Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 49
Nánari upplýsingar:
Ari Eyberg (ari@intellecta.is)
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Umsóknarfrestur: 27. apríl 2020
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is
LV hefur þjónað sjóðfélögum sínum frá
1956. Starfsmenn vinna í þágu sjóðfélaga
við uppbyggingu lífeyrisréttinda og
ávöxtun eigna.
Markmið sjóðsins er að vera áhugaverður
vinnustaður, gæta að jafnvægi milli vinnu
og einkalífs og bjóða gott starfsumhverfi
fyrir samhentan hóp til að vinna að
krefjandi verkefnum.
Nánari upplýsingar um LV má finna á:
www.live.is
Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gerð grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi auk ferilskrár. Á síðari stigum þarf
umsækjandi jafnframt að sýna fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum, eru hvattir til að sækja um.
Sérfræðingur í eignastýringu
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem viðskipta-,
hag-, eða verkfræði
• Reynsla af störfum á fjármálamarkaði
• Hæfni til að greina flókin fjárfestingarverkefni og kynna
þau með skipulögðum hætti
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði
• Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur
Helstu verkefni:
• Virkt samstarf við forstöðumann eignastýringar
og aðra viðkomandi starfsmenn
• Umsýsla eigna sjóðsins, m.a. eftirlit með ávöxtun
og áhættu í eignasafni
• Greining á væntri ávöxtun og áhættu
eignaflokka til skemmri og lengri tíma
• Greining fjárfestingartækifæra
• Samskipti við aðila á fjármálamarkaði
• Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf til
stjórnenda og eftirlitsaðila
Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa í eignastýringarteymi
sjóðsins. Leitað er að ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af fjármálamarkaði og
mikinn áhuga á eignastýringu. Næsti yfirmaður sérfræðings er forstöðumaður eignastýringar.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf við umfangsmikið eignasafn sjóðsins.
Hjúkrunarfræðingar óskast
Eir hjúkrunarheimili óskar eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu
hjúkrunardeildarstjóra. Um er að ræða deildarstjórastöðu sem
sinnir tveimur einingum heimilisins. Ábyrgð deildarstjóra felst í
faglegri og rekstrarlegri stjórnun starfseininga í samræmi við
stefnu og markmið heimilanna.
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2020. Umsóknir sendist
rafrænt gegnum www.eir.is undir flipanum „Umsóknir“.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Högnadóttir í síma 552 5757 eða
gegnum netfangið kristinh@eir.is .
Eir hjúkrunarheimili:
Hjúkrunardeildarstjóri
Áherslur skólanna eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og grænfánans og mikil áhersla á velferð og
vellíðan. Skólarnir leggja áherslu á teymis- og útikennslu, grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu.
Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga.
Við leitum að kennurum og starfsfólki með farsæla starfsreynslu, sem eru tilbúnir að taka þátt
íþróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólanna.
Djúpavogsskóli og
leikskólinn Bjarkatún
Eftirtalin störf eru í boði fyrir næsta skólaár:
• Umsjónarkennarar á yngsta-, mið- og unglingastig.
• Kennara í teymi á yngsta-, mið- og unglingastig.
• Samfélagsfræðikennara á mið- og unglingastig.
• Náttúrufræðikennara á mið- og unglingastig.
• Stærðfræðikennara á mið- og unglingasti.
• Íþrótta- og sundkennara fyrir öll stig.
• Heimilisfræðikennara fyrir öll stig.
• Listgreinakennara fyrir öll stig.
• Tónlistarkennara í fullt starf í Tónskóla Djúpavogs.
• Sérkennara í fullt starf sem mun starfa með stoðteymi.
• Kennara sem kennir pólsku sem móðurmál.
• Þroskaþjálfa sem mun starfa með stoðteymi.
• Leikskólakennara í fullt starf á leikskóla.
• Stuðningsfulltrúa í fullt starf á leikskóla.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Umsækjendur í kennarastörf þurfa að hafa kennsluréttindi.
• Umsækjendur í starf þroskaþjálfa þurfa að hafa lokið
þroskaþjálfanámi.
• Menntun sem nýtist í önnur störf er kostur.
• Allir umsækjendur þurfa að búa yfir góðri hæfni í
mannlegum samskiptum, hafa gott vald á íslenskri
tungu, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og geta nýtt sér
upplýsingatækni í kennslu.
• Flest störfin eru hlutastörf en til greina kemur að blanda
störfum allt eftir hæfni og reynslu umsækjenda.
Laun greiðast skv. kjarasamningi KÍ, FT, ÞÍ, Afls og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veita Signý Óskarsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla, skolastjori@djupivogur.is
og Guðrún S. Sigurðardóttir skólastjóri Leikskólans Bjarkartúns, gudrun@djupivogur.is
Umsóknarfrestur er t.o.m. 25. apríl 2020.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
Sjá nánar á kopavogur.is
Laus störf
hjá Kópavogsbæ