Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 8
Tekjutengd afborgun námslána mun
lækka þegar vextir og endur-
greiðsluhlutfall á eldri námslánum
LÍN verða lækkuð á næstunni.
Ábyrgðarmenn á um 30.000 lánum
verða felldir brott til að tryggja jafn-
ræði. Uppgreiðsluafsláttur verður
hækkaður upp í allt að 15% þegar til-
lögur um að bæta stuðning við greið-
endur námslána verða innleiddar.
Forsætisráðherra, mennta- og
menningarmálaráðherra og fjár-
málaráðherra kynntu þessar breyt-
ingar í gær.
Ríkisstjórnin ákvað að fara að til-
lögum starfshóps um endurskoðun á
reglum vegna endurgreiðslu náms-
lána. Hópurinn var skipaður í
tengslum við kjaraviðræður á opin-
berum markaði. Í aðgerðunum felst
m.a. að vextir námslána lækka úr 1%
í 0,4% og ábyrgðarmenn á lánum í
skilum sem tekin voru fyrir 2009
falla brott. Starfshópurinn mat nú-
virtan kostnað aðgerðanna um 14
milljarða króna, sem falla á lengri
tíma og LÍN fjármagnar.
BHM fagnar aðgerðunum
Bandalag háskólamanna (BHM)
gaf út yfirlýsingu í gær og fagnaði
þessum boðuðu aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. „Þær munu koma
tugþúsundum Íslendinga til góða,
bæði félagsmönnum aðildarfélaga
BHM sem og öðrum sem greiða af
námslánum. BHM hefur árum sam-
an barist fyrir því að dregið verði úr
endurgreiðslubyrði námslána og að
ábyrgðamannakerfið verði afnumið
að fullu. Með þeim breytingum sem
ríkisstjórnin hefur nú boðað eru
þessi baráttumál loksins í höfn.
Kaflaskil hafa orðið í hagsmuna- og
réttindabaráttu BHM fyrir félags-
menn,“ sagði m.a. í yfirlýsingu
Bandalags háskólamanna.
gudni@mbl.is
Námslánin verða léttari í skauti
Vextir og endurgreiðsluhlutfall eldri námslána LÍN lækka BHM fagnar
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
Fjármálaráðherra sat fyrirsvörum á veffundi Samtaka
atvinnulífsins í gær og fór yfir
stöðuna í efnahags- og atvinnu-
málum og þau úrræði sem rík-
isstjórnin hefði
gripið til vegna
kórónuveirufarald-
ursins. Þá kom
fram að frekari að-
gerðir væru vænt-
anlegar fyrir viku-
lok án þess að
útfærsla þeirra
væri rakin í ein-
stökum atriðum. Þó er ljóst að
stjórnvöld átta sig á að til dæmis
þarf að bregðast sérstaklega við
vanda þeirra sem gert hefur ver-
ið að loka fyrirtækjum sínum.
Það er spurning um sanngirni,
segir fjármálaráðherra.
Annað sem fram kom er aðfjármálaráðherra leggur
ríka áherslu á að koma efnahags-
lífinu hér á landi á fulla ferð sem
fyrst þó að áfram yrði lokað til
útlanda.
Þetta skiptir miklu. Íslendingarhafa ekki nema að litlu leyti
stjórn á því hvenær ferðalög á
milli landa hefjast á ný og verða
að fara mjög varlega í að aflétta
hömlum á borð við sóttkví við
komu til landsins.
Þegar tekist hefur að útrýmaveirunni innanlands, eða svo
gott sem, þá er mikill sigur unn-
inn. Þá getur hagkerfið innan-
lands farið á fulla ferð, í það
minnsta allt sem ekki snýr að
þjónustu við erlenda ferðamenn.
Þegar innlenda hagkerfið erfarið að snúast með nánast
hefðbundum hætti verður ástand-
ið gjörbreytt frá því sem nú er.
Alla áherslu þarf að setja á að ná
því markmiði sem fyrst.
Bjarni
Benediktsson
Innlenda hagkerfið
er aðalatriðið nú
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hin alþjóðlegu verðlaun Vigdísar
Finnbogadóttur voru afhent í
fyrsta sinn í gærkvöldi. Færeyski
málvísindamaðurinn, kennarinn og
útgefandinn Jonhard Mikkelsen
varð sá fyrsti sem hreppti þann
heiður, en hann hlaut Vigdísar-
verðlaunin. fyrir einstakt framlag
sitt til að efla og þróa færeyska
tungu bæði inn á við og út á við.
Benedikt Jónsson, sendiherra og
Aðalræðismaður Íslendinga í Fær-
eyjum, afhenti Mikkelsen verðlaun-
in og var sýnt frá því í sérstakri
dagskrá RÚV í gærkvöldi.
Íslensk stjórnvöld, Háskóli Ís-
lands og Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur standa að verðlaun-
unum, og á að veita þau árlega
einstaklingi sem brotið hefur blað
með störfum sínum í þágu menn-
ingar og þá einkum tungumála.
Í fréttatilkynningu um afhend-
inguna í gærkvöldi segir að til-
gangurinn með verðlaununum sé
„að heiðra og vekja athygli á lofs-
verðu framlagi Vigdísar til tungu-
mála og menningar, en eins og al-
þjóð veit hafa þessi málefni ætíð
verið henni afar hugleikin.“
Ljósmynd/Færeyska Kringvarpið
Vigdísarverðlaunin Jonhard Mikkelsen er fyrsti verðlaunahafinn.
Jonhard hlaut fyrstu
Vigdísarverðlaunin