Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Annasamt er nú á dekkjaverk- stæðum en reglugerð samkvæmt eiga allir bílar að vera komnir á sumardekk 15. apríl. Sú dagsetning er þó ekki algjörlega heilög því svigrúm og lengri frestur er gefinn með tilliti til veðráttu eða ef vitað er að ökumenn eru til dæmis á ferð- inni yfir fjallvegi eða þær slóðir þar sem færð getur spillst þó að komið sé fram á vor. „Í byrjun maí förum við að skoða þetta og ýta á öku- menn að fara með bílana af nagla- dekkjum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild Lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann kom við á dekkjaverkstæðinu Kletti við Hátún í Reykjavík í gær og sést hér með Þórði Þrastarsyni stöðv- arstjóra. „Við tökum bíla í dekkjaskipti hér eftir bókunum og erum með alla tíma bókaða út næstu viku. Svona skilst mér raunar að staðan sé á fleiri verkstæðum. Þá vantar okkur líka mannskap. Í törnum vor og haust höfum við stundum fengið til okkar í gegnum starfsmanna- leigur, fólk erlendis frá, sem nú kemst hvergi vegna kórónuveiru- faraldursins,“ segir Þórður. sbs@mbl.is Annir á dekkjaverkstæðum sem fá ekki mannskap í vinnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipta nú út nagladekkjum Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Samtök atvinnulífsins (SA) munu gefa tilmæli út til sinna félagsmanna um að túlka lög um hlutabætur með þeim hætti að hlutabætur eigi ekki við á uppsagnarfresti. Þetta segir Hall- dór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA. Áður höfðu samtökin ráðlagt félagsmönnum sínum hið gagnstæða og einhverjir gripið til þess ráðs að segja starfsfólki upp og láta það samtímis fara á hlutabætur. „Lögin eru ekki fullkomlega skýr og túlkun þeirra getur verið vafa- atriði. Vinnumálastofnun hefur gefið út þá ákvörðun sína að þau muni ekki geiða út hlutabætur til þeirra sem eru á uppsagnarfresti. Barna- og fé- lagsmálaráðherra hefur líka lýst þessu yfir. SA hafa ekki úrskurðar- vald um það. Þar af leiðandi lít ég svo á að þeim óskýrleika sem mátti finna í þessum lögum hafi verið eytt,“ seg- ir Halldór. „Það hafa ríflega 30.000 manns farið í gegnum þetta úrræði á nokkr- um vikum. Framkvæmdin hefur í heild gengið vel en hins vegar er ekkert óeðlilegt að það komi upp vafaatriði og ég lít svo á að búið sé að leysa úr þeim með yfirlýsingu Vinnu- málstofnunar og barna- og félags- málaráðherra.“ Spurður hvort SA séu ósátt með þessa túlkun Vinnumálastofnunar og ráðherra á lögunum segir Halldór: „Þetta snýst ekki um sætti eða ósætti. Þetta snýst um að það er gríðarleg áskorun á vinnumarkaði. Það eru 50.000 manns annaðhvort á hlutabótum eða atvinnuleysisskrá. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálin munu þurfa að taka afstöðu til þess með hvaða hætti hlutabótakerfið og uppsagnir eigi að vinna saman til framtíðar.“ Úrræðið rennur sitt skeið 1. júní næstkomandi en Halldór segir mik- ilvægt að úrræðið verði framlengt þar sem fjöldi fyrirtækja standi eftir tekjulaus en reyni samtímis að við- halda ráðningarsambandi. Óskýrleika laganna eytt  SA gangast við túlkun stofnunar Halldór Benjamín Þorbergsson Stefán Gunnar Sveinsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Fimm af þeim sjö sjávarútvegsfyrir- tækjum, sem höfðuðu skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ágreinings um út- hlutun aflaheimila á makríl ætla að falla frá málsókninni í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu vegna kórónuveirunnar. Um er að ræða félögin Eskju, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnsluna og Skinney-Þinganes. Í sameiginlegri fréttatilkynningu félaganna segir að fram hafi komið að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar muni hafa víðtæk áhrif á ríkissjóð og allt íslenskt samfélag og að því miður sjái ekki enn fyrir endann á þeim áhrifum. „Það er hins vegar á svona stundum sem styrkleikar íslensks samfélags koma vel í ljós. Víðtæk sam- staða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú verða allir að leggja lóð á vogar- skál.“ Breyttar aðstæður í samfélaginu Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélags Vest- mannaeyja, segir að rekja megi málið til ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þá- verandi sjávarútvegsráðherra, um að færa kvóta í makríl frá útgerðunum og til annarra. Sú ákvörðun hafi komið illa niður á félaginu og starfsmönnum þess til lands og sjávar. „Við töldum því einsýnt að leita réttar okkar, enda er sá háttur hafður á í réttarríkjum þegar menn telja á sér brotið,“ segir Gunnlaugur, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu með tveimur dómum í desember 2018 að ríkið bæri skaða- bótaskyldu gagnvart Ísfélaginu og Hugin hf. vegna hinnar ólöglegu út- hlutunar ráðherra. Gunnlaugur segir að í kjölfar þeirra dóma hafi félagið ásamt öðrum útgerð- um freistað þess að sækja bætur, en breyttar aðstæður í samfélaginu hafi kallað á að hætt yrði við skaðabóta- málið. „Við vitum ekki hvernig við komum undan þessu harðæri, við sjáum að þúsundir fyrirtækja eru í vandræðum, en sem betur fer er sjáv- arútvegurinn betur settur en aðrir, allavega í bili, þó að það verði að sjá hvernig markaðsmálunum reiðir af í framtíðinni,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður segir Gunnlaugur að hvöss umræða á Alþingi í fyrradag þar sem stjórn og stjórnarandstaða beindu spjótum sínum að útgerðunum hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun Ís- félagsins. „Hún hafði engin áhrif því að Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, var áður búin að beina þeirri ósk til stjórnar félagsins að hætta við þessa málshöfðun og stjórn- in samþykkti það í [fyrradag],“ segir Gunnlaugur og bætir við að hann hafi tilkynnt einum ráðherra ríkisstjórnar- innar um þá ákvörðun í fyrradag. Ís- félagið hafi svo boðið hinum útgerð- unum að vera í samfloti með sér. Taka ákvörðun í dag Vinnslustöðin hf. og Huginn hf. voru ekki á meðal útgerðanna sem drógu málsókn sína til baka í gær. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar, staðfesti í samtali við mbl.is í gærkvöldi, að stjórn félagsins myndi taka ákvörðun um framhaldið á fundi sínum í dag. „Við ætlum að sofa á þessu, taka stjórnarfund á morgun og fara yfir málið,“ sagði Sigurgeir og bætti við að til hefði staðið að halda stjórnarfund í gær, en það hefði ekki náðst. „Í svona stórum málum verða allir stjórnar- menn að sitja,“ sagði Sigurgeir. Hætta við skaðabótamálið  Fimm af sjö útgerðum falla frá málsókn sinni  Allir leggi „lóð á vogarskálina“ vegna ástandsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Fimm útgerðir hafa hætt við skaðabótamál sitt gegn ríkinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.