Þórunn Ósk Þórarinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu umhverfi þitt til gagngerrar endurskoðunar og drífðu svo í þeim breyt- ingum sem þér finnst nauðsynlegar. Allir í kringum þig sjá hvað þú blómstrar svona ástfangin/n. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur ekki breytt heiminum en ætt- ir að líta þér nær og koma jafnvægi á eigið líf. Heilsan ætti að vera í fyrsta sæti hjá þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú lendir í erfiðum deilum við vinnufélaga og átt erfitt með þig í návist hans. Það gengur þó fljótt yfir. Leggðu þitt af mörkum til að hjálpa þeim sem standa höll- um fæti í lífinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu sveigjanleika og vertu opin/n fyrir hugmyndum annarra. Lífið er lang- hlaup, reyndu að sjá hið jákvæða í litlu hlut- unum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér hættir til að slá vandanum á frest en þegar til lengri tíma er litið borgar sig að leysa málin strax. Þér verður treyst fyrir leyndarmáli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn í dag hentar til trúnaðar- samtala. Hafðu alla samninga á hreinu. Það margborgar sig að hafa skipulag á fata- skápnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hættir aldrei að læra og umbætur eru hollar og óhjákvæmilegar. Einhver þér náinn dustar rykið af námsbókunum, þú ákveður að gera það sama. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Samband byggt á sandi fjarar út. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð tækifæri til þess að hitta einhvern einstaklega heillandi í kvöld. Vertu óhrædd/ur við að fylgja hjartanu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu ekki móðgaður/móðguð yf- ir tilboði sem þér var gert í fullri einlægni. Tilfinningar sem hafa verið að safnast upp geta auðveldlega komið upp á yfirborðið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Frumleiki þinn færir þér gæfu. Einhver sér ekki sólina fyrir þér en er eins farið með þig? Ljúktu þeim verkefnum sem þú byrjaðir á í gær. 19. feb. - 20. mars Fiskar Komdu til dyranna eins og þú ert klædd/ur, fólk kann að meta það. Þú ert svartsýn/n í dag en það breytist fljótt. stæð áhrif á hana og urðu hvati til virkari samfélagsþátttöku. Ragnheiður er stofnfélagi í Göng- um saman, syngur í kór hjá Margréti Pálmadóttur, er í 40 ára gömlum kvennabókmenntaleshring og bæna- hring Lífssýnar. Æskuklíkan hittist enn og fjölskyldan er náin og sam- heldin. Ragnheiður hefur lært að meta hundalíf á síðustu árum og telur stjórnarsetu í ýmsum félögum, auk þess að sinna kennslu í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og víðar. Sem formaður Samtaka tungumála- kennara tók hún þátt í starfi Evrópu- samtaka tungumálakennara og stóð að fjölþjóðlegri námsstefnu í Reykja- vík árið 2010. Við það tækifæri kynnt- ist Ragnheiður Vigdísi Finnboga- dóttur og hafa þau kynni haft djúp- R agnheiður Jóna Jóns- dóttir er fædd 19. mars 1960 í Reykjavík. Hún ólst upp í Hlíðunum í fjölskylduhúsi þriggja kynslóða með foreldrum, systkinum og móðurforeldrum, ásamt móður- bróður, Guðmundi Haraldssyni. Eftir grunnskólanám lá leiðin í landspróf í Héraðsskólann í Reyk- holti í Borgarfirði. Hún tók þátt í skátastarfi, fjölbreyttu íþróttastarfi og dansi og stundaði fjölbreytt störf á sumrin og með skóla, meðal annars við fiskvinnslu, leiðsögn ferðamanna, þjónustustörf á hóteli, sjúkrahúsi og barnageðdeild, í kvikmyndahúsi og við danskennslu. Menntaskólaárunum var varið í Hamrahlíð, með árshléi þegar hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Í Hamrahlíðinni kynntist Ragnheiður Arnóri eiginmanni sínum og hefur samleið þeirra nú spannað 42 gæfurík ár. Bókmenntafræði og enska í Há- skóla Íslands freistaði og lauk Ragn- heiður BA-prófi í þeim greinum ásamt kennsluréttindum. Mennta- skólinn við Hamrahlíð varð vinnu- staður