Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Fáðu
HEIMSENT
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30
Í ljósi aðstæðna bjóðum við heimsendingar til einstaklinga.
Vöruúrvalið er aðgengilegt á heimasíðu og facebook síðu okkar.
www.kjotsmidjan.is | fb/Kjotsmidjan
Þessa köku þarf ekki að
baka en að sögn Maríu Go-
mez á Paz.is sem á heið-
urinn að henni er hún afar
auðveld og vel þess virði að
prófa. Kökuna þarf ekki að
baka og má því færa rök
fyrir að hér sé á ferðinni
fyrsta útilegukaka sumars-
ins enda fátt smartara en
að bjóða upp á nýbakaða
köku í útilegu.
Kakan
225 g smjör
½ bolli bökunarsíróp eða
170 g
50 g kakó
100 g sykur
60 ml vatn eða 60 g
8 stk. af 80 g Sport Lunch-
stykkjum (veit það virkar
mikið en trúið mér, það er
það ekki)
220 g McVities Digestive
Krem ofan á
120 g dökkt súkkulaði
120 g rjómi
Aðferð
Bræðið smjör, síróp,
kakó, sykur og vatn saman í potti.
Skerið Sport Lunch-stykkin nið-
ur í bita (ég skar hvern kubb í 4
bita) og setjið í stóra skál.
Brjótið hafrakexið í bita ca 1,5
cm en hafið þá misstóra svona fyr-
ir lúkkið (geymið í annarri skál).
Þegar allt er vel blandað saman
í pottinum, takið það þá af hellunni
og hellið yfir Sport Lunchið í stóru
skálinni og hrærið vel saman.
Leyfið þessu að standa í eins og
10 mínútur.
Takið þá brotna kexið og bætið
því út í stóru skálina í þremur
hollum og hrærið því vel saman
við.
Takið nú 20 cm smellumót og
hellið ofan í og þrýstið kökunni
vel niður í formið og setjið í
frystirinn
Byrjið svo á kreminu.
Brytjið súkkulaðið niður í skál.
Hitið rjómann í potti upp að
suðu og hellið yfir súkkulaðið í
skálinni og látið standa í 1 mín-
útu.
Hrærið nú vel saman þar til
verður að glansandi og silki-
mjúku kremi.
Hellið yfir kökuna og setjið í
kæli (ekki frysti) í lágmark 6
klst. eða jafnvel yfir nótt.
Berið fram með eða án rjóma.
Góð ráð frá Maríu Sniðugt er að gera þessa
köku að kvöldi til, til að hafa daginn eftir en
einnig má gera hana að morgni og láta þá
standa í sex tíma í kæli áður en hún er borin
fram, en kökuna tekur enga stund að gera.
Klístraður súkku-
laðidraumur sem
þarf ekki að baka
Ljósmynd/María Gomez
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Hér getur að líta eldhús sem mér
þykir eitt það stórkostlegasta sem
sést hefur í lengri tíma. Það fyrsta
sem grípur augað eru skápahurð-
irnar sem eru allar í línulegum form-
um og síðan eru höldurnar hring-
laga. Litapallettan er einföld:
Bleikur og grænn. Hins vegar leikur
hönnuðurinn sér að mismunandi
grænum og bleikum tónum sem eyk-
ur dýptina mikið. Veggirnir eru
bleikir, loftið er grænt, gólfið er
flísalagt með mósaík og eyjan er úr
marmara. Það er óhætt að segja að
hér sé litað rækilega út fyrir og
gleðin sem sést er algjörlega stór-
kostleg.
Þetta eldhús er gott dæmi um það
hvað gerist þegar hönnun er tekin
lengra en það sem hefðbundið telst
og þegar leikgleðin fær að njóta sín
til fullnustu. Hér er enginn ótti við
liti á ferðinni enda engin ástæða til.
Þar sem litir
og lífsgleði
fá sín notið
Eftir langan og erfiðan vetur og núna sóttkví og
samkomubann þurfum við nauðsynlega smá lit í til-
veruna. Flest erum við búin að eyða meiri tíma í
eldhúsinu en venjulega og miðað við hvað málning-
arverslanir auglýsa þessa dagana má fastlega bú-
ast við að hálf þjóðin sé komin í framkvæmdir inn-
andyra. Og því ber að fagna.
Enginn vetrargrámi Hér er það
litagleðin sem er allsráðandi.
Austur og vestur Í hönnuninni má greina japönsk áhrif með græna litnum og tengingunni við náttúruna sem
blandast lystilega saman við ýkt avante-garde form undir sterkum ítölskum og art deco-áhrifum.
Ljósmynd/Patricia Bustos Studio
Hugað að hverju smáatriði Ítalska hönnunarfyrirtækið Patricia Bustos
Studio á heiðurinn af hönnuninni. Loftið er með innfellingum og málað í
tveimur mismunandi tónum af grænum sem gerir mikið fyrir rýmið.