Ragnheiðar að námi loknu, þar til fjölskyldan flutti til Madison, í Wis- consin-ríki Bandaríkjanna, þar sem þau bjuggu 1988-1995. Í Madison lauk Ragnheiður meistaragráðu í enskum bókmenntum og bóklega hluta doktorsnáms í mennt- unarfræðum, en Arnór lauk sérfræði- prófi í lyflækningum og gigtar- lækningum. Borgarholtsskóli tók til starfa ári eftir heimkomuna og var Ragnheiður svo lánsöm að taka þátt í mótunar- starfi á fyrstu þremur árum skólans. Doktorsnámið bankaði upp á og Kennaraháskóli Íslands var næsti vinnustaður, enda vann Ragnheiður rannsókn vegna doktorsritgerðar þar. Vorið 2003 lauk hún doktorsprófi frá University of Wisconsin. Doktors- ritgerðin fjallar um hvernig nýta má bókmenntir til að uppræta fordóma gegn minnihlutahópum og hannaði Ragnheiður kennslumódel sem nýst getur í margvíslegum aðstæðum þar sem forréttindablinda ræður för. Næstu árin sinnti Ragnheiður nokkra nú til fjölskyldumeðlima. Hannesarholt hefur átt hug Ragn- heiðar og tíma síðasta áratuginn eða svo, en þau hjón og börn þeirra keyptu árið 2007 húsið að Grundar- stíg 10, sem nú hýsir Hannesarholt. Eftir gagngerar endurbætur og viðbyggingu var loks Hannesarholt opnað í febrúar 2013. Sjálfseignar- stofnunin er rekin af þeirri bjargföstu trú að til að þjóð farnist vel þurfi hún að vera tengd við rætur sínar. „Húsið er nánast fullkomið kennslutæki, í anda einstaklingsmið- aðrar kennslu. Þegar fólk stígur hér inn og finnur sig umlukið sögu fer það ósjálfrátt að minnast eigin æsku og persónulegrar sögu. Hannesarholt var heimili í nær hundrað ár og það geymir anda liðins tíma. Það merki- legasta finnst mér hvernig sagan kall- ast á við daginn í dag og heimsmark- miðin sem eiga hug okkar allan nú voru líka hluti af baráttu framsýns fólks í sögunni okkar, þótt það væri ekki búið að gefa þeim það nafn þá. Við getum speglað okkur í fortíðinni og fundið leiðsögn til nútíðar og fram- tíðar.“ Afmælisbarnið á þá ósk heitasta að Hollvinum Hannesarholts fjölgi og stuðningur í verki við sjálfseignar- stofnunina vaxi þannig að hún eigi sér framtíðarvon. Eins og aðrar sjálfs- eignarstofnanir er hún ekki rekin í hagnaðarskyni. Á heimasíðu Hann- esarholts má lesa nánar um félag Hollvina og ganga í félagið. Ragnheiður mun verja deginum með fjölskyldu sinni í Hannesarholti, enda er hún ekki sú eina sem fagnar afmæli þennan dag. Eldri sonurinn, Víkingur Heiðar, fæddist á 25 ára af- mælisdaginn hennar og því fagna þau samtals 95 ára afmæli í dag. „Ég hafði boðið fólki að líta við í Hann- esarholti í dag, en það verður væntan- lega lítið um innlit í þessu árferði nú. Ætli við höldum ekki betur upp á þetta síðar. En fólk er alltaf velkomið í Hannesarholt, líka í dag.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Arnór Víkingsson, f. 6.11. 1959, læknir. For- eldrar hans voru hjónin Víkingur Heiðar Arnórsson, f. 7.5. 1925, d. 27.2. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts – 60 ára Doktorsútskrift Hrafnhildur, Víkingur, Marinella, dr. Jack Kean, formað- ur doktorsnefndar Ragnheiðar, Ragnheiður, Jón Ágúst, Marinella móðir Ragnheiðar og Arnór í Madison í Wisconsin 16. maí 2003. Samtals 95 ára í dag Secret Solstice 2019 Marinella, Arnór, Júníana Hrafnsdóttir, Ragnheiður, Víkingur Heiðar, Guðrún Líf Björndsóttir, Kevin Clark og Hrafnhildur. 40 ára Guðni ólst upp í Þorlákshöfn og Hveragerði en býr í Reykjavík. Hann er framkvæmdastjóri Vatnsvirkjans ehf. Maki: Ellen Ýr Aðal- steinsdóttir, f. 1977, mannauðsráðgjafi hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Börn: Kolfinna Ríkey Guðnadóttir, f. 2010, og Orri Vilberg Guðnason, f. 2013. Foreldrar: Vigdís Heiða Guðnadóttir, f. 1958, vinnur á bæjarskrifstofunni í Hveragerði, og Baldur Sigurðsson, f. 1959, verktaki. Þau eru búsett í Hvera- gerði. Guðni Vilberg Baldursson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.